Morgunblaðið - 17.03.1984, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
Öryggismálanefnd:
Kjarnorku-
vopn og sam-
skipti risa-
veldanna
ÚT ER komið fjórða ritið í ritröð
Oryggi.smálancfndar um öryggis- og
alþjóðamál. Ritið ber heitið „Kjarn-
orkuvopn og samskipti risaveld-
anna“ og er höfundur þess Albert
Jónsson.
Kjarnorkuvopn skipa stóran
sess í samskiptum risaveldanna
tveggja, Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna, og gegna ráðandi hlut-
verki í því öryggiskerfi, sem koma
á í veg fyrir átök milli þessara
aðila. Af þeim sökum hafa kjarn-
orkuvopn og samskipti risaveld-
anna löngum verið mönnum ofar-
lega i huga og að undanförnu hafa
þessi mál leitt til meiri og víðtæk-
ari umræðu en áður. í riti því sem
hér birtist er gefin innsýn í öll
helstu atriðin í stefnu og þróun
kjarnorkuvígbúnaðar risaveld-
anna, yfirlit yfir áhrif og hlutverk
kjarnorkuvopna í samskiptum
þeirra og lagt nokkurt mat á stöðu
mála um þessar mundir.
í ritinu er fjallað um eðli og
eyðingarmátt kjarnorkuvopna og
gerð grein fyrir kjarnorkuher-
styrk risaveldanna. Annars vegar
er rætt um hinn langdræga eða
svonefnda strategíska herafla,
uppbyggingu hans og skiptingu í
einstaka hluta og stöðuna á milli
risaveldanna í vopnum af þessu
tagi. Hins vegar er greint á svip-
aðan hátt frá kjarnorkuheraflan-
um í Evrópu. Einnig er útskýrð
merking þeirra herfræðilegu
hugtaka og fyrirbæra, sem legið
hafa til grundvallar fræðilegri
umfjöllun um kjarnorkuvopn og
samskipti risaveldanna. Ennfrem-
ur er gefið sögulegt yfirlit yfir
samskiptin og áhrif kjarnorku-
vopnanna á þau, svo og á afstöðu
aðilanna til kjarnorkuvopna og
átaka sín á milli. Hér er fjailað
um hvernig notkun kjarnorku-
vopna hefur ekki verið talin geta
þjónað pólitískum markmiðum,
takmarkað gildi tölulegra yfir-
burða þegar kjarnorkuvopn eru
annars vegar og hvort munur hafi
verið á kjarnorkuvopnastefnu
risaveldanna og afstöðu þeirra til
kjarnorkuvopna. Einnig er greint
frá þeim tilfellum þegar alvarlegir
árekstrar eða hættutímar hafa
orðið í samskiptunum og hvaða
ályktanir megi draga af þeim um
áhrif kjarnorkuvopnanna á hegð-
un risaveldanna. Loks er spurt
hvort líkur séu á því að bilanir í
tækjabúnaði geti hrint af stað
kjarnorkuátökum.
Þá er rætt um þær breytingar,
sem orðið hafa í kjarnorkuvopna-
stefnu risaveldanna á undanförn-
um árum í átt til vaxandi áherslu
á viðbúnað fyrir takmarkað kjarn-
orkustríð, og orsakir þessara
breytinga. Hér er einnig rætt nán-
ar um stöðuna í Evrópu, kjarn-
orkuvopnastefnu Atlantshafs-
bandalagsins og ákvörðun þess um
að koma fyrir nýjum kjarnorku-
vopnum í Vestur-Evrópu. Síðan er
greint frá þróun kjarnorkuvíg-
búnaðarins, nýjustu vopnunum í
heraflanum og þeim sem eru að
koma fram á sjónarsviðið. Enn-
fremur er fjallað um hlutverk
fjarskipta- og stjórnkerfa, undir-
búning fyrir gagnkafbátahernað
og getu hvors aðila á því sviði, og
loks um eldflaugavarnir, þ.á m.
um hugmyndir um að koma upp
varnarkerfum í geimnum. Að lok-
um er spurt hvaða áhrif sú þróun
geti haft, sem orðið hefur í stefnu
og vígbúnaði risaveldanna, og
hvort ætla megi að kjarnorkuátök
þeirra í milli hafi orðið líklegri af
hennar völdum eða ekki.
Ritið er til sölu í bókaverslunum
og það má einnig fá í póstkröfu frá
Öryggismálanefnd, Laugavegi 170,
Reykjavík.
(FrétUlilkriniiix frí OryMMnáUnefnd)
íslenski dansflokkurinn:
Ólafía Bjarnleifsdóttir í hlutverki Dísarinnar góðu.
Öskubuska
Ásdís Magnúsdóttir sem Öskubuska og Jean Yves Lormeau sem prins-
inn.
Ballett
Helga Magnúsdóttir
Ballctt í þremur þáttum.
Tónlist: Serge Prokofév.
Byggt á ævintýri eftir Perrault.
Danshöfundur og stjórnandi:
Yelko Yurésha.
Yfirsumsjón með dönsum: Belinda
Wright.
Leikmynd, búningar og lýsing:
Yelko Yurésha.
Aðstoð við leikmynd: Stígur Stein-
þórsson.
Öskudaginn 7. mars sl. frum-
sýndi íslenski dansflokkurinn í
Þjóðieikhúsinu ballettinn Ösku-
busku við tónlist Serge Prokofév
og mátti merkja á viðbrögðum
leikhúsgesta, að þeir kynnu vel
að meta.
Uppfærsla ballettsins er í
höndum Júgóslavans Yelko Yur-
ésha en hann ásamt konu sinni
Belindu Wright, hafa unnið
sleitulaust að þessari sýningu sl.
þrjá mánuði. Hér er um nýsköp-
un á ballettinum að ræða og
árangur því ótrúlega góður á
ekki lengri æfingartíma. Þá má
einnig get þess, að aðalkarldans-
arinn Jean-Yves Lormeau, sem
kemur hingað frá Frakklandi,
gat ekki æft með íslensku döns-
urunum nema í örfáa daga, sök-
um anna. Sannar dansflokkur-
inn því nú sem oft áður, að hann
er erfiðum viðfangsefnum vax-
inn.
Ævintýrið Öskubuska hefur
verið notað sem söguþráður í
ballettum í rúm 150 ár. Það er þó
ekki fyrr en í lok síðari heims-
styrjaldar eða árið 1945, sem
ballettinn nær verulegri frægð
með tilkomu tónlistar Serge
Prokofév. Venjulega er hinum
hefðbundna söguþræði ævintýr-
isins haldið og er svo einnig nú.
Að vísu er þeim kafla úr ævin-
týrinu sleppt, þegar prinsinn
ferðast úr einu landi í annað
ásamt fylgdarliði, í leit að sinni
heittelskuðu. í sovéskum upp-
færslum hefur þessum kafla oft-
ast verið haldið en á Vesturlönd-
um yfirleitt ekki. Má í þessu
sambandi minnast á uppfærslu
Sir Frederick Ashton hjá Sadler
Wells-ballettinum í Convent
Garden árið 1948. Þar sleppir
hann úr þessu atriði og leggur
ennfremur mun meiri áherslu á
allt látbragð en áður hafði verið
gert svo og notar hann karlmenn
í hlutverk stjúpsystranna, til að
undirstrika hin skörpu skil á
milli persóna. Þessi uppfærsla
Sir Ashton náði heimsathygli og
er bví oft notuð sem viðmiðun.
I sýningu Þjóðleikhússins nú,
hefur Yelko tekist ágætlega að
ná fram andstæðunum í ævin-
týrinu. Hann virðist leggja
áherslu á að hafa öll boð einföld
og skýr, þannig að ekki sé hætta
á misskilningi. Þá er dansgerð
(choreography) hans hvað
skemmtilegust þegar hún tengist
miklum sviptingum, sbr. 1. þátt,
þegar stjúpsysturnar eru hvað
atkvæðamestar.
Öskubuska er rómantískur
ballett og krefst því umgerðar í
takt við þann hugblæ. Leik-
myndin, sem er hönnuð af Yelko
sjálfum, hefur að vísu yfir sér
nokkuð ævintýralegan blæ en er
langt frá því að vera í samræmi
við hina glæsilegu búninga, sem
hann á einnig heiðurinn af. Þá
þrengir leikmyndin æði mikið að
dönsurum og er vart á bætandi,
þar sem að sviðsflötur er ekki
stór fyrir. Sjaldan eða aldrei
hafa sést jafn skrautlegir bún-
ingar á sviði Þjóðleikhússins og
var unun að horfa á alla þessa
glitrandi dýrð, sem endurspegl-
aði ljóma ævintýrsins.
Það er vel, að ekki hafi verið
til sparað til aö gera sýningu
þessa sem glæsilegasta. Betur
hefði þó mátt gera, með því að
hafa hljómsveit og þá sérstak-
lega þegar haft er í huga, að um
þessar mundir heldur Islenski
dansflokkurinn upp á 10 ára af-
mæli sitt.
Dansgerð Yelko er áhugaverð
að mörgu leyti. Þó fannst undir-
ritaðri, að oft hefði mátt nýta
kosti hvers dansara betur og þá
sérstaklega í dönsum árstíð-
anna. Þar er jdansgerðin einnig á
köflum nokkuð einhæf sbr. dans
sumardísarinnar en um leið
tæknilega mjög erfið. Þær Auð-
ur Bjarnadóttir, Guðmunda Jó-
hannesdóttir, Helga Bernhard
og Katrín Hall árstíðirnar fjór-
ar, komust þó vel frá sínu, döns-
uðu af öryggi og báru með sér
mikinn þokka. Auður Bjarna-
dóttir hefur nú gengið til liðs við
flokkinn á nýjan leik og er það
fagnaðarefni. Verður hún án efa
mikil lyftistöng fyrir flokkinn í
framtíðinni. Þá mun Auður
dansa hlutverk öskubusku á
einni eða tveimur sýningum á
næstunni.
Örn Guðmundsson og Jóhann-
es Pálsson, einu karldansarar
flokksins, voru m.a. I hlutverk-
um Zaffire baróns og Dormatt
greifa. Voru þeir hinir reffi-
legustu og samspil þeirra við
stjúpsysturnar ágætt. Þá mátti
glöggt sjá, að Jóhannes sem er
einn af nýliðum flokksins, er
orðinn mun kraftmeiri í stökk-
um en áður var. Endurnýjunin,
sem átt hefur sér stað í flokkn-
um, hlýtur að teljast jákvæð og
eðlileg eftir 10 ára starf þar sem
að nýtt blóð er jafnan örvandi og
ákveðinn ferskleiki fylgir. Aðrir
karldansarar í sýningunni hafa
ekki þá reynslu að bera, þannig
að um réttlátan samanburð geti
verið að ræða. Þó verður að telja,
að árangur hafi verið harla góð-
ur, miðað við áðurnefndar for-
sendur.
Hópsenur voru að jafnaði
ágætlega unnar. Þó voru
þrengsli á sviði áberandi. Nokk-
urrar ónákvæmni gætti í lyft-
ingum t.d. í klukkudansi en
miklu oftar var heildarsvipur
góður.
Að Öskubusku og prinsinum
frátöldum, er hlutverk stjúp-
systranna tveggja hvað mest
áberandi. Birgitte Heide og Ingi-
björg Pálsdóttir njóta sín vel í
þessum hlutverkum fóru oft á
kostum, fléttuðu saman látbragð
og dans, þannig að persónusköp-
un varð skýr. Þá var áberandi,
hversu miklu meiri léttleiki var
yfir öllum hreyfingum Birgittu
en áður hefur verið.
Hlutverk dísarinnar góðu er í
höndum Ólafíu Bjarnleifsdóttur.
Þetta er tiltölulega lítið hlutverk
en vandmeðfarið. Hefur Ólafía
einmitt þá töfra til að bera, til
að ná fram göfuglyndi dísarinn-
ar.
Þá er komið að aðalstjörnum
kvöldsins, þeim Jean-Yves
Lormeau og Asdísi Magnúsdótt-
ur. Jean-Yves Lormeau er nú
einn vinsælasti dansari Frakka
og var fenginn hingað til þess að
dansa hlutverk prinsins. Hann
hefur dansað öll helstu aðalhlut-
verk í klassískum ballettum víðs
vegar um heim og fór því létti-
lega með að dansa prinsinn,
enda mótdansarinn góður þegar
Ásdís Magnúsdóttir á í hlut.
Samspil þeirra var yfirleitt mjög
gott, þótt örlaði stöku sinnum á
nokkru hiki, enda ekki furða, þar
sem Yean kom til Islands tveim-
ur dögum fyrir frumsýningu og
því ekki langur tími til samstill-
ingar.
Áð öðrum ólöstuðum, verður
Ásdís Magnúsdóttir þó að teljast
ókrýnd drottning kvöldsins. Hún
hefur sýnt og sannað á undan-
förnum árum, að hún lætur sér
ekki nægja að vera góð og standa
í stað, heldur er í stöðugri fram-
för. Það er t.d. áberandi, hversu
miklu meiri þroski og fágun er
yfir öllu yfirbragði Asdísar nú,
en var fyrir einu til tveimur ár-
um. Þá eru hreyfingar orðnar
mun samhæfðari og öruggari en
áður var og er óhætt að fullyrða,
að þessar framfarir hafa ekki
gerst af sjálfu sér. 1 þessu sam-
bandi er gaman að benda á, að
Ásdís hefur nær einvörðungu
fengið þjálfun sína hér heima og
sýnir það, að við erum fulifær
um að sjá um þjálfun dansara
okkar sjálf.
Loka atriði kvöldsins var
heillandi og ævintýralegt í töfra-
garði góðu dísarinnar. Þar ríkir
gleði, prinsar dansa við prinsess-
ur og allt er gott og fagurt:
Hamingjusamleg endalok eins
og ævinlega í góðum ævintýrum.
Helga Magnúsdóttir.