Morgunblaðið - 17.03.1984, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
Einsog mer synist
• • • •
Gisli J. Ast|)órsson
Ó, sóló
míó
Ef við höldum áfram að
gamna okkur við grím-
urnar sem voru hér til
umræðu um daginn,
nefnilega sparisvipinn
með viðeigandi viðmóti
sem við seilumst til þegar
við þurfum að sýnast, þá
er líklega ekki til það
mannsbarn á öllu landinu
sem tekur ekki þátt í
þessu sjónarspili, með því
fororði þó að mannsbarn-
ið sé allsgáð og við sæmi-
lega geðheilsu. Það er þá
helst að menn séu mis-
jafnlega fallnir til þess að
iðka þennan látbragðsleik
sem mannkindin hlýtur
að læra ef hún á að vera í
húsum hæf liggur mér við
að segja.
Skapgerðin spilar vit-
anlega inní og svo það
hvað menn taka sjálfa sig
hátíðlega, en ætli það sé
samt ekki óhætt að slá því
föstu að þetta leggist mis-
jafnlega í sttttir og að
einum sé brýnna en öðr-
um að hafa tiltækan
sparisvipinn. Að vísu hef-
ur maður á seinni árum
verið að kynnast banka-
stjórum sem hafa ekki séð
ástæðu til að temja sér
bankastjóragervið al-
ræmda sem um árabil
gerði hina síblönku hús-
byggjendur þessa lands að
skjálfandi reköldum; en
ugglaust eru það samt
fremur þeir sem hafa
mannaforráðin sem eru
háðastir sparisvipnum
heldur en hinir sem hafa
fátt annað að leggja með
sér en lúkurnar.
Stórforstjórinn við
risaskrifborðið þykist
sjaldnast hafa efni á því
að bera sama andlitið á
kontórnum einsog þá
hann er aftur kominn í
heimahöfn og kominn í
gömlu góðu gatslitnu
inniskóna og undir heim-
ilisagann. Hann er nær
alltaf með langtum ábúð-
armp'H svip þarsem hann
trói ir í brúnni með þrí-
skrúbóaðan einkaritaia á
aðra hönd og þrjú póleruð
símatól á hina — og þaraf
meira að segja eitt sem er
raunverulega í sambandi.
Hann þykist vita að ef
hann ræki nú allt í einu
upp skerandi gól og byrj-
aði síðan að kyrja 0, sóló
míó einsog hann gerir iðu-
lega í baðherberginu
heima hjá sér, þá mundi
hann setja ofan í augum
undirsáta sinna; og ætti
eflaust kollgátuna.
Afturámóti eru til
starfsgreinar í þessu þjóð-
félagi okkar og raunar um
víða veröld þarsem þessu
er eiginlega alveg snúið
við, einsog títtnefndu
sjónarspili, sem er partur
af serimoníu tilverunnar,
væri allt í einu skellt í
bakgír. í stað þess að taka
„virðulega" gervið með sér
í vinnuna má einstakling-
urinn gera svo vel að
skiija það eftir heima.
Ef við tökum víðu ver-
öldina fyrst þá hef ég til
dæmis oftar en einu sinni
á blaðamennskuferli mín-
um orðið sjónarvottur að
þessu fyrirbæri þarsem
hermennska er iðkuð. Ég
vék snöggvast að einu
svona atviki í grein í
Lesbók um árið eftir
skrepptúr til Bandaríkj-
anna, þarsem ég varð
vitni að því, alger fáráður
í iðninni, hvernig stjörnu-
skrýddur liðsforingi
messaði yfir tveimur
óbreyttum kvendátum
sem höfðu farið eitthvað í
taugarnar á honum. Kon-
urnar stóðu bísperrtar í
réttstöðu og algerlega
svipbrigðalausar á meðan
hann fláði þær lifandi, og
Stjarni var kunnáttumað-
ur á þessu sviði orðlistar-
innar.
Mér varð þetta vafa-
laust minnisstæðara en
eila afþví vettvangurinn
var suðurríkin, en þar í
mollunni státa menn
gjarna af því á sinn syfju-
lega hátt hvað þeir séu
óviðjafnanlega skilnings-
ríkir og riddaralegir við
kvenfólkið sitt. En í her-
mennskubransanum eru
menn ekkert að sýnast og
þar er það aginn sem gild-
ir, og á samri stundu sem
kvensan er komin í her-
mannabúninginn hrynja
af henni forréttindin eins-
og nálar af visnuðu jóla-
tré. Serimoníuhjólið er
komið á fulla ferð aftur-
ábak og meira að segja
hin vegsamaða Miss Sally
Smith verður rétt og slétt
Smith ef það heitir þá
bara ekki Þú þarna,
Smith.
Hér á heimaslóðum
gengur þetta aftur á móti
þannig fyrir sig að roskn-
ir og ráðsettir fjölskyldu-
feður heita „strákar"
jafnskjótt og þeir eru
komnir með skóflu í lúk-
urnar, og rosknar og ráð-
settar húsmæður, sem
hlaupa í fiskinn þegar
þær mega koma því við,
heita nú allt í einu „stelp-
ur“. Ætli við drífum
okkur ekki í stæðuna
þarna, stelpur, skipar
verkstjórinn, og meðal
„stelpnanna" sem hlýða
kallinu í sjávarplássunum
okkar að minnstakosti er
formaður kirkjukórsins
og kona símstöðvarstjór-
ans og sjaldnast færri en
tvær þrjár ömmur.
Menn meina vitaskuld
ekkert illt með þessu —
þetta er bara plagsiður
um borð — en engu að síð-
ur hefur það sínar skop-
legu hliðar. Síðast þegar
ég kynntist „stelpum" af
þessu tagi var indælis Ak-
ureyrarstelpa í hópnum
sem ég trúi ekki að hafi
verið árinu yngri en sex-
tug og svo afbragðsstelpa
héðan að sunnan sem átti
að minnastakosti fimm
tugi að baki. Maður hefur
líka smágaman af þvi þeg-
ar verkstjóri, sem er orð-
inn dálítið taugaveiklaður
í öllu atinu, byrjar að
emja og hrína afþví hon-
um finnst „kellingunum"
... Svo eru til starfsgreinar bæði innan lands
og utan þar sem reglunum í látbragðsleiknum
er eiginlega alveg snúið við
dveljast einum of lengi í
kaffinu; og sem þær nú
veltast útúr kaffiskons-
unni hver um aðra þvera,
til þess að helvítið fái ekki
tilfelli einsog það heitir
gjarna, þá reynist meðal-
aldur þessara „kellinga",
einsog var raunar vitað
fyrir, ekki mikið meiri en
tuttugu og tvö þrjú ár.
Við mætum með spari-
svipinn á samkomum sem
við sækjum af skyldu-
rækni eða jafnvel afþví
við óttumst afleiðingarn-
ar ef við látum það eftir
okkur að skrópa, og svo er
hann vitanlega aldrei
glaðbeittari en þá við
verðum fyrir því óláni að
mega í myndatöku. Það er
engin tilviljun að myndir
sem eru teknar án vitund-
ar okkar eru nær alltaf
skömminni skástar. Mað-
ur hefur ekki haft ráðrúm
til þess að grímuklæðast.
En undireins og við erum
komin inná ljósmynda-
stofuna þá dettur af
okkur eiginlegi svipurinn
og sparisvipurinn brýst
fram í allri sinni dýrð:
augun standa á stilkum,
munnurinn verður við-
bjóðslegt matvinnslutól
og einhver hefur rekið
kústskaft niðurmeð
hryggnum á okkur svoað
við erum einsog staursett-
ir fjöldamorðingjar.
Myndirnar í ökuskírtein-
um kunningja minna eru
ýmist af góðlátlegum fá-
vitum að reyna að gleypa
á sér nefið ellegar af
heimskum en sauðþráum
hestapröngurum með
lymskulegt bros og útstæð
eyru.
Þegar þessi mál ber á
góma verður samt ævin-
lega einhver til þess að
hlaupa í baklás og lýsa yf-
ir af mikilli vandlætingu
að hann iðki ekki svona
hundakúnstir: hafi aldrei
tamið sér þessa sýndar-
mennsku sem menn séu
að fjasa um. Engin láta-
læti er viðkvæðið hjá
þessum görpum um leið
og þeir blása út brjóst-
kassann og láta það ber-
ast hátt og snjallt útyfir
mannskapinn að þeir hafi
alla tíð kosið að vera
sjálfum sér trúir einsog
það heitir og að koma til
dyranna einsog þeir séu
klæddir einsog það heitir
líka; og allt það þrugl.
Hvað er auðvitað helber
vitleysa. Svona getur eng-
inn maður hagað sér og
haldið lífi. Svoað tekið sé
dæmi af handahófi, þá
verðum við fiest fyrir því
einhverntíma á lífsleið-
inni að einhver móðirin
segi í sakleysi sínu um
litlu nóruna sína í ein-
hverri fermingarveislunni
skulum við segja: „Já,
finnst þér hún ekki falleg,
litla krílið?" En nú getur
auðvitað allteins verið að
blessað barnið sé bara alls
ekkert fallegt nema síður
sé, þvíað þess eru svosem
dæmin illu heilli. Eftir
kokkabókum mannanna
sem eru sífellt að guma af
því hvað þeir séu trúir
sjálfum sér, á maður samt
líklega ekkert að vera að
skera utanaf því í svari
sínu. Líklega á maður
bara að segja við móður-
ina: „Nei, frú. Og ef ég á
að vera alveg einlægur þá
ætti þetta afkvæmi þitt að
ganga með pappírspoka
yfir hausnum, frú.“
Nei, þökk fyrir. Ekki
undirritaður. Við verðum
að vera dálítið lygin ef svo
ber undir, bæði í orðum og
athöfnum, eða heita hvers
manns óþverri ella. Sann-
leikurinn er ekki alltaf
sagnabestur, sannleikur-
inn er sá.
Ég nefndi samkomur
áðan: sennilega er sam-
komu- eða samkvæmis-
svipurinn sú gríman sem
oftast er tekin fram hér í
höfuðstaðnum. Ég hef í
huga opinberu og hálfop-
inberu samkomurnar sem
efnt er til í tíma og ótíma
afþví hér hefur myndast
heil hjörð af fólki sem er
ótrúlega þefvíst á allskyns
tilefni; einskonar íslenskt
„sósæití" sem ég er hérna.
Á þessum samkomum
verða allir að láta einsog
þeir skemmti sér konung-
lega, og sumir gera það
raunar og sumir vita ekki
betur. Menn verða að
spígspora um parkettið
með flennistórt bros á
andlitinu einsog höfuð-
paurinn í tannkremsaug-
lýsingu: menn verða að
pata og prata, sötra og
smjatta.
Sumum er þetta áskap-
að, aumingja sálunum,
einsog ilsig eða ólánlegt
hár á nefbroddinum, en ég
giska samt á að ef þjón-
ustufólkið er talið með, þá
eigi minnst helmingur
viðstaddra þá ósk heitasta
að hann væri ekki við-
staddur.
Þetta eru þeir sem eru
bara að sýnast og hafa af
illri nauðsyn tekið fram
samkvæmisgrímuna með
tannkremsbrosinu væna.
Ýmislegt hefur valdið því
einsog gengur að þeir gátu
ekki skorist úr leik. En
hugurinn er heima hjá
gömlu góðu gatslitnu
inniskónum þarsem menn
geta beljað 0, sóló mfó af
hjartans lyst án þess að
sendiherrar og annað
stórmenni fái kúltúr-
sjokk.
Gerðuberg:
Vörusýning
og ráðstefna
um matvæla-
iðnað og verslun
í menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi verður haldin í dag vörusýning
og ráðstefna fyrir matvælaiðnaðinn
og verslun. Ráðstefnan hefst kl.
10.00 og stendur til kl. 20.00. Á þeim
tíma verða fyrirlestrar og umræður
frá kl. 13.00—18.00.
Matvælatækni stendur fyrir
ráðstefnunni og er Hákon Jó-
hannsson, matvælafræðingur,
framkvæmdastjóri hennar. Sagði
hann í samtali við Mbl. að með
ráðstefnunni væri verið að leggja
megináherslu á nýjungar í mat-
vælavinnslu og verslun, hreinlæti
og gæðaeftirlit í matvælaiðnaðin-
um. Fimm menn flytja erindi á
ráðstefnunni, þeir Sigurður
Greipsson, sem ræðir um helstu
gerðir örvera, fisk og fiskvinnslu,
Þorsteinn Ólafsson sem flytur er-
indi um hreinsi-og þvottaefni, Há-
kon Jóhannesson sem fjallar um
kjöt og kjötvinnslu, Eiríkur Þor-
kelsson, sem ræðir um mjólk og
mjólkurvinnslu og Egill Einars-
son, en hann flytur erindi um
gæðaeftirlit.
Hægt er að sækja ráðstefnuna
og vörusýninguna, en þeir sem
áhuga hafa geta einnig skoðað
vörusýninguna, án þess að sitja
ráðstefnuna.
Hollandshátíð
í Háskólabíói
HOLLANDSHÁTÍÐ verður haldin í
Háskólabíói á morgun, sunnudag,
frá kl. 14.00—16.30. Að hátíðinni
standa Samvinnuferðir-Landsýn og
koma þar fram bæði hollenskir og
íslenskir listamenn.
Hollenskur lírukassaleikari
leikur létt lög í anddyri bíósins,
tréklossasmiður sýnir hæfni sína
og bakarameistari bakar hollensk-
ar pönnukökur handa gestum. í
salnum verða sýndar teiknimynd-
ir, spilað ferðabingó, barnaleik-
húsið Tinna sýnir Nátttröllið,
trúðurinn Skralli, Aðalsteinn
Bergdal, kemur ,í heimsókn og
Magnús og Ómar bregða sér í
gervi Steina og Olla.
Á sunnudagskvöid verður síðan
hollensk ferðaveisla í Súlnasal
Hótel Sögu.
Menningarstofnun
Bandarfkjanna:
Michael
McClure les
eigin Ijóð
Leikritahöfundurinn og ljóð-
skáldið Michael McClure mun lesa
úr eigin ljóðum og flytja fyrirlest-
ur í Menningarstofnun Bandaríkj-
anna mánudagskvöldið 19. marz
nk. kl. 20.30.
Fyrirlestur þessi er í þáttaröð
Menningarstofnunar „Meet the
authors".
McClure hefur samið níu ljóða-
bækur, fjögur bindi af leikritum
og skrifað fjölda ritgerða. Hann
hefur og verið vinsæll fyrirlesari
við háskóla, leikhús og ýmsar
stofnanir bæði í Bandaríkjunum
og í Evrópu.
flr fréltatilkrnninxu.