Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
kjarki ömmu og trú á að hún yrði
heil á ný.
Það var alltaf gaman hjá okkur
systkinunum í Selásnum, þegar
amma kom í heimsókn, alltaf svo
kát og hress, og mér fannst hún
alltaf svo fín og hreinleg.
Hin seinni ár, þegar ég var orð-
in fullorðin kynntist ég ömmu bet-
ur. Það var alltaf svo gott að koma
til hennar á Barónsstíginn, sitja
þar í litlu hlýlegu íbúðinni og
rabba yfir kaffibolla — hún sagði
svo skemmtilega frá.
En nú er hún amma öll — loks-
ins er hún komin til hans Elíasar
afa og þar er hún áreiðanlega
ánægð.
Við systkinin þökkum elsku
ömmu okkar samveruna.
Blessuð sé minning hennar.
Gulla
f dag verður frú Sveinbjörg
Bjarnadóttir lögð til hinstu hvíld-
ar. Eftir langa ævi, sem oft var
þjökuð sjúkleika, er hvíldin kær.
Kynni okkar hófust fyrir meira en
hálfri öld, er ég fór til ungu hjón-
anna í Oddhól, sem vinnukona.
Unga húsfreyjan var annáluð
fyrir snyrtimennsku og fágaða
framkomu og ekki spillti glaðværð
og glettni húsbóndans, Elíasar,
verunni. f þá daga var ekki óal-
gengt að vinnuhjú væru nokkuð
afskipt, en á Oddhólsheimilinu var
því ekki þannig varið, þar voru all-
ir jafnir. Þarna dvaldi ég í þrjú ár,
en síðan hefur kunningsskapurinn
ætíð haldist og mikið fannst mér
alltaf gaman að heimsækja Svein-
björgu. Hún tók alltaf fagnandi
móti gestum, veitti af myndarskap
og var einstaklega elskuleg. Mér
er minnisstætt, hve undrandi og
þakklát ég varð, þegar ég fékk
hrós og uppörvun fyrir unnin störf
meðan ég var vinnukona á heimili
hennar. Það var nefnilega ekki til
siðs í þá tíð, þegar mannamunur
þótti sjálfsagður. Ég tíunda ekki
æviatriði minnar gömlu vinkonu,
en kveð hana kærri kveðju, með
þakklæti fyrir alla vinsemd og
tryggð á langri ævi. Vandamönn-
um sendi ég, og fjölskylda mín,
samúðarkveðjur.
Lilja Jónsdóttir
Þegar einhver okkur nákominn
fellur frá hlaðast minningarnar
upp. Er mér barst dánarfregn
tengdamóður minnar, Sveinbjarg-
ar Bjarnadóttur, var mér efst í
huga þakklæti, þakklæti til þeirr-
ar konu, sem var mér meira virði
en flestir aðrir, því betri vinkonu
hef ég ekki átt, þakklæti fyrir að
vita hana lausa úr sínum veikind-
um og komna á æðra stig. Þökk sé
Guði fyrir góða konu.
Sveinbjörg Bjarnadóttir fæddist
á Stokkseyri 18. október árið 1897,
dóttir hjónanna Arnlaugar
Sveinsdóttur og Bjarna Jónasson-
ar. Hún ólst upp í föðurhúsum
ásamt systkinum sínum, Hannes-
ínu, Sigurði, Jónasi og Sighvati.
Arið 1918 hófu þau Sveinbjörg
og Elías búskap að Oddhól á
Rangárvöllum, en þau tóku þá við
búi af foreldrum Elíasar, Kristínu
Halldórsdóttur og Steini Eiríks-
syni. Dvöldu tengdaforeldrarnir
með þeim á heimilinu til æviloka
og var mjög kært með þeim.
Sveinbjörg og Elfas eignuðust 5
Hólmfríður Thorsteins-
son — In memoriam
Um árabil var það fastur liður á
sunnudögum að fara í hádegis-
verðarboð til Hólmfríðar Thor-
steinsson vestur á Hringbraut.
Dætrum mínum þótti þetta góður
siður, og smakkaðist vel steikin
hjá ömmu sinni ekki síður en föð-
ur þeirra, enda er hún ógleyman-
leg. Svo var það einu sinni fyrir
um það bil 15 árum að amman
boðaði forföll í veisluhaldi og fór á
spítala að láta gera við slitna
mjaðmaliði. Það var mikil ópera-
sjón, og lukkaðist vel, enda beið
sjúklingurinn ekki boðanna þegar
hann komst á fætur og sló upp
gilli. Og þegar við vorum búin með
kaffifrómasíudesertinn að ganga
tvö spurði elsta dóttirin: Amma,
ætlarðu nú ekki að taka það rólega
og hætta þessu púli? — Þá fór
Hólmfríður að hlæja og sagði: Ég
hef nú ekki hugsað mér að leggj-
ast í neinn leðígang, nýlæknuð
maneskjan og albata. Þá var
Hólmfríður Thorsteinsson sjötug.
Svo fór hún eftir helgina í Bæjar-
útgerðina aftur og hélt áfram í
fiskinum eins og ekkert hefði í
skorist, og hélt áfram lúxusveislu-
höldum fyrir börn sín og vensla-
fólk um helgar þótt kaupið væri
lágt. Það voru nú meiri flottheitin.
Hún kunni það allt frá fyrri tíð,
og var rómað heimili þeirra Ein-
ars Sch. Thorsteinsson á Blöndu-
ósi á fyrri hluta aldarinnar fyrir
gestrisni og höfðingsskap. Þau
bjuggu þar í þjóðbraut í tuttugu
ár — komu þangað nýgift þegar
Einar opnaöi verslun á Blönduósi
árið 1922. Þau höfðu kynnst í
Reykjavík, þegar Hólmfríður Al-
bertsdóttir frá Stóruvöllum í
Bárðardal vann í bókabúð Sigfús-
ar Eymundssonar. Þar var hún í
átta ár að loknu Kvennaskólaprófi
og þóttu ekki aðrar búðarstúlkur í
höfuðborginni hressari og kátari
við afgreiðslustörf — og ekki
spillti útlitið, sögðu gamlir Reyk-
víkingar. Og svo lærði hún líka á
pfanó.
Það kom sér vel á Blönduósi,
enda varð heimili Thorsteinsson-
hjónanna þar einskonar menning-
armiðstöð í Húnavatnssýslum.
Söngvarar á ferð um landið komu
þar og tóku lagið — og stundum
spilaði frúin undir hjá þeim á
I i
konsertum í plássinu. Kórar þar
áttu líka vissa aðstoð á æfingum
og hljómleikum og báru þá bassar
og tenórar píanó Hólmfríðar á
milli heimilis hennar og sam-
komuhúss.
Hún var sjálf á bólakafi í Schu-
bert og Schumann, og stundum
þegar verið var að músísera á
æskuheimili mínu austur á Seyð-
isfirði barst talið að frú Hólmfríði
Thorsteinsson á Blönduósi og
saknaði Árni frá Múla hennar
mjög í Aufenthalt og Die beidan
Grenadiere, en Ranka í Brennu
sagði að hvergi í heimi væri
Tráumerei betur spilað en á
Blönduósi.
Um 1940 seldi Einar verslun
sína og önnur fyrirtæki á Blöndu-
ósi og Skagaströnd og hjónin
fluttust suður með bðrn sín. Þá
var Hólmfríður orðin veik, og
dvaldist árum saman á spitala.
Ég kynntist henni þegar hún
var orðin frísk aftur, og allt stóð
heima sem mér hafði verið sagt,
að viðbættri dæmalausri góðvild í
hverju máli og höfðingslund henn-
ar svo alþýðleg að maður varð
hennar ekki var, og öllum þótti
gott að vera í návist hennar.
Og gott að mega að lokum
þakka fyrir að dætur og dóttur-
sonur áttu svona ömmu og lang-
ömmu, svona fína manneskju.
Jón Múli Árnason
35
börn, þau Kristínu, Steingrím,
Bjarnhéðinn, Arnheiði og Eyþóru
og barnabörnin eru orðin 50.
Það var bjart lífið hjá ungu
hjónunum, búskapur gekk vel og
framtíðin virtist örugg, en við vit-
um svo lítið, friður allt í einu rof-
inn án nokkurs fyrirboða. Þegar
yngsta barn þeirra Sveinbjargar
og Elíasar var tveggja ára veiktist
Sveinbjörg alvarlega. Unga konan
var flutt frá heimili, eiginmanni
og börnum. Elías og elzta dóttirin,
Kristín, ásamt hinum börnunum,
héldu heimilinu gangandi. Má
nærri geta að miklar hafa verið
áhyggjur ungu konunnar veiku.
Þessi sjúkralega Sveinbjargar var
bæði löng og ströng, 19 ár. Lengst
af var hún máttlaus og gat aðeins
hreyft höfuðið. En alltaf ske
kraftaverk og með Guðs og góðra
manna hjálp fékk hún lækningu.
Leyfi ég mér að nefna Grím Magn-
ússon lækni og hans hjúkrunarlið,
því við vitum að Grímur læknir
lagði líf og sál í það verk að koma
Sveinbjörgu til heilsu. Krafta-
verkið skeði og hún komst á fætur,
út í lífið, vann stórkostlega handa-
vinnu og lærði meira að segja að
aka bíl. Vil ég sérstaklega þakka
ns miklu hjálp. Elías átti einnig
stóran þátt í lækningunni. Hann
var góður maður og mikill höfð-
ingi og get ég aldrei þakkað þá
ástúð sem Elías sýndi mér og mín-
um börnum, ég veit að meiri
mannvinur var ekki til. Elías
hafði brugðið
búi þegar Sveinbjörg náði heilsu á
ný, en þau hjónin eignuðust sitt
nýja heimili að Barónsstíg 31 í
Reykjavík og hefur heimili Svein-
bjargar verið þar síðan. Elías lézt
16. janúar 1957.
Síðastliðin tvö ár dvaldi
Sveinbjörg á Landakotsspitala.
Sendum við læknum, hjúkrunar-
fólki og öðru starfsfólki sjúkra-
hússins þakkir fyrir sérstaklega
góða umönnun. Börn, tengdabörn
og barnabörn kveðja elskulega
móður og ömmu með þakklæti
fyrir allt og allt. Megi góður vinur
vina sinna hvíla í friði. Ég kveð
tengdamóður mína, fel hana í
hendur Guðs.
Kærleikans andi hér kom með þinn sólaryl
[blíða,
kveik þú upp eld þann er hjartnanna frost
[megi þýða.
Breið yfir byggð, bræðralag vinskap og
[tryggð,
lát það vorn lifsferil prýða.
Ingibjörg Á. Johnsen
Greló
er gámaleió
Gámar, stórir gámar, litlir gámar, opnir gámar,
lokaðif gámar, þurrgámar, Jrgstigámar, gafl-
gámar, tankgámar... Nejndu bara hvers konar
gám þú þaijt undir vöruna. Við höfum hann.
Og auðvitað höfum við öll Jullkomnustu tæki til
þess að Jlytja gámana að ogjrá skipi — og heim
að dyrum hjá þér, ej þú vilt.
Við tryggjum þér örugga Jlutninga, því að þá vit-
um við, að þú skiptir ajtur við okkur.
Skipadeild Sambandsins annastJlutningaJyrir
Þíg-
SKIPADE/LD
SAMBANDSINS
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200