Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
Verkalýðshreyfíngin á sam-
leið með atvinnurekendum
Ræða Ragnars Halldórssonar á aðal-
fundi Verzlunarráðs íslands
Ragnar Halldórsson flytur ræðu sína i aðalfundi Verzlunarráðs íslands.
Hér fer á eftir meginhluti setn-
ingarræðu Ragnars Halldórssonar,
formanns Verzlunarráðs íslands á
aðalfundi þess í fyrradag.
Frá orðum til athafna
Menn í atvinnulífinu verja eðli-
lega mestum tíma sínum í innri
málefni fyrirtækja sinna við að
bæta reksturinn og sækja fram á
sem flestum sviðum. En fyrir-
tækjunum er ekki aðeins stjórnað
innan frá. Ákvarðanir sem teknar
eru á öðrum stöðum, á Alþingi, í
ráðuneytum og opinberum stofn-
unum, skipta oft sköpum um af-
komu fyrirtækjanna.
Þótt opinber afskipti af at-
vinnulífinu séu of mikil, er ekkert
við því að segja, að stjórnvöld taki
ákvarðanir, sem varða heildar-
skipulag efnahags- og atvinnu-
mála. Hitt er gagnrýnisvert, þegar
slíkar ákvarðanir eru teknar án
skilnings á þörfum atvinnulífsins
og án skilnings á gildi einka-
rekstrar og frjáls framtaks fyrir
þjóðarbúið. Á undanförnum árum
hafa flestar ákvarðanir stjórn-
valda verið með þessu marki
brenndar, jafnt ákvarðanir sem
snerta innri málefni fyrirtækja og
ytri skilyrði. Þetta er harður dóm-
ur, en því miður allt of sannur.
Stjórnendur fyrirtækja hafa þvi
ekki aðeins þurft að leggja sig alla
fram við að sigla fyrirtækjum sín-
um í gegnum boðaföll svokallaðs
efnahagslífs með allt að 130%
verðbólgu, heldur hafa þeir einnig
þurft að fylkja sér saman til að
mynda mótvægi gegn þeim sem
með óheillavænlegum hætti hafa
verið að stjórna fyrirtækjum
þeirra utan frá á undanförnum ár-
um.
Verzlunarráð íslands hefur ver-
ið vettvangur fyrirtækja í þessari
baráttu, enda teljum við, að at-
vinnulífið þurfi að láta til sín taka
á sem flestum sviðum þjóðmál-
anna. Það er því af brýnni nauð-
syn sem Verzlunarráðið hefur lagt
mikla vinnu í heildarstefnumótun
í efnahags- og atvinnumálum.
Þeirri vinnu var að mestu lokið er
Viðskiptaþing Verzlunarráðsins
1981 samþykkti stefnu ráðsins í
efnahags- og atvinnumálum. Sú
stefna var gefin út í myndarlegum
bæklingi og dreift viða.
í framhaldi af þeirri útgáfu
boðaði Verzlunarráðið til blaða-
mannafundar í mars 1982. Þá
sögðum við að yrðu tillögur okkar
framkvæmdar mætti lækka verð-
bólguna niður í 15—20% á einu
ári. Okkur var ekki almennt trúað
þá og ýmsir litu á þessar yfirlýs-
ingar sem einhvers konar talna-
leik, sem engin alvara byggi á bak
við.
En okkur var full alvara og við
létum ekki staðar numið. Áfram
var unnið að frekari útfærslu á
tillögum ráðsins og á Viðskipta-
þingi á síðasta ári var lögð fram
efnahagsáætlun undir nafninu
„Frá orðum til athafna". Áætlunin
var síðan rædd ítarlega við vel-
flest samtök atvinnulífsins og
dreift til almennings sl. vor. í
áætluninni voru sett fram skýr
markmið með nákvæmlega sund-
urliðuðum leiðum og tímasettum
aðgerðum. Það er skemmst frá því
að segja, að þessar tillögur urðu
mjög umdeildar fyrir siðustu
alþingiskosningar. Þetta voru um-
búðalausar og djarfar .tillögur,
sem stungu í stúf við orðagjálfur
og gervilausnir, sem hafa ein-
kennt þjóðmálaumræðu á Islandi í
alltof langan tíma. En ég hef þá
trú, að þessar tillögur okkar hafi
brotið ísinn og opnað augu manna
fyrir því, að nú yrði ekki lengur
undan því vikist að stokka upp
efnahagskerfi landsins, ef við ætl-
uðum ekki að sökkva i skuldafen
og verða efnahagslegri stöðnun að
bráð.
Ef farið hefði verið að tillögum
Verzlunarráðsins fyrir tveimur
árum hefði verið hægt að ná
árangri í baráttunni við verðbólg-
una án þess að skerða lífskjörin í
landinu. En of seint var gripið til
aðgerða. Sú bið hefur verið okkur
dýrkeypt. Það eru því ekki aðgerð-
ir þessarar ríkisstjórnar, sem hafa
skert lífskjörin, heldur aðgerða-
leysi fyrri ríkisstjórna.
Árið 1983 var umskiptaár í
efnahagssögu landsins. Með
breyttri stjórnarstefnu tókst á
skömmum tíma að koma verð-
bólguhraðanum niður úr 130% í
um 10—15% við síðustu áramót.
Þá sannaðist það sem Verzlunar-
ráðið hafði haldið fram, að unnt
væri að ná verðbólgunni niður á
skömmum tíma. Þetta var sem
sagt mögulegt.
Ymsir telja sig finna samlík-
ingu með stefnu Verzlunarráðsins
og núverandi stjórnarstefnu og
má það til sanns vegar færa, svo
langt sem það nær. Hins vegar
hefur Verzlunarráðið engin tengsl
við stjórnmálaflokka og stjórn-
málastefnur. Við teljum að at-
vinnulífið eigi að reka sjálfstæða
og ábyrga stefnu í efnahags- og
atvinnumálum og tala máli sínu
sjálft gagnvart almenningi,
stjórnmálamönnum og stjórnvöld-
um á hverjum tíma. Við höfum
markvisst unnið að því að kynna
málstað okkar og afla honum fylg-
is. Það er réttur okkar í frjálsu
þjóðfélagi. Við lítum jafnframt á
tillögur okkar sem framlag at-
vinnulífsins til uppbyggingar og
velsældar í þjóðfélaginu.
Verzlunarráðið hefur haslað sér
völl sem gagnrýnið afl í þjóðfélag-
inu og hlutverk þess er að veita
stjórnvöldum aðhald og vera þeim
til ráðgjafar um málefni atvinnu-
lífsins (þeim sem kunna góð ráð að
þiggja). Verzlunarráðið mun
áfram gegna þessu hlutverki sínu.
Upphaf nýs tíma
Hver dagur er í sjálfu sér upp-
haf nýs tíma, skil fortíðar og nú-
tíðar. Þannig er hver dagur tíma-
mót í eðli sínu, en tímamót eru
ekki öll jafnskýr eða afdrifarík.
Stundum líða þau jafnvel hjá óséð,
og það er ekki fyrr en síðar, að við
greinum þáttaskilin.
Þau þáttaskil, sem nú eru í
efnahags- og atvinnumálum, ættu
þó ekki að fara fram hjá okkur.
Hefðbundnar atvinnugreinar
okkar eru komnar á endimörk síns
vaxtarskeiðs og okkur má ljóst
vera, að nýjar greinar verða að
taka við. Okkur hefur einnig tekist
að ná jafnvægi í efnahagslífinu.
Upplausnin, óðaverðbólgan og
eyðlustefnan er að baki. Skulda-
dagar og uppbygging fer í hönd.
Þar skiptir miklu, að nú er unnið
að því að innleiða frjálsa verð-
myndun, frjálsræði í gjaldeyris-
viðskiptum, endurskoða skipan
lánamála, einfalda tollheimtu og
tolleftirlit og lækka tolla, draga úr
þátttöku ríkisins í atvinnulífinu,
og breyta lögum um tekju- og
eignarskatt til að treysta eigin-
fjárstöðu fyrirtækja og örva al-
menning til fjárfestinga í atvinnu-
lífinu.
Þessar breytingar, þegar þær
verða að veruleika, marka skörp
þáttaskil í atvinnulífinu. Þær sýna
okkur breytt viðhorf til atvinnu-
lífsins og færa einkarekstrinum
ný tækifæri til að sýna þann kraft,
sem hann býr yfir til að ryðja
brautina, takast á við ný verkefni
og skila árangri, sem þjóðin öll
mun að sjálfsögðu á endanum
uppskera í betri lífskjörum í víð-
um skilningi þess orðs.
Krafturinn býr
í einkarekstrinum
Stærsta orkulindin í þessu landi
er ekki fallvötnin eða hitinn í iðr-
um jarðar. Mesta orkan býr í
okkur sjálfum, ef við fáum svig-
rúm til athafna og framkvæmum
ætlun okkar að ná árangri. Þetta
hefur einkareksturinn sýnt hér
sem erlendis, þótt hitt sé jafnsatt,
að svo megi þrengja að einka-
rekstrinum að hann njóti sín ekki
nema að takmörkuðu leyti.
Menn hafa oft velt því fyrir sér
hvað knúi einkareksturinn áfram
og fái hann til að standa sig betur
en ríkisreksturinn. Er það sköpun-
argleðin eða nautnin að ná
árangri, aðhald og örvun sam-
keppninnar eða hagnaðarvonin?
Þá má einu gilda, árangurinn
skiptir mestu máli og hans njótum
við öll, enda er hagnaður ekki bara
mælikvarði árangurs í atvinnulíf-
inu, heldur líka forsenda batnandi
lífskjara.
Til þess að skila hagnaði þurfa
fyrirtækin að skila árangri, og til
þess þurfa þau að gera jafnvel og
helst betur en keppinautarnir,
innleiða nýjungar, og framleiða
ódýrari og betri vörur. Hagnaður-
inn leiðir því til hagkvæmni í
rekstri fyrirtækja og gerir hann
umfangsmeiri. Fyrirtæki sem
vaxa þurfa fleira starfsfólk og
verða því að borga betri laun.
Hagnaðurinn er þannig undir-
staða hagvaxtar og betri lífskjara,
þannig að meira verður til skipt-
anna, líka fyrir þá sem eru ekki
lengur þátttakendur í atvinnulíf-
inu.'"'
Árangurinn
skiptir mestu
í atvinnulífinu hættir það fljótt
að skipta máli, þegar menn sækja
um störf, hvað þeir hafa lært.
Meira máli skiptir, hvað þeir geta
gert. Það er árangurinn sem gild-
ir. Þeir, sem skila ekki árangri,
eru dæmdir úr leik.
Sjaldan verður maður þó eins
var við hversu miklu árangurinn
skiptir, eins og þegar ferðast er
um sum lönd Asíu, svo sem Singa-
pore, Hong Kong og Japan. Þar
ríkir sterk sannfæring, sterkari en
víða, að hægt sé að ná árangri og
gera betur. Þar situr í fyrirrúmi
að ná fyrst árangri, en deila síðan
ávöxtum erfiðisins. Þar gefur
vinnan lífinu fyllingu. Þeir segja:
Framleiðni er spurning um hug-
arfar. Framleiðni þjóðarbúsins er
lykillinn að aukinni hagsæld. Þar
er atvinnulífið að gera betur í dag
en í gær og sannfært um, að það
geti gert betur á morgun. Þetta er
kjarninn í allri þeirra viðleitni.
Okkur er tamt að hugsa stundum
á annan veg.
Nýjasta dæmið eru fréttir um
ástand loðnustofnsins. Nú er
okkur sagt að veiða megi 640 þús-
und tonn af loðnu, sem er 265 þús-
und tonnum meira en áður var.
Strax þegar þessar fréttir berast
taka opinberir starfsmenn upp
reiknistokkana og tölvurnar.
Hvert verður útflutningsverðmæt-
ið, hver verður aukning þjóðar-
tekna og hversu háar fjárhæðir
skila sér á endanum í ríkissjóð?
Það er sem sagt búið að skipta
aflanum áður en hann veiðist, áð-
ur en hann er unninn og áður en
afurðirnar eru seldar. Enn hefur
okkur ekki lærst að afla teknanna,
áður en þeim er skipt eða eytt. Það
er þó ef til vill alvarlegast, að
þessar veiðifréttir fyrir okkur,
stórauknir möguleikar á loðnu-
veiði, hafa þegar skapað verðfall á
afurðunum á heimsmarkaði. Ef til
vill væri betra að ganga hægar um
gleðinnar dyr.
Einkareksturinn
í öndvegi
Einkareksturinn getur ekki
leyft sér slíkan munað. Hann þarf
að skila árangri til að lifa. Hann
getur ekki einu sinni leyft sér að
standa í stað. Það jafngildir aftur-
för. Það er svo bágt að standa í
stað. Mönnunum miðar annað-
hvort afturábak ellegar nokkuð á
leið.
Á undanförnum árum höfum
við íþyngt einkarekstrinum og tor-
veldað honum að skila árangri.
Við höfum aukið skattheimtuna,
svo að hún nemur nálægt helmingi
þjóðartekna. Nær þriðji hver
starfsmaður er nú í opinberri
þjónustu. Ríkisfyrirtækjum hefur
fjölgað og starfsemi hins opinbera
færist sífellt inn á ný og ný svið.
Þótt rætt sé um að snúa þessari
þróun við, bendir ekki margt til,
að einkareksturinn taki við rekstri
velflestra ríkisfyrirtækja eða ríkið
selji í umtalsverðum mæli hluta-
bréf sín í ýmsum fyrirtækjum.
Jafnvel þegar litið er til framtíð-
arinnar sjáum við ríkisvaldið ein-
oka stærstu vaxtarmöguleikana.
Ríkið ætlar sér enn að reisa og
reka virkjanir sem selja ríkisverk-
smiðjum orkuna — og á fjar-
skipta- og fjölmiðlunarsviðinu
rekur ríkið bæði Póst og síma og
Útvarp, þ.e. hljóðvarp og sjónvarp.
Á Viðskiptaþingi 1981 tók
Verzlunarráðið framtíð einka-
rekstrar til umræðu. Síðan hefur
margt breytzt. Nú eru þau viðhorf
almennari að minnka eigi hlut
ríkisins í atvinnulífinu og skapa
einkarekstrinum aukið svigrúm til
athafna með því að nýta frjáls-
ræðisskipulagið á ný, sem aflvaka
framfara og velmegunar. Ef svo
verður, bjóðast einkarekstrinum
ný tækifæri og jafnframt stærri
viðfangsefni. Einkareksturinn
þarf því að aðlagast nýjum starfs-
skilyrðum og nýjum tækifærum. í
þeim efnum geta þær hugmyndir,
sem VÍ hefur unnið og Guðmund-
ur H. Garðarsson mun kynna hér
síðar í dag, gegnt lykilhlutverki.
Hér á ég við stofnun Framfara-
sjóðs íslands, sem sameiningar-,
samræmingar- og fjármögnunar-
félag í þágu einkarekstrar.
Atvinnurekendur, laun-
þegar og stjórnmálin
Hér á eftir verður einnig fjallað
um annað efni og ekki síður
áhugavert. Samskipti og hlutverk
atvinnurekenda, verkalýðsfélaga
og stjórnmálamanna.
í stefnu Verzlunarráðsins eru
sett fram skýr viðhorf til þess,
hvert sé hlutverk þessara aðila.
Við sem Verzlunarráð hljótum að
skipta okkur af stjórnmálum að
því marki sem þau snerta stjórn
efnahagsmála og skilyrði atvinnu-
lífsins til að skila árangri. Við
viljum hvorki sækja til stjórn-
málamanna vernd gegn sam-
keppni né sérstaka fyrirgreiðslu,
heldur almenn starfsskilyrði og
frjálsræði til að ná árangri. Við
viljum, að stjórnmálin marki
leikreglurnar, en taki ekki þátt í
leiknum. Stjórnmálamenn eiga
ekki að vasast í atvinnurekstri.
Það er okkar hlutverk.
Stjórnmálamenn eiga heidur
ekki að standa í kjarasamningum,
veita forskriftir um gerð þeirra
eða rifta þeim með lögum. Það er
hlutverk atvinnurekenda að semja
um kaup og kjör við verkalýðs-
hreyfinguna og þeirra beggja er
ábyrgðin, ef rangt er staðið að
samningum.
Verkalýðshreyfingin á þannig
samleið með atvinnurekendum.
Hennar hlutverk er að leita leiða
til að auka framleiðni og afköst,
og ná betri árangri, þannig að
meira verði til skiptanna. Þegar
verkalýðshreyfingin fær hins veg-
ar meiri áhuga á stjórnmálun. en
kjaramálum, heldur til streitu
störfum og vinnutilhögun sem
heyra fortíðinni til og beitir afli
sínu til að þvinga fram óraunhæf-
ar kaupkröfur og úrslit í stjórn-
málum, leiðir hún launþega á hál-
an ís.
Og þegar sú skipan hefur kom-
ist á, að stjórnmálamennirnir
standa i atvinnurekstri og kjara-
samningum gegn því að veita at-
vinnurekendum og verkalýðs-
hreyfingunni vernd, og sérstaka
fyrirgreiðslu, er mikil hætta á
ferðum. Þá stöðvast framfarir og