Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 31 inu íslenskt málverk. Jón var í hópi þeirra manna, sem mest áhrif hafa haft á listasögu okkar á vissu tímabili og hann á þar sæti, sem er verðugt, og nafn hans mun lifa svo lengi, sem menn unna málverki í þessu landi. Það má gera ótrúlega góð kaup á þessari sýningu og ég fær ekki betur séð en verðlagi sé svo stillt í hóf, að almenningi gefist einstakt tækifæri til að eignast þessi verk. Ég yrði ekki hissa, þótt þessi verk seldust hvert og eitt, svo vægt er verð þeirra, ef tekið er með í reikninginn, að Jón er látinn og mun ekki fram- leiða meira af slíku. Þessi sýning er afar litaglöð og fjörug að mínum dómi og ég hafði mikla ánægju af henni í heild. Safn- sýning í Nýlistasafninu við Vatnsstíg stendur nú yfir sýning á verkum í eigu safnsins, og er forvitnilegt að líta þar inn fyrir dyr. Safnið hefur starfað í 6 ár, og þar hefur hver sýningin verið haldin eftir aðra, uppákomur og gerningar ásamt ýmissi starfsemi, sem þeir aðstandendur flokka undir listræna starfsemi. Um það verður ekki deilt að safnið hefur staðið undir vissri starfsemi sem aðrar stofnanir hafa ekki fengist við. Hlutverk þess hefur verið frá byrjun að varðveita það, sem komið hefur fram undir nafninu list og sjá til þess, að þessir hlut- ir færu ekki forgörðum. Það eru um sjötíu manns, sem að þessu safni standa, og er þeim til að mynda skylt að láta vissan fjölda verka sinna af hendi við safnið árlega. Það gefur auga leið, að þetta fyrirtæki hefur átt við ýmiss konar örðugleika að etja, og má þar benda fyrst og fremst á húsnæði. Nú hefur önn- ur hæð hússins, sem safnið er í, verið gerð að sýningarstað, og er það auðvitað mikil bót í máli. En segja mætti mér, að enn sé þröngt um þetta safn, því að mikið virðist vera til í því og margt fyrirferðamikið. Það eru sjálfsagt mjög skiptar skoðanir á því, hvað er list og hvað er ekki list. En hvernig svo sem viðhorfið er í slíkum málum, er það algerlega á hreinu, að all- ar tilraunir til endurnýjunar í list eiga fullan rétt á sér. Mörg- um vill sjást yfir svo einfaldan hlut, og er ég þar engin undan- tekning. Hitt er svo annað mál, að tíminn líður og viðhorfin breytast. Sumt verður merkilegt, annað ómerkilegt, og svona hef- ur þetta ætíð gengið til í listinni, og seint mun þar verða breyting á. En skoðanamunur er einmitt lífskraftur listarinnar, og ef menn ganga inn á þessa sjálf- sögðu skoðun, verður heldur ekki framhjá því gengið, að stofnun sem Nýlistasafnið hefur merkan tilgang, sem verður ef til vill seint þakkaður sem skyldi. Þegar ég leit inn á Nýlista- safnið hér á dögunum, fannst mér áberandi, hve vel verkunum var fyrir komið. Persónulega hafði ég afar mismunandi áhuga og ánægju af því sem á sýning- unni er, en það var viss kúltúr í hlutunum (menning). Það var rúmt í sölunum og hvert verk fékk vel að njóta sín, og þarna voru verk, sem maður hefur ekki séð lengi og skemmtilegt var að kynnast að nýju, eftir að ár og dagur hafði bæði sett sitt mark á sjálf verkin og einnig á áhorf- endur. Það er því ekki út í bláinn að segja, að slíkir endurfundir hafi sitt að segja, og hver veit nema sumir þeir, er komu í SÚM hér í eina tíð, hitti þarna fyrir gamla kunningja og geti endur- nýjað samskiptin. Er þetta ekki hlutverk safnsins? Vatnsveita Vestmannaeyja: Hluti stofnæðar í hættu vegna flóðanna í Markarfljóti Vestmannaeyjum, 24. rebrúar. Á DÖGUNUM þegar Markarfljót fór hamfiirum og olli stórtjóni á lendum bænda og verulegum vegaskemmdum, komst hluti stofnæðar Vatnsveitu Vestmannaeyja í verulega hættu. Stofnæðin liggur frá upptökum í iandi Syðstu-Merkur undir Eyjafjöllum niður að dæluhúsi á Landeyjasandi. Sem betur fer skemmdist leiðslan ekkert og dæluhúsið komst aldrei í hættu. Starfsmaður Vatnsveitu Vestmannaeyja uppi á landi fylgist reglulega með öllum breytingum á fljótinu og framkvæmir mælingar fyrir veituna. Ráðamenn í Vestmannaeyjum hafa nokkrar áhyggjur af öryggi Vatnsveitunnar, enda yrði það al- varlegt áfall fyrir bæjarbúa og at- vinnulífið hér í stærstu verstöð landsins ef stofnæðin í landi skemmdist og bærinn yrði vatns- laus um lengri tíma. Þessi mál voru mikið rædd á bæjarstjórn- arfundi í gærkvöldi og samþykktu allir 9 bæjarfulltrúarnir eftirfar- andi tillögu: „Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á þingmenn Suðurlands og á Vegagerð ríkisins að verja auknu fjármagni til frekari fyrir- hleðslu og byggingar varnargarða við Markarfljót til að forðast yfir- vofandi hættu af ágangi Mark- arfljóts, en auk skemmda á bú- jörðum og mannvirkjum getur framhlaup fljótsins stofnað húsi vatnsveitunnar og stofnæð veit- unnar í hættu, en stofnæðin liggur frá Landeyjasandi upp að Syðstu- Mörk. Bæjarstjórn Vestmannaeyja bendir á, að eftir síðustu atburði við Markarfljót er nauðsynlegt að huga betur að þeim málum sem að ofan greinir. Verði dæluhús vatnsveitunnar eða stofnæðin fyrir alvarlegu tjóni, myndi það leiða til alvarlegs áfalls fyrir íbúa Vestmannaeyja og þjóðarbúsins í heild. Viðgerð gæti tekið langan tíma og þar af leiðandi myndi allt atvinnulíf í Eyjum lamast að verulegu leyti. Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur því áherslu á, að þingmenn Suðurlands fylgi þessu máli vel eftir, þannig að allt verði gert sem hugsast getur til að koma í veg fyrir tjón af völdum ágangs Mark- arfljóts.” Vestmanneyingar vona fastlega að sem allra fyrst verði gerðar all- ar nauðsynlegar ráðstafanir varð- andi frekari byggingu og styrk- ingu varnargarða við Markarfljót, þannig að frekar verði forðast tjón á vatnsleiðslunni til Eyja og það neyðarástand sem óhjákvæmilega myndi skapast í Eyjum, yrði slíkt tjón að veruleika. — hkj. lillibnídarkulld: Rjúpa, gæs, lundi, / önd og heiðalamb á borðum í Blómasal 2. og 3. mars Okkur hefur sem sagt tekist þaö, sem veiðimönnum tekst bara stundum, aö fanga bráðina. Á villibráðakvöldinu hlöðum við borðið með villtum réttum. Módelsamtökin sýna glæsilegan fatnað frá Liljan tískuverslun, Glæsibæ og Laugavegi 19. Borðapantanir í síma 22321/22322 Matur framreiddur frá kl. 19. w VERIÐ VELKOMIN HOTEL LOFTLEIÐIR FLUCLEIDA HOTEL Við flytjum um set skrifstofuhusgögn Kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála. Sendum um allt land. Á. GUÐMUNDSSON Húsgagnaverksmiðja, Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100 á\V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.