Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 2
2_________ Útvarpsráð: MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 Málræktaráðunautur ráðinn til útvarpsins ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sínum á föstudaRmorguninn að beina þeim tilmælum til út- varpsstjóra aö ráðinn verði mál- ræktarráðunautur að útvarpinu í fullt starf til reynslu í eitt ár til að byrja með. Starfssvið hans sé að vera til leiðbeiningar hvað málfar snertir við ráðningu fólks til ríkis- útvarpsins og leiðbeina starfsfólki um málfar og framsetningu. Skoðanakönnun DV: 56,8% styðja ríkisstjórnina 26% tóku ekki afstöðu til hennar AF l>KIM sem tóku afstöóu í skoð- anakönnun Dagblaðsins/Vísis styðja 76,8% ríkisstjórnina, en 23,2% eru andvíg henni. DV birti í gær þessar niðurstöður úr skoðanakönn- un, sem gerð var um síðustu helgi. Að sögn blaðsins voru 600 manns spurðir, helmingur þeirra á Kcykja- víkursvseðinu, hinir úti á landi. Ilelmingur þeirra sem spurðir voru eru konur. Af úrtakinu sögðust 56,8% styðja ríkisstjórnina, 17,2% kváð- ust andvíg henni, 21,5% voru óákveðin og 4,5% vildu ekki svara spurningu blaðsins. Samkvæmt þessu hefur fylgi ríkistjórnarinn- ar aukist frá því DV gerði skoðanakönnun í október síðast- liðnum. Þá kváðust 48,8% styðja stjórnina, 27,7% voru andvíg henni, 20,7% óákveðin og 3,5% vildu ekki svara spurningu DV um afstöðu sína til ríkisstjórnarinnar. Helga Tómassyni veitt Bjartsýnisverðlaunin HELGA Tómassyni balletdansara hafa verið veitt svonefnd bjartsýn- isverðlaun, sem verzlunin P. Bröste í Kaupmannahöfn veitir. Verðlaunin, sem nema 25.000 d. kr., verða afhent við hátíðlega at- höfn í Kaupmannahöfn 6. júní nk. Verðlaun þessi eru veitt einu sinni á ári. Þetta er í fjórða sinn, sem þessi verðlaun eru veitt, en í út- hlutunarnefnd þeirra eru Gunn- ar J. Friðriksson, formaður, Árni Kristjánsson og Gylfi Þ. Gíslason. i m- z -0 1899- 1900- 1903- 1904- 1906- 1926 19/4 1931 1932 1906- 1907- 1907- 1900- 1907- 1910- 1916- 1917- 1919- 1942 1977 1933 1938 1941 1891- 1897- 1967 1937 1932 IM2 Arfgeng heilablæðing l>ctta er mynd af ættartré einnar ættar af átta, úr sýslum við Breiðafjörð, sem segir frá í frétt á baksíðu, en í þessum ættum er arfgengur heilaæða- sjúkdómur ættarfylgja og leggur að velli ungt fólk. Ferhyrningar tákna karlmenn en hringirnir konur. Aldökkir fletir tákna þá sem höfðu sjúkdóminn, hálfdökkir líklega arf- bera, strik í gegnum ferning eða hring táknar þá sem eru lausir við sjúkdóminn, alhvítir fletir táknar þá cinstaklinga sem ekki hafa verið rannsakaðir. Þverlína táknar hjúskap en lóðrétt afkomendur. Ljósm. Mbl. RAX. Hjálparsveit skáta, flytur „fótbrotna" konu til björgunarbifreiðar. Víðtækar björgunaræfíngar í Hvalfirði um helgina Á MIÐNÆTTI á föstudag var sett að Hlöðum í Hvalfirði björgunar- æfing 10 hjálparsveita skáta; frá Reykjavík, Njarðvík, Garðabæ, Norðfirði, Hafnarfirði, Akranesi, Vestmannaeyjum, Blönduósi, Ak- ureyri og Kópavogi, auk Flugbjörg- unarsveitarinnar Reykjavík og björgunarsveitarinnar Stakks. Fyrir æfingunni stendur Hjálpar- sveit skáta í Kópavogi, en sveitin á 15 ára afmæli í ár. Æfingar hófust svo klukkan fimm í fyrrinótt. Æfð var leit og björgun slasaðra og sjúkra. Göngu-, klifur- og svifflugmenn tóku þátt í þessum aðgerðum. Björn Ríkharðsson úr Hjálpar- sveit skáta í Kópavogi, sem stjórnar aðgerðum, tjáði blm. Mbl. laust fyrir hádegi í gær að æfingar hefðu gengið mjög vel, en hlákan og snjóleysið hefðu sett strik í reikninginn fyrir skíða- og snjósleðaæfingar. { dag verður sviðsett stórslys af völdum sprengingar. 350 millj. kr. áætluð fjárvöntun Tryggingastofnunar: Hlutir sem ég hef ekki komist til botns í — segir Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri Tryggingastofnunar EGGERT G. Þorsteinsson, forstjóri, Tryggingastofnunar ríkisins, sagði í viðtali við blm. Mbl. í gær, að hon- um væri ekki kunnugt um hvar sá „misskilningur" iægi, sem orsakað hefði að fjárþörf til tryggingamála væri nú talin 350 millj. kr. hærri en rciknað hefði verið með við frágang fjárlaga á Alþingi. Hann kvað þó Ijóst að við endurskoðun hefði þetta komið í Ijós, en vísaði á yfirmann endurskoðunardeildar Trygginga- stofnunar, sem telur að sögn Egg- erts, að „mistök'* þessi liggi hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun, en Fjárlaga- og hagsýslustofnun teldi aftur á móti að þau lægju hjá fjár- veitinganefnd. Kristján Sturlaugs- son, yfirmaður endurskoðunardeild- ar, segir af og frá, að umrædd 350 millj. kr. fjárvöntun sé samkvæmt útreikningum hans eftir áramótin. Hann segist ekki hafa fengið neinar óskir eða fyrirspurnir um endurmat eftir áramótin og kveðst helst telja, að Fjárlaga- og hagsýslustofnun eða Þjóðhagsstofnun hefðu nú fundið út þessa staðreynd. Eggert G. Þorsteinsson sagðist ekki vilja tjá sig um málið, er hann var spurður hvernig á því gæti staðið að umrædd fjárvöntun hefði ekki legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga, og vísaði á yfirmann þann sem annast alla útreikninga stofnunarinnar. Hann sagði með- ferð þessa máls margþætta og færi i gegnum „fjögur sigti“, eins og hann orðaði það. Frá Trygg- ingastofnun til heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis, þaðan til Fjárlaga- og hagsýslustofnunar og þaðan til fjárveitinganefndar Al- þingis. „Og að þetta geti farið svona í meðförunum eru hlutir sem ég hef ekki komist til botns í.“ Hann sagði það viðamikið mál að finna út tölulega skiptingu á þess- um 350 millj. kr. milli verkþátta, en stór hluti þessa væri vegna sjúkrahúsvista. Einnig væri hluti dæmisins vegna uppsafnaðs vanda frá fyrri árum. Þá vísað Eggert til frekari upp- lýsinga hjá Kristjáni Sturlaugs- syni, deildarsstjóra endurskoðun- ardeildar stofnunarinnar. Hann bætti því við, að Kristján teldi persónulega að mistök þessi lægju hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun, sem aftur á móti teldi mistökin fjárveitinganefndar. Eggert sagði síðan: „Þannig að Einbjörn vísar á Tvíbjörn og svo framvegis, en þetta hefur komið í ljós við endur- skoðun". Kristján sagði aðspurður, að Eskifjörður: Skíðavika Eskifjörður, 9. mars. ÞAD hefur verið mjög golt vedur á Kskifirrti undanfarna daga, sólskin og blírta, sannkallað vorvertur. Við eigum von á góðu ef gamli spádóm- urinn um að öskudagurinn eigi sér átján brærtur stenst, því veðrið var óvenju gott á öskudaginn, yfir tíu stiga hiti og logn. hann hefði enga beiðni sent frá sér um endurmat fjárveitinga, eða verið beðinn um að endurreikna, né verið látinn vita af slíkum endurútreikningum. Hins vegar fyndist sér afskaplega sennilegt að þessa upphæð skorti, en sagðist helst telja að þessi nýja tala kæmi frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun eða Þjóðhagsstofnun. „Það er ein- hver misskilningur að við höfum endurreiknað eitthvað. Þetta hlýt- ur að vera frá hagsýslunni, þeir geta reiknað áætlunina mína frá í fyrra og þeir hafa verðbreyt- ingarnar," sagði hann. Hann var spurður, hvort Tryggingastofnun hefði fengið þær fjárveitingar við afgreiðslu fjárlaga sem þeir hefðu farið fram á. Hann kvaðst ekki muna það svo gjörla, en sagðist halda að svo hefði ekki verið og það væri reyndar ekkert nýtt. „Við höfum aldrei fengið allt sem við vildum", sagði hann. í vorveðri Hér stendur nú yfir skíðavika og var gefið frí í grunnskólanum af því tilefni. Það má segja að krakkarnir hafi verið heppnir með veður þessa viku, logn og blíða, en þó nógur snjór í skíðalandinu í Oddskarði. KrétUrilari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.