Morgunblaðið - 17.03.1984, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
3
Keppnin um ungfrú ísland:
Ungfrú Heimur kemur
og krýnir sigurvegarann“
SARAH-JANE Hunt, breska
stúlkan sem nú ber titilinn
ungfrú Heimur (Miss World) er
væntanleg hingað til lands 17.
maí nk. í þeim tilgangi að krýna
þá stúlku sem hlutskörpust reyn-
ist í keppninni um titilinn ungfrú
Island. Fegurðardrottningin
kemur hingað ásamt Juliu
Morley, framkvæmdastjóra
Miss World-keppninnar.
Julia Morley, framkvæmdastjóri
Miss World-keppninnar, sem kem-
ur til íslands með ungfrú Heim.
Keppnin um titilinn ungfrú
fsland verður haldin í veit-
ingahúsinu Broadway dagana
11. og 18. maí. Þann 11. fara
fram undanúrslit og verður
sigurvegarinn krýndur þann
18. Tíu stúlkur taka þátt í
keppninni, en frestur til að
skila inn tillögum um kepp-
endur rennur út nú um helg-
ina. Þegar hefur verið bent á
30 til 40 stúlkur og verða tíu
þeirra valdar til þátttöku.
Sarah-Jane Hunt, ungfrú Heimur,
sem krýnir sigurvegarann í keppn-
inni um ungfrú ísland í maí.
Dyravörður
höfðar mál á
hendur Skafta
Jónssyni
DYRAVÖRÐUR í Leikhúskjallaran
um, Sigurbjartur Ágúst Guðmunds-
son, hefur höfðað skaðabótamál á
hendur Skafta Jónssyni, blaða-
manni. Hann krefst þess að Skafti
greiði krónur 10.945 í skaðabætur
auk vaxta fyrir að hafa ráðist á sig
við störf sem dyravörður í Leikhús-
kjallaranum þann 29. nóvember
1983 og skemmt föt sín.
Svo sem fram hefur komið var
Skafti Jónsson hándtekinn í
Leikhúskjallaranum sama kvöld.
Hann kærði lögreglumennina
fyrir harðræði. Embætti ríkis-
saksóknara hefur ákært lögreglu-
mennina fyrir ólöglega handtöku
og að hafa sýnt Skafta harðræði í
lögreglubifreiðinni.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!__________x
i—I o
Ljósmynd: Snorri Snorrason.
Loðnuskipin eru misjöfn að stærö og afkastagetu og í eigu íslendinga eru
aðeins fá skip, sem bera yfir 1.000 lestir af loðnu. Kldborgin HF 13 er eitt
stóru skipanna og hér er hún á leið inn Eskifjörð með 1.350 lestir.
Hálf milljón lesta
af loðnu komin á land
NÚ ER tæplega hálf milljón lesta af
loðnu komin á land, það sem af er
vertíð, en litlar líkur eru taldar á að
leyfilegt magn, 640.000 lestir, náist.
l»ó var kvæmi í gær við Skarðsfjöru
og Öndverðarnes. Fimmtudagsafl-
inn varð alls 4.600 lestir af 11 skip-
um og síðdegis í gær höfðu 4 skip
tilkynnt um afla.
Eftirtalin skip tilkynntu Loðnu-
nefnd um afla á fimmtudag: Sæ-
björg VE, 420, Þórshamar GK,
320, Höfrungur AK, 800, Gígja
RE, 250, Sighvatur Bjarnason VE,
130, Kap II VE, 400, Gullberg VE,
140, Örn KE, 100, Huginn VE, 70,
Beitir NK, 1.270 og Guðrún Þor-
kelsdóttir SU með 700 lestir. Um
klukkan 17 í gær höfðu eftirtalin
skip tilkynnt um afla: Hilmir II
SU, 550, Skírnir AK, 420, Gísli
Árni RE, 600 og Svanur RE með
700 lestir.
Kaupmannasamtökin:
Sigurður E. Haraldsson
endurkjörinn formaður
Á AÐALFUNDI Kaupmannasam-
taka íslands í fyrradag var Sigurður
E. Haraldsson cinróma endurkjör-
inn formaður samtakanna. Jafn-
framt var Jón Júlíusson endurkjör-
inn varaformaður.
Kosning fór fram á fundinum
um varaformann og lagði kjör-
nefnd til, að Jón Júlíusson yrði
endurkjörinn, en fulltrúar kaup-
sýslumanna á Suðurnesjum lögðu
til, að Jónas Ragnarsson, kaup-
maður í Keflavík, yrði kjörinn
varaformaður. Við atkvæða-
greiðslu hlaut Jón Júlíusson 273
atkvæði, en Jónas Ragnarsson 138
atkvæði. Kjör annarra stjórnar-
manna fer fram á fulltrúaráðs-
fundi Kaupmannasamtakanna í
næstu viku.
Sigurður E. Haraldsson
Vídeóvæddur
sýningarsalur
x Sýnum um helgina Tomma
og Jenna, þýzka
fótboltann, Mea\0af
og m.fl. Nú þarf
enginn aö sitja heima.
OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10—17
Árg. Litur Km. Verð
Daihatsu Charmant 1600 LE '82 Vínrauður 12 þús. 275 þús.
Daihatsu Charmant 1300 LC sjálfsk. ’82 Hvítur 17 þús 265 þús.
Daihatsu Charmant 1600 '81 Vínrauður 41 þús. 195 þús.
Daihatsu Charmant 1400 79 Vínrauður 27 þús. 150 þús.
Daihatsu Charmant 1400 station 79 Ljósbrúnn 43 þús. 140 þús.
Daihatsu Charade XTE 4ra gíra '83 Vínrauður 15 þús. 235 þús.
Daihatsu Charade XTE 5 gíra ’82 Silfurblár 35 þús. 215 þús.
Daihatsu Charade XTE 4ra gíra ’80 Blár met. 39 þús. 155 þús.
Daihatsu Charade XTE 4ra gíra '80 Gulur 30 þús. 160 þús.
Daihatsu Charade XTE 4ra gíra 79 Rauður 60 þús. 135 þús.
Daihatsu Charade Runabout XTE sjálfsk. ’82 Vínrauður 40 þús. 230 þús.
Daihatsu Charade Runabout XTE 5 gíra '82 Vínrauður 20 þús. 215 þús.
Daihatsu Charade Runabout XTE 4ra gíra ’81 Blár met. 35 þús. 190 þús.
Daihatsu Charade Runabout XTE 4ra gíra '80 Rauður 31 þús. 160 þús.
Daihatsu Charade Runabout XTE 4ra gíra 79 Rauður 31 þús. 140 þús.
Subaru 4WD station ’82 D.grænn 42 þús. 330 þús.
VW Golf 3ja dyra ’80 Rauður 79 þús. 165 þús.
Toyota Corolla sjálfsk. 4ra dyra ’81 Rauður 30 þús. 240 þús.
Mitsubishi 4WD Pick-up '82 Blár 60 þús. 280 þús.
Toyota Corolla DX 4ra dyra '80 Blár 70 þús. 195 þús.
Höfum góöa kaupendur að Daihatsu Charade árg. 1980 og 1981
DAIHATSUUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23 85870-81733