Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 UE tiEIMI l\VII\AiyNDANNA Einu sinni í Ameríku — fyrsta mynd Sergio Leones í 10 ár Céra una Volta in America (Once Upon a Time in America) er fyrsta kvikmyndin sem „faðir spagetti- vostranna" Sergio Leone hefur gert í tíu ár. Hún er endapunkturinn á tíu ára erfiðri vinnu og leyndardómur hefur umlukið upptökur á myndinni í Róm, Feneyjum, New York, Tor- onto og París með alþjóölegu leikar- aliði eins og Robert De Niro, James Woods, Treat Williams og Elizabeth McGovern. Síðasta sumar birtust mjög svo spennandi ljósmyndir í ítalska tímaritinu Gente, af De Niro í svörtum leðurjakka með mafíu- hatt og dökk sólgleraugu, þar sem hann hrifsaði myndavél af ljós- myndara í Rómaborg miðri og reyndi að ná filmunni úr vélinni hans. Ljósmyndaragreyið hafði þá verið að smella á leikarann fræga, sem lýsti yfir hrifningu sinni á þennan hátt. En þrátt fyrir allan leyndardóminn hafa upplýsingar lekið til blaðanna og eftir því sem næst verður komist hófst ævintýr- ið árið 1973 þegar Leone reyndi að komast yfir kvikmyndaréttinn á lítið þekktri bandarískri bók sem heitir The Hoods. Höfundurinn var gyðingur og fyrrverandi glæp- on í New York sem gekk undir nafninu Goldberg og hafði reynt að segja allan sannleikann um glæpalýðinn í landinu. Leone heimsótti Goldberg og eftir mikið stríð við bandaríska kvikmyndaframleiðendur keypti hann kvikmyndaréttinn að bók- inni og fór að leita fyrir sér að framleiðanda og byrjaði að skrifa handritið í samvinnu við rithöf- undinn Norman Mailer. ítalski framleiðandinn Alberto Grimaldi sýndi áhuga en dró sig í hlé þegar kostnaðaráætlunin var orðin í kringum 30 milljónir dollara. Á meðan hafði handritið verið skrif- að og endurskrifað af þónokkrum mönnum. „Tíu ár er virkilega langur tími,“ segir Leone, „og oft fékk ég athyglisverð boð, lokkandi sögur og vönduð verkefni, en ég var nógu latur til að halda mér við Once Upon ... “ Á endanum lét Arnon Milchan, 34 ára gamall ísraelskur framleiðandi The King of Comedy, 25 milljónir dollara í fyrirtækið og Once Upon a Time in America var loksins komin á skrið. Myndin segir frá tveimur gyð- ingum sem eru glæpamenn, annar er rómantískur anarkisti, Noodles (De Niro) að nafni og hinn er valdasjúkur og blygðunarlaus, Max (Woods) að nafni og gerist myndin í New York og annars staðar á árunum 1920 til 1968. Leone lítur á myndina sem endapunkt í trilogíu um Ameríku Robert De Niro sem hófst með Once Upon a Time in the West og Duck, You Sucker (eða Fistful of Dynamite, eins og dreifingaraðilinn í Bandaríkjun- um endurnefndi hana). „Söguleg" mynd en alls ólík þeim heimi sem Coppola vísaði okkur á, í The God- father. „Hans persónur eiga fátt sameiginlegt með mínum og hans kringumstæður eru ólíkar. Mynd- in mín er saga um vináttu og er í grundvallaratriðum ævintýri," segir Leone. I sumar var búið að taka 37 stundir af filmu og sum atriðin höfðu verið tekin 50 sinnum. Einn úr tækniliðinu lýsti því þegar tek- ið var þar sem Noodles var vakinn af vekjaraklukku en fyrir hverja nýja töku bað De Niro um nýja vekjaraklukku til þess að viðhalda hinum óvænta þætti í atriðinu. Þrátt fyrir mikil tengsl við Bandaríkin er Leone fyrst og fremst ítalskur leikstjóri og þegar honum bauðst að ganga í banda- ríska leikstjórafélagið, afþakkaði hann. „Ég er ekki Bandaríkjamað- ur, ég er ekki gyðingur og ég er ekki meiri glæpon en flestir aðrir kollegar mínir. Mín Ameríka er sú sem Evrópumann dreymir um, land draumanna ... Ameríka Kennedys og Martin Luther Kings, Lucky Luciano og Jimmy Hoffer, kynþáttafordóma, stóriðn- aðar og orkuleitar, friðarumræðu og Seinbecks, Playboys, Griffiths og Spielbergs, frumkvöðla og hug- sjóna, westurs og stríða, dans- leikja og jass og glæpamanna og ofbeldis og hrikalegra mótsagna sem gerir hana að einstæðri þjóð. Á nokkurn hátt eru Noodles og Max allt þetta.“ Fréttapunktar • Þau hjónakornin, John og Bo Derek, eiga í miklum vandræðum með að koma nýjasta afkvæmi sínu, kvikmyndinni Bo-lero, skammlaust á markaðinn. Fram- leiðandinn og dreifingaraðilinn, Cannon og MGM, eru mjög óánægðir og segja myndina klámmynd. Derek-hjónin halda því hinsveg- ar fram að þessir aðilar hafi ein- mitt óskað eftir því að útkoman yrði slík, sem raun ber vitni, en þau dveljast samt þessa dagana í Rómaborg þar sem þau eru önnum kafin við að slípa grófustu kant- ana af myndinni. Og þykir sjálf- sagt mörgum miður ... • Egyptar hafa nýlega sett bann á sýningar allra mynda frá Col- umbia Pictures þar í landi. Ástæð- an er sjónvarpskvikmynd sem fyrirtækið lét gera um ævi Sadats heitins forseta. Þykir ráða- mönnum hún ónákvæm og gefa al- ranga mynd um hinn fallna þjóð- höfðingja. • Ein af bestu myndunum sem gerðar voru vestanhafs á síðasta ári er Tender Mercies, er það dóm- ur margra helstu gagnrýnenda. Sá magnaði leikari, Robert Duvall fer þar á kostum í hlutverki country-söngvara en Ástralinn' Bruce Beresford leikstýrir af kunnri smekkvísi. Gott ef Duvall er ekki tilnefndur til Oscarsverð- launanna í ár. Myndinni er farið að bregða fyrir á myndbanda- leigum höfuðborgarinnar ... STJÖRNUGJÖFIN GOLDFINGER ★★1/2 CUJO ★★★ SEGÐU ALDREI AFTUR ALDREI ★★★ DAGINN EFTIR ★★ VICTOR/VICTORIA ★★★>/2 GÖTUSTRÁKARNIR ★★ STARFSBRÆÐUR ★★1/2 ÉG LIFI ★★★ RAGING BULL ★★★1/2 HRAFNINN FLÝGUR ★★★1/2 ATÓMSTÖÐIN ★★★ HERMENN í HETJUFÖR ★1/2 MARTIN GUERRE SNÝR AFTUR ★★★ ÓKINDIN í ÞRÍVÍDD ★★ SV • Þverrandi aðsókn að myndum þeirra Burt Reynolds, (The Man Who Loved Women, Stroker Ace), og Clint Eastwood, (Honkytonk Man), varð til þess að Blake Edwards er hættur við að leik- stýra þeim félögum í myndinni Kansas City Blue, en tökur áttu að hefjast síðla þessa mánaðar. Margt bendir til þess að ekkert verði úr kvikmyndagerðinni, en vissulega væri gaman að sjá þessa garpa saman. • Þau ánægjulegu tíðindi berast nú austan frá Japan að einn af höfuðsnillingum kvikmyndalistar- innar, Akira Kurosawa, mun taka sér stöðu bak við kvikmyndavélina á sumri komanda. Viðfangsefnið er sótt í smiðju Shakespears, líkt og stundum áður. Að þessu sinni er það Lear kóngur sem hinn aldni Jason Robards sem hinn heimsfrægi vísinda- og andófsmaður, Andrei Sakharov, í samnefndri mynd. stórmeistari hyggst festa á filmu. Myndin mun nefnast Ran, (Ringul- reið), og er það hinn góðkunni Bunuel-myndaframleiðandi, Serge Silberman, sem á heiðurinn af því að Ran verður að veruleika. Kurosawa er dýr að venju, og mun hin nýja mynd ekki kosta undir 12 millj. dala. • Þeim sem séð hafa Scarface? nýjustu mynd þeirra Brian De Palma og A1 Pacino kemur saman um að þar sé einhver blóðugasta og ofbeldisfyllsta kvikmynd á ferðinni, sem gerð hefur verið af stórum nöfnum í kvikmyndaheim- inum. Jafnvel þykir The Godfather blikna í samanburðinum — en þessar tvær myndir þykja ekki óáþekkar — og er þá mikið sagt. • Langt er komið töku myndar- innar um Sakharov, vísinda-, and- ófs-, og ekki síst kjarkmanninn. Er ekki að efa að hér er stórkost- legt myndefni fyrir hendi, svo mikilfenglegt var lífsstarf þessa manns sem lengst af var hampað af stjórnvöldum sem einum besta syni Sovétríkjanna, hlaut m.a. sæti í Sovésku vísindaakademí- unni yngstur manna. Afburðaleikarinn Jason Rob- ards fer með aðalhlutverkið, en seinni konu hans, Elenu Bonner, sem fylgdi manni sínum í útlegð- ina í Gorky, leikur Glenda Jack- son. • Og þá hefur enn ein islenska stórmyndin hafið göngu sína á hvíta tjaldinu. Atómstöð Þorsteins Jónssonar er vönduð, vel skrifuð og leikin mynd, gerð af því áræði og kjarki sem ég vona að seint þverri með íslenskum kvikmynda- gerðarmönnum. SV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.