Morgunblaðið - 17.03.1984, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.03.1984, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 Engin mús inn í mitt hús „HÁTÍÐIMI HÖGNI" Ver hús þitt fyrir músum, rottum og öðrum meindýrum með hátíðnihljóði (22 kH2 — 65 kH2). Tæki þetta er algjörlega skaðlaust mönnum og húsdýrum. Tilvalið fyrir: I fyrirtæki í matvælaiðnaði I bændur I verslanir i sumarbústaði JT i fiskvinnslur i heimili Tækin notist innandyra og eru fyrir 220 v. Þau eru til í 4 stærðum. Póstsendum Upplýsingar í síma 12114 til kl. 20 .H. Guðiónsso ife ' . ' *. heit og mjúk í morgunsárió Opnum kl.7 Komidog kaupió sjódandi heit og mjúk braud med morgunkaffinu Bjóðum öllum morgunbrauð með 50% afslætti fyrir þá sem verzla fyrir kl. 10.00. Helgartilboð: Rjómahringir á aðeins 100 kr. Rjómakökur á aðeins 20 kr. Vinningarnir afhentir. F.v. Ragnheiður Guðnadóttir, formaður dómnefndar- innar, Birna Arnaldsdóttir, sem tók við vinningi f.h. Jónínu Björgvinsdóttur, Ingibjörg Daníelsdóttir, Hólmfríður Brynjólsfdóttir, Lára K. Guðmunds- dóttir, Kolbrún Ingólfsdóttir, sem tók við vinningi f.h. eiginmanns síns Hermanns Jóhannessonar, og Kristín Áðalsteinsdóttir, fulltrúi lltsýnar, sem afhenti vinningana. Nafnasamkeppni SÁÁ: Ferðavinningar afhentir VERÐLAUN fyrir fimm bestu hugmyndir í keppni SÁÁ um nafn á sjúkrastöðina í Grafar- vogi voru nýlega afhent. Fengu eigendur tillagnanna sólarland- aferðir í verðlaun, en ferða- skrifstofan Útsýn gaf verðlaun- in til samkeppninnar. Sjö manna dómnefnd valdi tillög- urnar úr þeim 8.000 sem bár- ust, en verðlaunatillagan var sem kunnugt er nafnið Vogur, tillaga Hallfríðar Brynjólfsdótt- ur. Viðurkenningar hlutu ennfrem- ur þau Jónína Björgvinsdóttir fyrir nafnið Svalvogar, Ingibjörg Daníelsdóttir fyrir Ogurtún, Lára K. Guðmundsdóttir fyrir Höfn og Hermann Jóhannesson fyrir nafn- ið Hvarf. Borgarfógetinn í Reykjavík annaðist úrdrátt í þeim tilvikum þegar fleiri en einn áttu sama nafn. Nafnasamkeppnin fór sem kunnugt er fram í tengslum við happdrætti á sl. hausti og voru miðar sendir nær öllum íslenskum konum, þó að þátttaka væri ekki kynbundin. (Úr fréttatilkynningu.) Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Hafnarfjarðar Síðastliðinn mánudag lauk þriggja kvölda Board-A-Match- keppni félagsins. Níu sveitir tóku þátt í þessari keppni, en þetta fyrirkomulag er nokkur nýlunda hjá félaginu. Sveit Ólafs Gíslasonar tók fljótlega foryst- una, og hélt henni til loka. Staða efstu sveita varð annars þessi: Sveit Ólafs Gíslasonar 207 Sveit Drafnar Guðmundsd. 165 Sveit Rögnu Ólafsdóttur 161 Sveit Þórarins Sóphussonar 152 Auk Ólafs spiluðu þeir Aðal- steinn Jörgensen, Ragnar Magn- ússon og Rúnar Magnússon í sig- ursveitinni. Næsta mánudag verður spilað- ur eins kvölds tvímenningur til tilbreytingar, en fljótlega hefst firmakeppni félagsins sem er einmenningur. Spilað er í íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst keppni kl. 7.30 að venju. Keppnisstjóri er Hermann Lár- usson. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 13. mars var spiluð sveitakeppni við Bridge- deild Húnvetninga. Áður en keppni hófst afhenti Sigmar Jónsson félögum veglegan bikar að gjöf, sem það félag eignast sem fyrr hefur sigrað í 5. skipti. Að þessu sinni unnu Skagfirð- ingar með 151 stigi gegn 49. Úrslit leikja urðu þessi (Skagfirðingar taldir á undan): 1. borð. Magnús Torfason 20 Hreinn Hjartarson 0 2. borð. Sigmar Jónsson 8 Halldór Magnússon 12 3. borð. Guðmundur Theódórsson 20 Haukur Sigurjónsson 0 4. borð. Guðrún Hinriksdóttir 20 Valdemar Jóhannesson 0 5. borð. Björn Hermannsson 20 Jón Oddsson 0 6. borð. Erlendur Björgvinsson 12 Halldóra Kolka 8 7. borð. Sigrún Pétursdóttir 20 Lovísa Eyþórsdóttir 0 8. borð Stígur Herlufsen 20 Sigþór Þorgrímsson 0 9. borð. Jón Hermannsson 0 Björn Kjartansson 20 10. borð. Ragnar Hjálmarsson 11 Finnbogi Júlíusson 9 Þriðjudaginn 20. mars lýkur Board a Match-keppni félagsins. Sæluviku-bridge Föstudaginn 6. apríl er áætlað að fara til Sauðárkróks og spila við heimamenn, á föstudags- kvöldið opinn tvímenning og á laugardag verður sveitakeppni milli heimamanna og gesta. Flogið er frá Reykjavík föstu- dag kl. 12.30 og til baka sunnu- dag kl. 16.15. Upplýsingar og skráning hjá Sigmari Jónssyni í símum: 16737,12817 og 687070. Bridgefélag Akureyrar Þremur kvöldum af fjórum er lokið í hraðsveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Stefán Ragnarsson 867 Hörður Steinbergsson 964 Páll Pálsson 954 Jón Stefánsson 954 Júlíus Thorarensen 898 Anton Haraldsson 890 Stefán Vilhjálmsson 872 Örn Einarsson 872 Kristján Guðjónsson 871 Þessar sveitir spila til úrslita í síðustu umferðinni sem spiluð verður á þriðjudaginn í Félags- borg kl. 19.30. Af afmælismótinu er það að frétta að skráning nálgast fimmta tuginn. Fimm pör frá Reykjavík með Þórarin og Guð- mund Pál í fararbroddi hafa skráð sig í mótið. Þá hafa pör frá Akranesi, Borgarnesi, Blönduósi og Siglufirði skráð sig í keppn- ina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.