Morgunblaðið - 17.03.1984, Page 24

Morgunblaðið - 17.03.1984, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Afrekssaga úr Eyjum Einstakt afrek ungs Vest- manneyings, Guðlaugs Friðþórssonar, er á hvers manns vörum í landinu. Hann synti fimm til sex km vega- lengd í köldum sjó og gekk tveggja til þriggja km. leið, berfættur og í náttmyrkri yfir úfið og freðið apalhraun, eftir að skip hans hafði sokkið við Eyjarnar aðfaranótt sl. mánu- dags. Væri þessi Guðlaugs saga, sem nú hefur verið skráð á „bókfeir veruleikans, kapít- uli í fornum íslendinga sögum, yrði sannleiksgildi hennar ekki hátt metið hjá .efasemd- armönnum. Engu að síður er hún viðblasandi veruleiki. Lík- lega hefur Guðlaugur Frið- þórsson varpað skýrustu ljósi á sannfræði íslendinga sagna, fyrst jafnvel Grettis saga, ævintýrið um útlagann, gæti verið sönn. Mannlífið kemur einhvern veginn öðru vísi fyrir augu, séð í ljósi skipsskaðans og afreks- sögunnar úr Eyjum. Starfsskil- yrði sjómanna, sem sækja björg í bú á haf út, fá skýrari mynd í huga landkrabbans. Það rifjast upp að fimm hundr- uð sjómenn hafa farizt við Vestmannaeyjar á um það bil hundrað árum. Og frásögn Guðlaugs Friðþórssonar af samtali þriggja skipverja á kili skips þeirra, sem hvolft hafði, meðan það sígur í sjó undir þeim, lætur engan ósnortinn. Hún er lærdómsrík á margan veg. Ekki verður komizt hjá að minna á eftirfarandi orð, sem hann mælti í sjóprófum í Vest- mannaeyjum: „Á meðan við sátum á kili skipsins, eftir að því hafði hvolft, töluðum við ýmislegt saman. Þá ákváðum við þrír, að láta það koma fram, ef við fyndumst, því þá var ekki reiknað með að einhver okkar gæti synt í land, að sjálfvirkur sleppibúnaður á björgunarbát- unum hefði örugglega bjargað okkur þremur. Við hefðum ekki komizt í handfang, en sjálf- virkur búnaður hefði komið að gagni." Hugvit og tækniþróun hafa vissulega bætt starfsaðstöðu og aukið öryggi sjómanna, eins og annarra starfsstétta, en víða er þó pottur brotinn í því efni. Allt kapp verður að leggja á að slíkur búnaður, sem hér um ræðir, komi þegar í öll íslenzk skip. Tryggingar sjómanna og staða eftirlifandi fjölskyldu- meðlima, ef dauða fyrirvinnu ber að höndum, eru og mál, sem hafa verður niður njörvuð. Sá einn sem er mikill atgerv- ismaður, bæði til líkama og sálar, vinnur jafn einstætt af- rek og Guðlaugur Friðþórsson hefur nú gjört. En hann segir hiklaust frá því að hann og fé- lagar hans hafi á þrautastundu leitað guðlegrar forsjónar. Öll frásögn hans bendir til þess að þeim hafi verið mikill styrkur gefinn. Og heimtur úr helju segist Guðlaugur „umfram allt vilja þakka almættinu í auð- mýkt“. Margur, sem lendir undir þungu álagi, verður hliðstæðrar reynslu aðnjót- andi. Margir eiga um sárt að binda vegna fráfalls fjögurra ungra sjómanna, sem fórust með Hellisey VE 503. Morgunblaðið sendir aðstandendum þeirra dýpstu samúðarkveðjur. Þeir fóru ungir. En líf þeirra er orð- ið mikilvægur þáttur í baráttu- sögu lítillar þjóðar. Lífefna- iðnaður Ymsir staðhæfa að lífefna- iðnaður muni setja svip sinn á atvinnulíf næstu aldar á sama hátt og stóriðja efna- og málmiðnaðar hefur sett svip sinn á þessa. Þeir hinir sömu staðhæfa að líftækni muni skapa algjörlega nýtt atvinnu- líf með lítilli orkuþörf. í maímánuði 1982 fól Alþingi með þingsályktun þáverandi ríkisstjórn að kanna, hvort hagkvæmt væri að koma á fót innlendum lífefnaiðnaði. Þessi tímabæra ályktun týndist eða lagðist upp fyrir í möppusafni fyrrverandi iðnaðarráðherra. Hún hlaut enga efnislega með- ferð í hans tíð. Máske var engin forskrift að slíkri framvindu mála í marx-lenínismanum?! Það kom fram í umræðum um þetta mál á dögunum að afurðir örveranna hafi nú þeg- ar verulega efnahagslega þýð- ingu í mörgum löndum. í Danmörku er umfangsmikill iðnaður á þessu sviði og þar er eitt stærsta fyrirtæki heims á sviði ensímiðnaðar. Söluverð- mæti örveruafurða hafa á síð- ustu árum numið tugum millj- arða i Bandaríkjunum einum saman. Lífefnatæknimarkað- urinn í heiminum velti meira en 700 milljörðum íslenzkra króna þegar árið 1980. Því ber að fagna að nýr iðn- aðarráðherra hefur heitið því að ýta úr vör með könnun á þessu stórmáli. „Við eigum ekki að velta þeirri spurningu fyrir okkur,“ sagði ráðherrann, „hvort hagkvæmt sé að koma á fót innlendum lífefnaiðnaði eða ekki, heldur með hvaða hætti“ slíkt verður gert. Sund Grettis lengra en Guðlaugs, sem var við erfiðari aðstæður Mönnum hefur orðið mjög tíðrætt um frækilegt afrek Guðlaugs Friðþórsson- ar, Vestmanneyingsins, sem komst lífs af úr Helliseyjarslysinu, einkum eftir sjóprófin og viðtal Morgunblaðsins við hann í gær. Frægt er og sundafrek Grettis Ásmundssonar, er hann synti úr Drangey í Reykjanes til þess að sækja sér, bróður sínum Illuga og þræl, er með þeim var, eldivið. Þótt vegalengd sú, sem Guðlaugur synti, sé nokkru styttri en Grettis, er margt líkt með afreki þessara tveggja manna. Báðir voru í raun að bjarga lífi sínu með sundinu, en i Grettis sögu segir að hann hafi haft strauminn með sér. Guðlaugur synti gegn útfallinu. Grettir synti að sumarlagi, en Guðlaugur í 2ja gráðu frosti. í Grettis sögu eru þessu svo lýst: „Býst Grettir nú til sunds og hafði söluvoðarkufl og gyrður í brækur; hann lét fitja saman fingurna. Veður var gott. Hann fór að áliðnum degi úr eyjunni; allóvænlegt þótti Illuga um hans ferð. Grettir lagðist nú inn á fjörðinn, og var straumur með honum, en kyrrt með öllu. Hann sótti fast sund- ið og kom inn til Reykjaness, þá er sett var sólu. Hann gekk til bæjar að Reykjum og fór í laug, því að honum var kalt orðið nokkuð svo, og bakaðist hann lengi í lauginni um nóttina og fór síðan í stofu. Þar var mjög heitt, því að eldur hafði verið um kveldið, og var lítt rokin stofan. Hann var móður mjög og sofnaði fast; lá hann þar allt á dag fram.“ Þá segir einnig í sögunni: „En er það fréttist, að Grettir hafði lagzt viku sjávar, þótti öllum frábær fræknleikur hans bæði á sjó og landi." I frásögn Morgunblaðsins af afreki Guðlaugs segir, að klukkan hafi verið um 22,30, er hann og félagar hans lögðu af stað til lands. Klukkan 7 um morguninn eða 8V4 klukkustund síðar bankaði hann á dyr í Vestmannaeyj- um og er talið að hann hafi verið um 5 til 6 klukkustundir á sundi. Guð- laugur skiptist á að synda bringu- sund og baksund og segir að þegar hann hafi synt bringusund hafi hann getað tekið mið af kennileitum í landi. Á leiðinni fækkaði hann fötum, fór m.a. úr stakknum, og síðasta spottann í land, gegnum brimið, synti hann baksund. Er í land var komið lá hann í fyrstu kyrr á ströndinni, en svalaði síðan þorsta sínum í brynningarkeri, sem var þar skammt frá. Grettir hins vegar gat komist í heita laug, eftir að hann kom í land kaldur og blautur. Að lokum skal hér vitnað í leiðara Morgunblaðsins í dag, þar sem segir um frækilegt afrek Guðlaugs Frið- þórssonar: „Líklega hefur Guðlaugur Friðþórsson varpað skýrustu ljósi á sannfræði Islendingasagna, fyrst jafnvel Grettis saga, ævintýrið um útlagann, gæti verið sönn.“ Sjávarútvegsráðherra breytir reglugerð um kvótaskiptingu Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að gera nokkrar breytingar á gildandi reglugerð um stjórnun fiskveiða. Meðal annars má nefna að samkvæmt þeim verða þrjár botnfiskteg- undir veiddar með ákveðnum veiðarfærum utan kvóta, ákveðinn tíma á arinu. í meðfylgjandi frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu er gerð nánari grein fyrir breytingum þessum: Um þessar mundir eru liðnar þrjár vikur frá því að kvótaskipt- ing botnfiskaflans árið 1984 fór fram og útgerðir 676 fiskiskipa fengu send leyfi til botnfiskveiða með aflamarki fyrir skip sín. Með hverju leyfisbréfi voru send gögn um forsendur kvótaúthlutunar hvers skips, sérprentun af reglu- gerð um stjórn botnfiskveiða 1984 og eyðublað fyrir athugasemdir viðkomandi útgerðar við úthlutað- an kvóta á skip þeirra. Frestur til að skila þessum at- hugasemdum rann út 5. mars sl. og hafa borist rúmlega 330 at- hugasemdir. Flestar þeirra eru vegna mats á frátöfum einstakra skipa en einnig eru athugasemdir vegna vantalins afla skipa á skýrslum Fiskifélags fslands, óska um að fá meðalkvóta, endurskoð- unar á reikningi kvótans o.fl. Samráðsnefndin, sem fjalla á um öll álita- og ágreiningsmál varð- andi veiðileyfi samkvæmt áður- nefndri reglugerð, mun næstu daga fjalla um athugasemdir þessar og er vonast til að því verki verði lokið fyrir mánaðarlok. Öll- um athugasemdum verður svarað bréflega. En þrátt fyrir að ekki sé lokið við að fjalla um athugasemd- ir þær sem gerðar hafa verið hefur ráðuneytið ákveðið að gera nokkr- ar breytingar á reglugerðinni í ljósi þeirrar reynslu sem þegar er fengin. Breytingar þessar felast í eftirtöldum atriðum: a) Steinbítur veiddur á línu verði utan kvóta fram til 30. apríl. b) Grálúða veidd á línu verði utan kvóta frá 1. júní þangað til annað verður ákveðið, þó ekki lengur en til 31. ágúst. c) Skarkoli veiddur í dragnót verði utan kvóta frá 1. júní. d) Ný skip og skip sem orðið hafa á eigendaskipti á árinu 1983 skulu fá reiknað aflamark í samræmi við veiðar þeirra þann tíma sem þau hafa verið í eigu nýrra aðila hafi þau verið gerð út í 5 mánuði eða lengur á árinu. Útgerðum þessara skipa verður síðan gefinn kostur á að velja reynslukvóta skipsins eða meðalkvóta. e) Þeim útgerðaraðilum sem úrelt hafa skip á viðmiðunartímabil- inu og keypt sér annað sam- bærilegt eða stærra í þess stað Ljósm. Mbl. KEE. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, kynnir breytingar þær sem gerð- ar voru á reglugerð um kvótaskiptingu. verður heimilt að taka mið af aflareynslu hins úrelta skips þegar aflamark skipa þeirra er reiknað út. Sama gildir um þær útgerðir sem skipt hafa um skip á árinu 1983 enda þótt fyrra skip þeirra sé nú í eigu og rekstri annarra aðila. f) Sóknarmarkstímabil 3 (frá maí—ágúst) og 4 (frá sept. —des.) verða sameinuð í eitt tímabil þannig að þau skip sem stunda veiðar með sóknar- marki geta notað sóknardaga sem þeim hafa verið úthlutaðir samfellt hvenær sem er frá maíbyrjun og til ársloka. g) Meðalkvótar minnstu báta í stærðarflokki 1 munu hækka verulega frá því sem fyrst var ákveðið. h) Þá verður heimilt í þeim tilvik- um sem skipstjóraskipti á ár- inu 1983 hafa orðið með þeim hætti að skipstjóri, sem fram að skiptum hafði stýrt sama skipi samfellt á viðmiðunar- tímabilinu, tekur við öðru sam- bærilegu skipi 51 brl. eða stærra, og meiri hluti áhafnar flyst með honum, að gefa kost á því að aflakvóti skipsins sem skipstjóri og áhöfn hans tekur við miðist við aflareynslu áhafnarinnar á fyrra skipinu. Smyslov fær ekki rönd við reist Skák Margeir Pétursson Það verður líklega skammt stórra högga á milli hjá tvítuga stórmeistar- anum Garry Kasparov sem teflir nú einvígi um áskorunarréttinn á heimsmeistarann, hinn 62ja ára gamla Vassily Smyslov, fyrrum heimsmeistara. Kasparov vann þriðju skákina á miðvikudaginn og náði forystunni í einvíginu og í gær- dag tefldi hann af miklum krafti og þegar skákin fór í bið voru fáir í vafa um að honum myndi takast að inn- byrða vinninginn þegar skákin verð- ur tefld áfram í dag. í biðstöðunni hefur Kasparov peð yfir og hefur auk þess mun heilsteyptari peða- stöðu. í öllum skákunum hefur Smysl- ov reynt að stýra framhjá flækj- um en freistað þess að fá fram uppskipti og skýrar línur. En þó honum hafi tekist þetta, hefur Kasparov einnig reynst ofjarl hans í slíkpm stöðum. Stórmeist- arinn ungi hefur teflt af miklum léttleika og krafti í síðustu tveim- ur skákum og stefnir hraðbyri í heimsmeistaraeinvígið. Karpov má fara að vara sig! Hvítt: Vassily Smyslov Svart: Garry Kasparov Drottningarbragð 1. d4 — d5, 2. Rf3 — Rf6, 3. c4 — e6, 4. Rc3 — Be7 1 annarri skákinni svaraði Kasparov drottningarbragði Smyslovs með Tarrasch-vörn, en afþakkar það nú á hefðbundinn hátt. Sú leið þykir mjög traust og með vinnings forskot vill Kasp- aróv ekki tefla á tvær hættur. 5. Bf4 Áður var nær undantekningar- laust leikið 5. Bg5, en þessi leikur Kraftaverk að Guðmundur Ingi bjargaðist „ÉG NÁÐI að kasta mér á gólfið og lenti á kafi í ísköldu vatni — náði að halda höku og nefi upp úr vatninu, en gat mig hvergi hreyft utan aðra höndina lítillega,“ sagði Guðmundur Ingi Karlsson, sem bjargaðist á ótrúlegan hátt eftir að 14 tonna vélskólfa, sem hann ók, valt niður þriggja metra háan kant á hlaðinu í Hrauni í Ölfusi. Athurðurinn átti sér stað á þriðjudag og birti Mbl. viðtal við Guðmund Inga á miðvikudag. Þeir sem komu á slysstað töldu það ganga kraftaverki næst að Guðmundur Ingi skuli hafa komist heill frá þessum hildarleik. Hús vélskóflunnar lagðist alveg saman og með ólíkindum að Guðmundur skuli ekki hafa klemmst, að ekki sé talað um að vit hans stóðu upp úr ísköldu uppsprettuvatninu og hann gat því andað, en að öðru leyti var líkami hans á kafi í vatni. Þegar var hafist handa um að losa Guðmund Inga úr prísund- Krani, sem sóttur var til Selfoss, lyfti vélskóflunni upp úr vatninu og stundar- fjórðungi síðar náðist Guðmundur úr flakinu. Vélskóflan, eftir að henni hafði verið lyft úr vatninu. Til hægri eru brúsarnir og slöngurnar, sem heitt vatn var leitt í gegnum til að forða Guðmundi Inga frá því að krókna úr kulda. Myndir/Hergeir Kristgeirsson. inni. Stundarfjórðungi eftir óhappið var hann farinn að skjálfa af kulda, enda vatnið ískalt. Því var brugðið á það ráð að leiða heitt vatn að líkama hans í slöngum. Vatnið var sótt í fötum í bæinn, 3ett í brúsa og síðan leitt í slöng- um að Guðmundi. Um tveimur klukkustundum eft- ir óhappið tókst að lyfta vélskófl- unni með öflugum krana, sem sótt- ur var til Selfoss. Guðmundur var klemmdur í flakinu og varð að nota tjakka til þess að rjúfa gat á hús vélskóflunnar og ná honum út. Það tók um stundarfjórðung. Þá steig Guðmundur Ingi heill úr prísundinni — frelsinu feginn. Fyrir kraftaverk hafði hann bjarg- ast. Guðmundur Ingi Karlsson, sem á ótrúlegan hátt bjargaðist þegar vél- skófla sem hann ók valt niður þriggja metra háan kant. Morgunblaðid/Friðþjófur. hefur notið mikilla vinsælda ný- lega. 5. — 0-0, 6. e3 — c5, 7. dxc5 — Bxc5, 8. Be2 Mun hvassara er 8. Dc2 — Rc6, 9. a3 - Da5, 10. Hdl - Be7, en í því afbrigði hefur svörtum farnast vel upp á síðkastið. 8. — dxc4, 9. Bxc4 — a6, 10. De2 — b5, 11. Bd.3 — Bb7, 12. (H) — Rbd7! Þarna stendur riddarinn mun betur en á c6 þar sem hann væri í vegi biskupsins á b7. 13. — e4?! Með þessum „sóknarleik“ veikir hvítur reitina d4 og f4 og það tekst Kasparov að notfæra sér. 13. — Rh5!, 14. Bd2 - Dc7 Framkallar nýja veikingu vegna hótunarinnar 15. — Rf4. 15. g3 - Had8, 16. Be3 — Bxe3, 17, Dxce3 — Dc5 Svartur hefur náð öruggu frum- kvæði eftir áætlunarlausa tafl- mennsku Smyslovs. 18. Hfel — Rhf6, 19. a3 — Rg4, 20. Dxc5 — Rxc5, 21. Bc2 Hvítur virðist vera að komast úr erfiðleikunum, en nú hefur Kasparov sóknina fyrir alvöru: arov velur aðra leið, engu síðri. 26. — h6, 27. bxc5 — hxg5, 28. He3 - Rxf4. Nú er hótunin 29. — Hc8. Hvít- ur á enga fullnægjandi vörn. 29. a4 - b4, 30. Re2 — Hc8, 31. Bb3 — Hxc5, 32. Rxf4 — gxí4, 33. Bxe6+ — Kf8, 34. Hel — He5, 35. Bb3 Leiðir til peðstaps og vonlítils endatafls, en 35. Bf5 — Ha5, 36. Hal — Bc6 var sízt betra. 35. — Hxe4, 36. Hdl — Ke7, 37. Kfl — a5, 38. Hcl — Kf6, 39. h3 — g5, 40. Hc7 — He7, 41. Hc5 í þessari stöðu fór skákin í bið og Kasparov, svartur, lék biðleik. 21. — f5!, 22. Rg5 - f4! Kasparov féll að sjálfsögðu ekki í gildruna 22. — Hd2?, 23. Rxe6! — Rxe6, 24. Bb3. 23. Hadl — Hxdl, 24. Bxdl — Re5, 25. gxf4 — Red3, 26. b4!? Örvæntingarfull tilraun til að snúa við blaðinu með skiptamun- arfórn, því 26. He3 — Rxb2 er aug- ljóslega mjög slæmt. Nú hefur svartur mjög góða vinningsmögu- leika ef hann þiggur fórnina: 26. — Rxel, 27. bxc5 — Hc8, en Kasp- Fíkniefni fundust við húsleit 1 FYRRAKÖLI) voru tveir piltar teknir meó amfetamín í mióborg Reykjavíkur. í kjölfarió fékk fikni- efnadeild lögreglunnar húsleitar- heimild í íbúó í Breióholti. Þegar þangaó kom var tvítugur piltur á leió úr íbúóinni. Hann reyndi aó komast undan á flótta, en var gómaóur. í fórum sínum hafói hann nokkur grömm af amfetamíni. Um 30 grömm af amfetamíni fundust við leit í íbúðinni, lítils háttar magn af kókaíni, ofskynj- unarlyfinu LSD og hassi. Piltun- um, sem teknir voru í miðbænum, var sleppt í gær, en lögreglan gerði kröfu um gæzluvarðhald yfir þeim, sem tekinn var í Breiðholti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.