Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, BALDUR KRISTJÁNSSON, píanóleikari, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni i Reykjavík mánudaginn 12. mars kl. 15.00. Kristján S. Baldursson, Soffía U. Björnsdóttir, Elsa Baldursdóttir, Kristján Guömundsson, Guöjón Baldursson, Kristfn Blöndal, Birgir Bragi Baldursson og barnabörn. t Litla dóttir okkar og systir, SIGURBORG EVA MAGNÚSDÓTTIR, Holtsgötu 28, Ytri-Njarövík, sem andaöist aöfaranótt 4. mars, veröur jarösungin frá Fossvogs- kirkju þriöjudaginn 13. mars kl. 13.30. María Ingibjartsdóttir, Magnús Haukur Kristjánsson, Kristján Haukur Magnússon. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HALLFRÍOUR ÓLAFSDÓTTIR, Vesturbrún 14, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. mars kl. 10.30. Karl Kristmundsson, ída Siguróardóttir, Guómundur Ólafsson, Ólafur Alfreó Sigurósson, Erla Jóhannsdóttir, Arnar Sigurðsson, Elsý Emilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Ragnheiöur Runólfs- dóttir Sandhóli Fædd 23. desember 1900. Dáin 20. febrúar 1984. Fréttin um andlát Ragnheiðar Runólfsdóttur, Sandhóli, barst mér, er ég var að sinna störfum erlendis. Þess vegna eru þessi kveðjuorð nokkuð síðbúin. Reyndar held ég að fáir hafi undrast mjög, þótt skammt yrði milii þeirra hjóna, Ragnheiðar og Þorláks Sveinssonar, því svo sam- rýnd og samhuga voru þau, en heilsan farin að láta undan hjá báðum, þegar kallið kom, en Þor- lákur lést 13. júní sl. Ragnheiður Runólfsdóttir fædd- ist 23. desember árið 1900 að Hólmi í Landbroti. Hún var næst- yngst níu systkina, fjögurra bræðra og fimm systra. Nú eru aðeins tvö systkinanna enn á lífi, Ólöf í Reykjavík og Valdimar i Hólmi. Ragnheiður giftist Þorláki Sveinssyni 17. júlí 1927. Þau hófu búskap í Hátúnum í Landbroti, en tóku sig fljótlega upp þaðan og fluttu búferlum að Bakkárhoits- parti í Ölfusi árið 1928, þar sem þau bjuggu til ársins 1930. Það munu hafa verið ungu hjónunum erfið ár. Þar fæddust tvö fyrstu börn þeirra, sem bæði létust korn- ung. Brugðu þau eigin búi um sinn og Þorlákur gerðist ráðsmaður á Laugarbökkum í sömu sveit árið 1930, og Ragnheiður tók að sér bú- sýslu innanstokks, en þarna var + Eiginmaöur minn, sonur, faöir, tengdafaöir og afi, KRISTJÁN HAUKUR MAGNÚSSON, vélstjóri, Hábergi 38, Reykjavík, sem andaöist 6. mars, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 13. mars kl. 13.30. Hrefna Lúthersdóttir, Ingibjörg Örnólfsdóttir, Magnús Haukur Kristjánsson, María Ingibjartsdóttir, Lárus Ingi Kristjánsson, Eymundur Kristjánsson, Hilmar Kristjánsson, Jón Magnússon, Helga Ragnhildur Kristjánsd., Inga Lára Kristjánsdóttir, barnabörn, systur og fjölskyldur þeirra. + Ástkær móöir okkar, GUDRÍDUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Vesturbrún 8, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 13. mars kl. 3. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Hólmfríóur Kristjánsdóttir, Erla Kristjánsdóttir. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HARALDUR G. KRISTJÁNSSON, Ljósheimum 14, veröur jarösunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 12. mars kl. 13.30. Margrét Guömundsdóttir, Ástrós K. Haraldsdóttir, Pétur Sigurösson, Helga Ó. Haraldsdóttir, Árssall Hauksson, Agnar G. Árnason, Hulda Hafsteinsdóttir og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, RAGNARS TÓMASAR ÁRNASONAR, fyrrum útvarpsþuls, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 12. mars kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og annarra vandamanna, Jónlna Vigdís Schram. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, HENRÝ J. EYLAND, Framnesvegi 17. Sérstakar þakkir færum við Siguröl Björnssyni lækni og starfsfólki á deild 11G Landspítalanum. Svava Eyland, Elías EKasson, Jenný Eyland, Reynir Þorleifsson, Þorsteinn Eyland, Bára Helgadóttir, Ómar Sæmundsson og barnabörn. + Ástkær sonur okkar. faöir, sambýlismaöur, bróöir og mágur, BJÖRN KRISTJÁN JÓNSSON, veröur jarösunginn frá Neskirkju þriöjudaginn 13. mars kl. 13.30. Ingibjörg Björnsdóttir, Margrét Rós Björnsdóttir, Elsa Ásdís Sigurðardóttir, Jóhann Einar Björnsson, Ólöf Jónsdóttir, Siguröur Jónsson, Helgi Jónsson. Jón Sigurösson, Anna Björg Björnsdóttir, Þórarinn Friöjónsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, + Eiginkona mín og móöir okkar, SIGRÍOUR MARGRÉT STEINDÓRSDÓTTIR, Blesugróf 30, veröur jarösungin frá Áskirkju þriöjudaginn 13. mars kl. 15.00. Gunnar Sigtryggsson, Guörún Gunnarsdóttir, Magnús R. Guömundsson, Sigþrúöur K. Gunnarsdóttir, Jón Ó. Carlsson, Gunnar Gunnarsson, Anna Klara Gunnarsson og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför systur okkar, GUDRÚNAR GUDMUNDSDÓTTUR frá Nýjabæ, Kelduhverfi, Reynimel 92, Reykjavík. Jóhanna Guómundsdóttir, Birna Guömundsdóttir, Helga Guömundsdóttir. + Hjartanlegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur, sonar, bróöur og tengdasonar, HAFSTEINS HEIÐARS HAUKSSONAR, Þrastarnesi 7, Garöabæ. Sérstakar þakkir færum viö BÍKR. Hallveig Sveinsdóttir, Þorbjörg Ragna Magnúsdóttir, Haukur Óskarsson, Haukur R. Hauksson, Ingibjörg Margeirsdóttír, Sveinn Pálsson. stórt bú á þeirra tíma mæli- kvarða. Á meðan þau voru á Laug- arbökkum festu þau sér Sandhól, en þar var þinghús sveitarinnar og barnaskóli. Þinghúsið var innrétt- að til íbúðar og þangað fluttu þau árið 1935, og bjuggu á Sandhóli æ síðan. Sandhóll lá að Bakkár- holtsparti og gaf möguleika til verulegra stækkunar túna, þegar sameinað var. Og innan fárra ára var risið hið myndarlegasta býli á Sandhóli. Órækta melurinn, sem þinghúsið stóð á, var orðinn að frjósömu túni og jörðin vel hýst. Það þarf ekki ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund þá óhemju vinnu, elju og þrautseigu, sem þurft hefur til að koma þessu í kring á þeim tímum. En þau hjón- in voru einstaklega samhent um allt, sem þau tóku sér fyrir hendur og ósérhlífin með afbrigðum. Annars var það raunar ekki lífsferils Heiðu, eins og hún var gjarnan kölluð, sem mig langar til að minnast, heldur húsfreyjunnar á Sandhóli, eins og ég þekkti hana. Ég minnist þess dags einkar skýrt er ég kom fyrst á Sandhól til þeirra hjóna. Það var vorið 1937 þegar ég fór út af heimili til að vinna fyrir mér hjá vandalausum. Um kvöldið, þegar móðir mín, sem hafði fylgt mér þangað, var farin, sat ég í stiganum í gamla eldhús- inu á Sandhóli og var gráti næst af einstæðingskennd. Þá biður Heiða mig að koma með sér að vökva blómin í litla blómagarðin- um sunnan undir stofuglugganum. Mikið varð ég þessu feginn. Hún fór svo að tala við mig um blómin á meðan við vorum að stússa þarna og brátt hvarf leiðinn. Og ég minnist þess ekki, að slíkan leiða hafi sett að mér seinna þau fjögur sumur, sem ég var á Sand- hóli. En ég segi frá þessu hér, því það lýsir svo vel þeim eiginleika, sem hún átti í svo ríkum mæli, og þau hjón reyndar bæði, að hafa meðfædda tilfinningu fyrir og skilning á þörfum náungans og bæta úr ef unnt var. Hún sá strax hvað mér leið, að ég þurfti á ein- hverju að halda til að dreifa hug- anum, og hvað var þá betra en að hafa einhverju að sinna? Síðar á lífsleiðinni hefur þetta atvik oft komið mér í huga og reynst vel að beita aðferðinni. Heiða var fíngerð, lagleg kona og það starfaði af henni virðuleiki og hlýja sem gerði gott að vera í návist hennar. Hún var ekki fas- mikil kona, en það stafaði ró, friði og öryggiskennd frá henni. Vel gekk þó undan við vinnuna. Hún gat verið ákveðin og einbeitt þegar því var að skipta, en ekki minnist ég þess að hafa séð hana missa stjórn á skapi sínu, þess þurfti heldur ekki með. Hún var kona vel greind eins og þau hjón reyndar bæði. Rök og skynsemi réði því lyktum mála, þegar því var að skipta. Þótt miklar væru annir og í mörgu að snúast gleymdust hvorki menn né málleysingjar og lét hún sér annt um dýrin. Hún varð bæði leið og reið, ef hún heyrði að ein- hvers staðar hefði verið farið illa með skepnur. Henni fór einkar vel úr hendi að hlúa að sjúkum, hvort heldur væru menn eða dýr. Eins og títt er um stráka á þeim aldri sem ég var þá á og sem mikið eru á þönum útivið, langar þá oft í bita á milli mála. En ég var þannig upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.