Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 Fá íslenzk skáld hafa átt jafn miklum vinsældum aö fagna erlendis og Kristmann Guðmundsson eða verið þýdd á jafn margar tungur. Þarna má sjá útgáfu af Ströndinni, „Ströndin blá“ á magedónísku og var Krist- mann lengi eini íslendingurinn sem átti verk á þeirri þjóötungu. A myndinni má einnig sjá Morgun lífsins á þýzku, Brúöarkjóllinn á kín- versku og prógramm af sænsku kvikmyndinni er byggð var á Morgni lífsins, og sýnd var hér veturinn 1956—57. Á þessari mynd má sjá frumútgáfur á verkum Kristmanns sem allar komu út í Noregi árin 1926—1938, en það tímabil kom út ein bók á hverju ári eftir Kristmann, nema 1937. Nú stendur yfir sýning á ýmsum verkum skáldsins Kristmanns Guðmundssonar í anddyri Lands- bókasafns íslands við Hverfisgötu. Þar getur að líta fjölmargar útgáf- ur af bókum hans frá ýmsum tím- um og löndum, ásamt handritum, dagbókum og ýmsu fleiru. Sem kunnugt er lést Kristmann Guð- mundsson hinn 20. nóvember 1983. Að honum látnum gáfu dæt- ur hans, Ninja, Randí, Vildís, Hrefna, Ingilín og Kaðlín, Lands- bókasafni íslands þann hluta bókasafns hans, er í voru verk skáldsins bæði á frummálum, ís- lenzku og norsku, og í þýðingum á fjölda tungumála, og enfremur ým- is safnrit, sem hann átti efni í. Þá eru margvísleg verk sem Kristann sneri á íslenzku í gjöfinni og er hún alls 455 bindi prentaðra rita. Þótt Landsbókasafn íslands Sýning á verkum Kristmanns Guðmundssonar í Landsbókasafni Islands kappkosti að draga að verk ís- lenzkra skálda og rithöfunda hvaðanæva að, voru um 30 bindi í þessum hluta gjafar Krist- mannsdætra, sem safnið átti ekki fyrir — mestmegnis erlend- ar útgáfur. Hið sama má segja um mikið safn af úrklippum úr erlendum blöðum og tímaritum, er sögur og þá einkum smásögur Krist- xK'Mmoxx t'iijmvxasao!!. RÖKKUftSÖNOVAR manns birtust í á sínum tíma. Þessar úrklippur hafði skáldið látið binda inn í átta bindi. Eins og nærri má geta átti Lands- bókasafn (slands einungis sumt af þessu efni fyrir, enda erfitt að henda reiður á því og afla þess. Auk hins innbundna úrklippu- safns eru í gjöfinni miklar syrp- ur af úrklippum úr bæði inn- lendum og erlendum blöðum með greinum Kristmanns sjálfs og skrifum annarra um verk hans — eru hin síðari einkar mikilsverðar heimildir hverjum þeim er kanna vill rithöfundar- feril Kristmanns Guðmundsson- ar. Gegnir raunar furðu hve vel skáldinu hefur tekist að halda saman verkum sínum og því, sem um þau hefur verið ritað, svo víða sem rit hans hafa dreifzt um veröldina. í gjöfinni eru loks handrit nokkurra verka Kristmanns Guðmundssonar ásamt dagbók- um og ýmsum handritum. Næst- um allt efni sýningarinnar er úr gjöf Kristmannsdætra. Umsjón- armaður sýningarinnar er Einar G. Pétursson deildarstjóri á Landsbókasafninu en sýningin Þessi mynd af Kristmanni Guð- mundssyni fylgdi gjöf Krist- mannsdætra. er opin á opnunartíma Safna- hússins, mánudaga til föstudaga kl. 9—19 og laugardaga kl. 9—12. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins litu inn á sýn- inguna í anddyri Landsbóka- safnsins á dögunum og voru þá teknar þær myndir er hér eru á síðunni. Morgunn lífsins var sú bóka Kristmanns sem þýdd var á flest tungumál — á að minnsta kosti 17 þjóðtungur, og á sumar oftar en einu sinni. Hér sjást útgáfur af Morgni lífsins á búlgörsku, dönsku, ensku, finnsku, færeysku, hollensku, ítölsku, lettnesku, serbokróatísku, slóvakísku, slóvenísku, spænsku, sænsku og tékknesku. Bókin var bönnuö í Þýzkalandi á valdatímum nazista en kom þar út síöar. Kristmann samdi Morgun lífsins á norsku og hlaut hún þegar miklar vinsældir. Kristmann hóf feril sinn sem Ijóðskáld með Rökkursöngvum ár- ið 1922 — hér er hægt að bera saman handrit eins af kvæöunum og prentunina. í/ /; f í !><Í ( t « - - ■f/i ■ (j''; ■ ikniö'* íc ■ h'tlrA mMí< * jf SLivTj. JT, ff ’* t'~’v % < /-.. t. ■■ vLt’,. 1 U* '■ - ?f if w y ‘ma f ■ -jé, ■/*» - ff*- " ýW Á '■ v> '"■** X-* * 1 * ■ • • 0 f* 7 w t í,’'', ,3*. Á/ti+iS .<14t-XC - V-V<V AkjuvWf, £v>xl*>, v*** 9- **** ■***<#>■, ***** V J+H. ;V ■&**- 9 . ^ ^ • r . AjAíX *~v-/ /vw*< /ut***, Ljóðmæli er Kristmann orti á æskuárum. Hér má sjá upphaf af ritgerð sem Kristmann gerði í barnaskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.