Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 Sjónvarp kl. 18.00: ■Hróóleikur og X skemmtun fyrir háa sem lága! Stundin okkar Úrslit í veggmyndasamkeppninni og Eiríkur Fjalar kveður í Stundinni okkar í dag verð- gjöfum" verða kunngerð og ur Brúðubíllinn á sínuni stað og veitt verðlaun fyrir þær einnig Smjattpattarnir og Daníel myndir sem dómnefndin hefur Sullskór. valið til verðlauna. Við kynnumst æskulýðs- Eiríkur Fjalar kemur nú starfi þjóðkirkjunnar næstu fram í Stundinni okkar í síð- sunnudaga og að þessu sinni asta sinn, í bili að minnsta verða gestirnir Ragnar Snær kosti, því nú hyggur hann á og apinn hans, Sesar og Mál- ferð til útlanda þar sem hann fríður. ætlar að leita sér frægðar og Yngri deild skólahljómsveit- frama. Úr „Örkinni hans Nóa“. í Stundinni okkar í dag verður fylgst með fjórum systrum sem taka þátt í sýningunum. ar Kópavogs leikur undir stjórn Björn Guðjónssonar. Þá verður fylgst með fjórum systrum, þeim Hrafnhildi, Birnu, Guðfinnu og Selmu, sem allar taka þátt í sýningum íslensku óperunnar á „Örkinni hans Nóa“. Frá heimili stúlkn- anna liggur leiðin að tjalda- baki Gamla bíós þar sem sýn- ing er um það bil að hefjast. Úrslit í veggmyndasam- keppninni „herferð gegn vímu- GRIKKLAND Einstakt samspil fortíðar og nútíðar Það er meira en orðin tóm þegar talað er um Grikkland sem landfræðilega og sagnfræðilega paradís Evrópu. Fágætt er að finna sannari fegurð en þá sem Eyjahafið og gríska meginlandið miðlarferðamanninum og hvergi í heiminum er Vesturlandabúinn nær andlegum uppruna sínum en einmitt þar. Og í nábýli við fimm þúsund ára gömul hof og leikhús nýtur þú skemmtunar, verslunar, sólbaðsaðstöðu og gistingar eins og best gerist á 20. öld. í skipulögðum skoðunarferðum kynnist þú landi og þjóð í sögulegu samhengi með fróðlegri leiðsögn, m.a. um Aþenu, Pelopsskagann og til Delfi. Og á Vouliagmeni ströndinni læturðu vetraramstrið líða úr skrokknum og leyfir huganum að reika, með sólina yfir, sandinn undir og söguna allt um kring. Verð frá kr. 16.600 miðað við sex manns í 3ja herb. íbúð í eina viku. Barnaafsláttur kr. 4.500 Aðildarfélagsafsláttur kr. 1.600 fyrir hvern fullorðinn og kr. 800 fyrir börn. Verð fyrir hvern farþega í 6 manna fjölskyldu (4 börn) kr. 12.533 1, 2 og 3 vikna ferðir. Flug til Amsterdam og þaðan til Aþenu eftir 1 klst. viðdvöl á Schipholflugvelli. Aukadvöl í Amsterdam möguleg í bakaleiðinni. Dæmi um verð- Brottför24.tí - White House ^ ' íbúð, 3 vikur 22 90n 2 born 2-11 ára,_x_ 4 bamaafs/. .ðildartél.alsl. Vo,ð Cr larþ Verðlækkunm ÞÚ LIFIR LENGIÁ GÓÐU SUMARLEYFI ^etöa^erðv- tal , jptttsdaO _ , s^önvafP'oU . *?£**£?--- \ Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 8 23727 Fyrr á tíóum þótti þaó ósæmilegt at- hæfi aó dansa vals og þaó varóaói vió lög aö dansa hann á almanna- færi. Sjónvarp kl. 20.50: Saga valsins „Saga valsins" nefnist þáttur sem sýndur verður í sjónvarpinu í kvöld kl. 20.50. Fyrr á tíðum þótti það ósæmilegt athæfi að dansa vals og það varðaði við lög að dansa hann á almannafæri. Valsinn naut ekki almennrar viðurkenningar fyrr en á Vín- arráðstefnunni 1814—15. En næstu áratugi þar á eftir naut hann vaxandi vinsælda um gjörvallan heiminn og breidd- ist út. í þessum þætti er saga vals- ins rakin frá upphafi hans í þjóðdönsum til gullaldar Straussvalsa og allt til okkar tíma, þar sem diskódansarnir ráða ríkjum í danshúsunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.