Morgunblaðið - 11.03.1984, Síða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
alið er að landnámsmenn hafi flutt með sér svín til landsins. Bera ýmis örnefni því vitni, svo
sem Svínavatn, Galtafell o.fl. Svína er og getið í íslendingasögum. Svínin voru látin ganga úti í
skóg- eða kjarrlendi. Nokkrir bændur þeirra tíma ræktuðu korn og er hugsanlegt að svínin hafi
verið fóðruð á því.
Á fyrstu öldum íslandsbyggðar var hlýindaskeið og hafa því skilyrði til svínaræktar verið sæmileg.
Talið er að svínarækt hafi lagst niður á 16. eða 17. öld.
Kaupmenn fluttu síðan svín til landsins á síðari hluti 19. aldar. Árið 1932 var gerð könnun á svínafjölda
hérlendis og voru þau 138. Árið 1969 voru hér 485 fullorðin svín en 1983 rúmlega 2.000, svo að svínarækt
hefur aukist mikið hin síðari ár. Svínakjötsneysla hefur þó ekki verið mikil miðað við aðrar þjóðir. Helst
hefur svínakjöt verið á borðum okkar á stórhátíðum.
Nú hefur verð á frosnu svínakjöti lækkað mikið og er sjálfsagt að nota sér það.
Betra er að steikja svínakjöt en sjóða, þar sem það er með þykkri fituhúð, einnig er talsverð fita milli
vöðvanna. Gott svínakjöt á að vera Ijósrautt. Paran á að vera glansandi, þunn, ljós og ekki með rauðum
blettum. Fitulagið á að vera þétt, hvítt og ekki mjög þykkt. Bein í svínakjöti eru smá og því hlutfall kjöts
tiltölulega mikið.
Hér koma tvær uppskriftir að réttum úr svínakjöti: Pottréttur og kótelettur.
Svínakjöt
Kótelettur með steinselju og eplum
Handa 3
10 kótelettur,
2 tsk fínt salt,
‘A tsk nýmalaður pipar,
'k tsk karrý,
nokkrar greinar fersk steinselja eða 3 tsk þurrkuð,
2 epli,
safi úr 'k sítrónu.
1. Þvoið kóteletturnar með klút undnum upp úr volgu
vatni. Skerið á nokkrum stöðum upp í fituvefinn svo að
þær vindi sig ekki í steikingunni.
2. Hitið pónnu þar til rýkur úr henni. Raðið kótelettun-
um upp á rönd þannig að þær standi á fituvefnum og
hafi stuðning hver af annarri. Mikil fita rennur úr þeim
við þetta. Steikið þannig í nokkrar mínútur, en gætið
þess að þær brenni ekki.
3. Leggið á hliðina og steikið báðum megin þar til þær
eru fallega brúnaðar. Stráið salti, pipar og karrý á þær,
þegar þið hafið snúið þeim við.
4. Minnkið hitann. Klippið steinseljuna og stráið yfir.
Afhýðið eplin og skerið í sneiðar, penslið sneiðarnar
með sítrónusafanum, leggið sneiðarnar ofan á kótelett-
urnar, setjið lok á pönnuna og látið vera þannig í 30
mínútur.
Medlæti: Hvítkáls/ananassalat og kryddsmjör.
Salatið
200 g hvítkál,
1 hálfdós kurlaður ananas,
1 bikar sýrður rjómi.
Skerið hvítkálið smátt, síið ananasinn og blandið
saman við ásamt sýrðum rjóma. Hægt er að nota súr-
mjólk í staðinn fyrir sýrðan rjóma með því að sía hana
í kaffipappírspoka.
Kryddsmjörið
100 g smjör,
væn græn fersk steinselja eða 2 tsk þurrkuð,
2 tsk sítrónusafi.
Hrærið lint smjörið með sítrónusafa og klipptri stein-
selju. Mótið rúllu, setjið í álpappír, sléttið vel að utan
eftir að hún er komin í pappírinn. Setjið í frysti í 1 klst.
eða lengur. Skerið frosið í sneiðar og berið með.
Pottréttur meö ananas
og bambussprotum
Handa 4
'k kg magurt svínakjöt úr læri eða bóg,
'k hálfdós bambussprotar (bamboo shoots) kínverskt
grænmeti sem fæst í stærri verslunum,
1 hálfdós ananas i bitum,
1 meðalstór paprika, helst rauð,
3 msk hveiti,
3 msk matarolía + 1 msk smjör til að steikja úr,
1 msk mangosulta (mango chutney), fæst í stærri
verslunum,
1 lítil dós rjómaostur án bragðefna. _
Lögur (marinering) v"'x
2 msk soyasósa,
1 tsk chillisósa,
'k tsk pipar,
cayennepipar milli fingurgómanna,
2 tsk fint salt,
safi úr hálfri stórri sítrónu,
safinn úr ananasdósinni.
1. Blandið saman soyasósu, chillisósu, pipar, cayenne-
pipar, salti, sítrónusafa og ananassafa.
2. Skerið kjötið í litla bita 2—3 sm á kant.
3. Leggið kjötið í löginn og látið standa á eldhúsborðinu
í 3 klst. Hreyfið til öðru hverju.
4. Takið kjötbitana upp úr leginum og þerrið vel með
eldhúspappír. Veltið þeim síðan upp úr hveitinu.
5. Hitið helming olíunnar og smjörsins á pönnu, brúnið
helming kjötsins á öllum hliðum, hitið síðan hinn helm-
inginn og brúnið síðari helminginn.
6. Hellið leginum, sem kjötið lá í, í pott, setjið kjötið
saman við og látið sjóða í 'k klst.
7. Skerið bambussprotana í litla bita. Takið steikina úr
paprikunni og skerið í litla bita. Þegar 10 mínútur eru
eftir af suðutimanum er paprikunni, bambussprotunum
og ananasbitunum bætt út í pottinn.
8. Setjið mangosultuna og rjómaostinn út í og hrærið
vel saman.
Meðlæti: Heitt snittubrauð eða ristað brauð.
■i
Blaöburðarfólk
óskast!
Austurbær
Óðinsgata
Þingmaöur
slasaður með
öskubakka
Tókýó, 8. mars. AP.
EINN helsti frammámaður frjáls-
lynda flokksins í Japan, Kiichi Miy-
azawa, slasaðist alvarlega í morgun
þegar ókunnur maður réðst að hon-
um með öskubakka úr gleri, er þeir
mættust á hóteli í Tókíó. Líðan Miy-
azawa var sögð eftir atvikum síðast
er fréttist.
Eftir að hafa veitt Miyazawa
mikinn áverka gerði maðurinn
misheppnaða tilraun til sjálfs-
morðs með því að skera á æðar á
úlnliðum og kálfum. Ekki er vitað
hvers vegna ráðist var á þing-
manninn.
Að sögn lækna hlaut Miyazawa
ljóta skurði á enni og hnakka. Er
talið að hann þurfi að dvelja á
sjúkrahúsi í a.m.k. 10 daga áður
en hann verður rólfær á ný.