Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 4

Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 Mikið hefur verið rætt um álarækt hér á landi, en sérfræðingar telja að ísland gæti þénað vel á slíkri rækt. Fyrir um tveimur áratugum eða svo átti að rífa mál þessi upp úr ösku- stónni, átak var gert í álaveiðum. Nú hefur reyndar verið talað um að rækta álinn. Þá átti bara að veiða hann og vinna. En tilraunin fór út um þúfur og hafði það sínar orsakir. En nú er talað um að rækta fiskinn, ekki bara veiða hann. Umræðan um álinn nú vekur til umhugsunar um þennan dularfulla físk og væri ekki úr vegi að forvitnast eilítið um hann, enda er lífshlaup þessa físks svo for- vitnilegt og dularfullt að með ólfk- indum má telja. I'að hefur verið mál manna, að laxinn hafí merkilegt lífshlaup og víst verður ekkert af honum skafíð. En þegar öllu er á botninn hvolft á állinn þó sennilega vinninginn. Útlit — hættir Ætla má að flestir ef ekki allir sem til vits og ára eru komnir, viti hvernig állinn lítur út. I stuttu máli er hann langur, mjór og dökkur á lit. Þetta er stuttort og alls ekki tæmandi, enda tekur fiskur þessi miklum breytingum á lífsskeiði sínu, talað er um glerála, bjartála, gulála og fleira. Við skul- um rekja hið furðulega lífsskeið álsins og þá hefst sagan á ótrúleg- um stað; Saragossahafinu, eða Þanghafinu mikla, sem er á svæð- inu milli 22 og 30 gráðum norður og 48 og 65 gráðum vestur. Þarna hrygnir állinn, eða það er að segja; þarna telja menn að állinn hrygni. Áll hefur aldrei veiðst utan Evr- ópustranda, utan að lík eins fannst í iðrum búrhvelis, hins veg- ar hafa rannsóknarskip veitt 5 mm langar álalirfur í Þanghafinu í mars til apríl. Seiðin hafa veiðst á 100 til 300 metra dýpi og hvergi hafa veiðst smærri seiði, en þetta er talið vera stærð þeirra nýklak- inna. Á þessu æviskeiði vita menn næsta lítið um álinn, en hann læt- ur sig að öllum likindum reka af stað með straumum, á endanum Golfstraumnum og að þremur ár- um liðnum eru seiðin komin upp að ströndum Evrópu. Þegar hér er komið sögu, eru álaseiðin 6 til 7 sentimetrar á lengd og tekin að líkjast fullorðnum ál í útliti. Fram að því hins vegar eru seiðin afar ólík nokkru sem fullvöxnum ál lík- ist. Þau eru vatnstær og lensulaga og allt að 7,5 sentimetrar á lengd. En þegar seiðin eru komin upp á landgrunn Vestur-Evrópu eftir 3 ára ferðalag frá Þanghafinu, farin að líkjast alvöru álum, þá kallast þau glerálar. Á því þroskastigi ganga álarnir upp ár og læki. Hængarnir ganga ekki langt, þeir eru oft í hálfsöltu vatni í árósun- um og við fjörurnar. Hrygnurnar ganga lengra og yfirstíga þá hinar ótrúlegustu hindranir, stórgrýti, stíflur, fossa og flúðir. Glerála- göngurnar eru oft ótrúlega stórar og segja menn að þær sé helst að sjá í júlímánuði. Lýsingar á gler- álagöngum eru ýmsar stórbrotnar, til dæmis sú sem lesa má í bók Björns J. Blöndal, „Vatnaniður". Þar vísar veiðibjalla veiðimönnum á álagönguna þar sem hún situr á fossbrún og hámar glerálana í sig. Þegar betur var að gáð skriðu ál- arnir í endalausri halarófu upp blautan klettinn, slím þeirra límdi þá við kaldan steininn og þeir hlykkjuðu sig upp með fettum og brettum. Græögi Þegar í ósalt vatn er komið taka álarnir til óspilltra málanna. Nú byrja þeir að kýla sig út og éta næstum allt sem að kjafti kemur. Þeir eru húmfarar og bora sig ofan í botnleðju á daginn eins og ánamaðkar, en skríða svo úr fylgsnum sínum er rökkva tekur og eru þá óargadýr í vatnaríkinu. Állinn étur allt sem hann ræður við, allt frá bobbum og lirfum upp í hrogn laxfiska og seiði. Vinnur hann að því að talið er talsverðan skaða á laxa- og silungastofnum. Græðgin keyrir þó úr hófi fram ér álarnir stækka, því þá á állinn það Sundlag álsins sést vel á mynd þessari, hann hlykkjar sig áfram í stað þess að beita öflugum uggum og sporði eins og fíestir fískar aðrir. Á nokkur fiskur furðulegra lífshlaup? til að sporðrenna bræðrum sinum og systrum sem minni eru. Þá mega hængarnir vara sig á tilvon- andi konum sínum, því þeir eru smærri, en hrygnurnar geta orðið býsna stórar. I ánum eru álarnir í 6 til 10 ár og eru þvf 9 til 13 ára er þeir leggja af stað til hrygningar. Talið er öruggt, að állinn deyi strax að hrygningu lokinni, en þó bregður svo við, að álar sem ekki komast til hrygningar ná afar há- um aldri. Einn sænskur áll varð 85 ára gamall og annar, sem geymd- ur var í búri náði 37 ára aldri. Þá er sagt að í svissnesku vatni nokkru sé álastofn þar sem elstu fiskar eru um og yfir fimmtugt. Já, állinn er lífseigur. Eftir árin 6 til 10 í fersku vatni leggur hann af stað til Þanghafsins og enginn veit hvernig hann kemst þangað né hversu lengi hann er á leið sinni. Hann étur ekkert í hrygn- ingargöngunni og hefur safnað sér miklum fituforða. Álar sem settir hafa verið í búr um það leyti sem þeir hefðu lagt af stað til Þang- hafsins, hafa lifað þar í 4 ár án þess að þeir hafi þurft að taka til sín fæðu. Þegar állinn er 6 til 7 ára fer ekki lengur á milli mála hvers kyns hann er. Það skeður er állinn breytist úr svokölluðum gulál í bjartál. Guláll kallast állinn fyrstu árin í fersku vatni, hann er þá gulleitur eins og nafnið gefur til kynna, augun eru lítil, snoppan breiðari en síðar verður, bakið brúnleitt og fiskurinn mjúkur á Þetta er það sem oft sést einungis af álnum: Höfuðið er það gægist upp úr leðjunni. Ekki að undra að margir hafí talið álinn bandamann myrkraafía í undirheimum. Hann virðist hvergi una sér betur en þar. búkinn. Hrygnurnar breytast seinna í bjartála en hængarnir. Roðið dökknar á bakinu og guli liturinn hverfur fyrir silfurlit, augun stækka og snoppan mjókk- ar. Þarmarnir rýrna á þessu stigi og állinn hættir að taka til sín fæðu. Önnur einkennileg skipting kemur í ljós, eins og að framan er þegar greint, þeir álar sem gengu aldrei úr hálfsöltu breytast allir í hænga, hinir allir í hrygnur. Bjartálshængar eru 29 til 51 senti- metra langir, en hrygnurnar 42 til 100 sentimetrar á lengd. Þá má ekki gleyma því, að ýmis afbrigði eru af álum í ferska vatninu og fer það eftir fæðusmekk einstakl- inganna. Þeir sem lifa mest á seið- um og hornsílum eru með breiðara höfuð en hinir sem lifa á bobbum, krabbadýrum og þess háttar. Af- brigðin eru mörg allt þarna á milli. Kjötæturnar kallast breið- höfðar. Bjartállinn gengur til hafs á haustin og ef hann ætti að ná til hrygningarstöðvanna snemma að vori, yrði hann að synda um 30 kílómetra dag hvern. Því er talið að állinn hrygni ekki fyrr en vorið eftir. Lífseigur skratti Állinn á sér ýmsa óvini þrátt fyrir að hann teljist sjálfur óarga- dýr í vatnaríkinu. Það er einkum á seiðastiginu sem margs konar fiskar og fuglar gæða sér á hon- um. óvinum fækkar er állinn stækkar og fer að taka út þroska, þó eru ákveðin dýr sem hann verð- ur ávallt að vara sig á. Má þar nefna minkinn og aðra smærri merði í Evrópu. Minkar og merðir kunna vel að meta álaket og hér- lendis hafa álar iðulega fundist f minkagrenum, enda báðir á ferð- inni að næturþeli og leiðir hljóta því að skerast. Ýmsir fuglar hafa komist upp á lag með að veiða ála þó ætla mætti að það væri erfitt mjög. Veiði- bjallan og fleiri máfar éta glerál- inn áreiðanlega hvenær sem færi Grídarstór áll. Fáum þykir fískurinn fagur. gefst, en sagt hefur verið frá því að einstaka veiðibjalla hafi komist upp á lag með að veiða fullvaxinn ál. Og i bók Birgis Kjaran um haf- örninn er sagt frá því að meðan ernir urpu enn í Ölfusi, sóttu þeir oft ála niður í Ölfusforirnar. En maðurinn er óvinur álsins númer eitt, enda veiðir hann ál víða í stórum stíl. 1 bókinni „ís- lenskir fiskar" eftir Gunnar Jónsson eru birtar aflatölur árið 1978, en þá veiddust 6.387 tonn af ál á NA-Atlantshafssvæðinu. Danir veiddu mest, 2.335 tonn, Svíar 1.076 tonn og Norður-írar 858 tonn. Helstu veiðisvæðin voru í Eystrasalti (1.772 tonn), dönsku sundunum (1.204 tonn), Norðursjó (1.109 tonn), við Norðvestur-Skot- land og Norður-írland (858 tonn) og við Skagerak og Kattegat (798 tonn). Meðan íslendingar voru og hétu í álaveiðimálum, varð aflinn mestur 1962, þá 22 tonn. Eftir það fór veiðin hraðminnkandi og er nú hverfandi. Veiðimenn geta sagt margar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.