Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 1
88 SIÐUR STOFNAÐ 1913 59. tbl. 71. árg._____________________________________SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Auðvelt að verja Hormuz- sundið Wa.shington, Riyadh, Nikósía, 10. mars AP. Hernaöarsérfrædingar segjast vera vissir um, aö auðvelt verði fyrir Bandaríkjamenn, Breta og Frakka aö halda Hormuz-sundi opnu ef íran- ir grípa til þess örþrifaráðs aö reyna aö loka því. Utanríkisráðherrar Arabaríkjanna við Persaflóa eru komnir saman til fundar um stríðið í höfuðborg Saudi-Arabíu. íranir saka íraka enn um að hafa notað eitur- vopn. „Það ætti ekki að vera neinum erfiðleikum bundið að halda Hormuz-sundi opnu,“ sagði Harlan K. Ullman, sérfræðingur í sjóhern- aði við herfræðistofnun George- town-háskólans í Washington, en hann ásamt þremur öðrum sér- fræðingum hefur gert herfræði- lega úttekt á Persaflóastríðinu. Segja þeir, að efnahagslega hafi staða Iraka verið að styrkjast og að þeir muni geta haldið út stríðið í mörg ár enn. Frakkar og Sovét- menn styðja þá af öllum mætti og sömu sögu er að segja af flestum Arabaríkjunum. íranir geri sér þetta ljóst og þess vegna hafi þeir ákveðið að reyna að knýja fram úrslit í stríðinu með stórsóknum. Utanríkisráðherra sex Araba- ríkja við Persaflóa eru nú komnir til fundar í Riyadh í Saudi-Arabíu til að ræða stríðsátökin. írakar hafa krafist fundar utanríkisráð- herra Arababandalagsins í Bagdad og hafa tíu ríki þegar fallist á hann. Arabaríkin öll að undan- skildum Sýrlandi og Líbýu styðja íraka og mega ekki til þess hugsa, að Khomeini verði erkiklerkur víð- ar en í íran. íranir hafa á ný sakað íraka um eiturefnahernað og segja þá hafa fengið vopnin frá Bretum. Heita þeir Bretum miklum afar- kostum vegna þess. Friðþjófur tók þessa ljósmynd á dögunum þegar flugvél var að koma inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Efst þer við himin „hamraþorgirnar" í Breiðholti en síðan tekur við Kópavogur og Öskjuhlíðin, sem er í óða önn að skrýðast skógi. Við sjóinn að sjá er byggðin fyrir vestan flugvöllinn. Kristnir menn í Líbanon: Segjast vera óbundnir af samþykktum í Sviss Beirút og Kuwait, 10. mars. AP. NAOUM FARRAH, einn af leiðtog- um samsteypu kristinna hægri manna í Líbanon, sagði í dag, að kristnir menn myndu ekki telja sig skuldbundna af neinum samþykkt- um þjóðarsáttarfundarins í Lausanne ef á þá hallaði. Fundurinn hefst á mánudaginn, en enn er barist í Beir- Öflug sprengja sprakk í næturklúbbi í Lundúnum: Talið tengjast erjum vina og óvina Gaddafys Lundúnum, 10. mars. AP. ÖFLUG SPRENGJA sprakk í morg- un í næturklúbbi í miðborg Lundúna og slösuðust 26 manns að sögn lög- regluy firvalda. Fjórar aðrar sprengjur sprungu án þess að valda fólki skaða og er talið vera samband milli allra tilræðanna. Næturklúbburinn sem verst varð úti er í eigu Tyrkja, en arabar sækja staðinn mikið. Hinum sprengjunum virtist einnig beint gegn aröbum. Lögreglan fann þrjár af hinum sprengjunum fjórum og sprengdi þær eftir að hafa komið fyrst í veg fyrir mann- og eignatjón. Fimmta sprengjan sprakk í Bayswater- Trúboð skilnaðarsök Ixtndon, 10. mars. AP. TÆPLEGA fertugri breskri konu hefur verið veittur skilnaður frá manni sínum vegna þess, að hann hélt fyrir henni vöku fram eftir nóttu með stöðugum tilraunum til að frelsa hana til réttrar trúar. Þau hjónin, David og Ruth, eru bæði sannkristnar manneskjur en David fannst þó nokkuð skorta á trúræknina hjá konu sinni. Dóm- aranum fannst það hins vegar fullmikið af því góða að velja næt- urnar til trúboðsins og veitti Ruth skilnaðinn. Lengi vel var allt í lukkunnar velstandi hjá þeim hjónum, en svo gerðist það, að David féll á vél- fræðiprófi en Ruth, sem vinnur á skrifstofu, fékk stöðuhækkun. Það fékk svo á hann, að hann snerist til ofsatrúar. hverfinu og tætti sundur blaðsölu- turn í eigu araba. Lögreglan stað- festi, að hana grunaði að tilræðin kynnu að tengjast erjum stuðn- ingsmanna og fjandmanna Moammars Gaddafy, leiðtoga Lí- býu, en fyrir viku þótti Scotland Yard ástæða til að fylgjast vel með helstu miðstöðvum múhameðstrú- armanna í Lundúnum, en um þess- ar mundir er að hefjast í Tripólí í Líbýu sérstakt alþýðuþing og lög- reglan í Lundúnum var við því búin að til einhverra hryðjuverka kynni að koma. „Satt er það, við grunum Líbýu- menn, en það væri líka óskynsam- legt að útiloka aðra möguleika á þessu stigi rannsóknarinnar. IRA, PLO, það morar allt í hryðju- verkasamtökum sem fúslega frernja svona ódæði,“ sagði ónafngreindur talsmaður lögregl- unnar. út, einkum er skyggja tekur. Þá til- kynnti Yasser Arafat í Kuwait, aö PLO og Jórdanía muni innan tíöar boöa til friðarráöstefnu í Miöaustur- löndum. „Það verður komist að „sýr- lenskum“ niðurstöðum í Lausanne, Sýrlendingar eru að skipta sér af líbönskum innanríkismálum og gera enga tilraun til að draga dulu yfir það. Því munum við ekki sam- þykkja hvað sem er, skoða vand- lega allt sem fyrir okkur verður lagt og standa fast á okkar eigin hugmyndum og tillögum," sagði Farrah. „Til Lausanne við undirleik skothríðar" stóð í fyrirsögn í lí- bönsku dagblaði í morgun, en þá hafði verið barist hraustlega um nóttina og tilraunir allra hlutað- eigandi aðila að koma á vopnahléi höfðu mistekist. Fjórir létu lífið í nótt og 17 særðust, flestir við „grænu línuna" svokölluðu, þar sem harðast var barist. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sagði í dag, að Hussein Jórdaníu- konungur og PLO myndu í samein- ingu boða til friðarráðstefnu í Mið- austurlöndum á næstunni. Sagði hann að sendinefndir myndu fara til Moskvu og höfuðborga Vestur- Evrópu til að afla slíkri ráðstefnu fylgis. Kærður fyrir að vekja á sér athygli Atlanta, (.eorgiu, 10. mars. AP. 82 ARA gamall heyrnarlaus maöur sagöi farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum viö löggæslumenn í heimabæ sínum, Atlanta, í dag. Maöurinn átti um sárt aö binda, en gat ekki vakið á sér athygli meö öörum leiöum en aö hleypa af skammbyssu sem hann á. Fyrir það var hann kæröur. Þannig var mál með vexti, að gamli maðurinn datt í stiga á heimili sínu, mjaðmabrotnaði, og lá ósjálfbiarga í átta klukku- stundir. A endanum gat hann seilst eftir byssu sinni og hleypti af. Dreif þá að lögreglu og var maðurinn umsvifalaust kærður fyrir að hleypa af skotvopni innan borgarmarkanna. Kæran var á endanum látin niður falla, en lög- reglustjóri ríkisins, Morris Redd- ing, sagði að aðstæður skiptu engu máli, lög væru lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.