Morgunblaðið - 17.03.1984, Side 2

Morgunblaðið - 17.03.1984, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 Mannréttindanefnd Evrópu: _ »Utburðarmál- inu“ vísað frá KÆRII hjónanna Olafs Kafns Jónssonar og Danielle Somers í l>ingvallastræti 22 á Akureyri var í gær vísað frá af Mannréttindanefnd Evrópu í Strasbourg á þeirri forsendu, aó kæran ætti ekki við rök að stvðjast, skv. upplýsingum Mbl. „Ritari Mannréttindanefndar Evrópu hringdi i mig í dag og á honum var að skilja að máli okkar hefði verið vísað frá. Við höfum hins vegar ekkert formlegt fengið um niðurstöðu nefndarinnar eins og vaninn er. Lögfræðingur okkar er nú staddur í París og því hefur honum líklega ekkert borizt um málið. Það er hins vegar ljóst, að við munum ekki láta okkur frávís- un lynda," sagði Ólafur Rafn Jóns- son, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Þeim Ólafi og Daniellu var með dómi Hæstaréttar á síðasta ári gert að flytja úr íbúð þeirra í Þing- vallastræti 22. Otburði þeirra var frestað 17. febrúar sl. og var þá sætzt á að þau flyttu út innan eins mánaðar, eins og varð. „Það er ákaflega undarleg og óvenjuleg leið af Mannréttinda- nefnd að hringja í viðkomandi að- ila án þess að hafa samband við lögmann þeirra, sem hefur sérstakt umhoð til þess að annast málið. Þá verður það að teljast dálítið sér- stakt, að Hæstiréttur með úrskurði 27. desember sl. breytir uppruna- legum dómi sínum. Við höfðum miðað kæru okkar við uppruna- legan dóm, sem fjallaði um útburð, en með seinni breytingu, þegar fóg- eti taldi sig ekki geta framfylgt þessum furðulega dómi, sagði Hæstiréttur, að ekki væri aðeins um útburð að ræða, heldur væri tvennt, sem máli skipti. I fyrsta lagi að við héldum umráðum yfir húsnæðinu, en í öðru lagi mættum við ekki búa í þvl. Þetta er svolítið þversagnarkennd fullyrðing út af fyrir sig, en í raun og veru höfðum við ekki haft ráðrúm til að breyta beiðni okkar í samræmi við breyt- ingar Hæstaréttar á upprunalegum dómi. Við hefðum sennilega þurft að bera fram nýtt mál vegna þessa. Þarna var Hæstiréttur að fikta við upprunalegan dóm og samkvæmt stjórnarskránni má hann alls ekki gera það. Ég segi ekkert um það hver viðbrögð okkar við þessu verða, við látum lögmann okkar í Belgíu um það. Það get ég hins vegar fullyrt, að þetta eru engan veginn endan- legar lyktir á málinu. Því fer víðs fjarri," sagði Ólafur Rafn Jónsson. Jk, i 4 Oklahoma í miðbænum „Má bjóða þér miða á Oklahoma?“ Þessi uppáklæddi hópur brá undir sig betri fætinum í gær, fór niður í miöbæ og var þar í óða önn að selja miöa á sýningar Herranætur á söngleiknum Oklahoma, þegar Ólafur K. Magnússon, Ijósmyndari Mbl. átti leið um miðbæinn. Tvær sýningar eru nú eftir á söngleiknum, sú fyrri verður í Tónabæ kl. 14.30 í dag, laugardag, og síðasta sýningin á sama staö kl. 21.30 á mánudagskvöld. „Gjaldskráin hlýtur að miðast við vaxtakerfið" — segir Baldvin Tiyggvason, bankastjóri í Sparisjóði Reykjavíkur „ÞESSI mál hafa verið í athugun hjá Sparisjóönum og koma raunar ekk- ert við áliti verðlagsstjóra. Gjald- skrárákvarðanir hljóta að miðast mikið við hvernig vaxtakerfið er í bönkum og sparisjóðum. Þetta hang- ir allt á sömu spýtunni,“ sagði Bald- vin Tryggvason, bankastjóri í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis, þeg- ar hann var inntur álits á frétt Morg- unblaðsins í gær um bréf, sem Verð- Aðalfundur Verzl- unarbankans í dag AÐALFUNDUR Verzlunarbanka íslands verður haldinn í dag í Súlnasal Hótel Sögu. Fundurinn hefst klukkan 14. lagsstofnun hefur sent bönkum og sparisjóðum, en þar segir, aö óheim- ilt sé að samræma gjaldtöku inn- lánsstofnana. Sagði Baldvin, að þegar stjórn- völd, Seðlabanki og ríkisstjórn, ákvæðu að minnka vaxtamuninn, yrðu bankar og sparisjóðir að fá rekstrartekjur sínar að hluta með öðrum hætti. Ef vaxtamunurinn ykist, minnkaði aftur á móti sú þörf. „Þetta er þó ákaflega flókið mál,“ sagði Baldvin, „t.d. hvað varðar innheimtu. Nú geta menn borgað inn í hvaða stofnun sem er, og verða þá e.t.v. að greiða annað gjald og hærra en það, sem tekið er í stofnuninni, sem greiðslan á að berast til. Slíkt veldur að sjálfsögðu ruglingi og sýnir að þetta er ekki eins einfalt og ætla mætti. Ég segi hins vegar það og svara bara fyrir okkur hjá Spari- sjóði Reykjavíkur, að við höfum verið að athuga þessi mál.“ Eins og kunnugt er hefur Seðla- bankinn heimilið nokkru meira frelsi en áður ríkti hvað varðar innlánsvexti, en Baldvin sagði, að forsendan fyrir einhverri sam- keppni í þeim efnum væri náttúr- lega frelsi á útlánsvöxtum einnig. Vildi hann að lokum láta það koma fram, að sparisjóðsstjórarn- ir hefðu lengi haft áhyggjur af því hvernig farið hefði verið með sparifjáreigendur og þess vegna fögnuðu þeir því hvernig nú væri þó komið, þegar þeir gætu ávaxtað sitt fé betur en nokkru sinni fyrr. Skinnauppboðinu í Kaupmannahöfn lokið: Verð íslensku skinnanna rétt undir meðalverði Skinnauppboðinu í Kaupmanna- höfn lauk 15. mars sl. þegar boðin voru upp svokölluð „scan-black“ minkaskinn. Meðalverð þeirra var 909 kr íslenskar fyrir læðuskinn og kr. 1025 íslenskar fyrir högnaskinn. Högnaskinnin hækkuðu um 7% í verði frá síðasta uppboði í febrúar, en verð á læðuskinnum hélst stöö- ugt. íslensku „scan-black“ skinnin seldust á kr. 927 sem fékkst fyrir högnaskinnin og kr. 827 fyrir læðu- skinnin. Á „scan-black" skinnaupp- boðinu fékkst hæsta verð sem gefið hefur verið fyrir skinn af þeirri teg- und, eða í ísl. kr. 2745. Frá íslandi voru á skinnaupp- boðinu 4.441 minkaskinn, 1.843 blárefakinn og 474 „shadow“refa- skinn. Kaupendur voru 385 talsins frá 20 löndum og nam veltan á uppboðinu alls 720 milljónum danskra króna, eða um 2,2 millj- örðum íslenskra króna. Ríkisvíxlar: 24 tilboð upp á 30milljónir kr. SEÐLABANKA íslands höfðu alls borizt 24 tilboð í ríkisvíxla í gærkvöldi, en frestur til að gera tilboð rennur út á mánudaginn kemur. Heildarverðmæti þessara 24 víxla var 30 milljónir króna, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í Seðla- bankanum í gærdag. II. alþjóðamótið á Neskaupstað Þrfr stórmeistarar og 6 alþjóðlegir tefla ANNAÐ alþjóðamót timaritsins Skákar hefst í Egilsbúð í Neskaupstað á mánudag og taka 12 skákmenn þátt í mótinu. Þeir eru stórmeistararnir Lombardy, Knezev- ic og (iuðmundur Sigurjónsson, alþjóðlegu meistararnir Margeir Pétursson, Helgi Olafsson, Jóhann lljartarson, Vincent McCambridge, og Svíarnir Harry Schiissler og Tom Wedberg og skákmeistararnir Benóný Benediktsson, Dan Hansson og Róbert Harðarson. Mótið er í áttunda styrkleikaflokki FIDE og þarf 8 vinninga til að ná áfanga að stórmeistaratitli og 6 vinninga að titli alþjóðlegs meistara. Tímaritið Skák hefur á undanförn- um árum gengist fyrir helgarskák- mótum og í beinu framhaldi hefur verið bryddað upp á þeirri nýjung að halda alþjóðamót úti á landi og var hið fyrsta í Grindavík. Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Tímaritsins Skákar, sagði í samtali við Mbl. að á Neskaupstað hefði ríkt mikill velvilji I garð skáklistarinnar og að Norðfirðingar með Loga Kristjánsson, bæjarstjóra, I broddi fylkingar hefðu lagt mikið af mörk- um til þess að vel tækist til. Aðstæð- ur á Neskaupstað væru mjög góðar til mótshalds sem þessa. 1 h 1 • Morgunblaðið/RAX Sandey að bryggju Starfsmönnum Björgunar tókst í gær að draga dæluskipið Sandey II að bryggju í Elliðavogi, en í fyrradag var skipinu snúið. Vel gekk að koma skipinu frá Engey. Myndin var tekin er Sandey var bundin við bryggju. Hópur Hollendinga, sem nu er staddur hér á landi, vakti mikla athygli og hrifningu þeirra sem áttu leið um miðbæinn í gær, en þar tók Ólafur K. Magnússon þessa mynd af hollenskum klossasmiði, manni sem lék á lírukassa og öðrum sem gaf viðstöddum drykk úr öltunnu sem hann hafði meðferðis. Ástæðan fyrir þessari uppá- komu var sú, að nú stendur yfir kynning á Hollandi og Amster- dam og þeim möguleikum sem islenskir ferðalangar eiga kost á nú í sumar og er hópurinn nú staddur hér á landi í því skyni að kynna land sitt fyrir Islending- um. Fjölskylduskemmtun verður haldin í Háskólabíói á morgun, sunnudag, og hefst hún kl. 14. Um kvöldið verður síðan „Hol- landskvöld" á Hótel Sögu. Lírukassi og klossa- smiður á Lækjartorgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.