Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 Alþingi er fyrst og fremst löggjafarsamkoma. Það verður þó æ fátíðara að „óbreyttir" þingmenn beri fram frumvörp til laga. Sá verkþáttur hefur mikið til færzt yfir á ríkisstjórnir og einstaka ráðherra og þar með embættis- menn í ráðuneytum og sérhæfða starfsmenn í „kerfinu". Hinn almenni þingmaður lætur hinsvegar í vaxandi mæli til sín taka með öðrum hætti: • Með tillögum til þingsályktun- ar, sem gjarnan hefjast á eftirfar- andi eða viðlíka aðfaraorðum: „Al- þingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að skipa sjö manna nefnd til að skipuleggja og hrinda í fram- kvæmd því verkefni að efla upp- lýsingamiðlun... “, svo notað sé orðalag á upphafi þingsályktun- artillögu sem flutt var á dögunum. Það eru ekki sízt þingmenn stjórn- arandstöðu á hverri tíð sem þann- ig treysta ríkisstjórnum til nærri því hvers sem er — með slíkum tillöguflutningi. • Með umræðum utan dagskrár um mál sem eru í brennidepli á hverri tíð. Sá grunur læðist stund- um að mönnum að slíkar umræður séu, sumar hverjar, sviðsettar af viðkomendum til að fá fjölmiðla- umfjöllun. • Með fyrirspurnum til ráðherra um hin og þessi áhugamál. Stund- um er spurt þó þingmaður viti efnisatriði svars fyrirfram. Til- eftir STEFjlN FRIEJBJARNARSON „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að skipa nefnd“ gangur er sá að vekja athygli á viðkomandi máli (og/eða þing- manni). Oftar en hitt kemur margs konar fróðleikur og frétta- efni fram í svörum ráðherra. Hér verður vikið að svörum við tveim- ur nýlegum fyrirspurnum. Lífefnaiðnaður — þings- ályktun sem týndist Alþingi samykkti þingsályktun í maímánuði 1982 (flutningsmaður Guðmundur G. Þórarinsson), sem hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að kanna, hvort hag- kvæmt sé að koma á fót innlend- um lífefnaiðnaði". Guðmundur Einarsson (BJ) spurði iðnaðarráðherra á dögun- um, hvað liði framkvæmd þessar- ar þingsályktunar. Hann sagði m.a. orðrétt: „Brezka tímaritið Economist sagði að mig minnir 1980 að líf- efnaiðnaður myndi setja svip sinn á atvinnulíf næstu aldar í jafn rík- um mæli og stóriðja efna- og málmiðnaðarins hefur gert á þessa öld. Erlendis er lífefnaiðn- Almennir þing- menn hafa æ minna frumkvæði um löggjöf aður þegar orðinn stórvirk atvinnugrein. Að mati sænska verkfræðingafélagsins, sem at- hugaði þessi mál 1980, var talið að lífefnatæknimarkaðurinn velti þá (1980) um 737 milljörðum ís- lenzkra króna. Þetta eru þrítug- föld fjárlög íslenzka ríkisins... “ Hjörleifur Guttormsson var iðnaðarráðherra þá umrædd þingsályktun var samþykkt. Það kom hinsvegar í hlut Sverris Her- mannssonar, iðnaðarráðherra, að svara fyrirspurninni. Hann sagði orðrétt: „Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Þings- ályktunin barst iðnaðarráðuneyti þann 18. maí 1982. Þingsályktunin var lögð, eða virðist hafa verið lögð, í málasafn ráðuneytisins og hlaut enga efnislega meðferð. Hvorki í fjárlögum 1983 né 1984 var gert ráð fyrir sérstakri fjár- veitingu vegna athugana eða rannsókna varðandi lífefna- eða líftækniiðnað. Við svo búið má ekki standa og ég hefi ákveðið að nú verði tekið til hendi... “ Fimm stofnanir hafa haft þenn- an málaflokk til athugunar, Há- skóli íslands, Tilraunastöð Há- skólans í meinafræði að Keldum, Iðntæknistofnun íslands, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og Rannsóknarráð ríkisins. Ráðherra upplýsti að senn tæki til starfa nefnd á vegum Rannsóknarráðs um lífefnaiðnað, sem gera ætti út- tekt á þróunarmöguleikum og rannsóknarþörf á þessu sviði með tilliti til íslenzkra aðstæðna. Hér er lítil dæmisaga um, hvern veg getur farið fyrir þingsályktun, jafnvel um svo stórt mál sem hér ræðir. Hún hreinlega „týnist" eða veltur upp fyrir í möppusafni iðn- aðarráðuneytis. Hve mörg er þau málin, sem haft geta þýðingu fyrir þjóðarbúskapinn, mikla eða litla eftir atvikum, sem hljóta þau ör- iög ein að fylla skjalamöppur ráðuneyta? Öryggisbúnaður físki- og farskipahafna Alþingi samþykkti svohljóðandi þingsályktun eða viljayfirlýsingu 27. apríl 1982 (flutningsmaður Jón Sveinsson): „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa fimm manna nefnd til að gera heildarathugun á fiski- og farskipahöfnum landsins með tilliti til slysahættu sjó- manna og annarra, sem um hafnir fara. I nefndinni sitji einn fulltrúi tilnefndur af Slysavarnafélagi ís- lands, og sé hann formaður nefnd- arinnar. Eftirtaldir aðilar skipi einn fulltrúa hver í nefndina: Sigl- ingamálastofnun ríkisins, Hafnar- málastofnun ríkisins, Landssam- band íslenzkra útvegsmanna og Sjómannasamband Islands. Skal starf nefndarinnar miða að því: a) að benda á kunnar eða hugsanleg- ar slysagildrur við hafnarmann- virki og landgang skipa og báta, b) að benda á við hvaða hafnir lands- ins og á hvaða sviði sé helzt og brýnust þörf úrbóta, c) að kanna aðbúnað til björgunar og slysa- varna við hafnir landsins, d) að gera tillögur um leiðir til úrbóta í ofangreindu efni, sjómönnum og örðum sem um hafnir fara til ör- yggis. Ofangreind athugun og til- lögugerð skal liggja fyrir eigi síð- ar en í árslok 1982.“ Flutningsmaður spurði Matthí- as Bjarnason, samgönguráðherra, hvað liði framkvæmd þess þing- vilja, sem í þingsályktuninni felst. Fyrirspyrjandi sagði orðrétt: „Nefnt tímabil (1975-1980) vóru sjóslys og drukknanir, þ.e.a.s. dauðaslys í höfnum hér við land, 46 og í höfnum erlendis 5. Dauða- slys vegna umferðar við hafnir Hinn almenni þingmaður hefur æ minna frumkvæði um flutning frumvarpa, þ.e. í meginverkefni þingsins, löggjafarstarfinu. Hann er hinsvegar iðinn við að flytja tillögur til þingsályktunar (Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni o.s.frv.). Hann ber líka fram fleiri og fleiri fyrirspurnir til ráðherra um flest milli himins og jarðar. Stundum sýnist hann líka hafa meiri áhuga á utandagskrárum- ræðum en dagskrármálum Alþing- is. Þingstörf hafa þróast í þessa veru um nokkurt árahil. „Nýtt blóð“, sem þinginu bættist í fyrra, hefur litlu breytt um þessa þróun, fremur ýtt undir hana. (Myndin sýnir nýja þingmenn, er Alþingi kom saman á haustdögum síðast- liðnum.) þar sem ekið var eða hjólað út af bryggju eða hafnarmannvirki reyndust 12 og slys á sjómönnum við ferðir að og frá skipi 128. í síðastnefndu tilvikunum er aðal- lega um að ræða slys vegna falls úr eða í landgangi á bryggju, við að komast á milli skipa og báta eða við að komast á eða af bryggju úr stiga, svo nokkuð sé nefnt." Matthías Bjarnason tók ekki við embætti samgönguráðherra fyrr en sá tími var liðinn sem Alþingi setti viðkomandi nefnd til starf- ans. Hann svaraði efnislega á þessa leið: • Viðkomandi nefnd var skipuð 15. nóvember 1982. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Rangæingafélagsins 16 pör taka þátt í barómeter- tvímenningi sem hafinn er hjá deildinni, og er staða efstu para þessi: Sigurleifur — Þórhallur 59 Bragi — Þórður 58 Gísli — Heimir 39 Daníel — Ester 35 Næsta umferð verður spiluð 14. marz í Domus Medica kl. 19.30. Bridgedeild Bard- strendingafélagsins Firmakeppni Bridgedeildar Barðstrendingafélagsins lauk mánudaginn 5. febrúar. Sigur- vegari varð Múrarafélag Reykja- víkur. Fyrir þeirra hönd spiluðu Sigurbjörn Ármannsson og Ragnar Þorsteinsson. Bridge- deild Barðstrendingafélagsins vill þakka öllum þeim fyrirtækj- um sem styrktu keppni þessa. Múrarafélag Reykjavíkur (Sigurbjörn Ármannsson — Ragnar Þorsteinsson) 417 Apótek Vesturbæjar (ísak Sig- urðsson — Árni Bjarnason) Trésmiðja Reykjavíkurborgar (Ragnar Björnsson — Þórarinn Árnason) B.M. Vallá (Ragnar Jónsson — Úlfar Friðriksson) Nathan & Olsen (Gunnlaugur Þorsteinsson — Hermann ólafsson) Pétur O. Nikulásson (Sigurður Kristjánsson — Halldór Kristinsson) Bifreiðakennsla Hannesar (Hannes Ingibergsson — Jónína Halldórsdóttir) Múrarameistarafélag Reykja- víkur (Ingvaldur Gústafsson — Þröstur Einarsson) Osta- og smjörsalan (Helgi Einarsson — Gunnlaugur Óskarsson) ístex hf. (Björn Björnsson — Birgir Magnússon) Faxi hf. (Hermann Samúelsson — Ari Vilbergsson) Bifreiðabyggingar hf. (Sigurður fsaksson — Edda Thorlacius) Mánudaginn 12. mars hefst barometerkeppni félagsins og er þegar fullbókað. Keppni hefst stundvíslega kl. 19.30 og spilað er í Síðumúla 25. Keppnisstjóri er Sigurjón Tryggvason. Birgir — Borgar í helgarblaðinu misritaðist nafn Birgis Sigurðssonar en Birgir og Óskar Karlsson urðu í þriðja sæti barómeter-tvímenn- ingsins hjá Breiðfirðingum sem nýlega er lokið. Birgir var sagð- ur heita Borgar og er hann beð- inn velvirðingar á þessum mis- tökum. Happdrætti BSÍ Á bridgehátíð var dregið í happdrætti Bridgesambandsins og komu eftirtalin númer upp: 1. vinningur 681, 2. vinningur 269, 3. vinningur 20, 4. vinningur 200, 5. vinningur 902. Sambandið þakkar bridgespil- urum veittan stuðning. Gullstig í tvímenningi á Bridgehátíð I tvímenningskeppninni voru veitt gullstig fyrir 10 efstu sæt- in: 1. sæti 28 stig, 2. sæti 23 stig,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.