Morgunblaðið - 17.03.1984, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
Suður-Afríka:
Griðasáttmáli
undirritaður
Komatipourt, Suður Afríku, 16. mars. AP.
BOTHA, forsætisrádherra Sudur-
Afríku, of! Samora Marhcl, forseti
Mózambique, undirrituðu í daj!
fvrsta griðasáttmála landanna og fór
undirritunin fram á landamærum
ríkjanna. Með sáttmálanum skuld-
binda ríkin sig til að veita skærulið-
um enga hjálp.
Griðasáttmálinn var undirrit-
aður við hátíðlega athöfn að við-
stöddum 1000 gestum og blaða-
mönnum og þjóðsöngvar beggja
landanna leiknir. „Við höfum lagt
grunn að friði í þessum heims-
hluta," sagði Machel eftir undir-
ritunina, „og nú standa vonir til
að ofbeldisverkunum linni." Botha
sagði, að rótgróin tortryggni ríkti
enn á milli þjóðanna en það væri
hlutverk ráðamanna að vinna að
vináttu og gagnkvæmu trausti.
Óveður víða í
Bandaríkjunum
New York, 16. marz. AP.
Þrumuveður gekk yfir hluta
Bandaríkjanna, frá suðausturríkjun-
um til miðvesturríkjanna, í dag og í
kjölfarið rak hver fellibylurinn ann-
an. Rekja má dauða fjögurra manna
beint til óveðursins.
í fellibyljunum mældist vind-
hraðinn allt að 130 kílómetrar á
klukkustund og jafnframt fylgdi
þeim haglél þar sem höglin voru á
stærð við litla bolta. Gífurlegt
fannfergi var í sumum ríkjanna,
en rigning í öðrum, svo varað var
við flóðahættu.
Mikil eyðilegging hlauzt af
óveðrinu, einkum löskuðust íbúð-
arhús og aðrar byggingar er felli-
byljir gengu yfir. Oveðursins varð
vart í Arkansas, Tennessee, Ken-
tucky, Ulinois, Missouri, Michigan,
Indiana og Oklahoma.
('harles Scaglia, nýkjörinn bæjarstjóri í La Seyne sur ívler a Riviera-strönd
Frakklands, með lögregluhjálm og embættistákn sitt, bæjarstjóraborðann.
Stuðningsmenn hans og stuðningsmenn fráfarandi bæjarstjóra kommúnista,
sem beið ósigur í kosningum á sunnudaginn, áttu í átökum við lögreglu fyrir
utan ráðhús bæjarins eftir að úrslit voru kunn.
Öryggisverðir úr starfsliði Hvíta hússins leiða burt 27 ára mann, sem klifraði yfir girðinguna umhverfis lóð
forsetabústaðarins og skundaði í átt til hússins. Óljóst er í hvaða erindagjörðum maðurinn var. AP/Símamynd.
Skotið á byssumann
við Hvíta húsið
Wa.shington, 16. marz. AP.
SKOTIÐ var að manni utan lóðar
Hvíta hússins er hann neitaði aö
kasta frá sér haglabyssu, sem
hlaupið hafði verið sagað af. Mað-
urinn, sem heitir David A. Ma-
honski, hefur oft sézt á vappi á
þessum slóðum undanfarna mán-
uði, og hafði hann skýrt kunningj-
um frá því aö hann hygðist gera út
um Bandaríkjaforseta, Ronald
Reagan.
Talsmaður bandarísku leyni-
þjónustunnar, sem ber ábyrgð á
öryggi forsetans, sagði að skotið
hefði verið að Mahonski er hann
harðneitaði að láta byssu sína af
hendi. Var hann særður skot-
sári, en þó ekki lífshættulega.
Hefur verið fylgst með ferðum
hans í nágrenni forsetahallar-
innar undanfarnar vikur. Ekki
hafði þó verið gert ráð fyrir því
að Reagan stafaði hætta af hon-
um, og verður hann einungis
sóttur til saka fyrir ólöglegan
vopnaburð.
Aðeins stundu fyrir atvik
þetta var handtekinn maður er
klifraði yfir girðingu er umlykur
lóð Hvíta hússins.
John Glenn hættur
kosningabaráttunni
U/*ukiitirf aii I f. nittPT \ P
Wanhinffton, 16. marz. AP.
JOHN Glenn öldungadeildarmaður,
sem vann þjóðarhylli fyrir geimferð-
ir, sagöist ekki myndu reyna frekar
að hljóta útnefningu demókrata-
flokksins við næstu forsetakosn-
ingar, og því tæki hann ekki þátt í
fieiri forkosningum.
Á blaðamannafundi sagðist
Glenn áfram myndu berjast fyrir
betri Ameríku, eins og hann orðaði
það, þótt hann drægi sig úr keppn-
inni um forsetastólinn. Glenn sagð-
ist byggja ákvörðun sína á slakri
frammistöðu í forkosningum til
þessa.
Talið var að Glenn hefði góða
möguleika á að hljóta útnefningu
demókrataflokksins í þann mund
sem forkosningar hófust, en svo
virðist sem hann hafi ekki höfðað
til þeirra sem gátu tekið þátt í for-
kosningunum. Kom hann bezt út í
Alabama sl. þriðjudag, en stóð of
höllum fæti gagnvart Gary Hart og
Walter Mondale til áframhaldandi
baráttu.
Kjörtímabili Glenns sem öld-
ungadeildarþingmanns lýkur 1986
og er búist við að hann sækist eftir
endurkjöri í heimaríki sínu, Ohio.
Þar sem Glenn hefur dregið sig í
hlé eru aðeins þrír af átta keppi-
nautum um útnefningu demókrata-
flokksins eftir í báráttunni, þ.e.
Mondale, Hart og Jesse Jackson.
Brezkir námamenn
andvfgir yerkföllum
London, 16. marz. AP.
Lundúnabladió The Times sagði í
dag að yfirgnæfandi meirihluti
Undarleg atvik f Columbus:
Dularöfl eða sjónhverfingar?
ColumbuN, Ohio, 14. marN. AP.
EKKI hefur enn verið skorið úr
því hvaða öfl eru að verki á heimili
John og Joan Resch í Golumbus í
Ohio-ríki, en þau segjast hafa orð-
ið fyrir miklu ónæði þar undan-
farna tíu daga, Ijós blikki, húsgögn
hreyfist til og hlutir fljúgi um í
loftinu.
Kelly Powers, fulltrúi Sálar-
rannsóknafélags Norður-Kali-
forníu, er mættur á staðinn,
ásamt framkvæmdastjóra fé-
lagsins, og sagði hann í viðtali
við AP að frá því þeir komu á
sunnudag hefði fátt borið til tíð-
inda í húsi Resch-hjónanna.
Sjónhverfingamaðurinn víð-
kunni James Randi er einnig
kominn á vettvang, ásamt
tveimur háskólakennurum, en
þeir eru félagar í Nefnd til rann-
sóknar á staðhæfingum um yfir-
náttúrleg fyrirbæri, samtökum
efasemdarmanna sem á undan-
förnum árum hafa afhjúpað svik
og pretti sem unnin hafa verið í
nafni sálarrannsókna.
Ekki er víst að Randi og að-
stoðarmönnum hans verði
hleypt inn á heimill Resch-
hjóna, sem sögð eru líta þá horn-
auga. Randi kveðst munu ræða
við vitni utan heimilisins ef hon-
um verði ekki hleypt inn. Ef
hann á hinn bóginn fái að fara
inn í húsið og rannsaka hina dul-
arfullu viðburði þar muni hann
beita aðferðum, sem hann vildi
ekki upplýsa hverjar væru.
James Randi sagði AP að
hann hefði fram að þessu rann-
sakað 600 „dulræna viðburði" og
í öll skiptin hefði verið unnt að
skýra þá á eðlilegan hátt. Randi
hefur boðið tíu þúsund Banda-
ríkjadali hverjum þeim sem lagt
getur fram sannanir fyrir yfir-
náttúrlegu atviki, en enn sem
komið er hefur enginn gefið sig
fram og hreppt verðlaunin.
brezkra námamanna hefði greitt
atkvæði gegn þátttöku í verkföllum,
sem herskáir námamenn hafa efnt
til undanfarna daga í Yorkshire,
Kent, Nuður-Skotlandi og Wales.
Segir blaðið að í könnun meðal
12 þúsund námamanna I Mið-
Englandi hafi 80% námamann-
anna verið andvíg verkfallsað-
gerðum. í Lancashire í norðvest-
urhluta Englands voru þrír af
hverjum fjórum námamönnum
andvígir verkfallsþátttöku þrátt
fyrir ákafan áróður námamanna
af nærliggjandi námasvæði í
Yorkshire. I Cumbria reyndust og
fjórir af hverjum fimm náma-
mönnum á móti verkfalli.
Times hefur eftir stjórnendum
brezku kolanámanna að meirihluti
brezkra námamanna sé andvígur
verkfallsaðgerðunum, en for-
sprakkar aðgerðanna hótuðu því í
upphafi að öll starfsemi á náma-
svæðunum lægi niðri í vikulokin,
en þeim virðist ekki ætla að verða
að ósk sinni.