Morgunblaðið - 17.03.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 19
Tafla I. Gefin út í ársbyrjun 1982
Áætluð stærð hrygningarstofns þorsks 1982—1985 við mismunandi árs-
afla.
Ár Ársafli 500.000 tonn Ársafli 450.000 tonn Ársafli 400.000 tonn
1982 570 570 570
1983 635 680 730
1984 455 550 650
1985 280 420 570
Tafla II. Gefin út í ársbyrjun 1983
Áætluð stærð „hrygningarstofns" (7 ára og eldri) þorsks 1983—1985
miðað við mismunandi ársafla (þús. tonna).
Ár Ársafli Ársafli Ársafli
400 350 300
1983 560 560 560
1984 470 510 550
1985 330 420 490
Árgangurinn frá 1976 verður aðeins að hluta til kynþroska árið 1983.
Tafla III. Gefin út í ársbyrjun 1984
Áætluð stærð hrygningarstofns þorsks (þús. tonna) 1984—1986 við mis-
munandi ársafla.
Ár Ársafli Ársafli Ársafli
300.000 250.000 200.000
1984 300 300 300
1985 260 290 320
1986 225 290 360
Tekið tillit til seinni kynþroska en áður.
f öllum skýrslum Hafrann-
sóknastofnunar, allt frá upphafi,
er aðaláhersla lögð á að byggja
þurfi upp hrygningarstofninn.
Hvenær fór hrygningarstofninn
svona illa, að hann þurfi að vera í
stöðugri uppbyggingu að tilstuðl-
an íslenskra fiskifræðinga? E.t.v.
er ekki að undra að fiskifræðingar
okkar óttist um afkomu hrygn-
ingarstofnsins, það er eðli manna
að óttast hið óþekkta.
Er e.t.v. sá möguleiki fyrir
hendi að fiskifræðingarnir hafi
látið undan einhvers konar þrýst-
ingi frá hinum pólitísku öflum í
landinu, sem stöðugt eru að sækj-
ast eftir meiri völdum? Mesta vald
sem nokkrum manni getur fallið í
skaut á fslandi, er að hafa öll tögl
og hagldir á sjávarútveginum, allt
niður í það að ákveða hve mörg
tonn af fiski hver bátur fær að
veiða. Einhvers staðar liggur fisk-
ur undir steini.
Heilaþvottur
Stór hluti íslensku þjóðarinnar
er farinn að trúa boðskap og spá-
dómum fiskifræðinganna, enda
situr her manna á Hafrannsókna-
stofnuninni við að skrifa skýrslur,
ritgerðir og greinar milli þess sem
þeir skjótast í viðtöl hjá hljóð-
varpi og sjónvarpi, sem óhjá-
kvæmilega hefur leitt til þess að
þjóðin er orðin meira og minna
heilaþvegin af boðskap þeirra.
Að iokum
Furðulegt verður að telja að
þeir er mestra hagsmuna eiga að
gæta í sjávarútvegi skuli ekki hafa
látið meira í sér heyra en raun er
á um forsendurnar fyrir kvóta-
skiptingunni á þorskinum, þ.e.
200.000 tonnunum. Vonin um að
geta bjargað sér á næstu vertíð, ef
illa hefur gengið á vertíðinni á
undan, er frá útgerðarmönnum og
sjómönnum tekin og þar með slit-
in sú taug er best hefur dugað til
að menn starfi áfram við þennan
atvinnuveg. Að kvótaskipting
skuli hafa verið sett á línu- og
handfærabáta sýnir best þá van-
þekkingu sem að baki þessu býr.
Eins og nú er komið á daginn,
ætti flestum að vera ljóst hversu
haldlausar friðunarkenningarnar
hafa verið. Samt sem áður er það
enn stefna stjórnmálamanna að
styðjast við ágiskanir í þessum
málum. Þeir vilja enga áhættu
taka til þess að verða ekki sakaðir
um neitt ef illa fer.
Fari fram sem horfir, að kerf-
iskarlar úthluti aflakvótum, sem
endurspegla spádóma fiskifræð-
inga og hér komist á laggirnar
stór hagsmunahópur sem hefur
atvinnu sína af að framfylgja
þeirra fyrirmælum, styttist óðum
í að þetta land haldist í byggð.
Þegar menn taka sig til og fara
að leika sér með fjöregg þjóðar-
innar verða þeir að bera einhverja
ábyrgð á gerðum sínum og hafa
betri forsendur að byggja á en þær
sem nú eru fyrir hendi og hafðar
eru að leiðarljósi við skömmtun á
fiski upp úr sjó við strendur lands-
ins.
Ef menn ætla að stjórna fisk-
veiðum af einhverju viti, verður að
gera það í takt við náttúruöflin í
sjónum, en ekki með því að draga
tölur upp úr töfrahatti. Nú er
kominn tími tl að snúa við blaðinu
og segja hingað og ekki lengra,
látum lönguvitleysu lokið, hún
hefur þegar valdið þjóðinni
ómældu tjóni.
Halldór Hermannsson er skipstjóri
á Ísaíirói.
Sjósókn og aflabrögð í Vestfirðingafjórðungi í febrúar:
Páll Pálsson með 406
lestir í fjórum róðrum
Patrekur aflahæstur línubáta
með 185,9 lestir í 22 róðrum
ISLENSK HONNUg^
GERÐU KÖNsffjN!
MARS
Bcitamerki
Batamerki marz
mánaðar valið
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi yfirlit yfir sjósókn og
aflabrögð í Vestfirðingafjórðungi í
febrúarmánuði frá skrifstofu Fiski-
félags íslands á ísafirði:
Tregfiski var á miðunum útaf
Vestfjörðum mestallan mánuðinn.
Línubátarnir fengu þó nokkra
góða róðra við Víkurálinn, en tog-
ararnir héldu sig mikið á karfa-
slóð vegna aflaleysis á heimamið-
um.
í febrúar stunduðu 13 (13) tog-
arar og 15 (21) bátar botnfiskveið-
ar frá Vestfjörðum, og reru bát-
arnir allir með línu. Heildaraflinn
í mánuðinum var 5.584 lestir, og er
aflinn frá áramótum þá orðinn
10.028 lestir. í fyrra var aflinn í
febrúar 5.261 lest og aflinn frá
áramótum 9.611 lestir.
Aflahæsti línubáturinn í mán-
uðinum var Patrekur frá Patreks-
firði með 185,9 lestir í 22 róðrum,
en í fyrra var Þrymur frá Patreks-
firði aflahæstur í febrúar með
178,7 lestir í 19 róðrum. Páll
Pálsson frá Hnífsdal var afla-
hæstur togaranna í mánuðinum
með 407,4 lestir, en í fyrra var
Guðbjörg frá ísafirði aflahæst í
febrúar með 322,1 lest.
Aflinn í einstökum verstöðvum:
PATREKSKJÖRDIIR:
lestir ferdir
Sigurey tv. 302,8 3
Patrekur 185,9 22
l»rymur 169,9 - 22
Vestri 136,7 22
TÁLKNAFJÖRDUR:
TálknfirAingur tv. 324,7 3
María Júlía 111,0 17
Stígandi BtLDUDALUR: 15,9 3
Jón I»órAarson MNGEYRI: 68,6 4
Sléttanes tv. 343,7 3
Framnes tv. FLATEYRI: 189,2 4
Gyllir tv. 223,2 3
Ásgeir Torfason 125,0 21
Sif SUÐUREYRI: 53,8 11
Elín l’orhj.rnarri t». 131,0 1
Sigurvon BOLlJNCARVlK: 115,0 19
Dagrún tv. 297,4 4
Heiórún tv. 213,9 4
Jakob Valgeir 128,0 18
llugrún 126,6 19
llalldóra Jónsdóttir ISAFJÖRÐUR: 53,2 11
Páll Pálsson tv. 407,4 4
GuAbjöri; tv. 306,6 3
Júl. (ieirmundss. tv. 303,1 3
(iuðbjartur tv. 243,9 3
Orri 161,5 19
Víkingur III 124,9 17
GuAný SÚÐAVfK: 73,6 15
Bessi tv. 304,5 4
Framanritaðar aflatölur eru
miðaðar við slægðan fisk hjá tog-
urum, en óslægðan fisk hjá bátum.
Aflinn í einstökum verstöðvum í
febrúar 1984 1983
PatreksfjörAur 816 lestir 1.148 lestir
TálknafjörAur 461 lestir 466 lestir
Bíldudalur 69 lestir 225 lestir
Pingeyri 568 lestir 375 lestir
Flatejri 424 lestir 321 lest
SuAureyri 249 lestir 380 lestir
Bolungarvík 889 lestir 8% lestir
ísafjörAur 1.783 lestir 1.26« lestir
SúAavík 325 lestir 190 lestir
5.584 lestir 5.261 lestir
janúar 4.444 lestir 4.350 lestir
10.028 lestir 9.611 lestir
Rækjnveiöarnar
í febrúarmánuði
Rækjuafli var tregur í Arnar-
firði í febrúar, en yfirleitt góð
rækja, sem veiddist, en í ísafjarð-
ardjúpi og Húnaflóa var ágætur
afli.
Heildaraflinn í mánuðinum var
932 lestir (941 lest), og er heildar-
aflinn frá byrjun vertíðar í haust
þá orðinn 2.901 (2.719) lest.
Sjávarútvegsráðuneytið hefir
nú veitt leyfi til veiða á 4.038 lest-
um af rækju á þessum þrem veiði-
svæðum á þessari vertíð.
Aflinn í febrúar skiptist þannig
eftir veiðisvæðum:
KARNABÆR heldur ótrauður áfram
með batamerkin. Fyrsta batamerkið
birti fyrirtækið í júní í fyrra og síðan
hefur nýtt batamerki komið í hverjum
mánuði, eða 10 merki. Ætlunin er að
merkin verði 12 alls ag það síðasta
birtist í maí nk. Lokaspretturinn er
því framundan og hefur fyrirtækið
auglýst eftir tillögum og vísar í þvi
sambandi til eftirfarandi setningar,
sem birtist í auglýsingu fyrirtækisins
hér í Mbl. síðasta sunnudag: „Nú er
daginn loksins tekið að lengja og
bráðum kemur vorið með sólskini og
fuglasöng. Verum bjartsýn."
Batamerki marzmánaðar var „ís-
lenzk hönnun, gerðu könnun!“, höf-
undur Oddný Halldórsdóttir,
Reykjavík. Batamerki febrúar var
„Ef bata vilt finna, skalt vaka og
vinna", höfundur Högni Torfason,
Réykjavík.
Högni var spurður hvers vegna
hann hefði tekið þátt í samkeppni
um batamerkin? „Mér leist stráx
vel á hugmynd Guðlaugs Bergmann
í Karnabæ um batamerki. Það er
alltaf fengur í mönnum, sem láta
bjartsýni og kjark ráða ferðinni, en
gefast ekki upp þótt syrti í álinn í
bili. Hér kvað við nýjan tón í kynn-
ingarstarfi fyrirtækja, og ég er viss
um að þessi bjartsýnisherferð hef-
ur haft hvetjandi áhrif á marga
aðra.
Almenningur virðist hafa gefið
framtaki Karnabæjar mikinn
gaum, því að mér skilst að margir
hafi sent inn tillögur. Það er reynd-
ar athyglisvert, að í seinni tíð hafa
æði mörg fyrirtæki farið inn á þá
braut, að leita til almennings um
ný nöfn, heiti eða vígorð, og ber að
fagna því, að ýtt er undir áhuga
fólks á íslenzku máli á þennan hátt,
en einungis með því að leggja hug-
ann að verkefninu er árangurs að
vænta.
Sjálfur gerði ég mér það til gam-
ans að senda inn tillögu, mest til að
sýna dóttur minni á ísafirði, sem
var höfundur eins batamerkisins,
að þetta gætu nú fleiri í fjölskvld-
unni!"
1984 1983
Lestir Bátar Alls Leyfll. lestir bátar
Arnarfjörður 60 9 257 500 84 7
Lsafjarðardjúp 641 34 1.837 2.488 595 28
Húnaflói 231 13 807 1.050 262 12
932 56 2.901 4.038 941 47