Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 48
TIL DAGIiGRA NOTA SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Atvinnuleysistryggingasjóður: Lausafjárskortur ekki á næstunni HÖFUÐSTÓLL Atvinnuleysistryggingasjóds var um áramótin talinn um 500 milljónir króna og að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins, Eyjólfs Jónssonar, er lausafjárskortur ekki fyrirsjáanlegur á næstunni. Alls hafa um 60 milljónir króna verið greiddar úr sjóðnum fyrstu tvo mánuði ársins. Eyjólfur Jónsson sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að þessar tölur væru þó ekki ná- kvæmar. Uppgjöri síðasta árs væri enn ólokið en höfuðstóllinn í lok ársins 1982 hefði verið um 430 milljónir króna og trúlega hefði höfuðstóllinn um síðustu áramót verið um 500 milljónir króna. Uppgjöri fyrir febrúarmánuð væri heldur ekki lokið, en útborgun at- vinnuleysisbóta þá hefði verið svipuð og í janúar, eða um 30 milljónir króna. Eyjólfur sagði ennfremur, að ekki væri til yfirlit bóta til ein- stakra atvinnugreina, þar sem bæturnar væru greiddar í gegnum hvert verkalýðsfélag fyrir sig. Þá væri ekki hægt að svara þeirri spurningu hvort sjóðurinn hefði bolmagn til þess að taka á sig auknar bætur vegna samdráttar í fiskvinnslu. Ómögulegt væri að segja til um hve mikili hann yrði svo og hver þróun í öðrum at- vinnugreinum yrði. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur: Lítil von á við- bótarloðnugöngu „VIÐ höfum verið að kanna hvort nokkrir möguleikar seu a viðbotarloðnu- göngu upp að landinu aö þessu sinni, og eins og er hef ég ekkert séð, sem bendir til þess að svo verði. Verði engin viðbót standa veiðarnar varla lengur en fram um 20. marz, þó vandi sé um slíkt að spá,“ sagði Hjálmar Vilhjálms- son, fiskifræðingur og leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni, í samtali við Morgunblaðið. Hjálmar sagði, að yfirstandandi leiðangur hefði hafizt 29. febrúar síðastliðinn, og hefði þá verið far- ið austur eftir fyrir Suðurlandi og síðan austur um. Á því svæði hefði ekkert virzt ógengið inn, en tals- vert hefði verið af loðnu á blettum frá Skarðsfjöru að Dyrhólaey og mikið af loðnu milli Reykjaness og Þorlákshafnar. Svo virtist, að það, sem verið hefði fyrir utan fyrr í vetur, væri gengið inn, og viðbótar úr þeirra átt því ekki að vænta. Síðan hefði áætlunin verið að kanna svæðið út af Vestfjörðunum og suður um, en veður hefðu verið því að miklu leyti mótfallin. Eins og útlitið hefði verið í janúar væri hins vegar lítil von á loðnu úr vesturáttinni. Kæmi hins vegar eitthvað þaðan, gæti teygzt úr veiðinni, annars lyki henni fljót- lega. Ljósmynd Kristján ArnRrímsson. Glugga banka landsmanna þarf að þvo eins og aðra glugga, og er þessi mynd því til sönnunar, þar sem unnið er við að hreinsa glugga Lands- banka íslands í Austurstræti. Arfgeng heilablæðing í átta íslenskum ættum í ÁITA íslenskum ættum, sem að stofni eru úr sýslunum í kringum Breiðafjörð, er arfgeng heilablæð- ing ættarfylgja. Þeir sem sjúkdóm- inn hafa deyja oftast milli tvítugs og fertugs. Sjúkdómurinn er næst- um óþekktur utan íslands, þeir sem dáið hafa úr honum erlendis kunna að vera af íslenskum ætt- um. Sjúklegar æðabreytingar eru undanfari dauðsfallanna. Nýlega fannst aðferð sem talin er hæf til að greina þennan sjúkdóm í lifandi fólki. Rannsóknir á þessum sjúk- dómi hafa farið fram á vegum Blóðbankans og Taugalækninga- deildar Landspítalans undir stjórn Ólafs Jenssonar og dr. Gunnars Guðmundssonar. Tekist hefur að rekja ættir þessar um tvö hundruð ár aftur í tímann og er það hald manna að sjúkdómur þessi eigi uppruna sinn hjá einni og sömu mann- eskjunni enn lengra aftur í sög- unni. í Flateyjarbók er getið ungs manns sem dó af heila- blæðingu og þar er sagt sem svo að hann hafi líklega tekið „ættar sj úkdóm i n n “. EUefu manneskjur hafa dáið úr mjög svipuðum sjúkdómi í Hollandi. Vitað er til að af Barðaströndinni, þar sem þessa sjúkdóms varð snemma vart í ákveðnum ættum, flýði ungur maður nokkru eftir aldamótin 1800 í hollenska skútu. Hann hafði gert ungri stúlku barn og átti í vök að verjast vegna reiði ættingja hennar. Menn geta sér þess til að þangað megi ef til vill rekja dauðsföllin í Hollandi. Tvö dauðsföll urðu í Bretlandi í byrjun seinni heims- styrjaldarinnar af sama toga. Var þar um íslensk frændsystk- ini að ræða. Ung stúlka dó úr þessum sjúkdómi í Bandaríkjun- um og telja menn að hún hafi einnig átt til íslenskra að telja. Komið hefur í ljós, að í heila- æðum þeirra sem látist hafa úr þessum sjúkdómi hefur efni sem heitir „Amyloid" myndast. Ástæðan er ekki kunn. Lýsing á efnisuppbyggingu „Amyloid“-efnisins, sem skemm- ir heilaæðarnar, hefur verið gerð af samvinnuhóp vísindamanna í New York. Efnið sem liggur til grundvallar er hluti úr eggja- hvítuefni sem finnst í öllu fólki og heitir „Gamma Trace". Þetta efni er mælanlegt í mænuvökva. í ljós hefur komið við mælingar á fólki sem er með einkenni þessa arfgenga heilasjúkdóms, að efnið mælist aðeins þriðjung- ur af því sem finnst hjá heil- brigðu fólki. Ættarrannsóknir hafa leitt í ljós að hluti þeirra, sem bera erfðavísa sjúkdómsins, getur lif- að við eðlilega heilsu fram á elli- ár. íslenski rannsóknahópurinn, sem stendur að þessum rann- sóknum, hefur frá árinu 1976 unnið kappsamlega að rann- sóknum málsins hér á landi, en með samstarfi við Bandaríkja- menn og Svía. Á síðastliðnum tveimur árum hafa þegar náðst markverðir rannsóknaáfangar. Samkvæmt rannsókn dr. Gunnars Guðmundssonar og John Bendix deyr fimmtungur þeirra fslendinga, sem látast af völdum heilablæðinga, innan við þrjátíu og fimm ára aldur úr þessum arfgenga heilaæðasjúk- dómi. Sjá ættartré á bls. 2. /Eð sem skemmd er af völdum sjúkdómsins arfgenga. Orkustofnun: Dregið úr viðbúnaði við Kröflu ORKUSTOFNUN hefur sagt upp starfsmanni við Kröflu, Hirti Tryggvasyni, sem fylgst hefur raeð skjálftamælingum og unnið önnur störf á vegum stofnunar- innar þar nyrðra undanfarin ár. „Það þótti ekki lengur ástæða til að fylgjast'með Kröflusvæð- inu á sama hátt og áður. Þó er ekki rétt að draga of víðtækar ályktanir af því hvort við álít- um að Mývatnseldum sé lokið eða ekki, þó auðvitað sé ljóst að ró hefur verið yfir svæðinu um nokkurt skeið," sagði Jakob Björnsson, forstöðumaður Orkustofnunar, í samtali við blm. Mbl. Þá kom fram að und- anfarin fimm ár hefur jafnt og þétt verið dregið úr viðbúnaði stofnunarinnar nyrðra. ísafjörður: Lögreglumað- ur og toll- þjónn ákærðir EINUM tollþjóni og einum lögreglu- manni á ísafirði hafa verið birtar ákærur vegna meintra brota í starfi, en mennirnir eru ákærðir vegna tveggja mála sem upp komu á Isa- firði fyrir nokkru, samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk hjá Pétri Haf- stein, sýslumanni á ísafirði. Annað málið reis vegna þess að tollþjónn þáði áfengi að gjöf úr skipi, sem lá í höfninni og lögregluþjónarnir neyttu áfengis- ins ásamt öðrum, en hitt málið snerti einn lögregluþjón, sem er grunaður um að hafa skipt um blóðsýni úr manni sem grunaður var um ölvun við akstur. Setudómarinn birti tollþjónin- um, sem jafnframt er lögreglu- maður, ákæru vegna fyrra máls- ins, en lögregluþjónarnir tveir voru áminntir. 1 hinu málinu var lögreglumaðurinn ákærður. 40.000 kr. sekt fyrir of smáan möskva VARÐNKIPIÐ Óðinn stóð á fimmtu- dagsmorguninn togbátinn Jón Gunnlaugs GK 444 aö ólöglegum veiðum við Eldey. Reyndist báturinn vera með of smáan möskva í poka botnvörpu sinnar. Báturinn var færður til hafnar og dæmt í máli skipstjórans í Keflavík. Skipstjórinn viður- kenndi sekt sína og fallist var á dómsátt í málinu. Greiddi skip- stjórinn 40.000 króna sekt og veið- arfæri voru gerð upptæk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.