Morgunblaðið - 17.03.1984, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
Minning:
Eggert Páll
Theódórsson
Fæddur 1. júní 1907.
Dáinn 9. mars 1984.
Allir dagar eiga kvöld, og svo er
því einnig farið um ævidag
mannsins á jörðu hér. Vinurinn
okkar góði, Eggert Theódórsson,
verður borinn til grafar í dag í
heimabyggð sinni. Gömlum og
sjúkum er gott að hvílast, en eftir-
sjá er þó að manni eins og Eggert
var. í persónu sinni og eðli sam-
einaði hann flest af því skemmti-
legasta og besta, sem einkennt
hefur hið litríka bæjarfélag í ár-
anna rás. Bautastein bjartra
minninga hefur hann því reist sér
í mörgu hjarta, enda var hann
fáum líkur og manna ólíklegastur
til að gleymast.
Siglufjörður á sér einstæða og
ævintýralega sögu. Á sínum tíma
var síldin það gull, sem seiddi til
sín fólk úr öllum áttum. Á stutt-
um en björtum sumrum Siglu-
fjarðar mátti þar fyrirhitta fólk
af öllum landshornum, fólk, sem
kom til að afla sér fjár, — en e.t.v.
ævintýra um leið. Margir upp-
rennandi menntamenn áttu það
uppgripunum í Siglufirði að þakka
að þeir gátu brotist áfram af eigin
rammleik. Stundum varð Siglu-
fjörður einn alþjóðlegasti bær á
íslandi, því að mörg voru þau er-
lend skip, sem þá sóttu á norð-
lensk mið. í landlegum var margt
um manninn á götum Siglufjarð-
ar, og mörg gerðust þar ævintýrin.
En síldin hvarf úr sjónum, og
Siglufjörður var í sárum um hríð.
Af bjartsýni og dugnaði var þó
hafin ný uppbygging með góðum
árangri.
Alla þessa margþættu sögu
þekkti Eggert betur en flestir aðr-
ir. Hann lifði þetta allt sjálfur,
bæði sem áhorfandi og lifandi
þátttakandi. ógleymanlegt var að
hlusta á frásagnir hans af lífi
fyrri ára, því að frásagnarlist
hans var einstök. En þó var Egg-
ert ávallt maður nútíðarinnar
meir en fortíðarinnar. Mannlífið
var honum alltaf jafnáhugavert á
hvaða tíma sem var og hvar sem
var. Hann fylgdist vel með öllu.
Athyglisgáfa hans var næm, og
eiginlegt var honum að brjóta
brodd erfiðleika með bjartsýni og
skopskyni.
Ómetanlegt er að hafa átt Egg-
ert að vini. Enginn var trúrri og
tryggari en hann. Hann var ekki
aðeins fróður og skemmtilegur,
heldur einnig sá elskulegasti og
einstakasti sem hægt var að finna.
Alvöru iífsins þekkti hann mörg-
um betur, og átti þess vegna næm-
an skilning á kjörum og aðstæðum
annarra. En miðpunktur gleðinn-
ar var hann einnig á góðra vina
fundi. Fyndni hans var hugvitsöm
og smitandi, en um leið græsku-
laus og full góðvildar. Málefni
fatlaðra lét hann sig miklu skipta
og var þar traustur liðsmaður.
Verkalýðssinni var hann einnig af
heilum hug. En þó var hann þeirr-
ar gerðar í sjón og raun að erfitt
var að skipa honum í flokk eða
bás. Hann var dæmigerður maður
allra stétta, gat átt sálufélag við
alla, átti allstaðar heima.
Hálfvolgur var Eggert aldrei í
vináttu sinni, og þess fengum við
að njóta. Hvar sem leið okkar lá á
landi hér, var öruggt að hann
sækti okkur heim eða hefði sam-
band við okkur í síma. Síðasta
simtalið átt sér stað fyrir fáum
mánuðum og þá var hann enn
hinn gamli og góði Eggert.
Börnum okkar ungum bauð
hann að kalla sig afa. Þau tóku því
fagnandi, því að þá höfðu þau ný-
verið misst Árna afa, sem var
þeim með öllu óskyldur, en bar
nafnbótina með mestu prýði. Þar
sem hinn raunverulegi afi var
óþægilega langt í burtu, var upp-
bótarafi alger nauðsyn. Nýi afi —
Siglufjarðarafi — eða bara Eggert
afi, þetta voru nafnbætur, sem
unga kynslóðin á heimilinu sæmdi
vin okkar af einlægu hjarta.
Alltaf var eins og Eggert væri í
andlegri nálægð við okkur, þó að
vík yrði milli vina. Og alltaf var
gestrisnin söm hjá honum og hans
ágæta fólki, þegar við áttum leið
til Siglufjarðar. Fimm ógleyman-
lega daga dvöldumst við á heimili
Eggerts og Elsu konu hans sumar-
ið 1973. Þá beið eitt af börnum
okkar eftir sjúkrahússvist vegna
óvenju slæmra afleiðinga um-
gangsveiki. En þessir fimm dagar
í brennheitri Siglufjarðarsól
gerðu kraftaverk, svo að sjúkra-
hússvistin varð óþörf.
Það var skemmtileg tilviljun að
annar helmingur okkar hjónanna
skyldi eiga sama afmælisdag og
Eggert — 1. júní. Á 65 ára afmæli
sínu var Eggert staddur á heimili
okkar, sem þá var á Hvanneyri í
Borgarfirði. Þann dag varð hús-
móðirin 35 ára, svo að samanlagt
var þetta 100 ára afmæli. Upp á
þetta afmæli var haldið með mik-
illi gleði, sem margir vinir okkar
hjónanna á staðnum voru boðnir
til. Einn gestanna misskildi lítil-
lega hvað um var að ræða, því að
hann átti von á að hitta þarna
fyrir 100 ára öldung, og spurði því
varfærnislega, þegar hann kom:
„Hvar er gamli maðurinn?" Vakti
það bæði hlátur og gleði, er gest-
urinn sá, að hinn aldraði var
snöggtum yngri og ernari en hann
hafði átt von á. Ekkert af þessu
fólki hafði Eggert augum litið áð-
ur, en fljótur var hann að renna
inn í samfélagið, var hrókur alls
fagnaðar og umgekkst alla eins og
gamla vini. Oft minntist Eggert
síðar þessarar björtu vornætur í
Borgarfirði og fólksins góða, sem
hann kynntist þar.
Minningarnar eru margar, og
bjart er um þær allar. En hratt
líður stund, og strítt rennur lífsins
straumur. Margar helgar stundir í
gleði og sorg áttum við með Egg-
ert og fleiri vinum í Siglufjarðar-
kirkju. Þar hefðum við gjarnan
viljað vera í dag, er hann er
kvaddur. En prestur ræður ekki
alltaf við hvers gröf hann stendur.
í öðrum helgidómi verðum við
stödd í dag á kveðjustund, en í
andlegri nálægð við Eggert vin
okkar eins og alltaf áður.
Bjartsýnn var Eggert í trú
sinni, og björt mun hans framtíð. {
trú kveðjum við okkar góða vin og
þökkum honum samfylgdina á
brautum lífsins bæði í gleði þess
og alvöru.
Eiginkonu hans og vinkonu
okkar, Elsu Þorbergsdóttur, og
öllum afkomendum þeirra þökk-
um við órofa tryggð og vináttu,
sendum þeim hugheilar kveðjur og
biðjum þeim blessunar Guðs.
Auóur Guðjónsdóttir og
Kristján Róbertsson.
Eggert andaðist að morgni 9.
þessa mánaðar eftir stutta legu.
Hann hafði um áraskeið átt við
vanheilsu að stríða, en létt lund
hans og æðruleysi áttu sinn stóra
þátt í því að hann bugaðist ekki
fyrr fyrir Elli kerlingu og liðs-
mönnum hennar.
Hann var fæddur 1. júní 1907 i
Höfn í Siglufirði. Foreldrar hans
voru þau hjón Svanhildur Ólöf
Þorsteinsdóttir sem lést 1910 og
Jónas Theódór Pálsson víðkunnur
hákarlaskipstjóri, sem lést 1957.
Móðir hans var húnvetnsk en
faðir hans skagfirðingur. Þau hjón
fluttust til Vesturheims árið 1903
ásamt syni sínum sem fæddur var
á Dalabæ við Siglufjörð. Þessi
sonur þeirra bar nafnið Eggert en
hann andaðist vestan hafs svo og
dóttir þeirra, Marta Laufey. Eftir
það eða árið 1906 fluttust þau
Svanhildur og Theódór heim til ís-
lands og settust að í Höfn í Siglu-
firði og þar fæddist Eggert, sem
hér er minnst með nokkrum orð-
um.
Móðir Eggerts andaðist er hann
var þriggja ára 1910 en Theódór
kvæntist aftur 1912 Guðrúnu
Ólafsdóttur og ólst Eggert upp hjá
föður sínum og stjúpu ásamt hálf-
systkinum sínum sem urðu þrjú.
Hann ólst upp að þeirrar tíðar
hætti og fór 15 ára gamall til sjós
með föður sínum, sem þá var skip-
stjóri á v/b „Æskan". Skipið var á
hákarlaveiðum og stóð vertíðin
venjulega frá því í marsmánuði og
fram í júnímánuð og eftir að há-
karlavertíðinni lauk var hann á
v/b „Ruby“ frá Siglufirði og var
gerður út á þorskveiðar. góður afli
varð á báðum skipunum en að
sumarvertíð lokinni var sjó-
mennsku Eggerts lokið. Þá um ha-
ustið — 1922 — starfaði hann við
kvikmyndasýningar við kvikmyn-
dahús H. Thorarensens og um vet-
urinn var hann á vélstjóranám-
skeiði, sem Jón Sigurðsson frá
Hellulandi stóð fyrir og lauk Egg-
ert þaðan prófi með 1. einkunn.
Við sýningar í Nýja Bíó í
Reykjavík starfaði Eggert og
hlaut sýningarréttindi eftir eitt og
hálft ár og mun fyrstur Siglfirð-
inga hafa hlotið þessi réttindi.
Eggert starfaði eftir heimkom-
una úr Reykjavík hjá Bíói, sem
Thorarensen rak í Siglufirði en
um vorið 1929 réðst hann til starfa
hjá verksmiðjunni Bein, sem tók
til starfa í júnímánuði það ár. Þá
um haustið slasaðist hann í verk-
smiðjunni með þeim afleiðingum
að hægri höndin varð ónýt til
hverskyns nota eða beitingar síð-
an.
Haustið 1930 hóf Eggert störf
hjá Síldarverksmiðjum ríkisins í
Siglufirði, fyrst sem aðstoðarmað-
ur birgðavarðar, en frá árinu 1960
varð hann aðalbirgðavörður fyrir-
tækisins og gegndi því uns hann
lét af störfum fyrir aldurssakir og
hafði þá starfað hjá SR um hálf-
rar aldar skeið.
Eggert var góður bridgespilari
og var oddviti þeirra bridgemanna
í Siglufirði um 10 ára skeið rúml-
ega þó og hafði hann mikið yndi af
þessu spili, en hug hans átti þó
allan Félag lamaðra og fatlaðra
„Sjálfsbjörg" og var hann formað-
ur þess félags um 20 ára skeið og
vann þar af miklum áhuga og
þegnskap fyrir þessi samtök.
Eggert kvæntist 1931 Elsu
Þorbergsdóttur, sem ættuð er úr
Reykjavík. Eignuðust þau 6 dætur
og 1 son, sem öll eru á lífi og hin
mannvænlegustu.
Elsa bjó manni sínum gott og
vistlegt heimili að Suðurgötu 43 í
Siglufirði, en þar bjuggu þau hjón
allan sinn búskap. Þar er rausn í
garði, hlýlegt og notalegt að sækja
þau heim.
Þeim fækkar nú samborgurun-
um frá Siglufjarðarárunum. Og
nú er Eggert farinn og hefur kvatt
okkur kunningja sína og vini.
Við kynntumst mjög fljótlega
eftir komu mína til Siglufjarðar
og vorum samstarfsmenn í 25 ár
hjá Síldarverksmiðjum ríkisins
þar. Er því að vonum margs að
minnast en verður ekki talið upp
hér, enda of langt mál.
Eggert var leikbróðir glettninn-
ar og vinur og hafa þau skötuhjúin
margt sporið stigið saman,
spaugsöm og spræk. Þó hann hafi
hin síðari árin gengið hægar um
götur en áður fyrr vegna heilsu-
brests þá átti hann ætíð gaman-
yrði á vörum þegar kunningja var
mætt og boðinn góður dagur.
Mörgum kynntist Eggert við störf
sín hjá Síldarverksmiðjum ríkis-
ins, og mörgum námsmanninum
kynntist hann og spauguðu þeir
saman. Eru ýmsar minningar við
það tengdar og margar í bundnu
máli, því margir þeirra voru
snjallir hagyrðingar og sjálfur gat
Eggert verið allliðtækur á því
sviði ef hannvildi svo við hafa.
Átti og töluvert safn slíkra
vísna, sem allar eru að vissu
marki mannlífslýsingar þess tíma
meðan síldin var og hét. Mundu
þær efheyrðust minna margan
stúdentinn eigi síður en sjómann-
inn á liðnar síldarvertíðir og lipur
samskipti, liðnar stundir, smá
glettni við starfsfélaga og jafnvel
yfirmenn og yfirvöld. Þarna er að
finna snjallar stökur ungra og
lífsglaðra hagyrðinga úr stúdenta-
hópnum, sem sumir hverjir urðu
landskunnir síðar á æfinni. Lag-
erstörfin voru erilsöm þegar allt
var í fullum gangi. Hundruð síld-
arskipa, allar verksmiðjur starf-
andi og búið þurfti margs við, og
var margt af því sótt á lager verk-
smiðjanna. Allt er þetta nú liðin
tíð og kemur aldrei aftur. Siglu-
fjörður síldveiðitímans og síldar-
áranna er nú minning ein, harla
kær og gaman að rifja upp ýmisl-
egt frá þeim tíma eins og við Egg-
ert gerðum er við hittumst á
strjálum stundum nú seinni árin.
Nú verða fundir okkar Eggerts
og vina hans ei fleiri.
En margar góðar og hugljúfar
minningar á ég um hann. Hann
var tryggur vinum sínum, glettinn
og hýr, en gat þó verið allfastur
fyrir og lét ekki hlut sinn.
Ég þakka honum að leiðarlokum
samfylgdina og vináttuna og
margar skemmtilegar glettur
bæði gerðar mér og sameiginleg-
um kunningjum.
Við hjónin sendum eiginkonu
hans og börnum þeirra og fjöl-
skyldum samúðarkveðjur.
Megi minning þeirra um kæran
eiginmann og föður styrkja þau
vera þeim huggun á þungri stund.
Eggert verður jarðsunginn frá
Siglufjarðarkirkju í dag 17. mars.
Baldur Eiríksson
Kveðja frá „Sjálfsbjörg“,
Siglufírði
Látinn er í Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar Eggert Theódórsson eftir
skamma sjúkdómslegu. Útför
hans fer fram frá Siglufjarðar-
kirkju laugardaginn 17. mars.
Með Eggert Theódórssyni er
genginn einn þeirra manna, sem
settu ákveðinn svip á siglfirskt at-
hafna- og bæjarlíf um áratuga-
skeið.
Eggert fæddist 1. júní 1907 í
Siglufirði og þar átti hann heima
alla tíð.
Ekki er það ætlunin hér að
rekja ættir hans, enda munu aðrir
vafalaust færari um að gera það.
Eggert var einn af stofnendum
„Sjálfsbjargar" í Siglufirði vorið
1958, og formaður þess lengst af,
l Laufið
\ Kjólar — kjólar — alltaf nýj-
asta tíska.
Munið: Laufiö, Iðnaðarfi^
inu, Hallveigarstíg 1.
V 1
Opiö í dag kL 10—16
Opiö í dag kL 10—16
Vörumarkaðurinnhf.
Vörumarkaöurinn hf.
Eiðistorgi 11