Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 45 Lögbannsmálið gegn Steinum hf.: Megas krefst 814 þús. króna í skaðabætur MÁLIÐ, sem Magnús l»ór Jónsson (Megas) tónlistarmaður hefur höfð- að til staðfestingar lögbanni á dreif- ingu og sölu annarrar plötunnar úr safninu „Tvær í takinu", verður væntanlega þingfest í borgardómi Reykjavíkur nk. þriðjudag, 13. mars. Staðfestingarmálið þarf að höfða til að dómstóllinn geti skor- ið úr um réttmæti lögbannsins, sem sett var í fógetarétti á dögun- um. Réttarstefna í því var gefin út sl. mánudag. Af hálfu Magnúsar Þórs er auk staðfestingar lögbannsins gerð krafa um tæplega 814 þúsund króna skaðabætur honum til handa, og byggist sú upphæð á því að seldar hafi verið 6.000 plötur. Tölvustýrð kúafóðrun — á einum bæ hérlendis VÍÐA ERLENDIS hafa bændur tek- ið tölvur í notkun við stýringu fóðr- unar búfjár. Sérstaklega hefur þróunin verið ör í alifuglaræktuninni en nú eru kúabændur óðum að taka þessa tækni í þjónustu sína. Á einum bæ hér á landi hefur þegar verið tekin upp tölvustýrð fóðrun kúa og hcfur hún gefist það vel að fleiri bændur hafa hug á að koma sér upp slíku kerfí, segir m.a. í fréttabréfi upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Talsmaður Steina hf., útgefanda plötunnar, telur þá tölu fráleita enda hafi dreifing plötunnar ný- lega verið hafin þegar lögbanns- krafan kom fram. — Gert er ráð fyrir, að málareksturinn taki nokkra mánuði. Fjölskylda syngur á hljómplötu SAMHJÁLP hvítasunnumanna hef- ur sent frá sér nýja hljómplötu, sem er hin fjórða er út kemur á vegum Samhjálpar. Nýja Samhjálparplatan ber heitið „Heyr þú minn söng“, og er sungin af sönghópnum „Fjöl- skyldan fimm“, sem samanstendur af fjórum systkinum og loður þeirra. „Fjölskyldan fimm“ hefur sung- ið saman í mörg ár, sem þátttak- endur í kristilegu starfi á Sam- hjálparsamkomum og fundum og hefur þar mest borið á Gunn- björgu, 20 ára nemanda í MH, en hún syngur einsöng í flestum lag- anna á plötunni. Bakraddir og kóra syngja bræður hennar, Ág- úst, 22 ára starfsmaður Samhjálp- ar, Kristinn, 19 ára nemandi í MS, Brynjólfur, 17 ára nemandi í MH, og pabbinn, Óli Ágústsson, for- stöðumaður Samhjálpar, en hann hefur jafnframt samið alla texta á plötunni. Sigurður Rúnar Jónsson annast Lögbannskrafa Megasar kom fram vegna þess að hann telur Steina hf. hafa brotið á sér höf- undar- og sæmdarrétt með því að gefa út lag hans „Fatlafól" án þess að hafa leitað leyfis síns áður. Steinar hf. hefur bent á, að lagið hafi verið á plötunni „Fingraför“ með Bubba Morthens og að það hafi verið Bubbi, sem ákvað að lagið skyldi vera á þeirri plötu og samið þar um við Magnús Þór. Steinar hf. og Bubbi hafa með sér samning, sem heimilar hljóm- plötuútgáfunni að endurútgefa lög af plötum hans í margvíslegu formi. Fjölskyldan fímm: Ágúst, faðirinn Óli Ágústsson, Kristinn, Brynjólfur og Gunnbjörg. allar útsetningar á plötunni, stjórn hljómsveitar og stjórn upp- töku, sem fram fór í stúdíói Stemmu, auk þess sem hann leik- ur á fjölmörg hljóðfæri. Einnig koma við sögu sautján aðrir hljóðfæraleikarar. Allur ágóði af plötunni rennur til Samhjálpar- starfsins og verður hún aðeins til sölu hjá dreifingaraðilum Sam- hjálpar og á skrifstofunni að Hverfisgötu 42. Platan verður einnig send gegn póstkröfu um land allt. Samvinnubankinn á Húsavík mun frá og meö þriðjudeginum 13. mars nk. auka viö þjónustusvið sitt og sjá um sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ERLEND VIÐS vmnubankinn Húsavík Hraölestrar- námskeiö • Vissir þú, að þú getur margfald- að lestrarhraða þinn á nám- skeiði Hraðlestrarskólans? • Vissir þú, að vegna lítils lestr- arhraða ná margir nemendur í framhaldsskólum aldrei tilætl- uðum og verðskulduðum náms- árangri? • Vissir þú, að þeir sem vinna hratt og skipulega ná mun betri árangri í námi og vinnu en aðr- ir? • Vissir þú, að þú lærir ekki ein- ungis að auka lestrarhraða þinn á námskeiði Hraðlestrarskól- ans heldur lærir þú einnig námstækni? • Taktu nú hlutina fóstum tökum og skelltu þér á næsta hrað- lestrarnámskeiö sem hefst 13. mars nk. • Skráning í kvöld og næstu kvöld kl. 20.00—22.00 í síma 16258. Leiðbeinandi Olafur H. Johnson, viðskiptafræðingur. Hraðlestrarskólinn. FLUTNING AT ÆKNI FLUTNINGASKIPULAG (LOGISTICS) MARKMIÐ Efnisflæðikostnaður í fyrirtækjum (þ.e. kostn. við flutning, birgðahald og meðhör.dlun vöru) er muu meiri en bókhaldið segir til um. I vissum iðn- greinumfer90'/i vinnunnar i störf viðefnisflæði. -1 fjölmörgum tilfellum hefur mistekist að lækka efnisflæðikostnaðinn. Ástæðurnar er oft að leita í röngum aðferðum, skorti á samræmingu og úreltri tækni. Á námskeiði þessu munu þátttakendur: -Kynnast hugtakinu logisticsog þýðingu þess í nútímarekstri. -Öðlast þekkingu á nýjungum í flutninga- tækni og flutningaskipulagi. - Læra að nota logistics-aðferðir við hag- ræðingu og uppbyggingu á flutningum. birgðahaldi og vörumeðhöndlun Almennt að ná tökum á heildarefnisflæðinu. EFNI: - Logistics: Uppruni, markmið, kerfi, aðferðir, tækni. - Flutningakeðjan: Farið yfir alla hlekkina og notkunarmöguleika. - Flutningaskipulag: Aðflutningar til íslands, hagrEeðingarmöguleikar, notkunarmöguleikar. -Flutningakeðjan: Fariðyfiralla hlekkinaogbent áhagfræðingarmögu- leika og aðferðir til kostnaðarlækkunar. - Raunverkefni. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað öllum stjórnendum, sem áöyrgð bera á innkaupum, birgðahaldi, vörudreifingu og vörumeðferð, og einnig þeim rekstrar- qg hagfræðingarráðgjöfum, sem vilja tileinka sér þekkingu á logistics. LEIÐBEINANDI: Thomas Möller, hagverkfræð- ingur, próf í hagverkfræði frá tækniháskólanum í Vestur- Berlín. Starfar nú sem deildar- stjóri fiutningatæknideildar hjá Eimskip. TÍMI 1984. 19.-21. marskl. 13.30-17.30. ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags rikisstofnana styrkir félaga sina á þetta námskeið og skal sækja um það til skrifstofu SFR. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 Astjórnunarféiag Æ<\si ISIANDS SKXJMÚLA 23 SÍMI 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.