Morgunblaðið - 17.03.1984, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.03.1984, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 Daníel Karlsson Þórshöfn - Minning Fæddur 2. febrúar 1928 I)áinn 6. mars 1984 „Hann Dalli vinur okkar er dá- inn, varð bráðkvaddur áðan,“ var sagt við mig. Nei, þessu getur maður varla trúað, hann sem var svo hress og kátur í gær. En enginn má sköpum renna. Þessu verð ég að trúa hversu erfitt sem það er. Dalli var einn þessara dyggu, trúu manna sem verk sitt vann af trúmennsku, alúð og vandvirkni sem frekast var unnt. Hann var náttúrubarn, unni fegurð og frjálsræði þess ósnortna og bar virðingu fyrir því sem fagurt var og gott. Hann var maður sem ekki bar tilfinningar sínar á torg, en svo tryggur vinum sínum og svo góður félagi að á betra var ekki kosið. Glöggt sást hans hjartalag og eðli í því, að aldrei gleymdi hann gömlu hjónunum, nágrönnum sín- um, sem ekki voru orðin sjálfum sér nóg, hann gleymdi ekki að hengja fiskband á grindina eða að færa gömlu konunni einhvern góðfiskinn inná eldhúsborðið þeg- ar hann kom úr róðri. Eða þegar veðrin voru vond að vita hvort eitthvað þyrfti að gera fyrir þau, og þannig var þetta gert að gott var að þiggja. Ég ætla ekki að skrifa löng skrif um Dalla vin minn, veit að það hefði hann ekki viljað, aðeins þakka honum fyrir allt sem ég og mín fjölskylda höfum fengið að njóta af hans tryggu vináttu og góða félagsskapar. „Far þú í friði íriður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Una Guðjónsdóttir Minning: Úlfar Kjartansson Fæddur 19. mars 1945. Dáinn 10. mars 1984. Laugardaginn 10. mars gerðist sá hörmulegi atburður, að vinur okkar og félagi Úlfar Kjartansson varð bráðkvaddur að heimili sínu. Við skiljum ekki hvað að baki ligg- ur, þegar maður í blóma lífsins er svo skyndilega burt kallaður, svo fullur orku og lífsgleði. Alltaf var Úlli tilbúinn að aðstoða náungann, hvernig sem á stóð, því hjálpsemi og ósérhlífni varð aðalsmerki Úlla. Fyrr þennan sama dag kom Úlli í heimsókn á heimili okkar eins og svo oft „með hann Bimbó sinn“ eins og hann kallaði Sveinbjörn yngri fóstursoninn. Þá var Úlli fullur framtíðarvona og tilhlökk- unar, því breytingar á starfsemi fyrirtækis, sem hann og félagi hans höfðu unnið hörðum höndum að síðustu misseri, stóð fyrir dyr- um. Úlli hafði stofnað bifreiða- verkstæði ásamt félaga sínum, Óttari, fyrir u.þ.b. ári og áttu þeir margan langan vinnudaginn að baki. Æltuðu þeir félagar að flytja verkstæði sitt í nýrra og betra húsnæði. Oft var lítill vinnufriður, margir þurftu að koma við, fá hjálp og „diskutera" hlutina. Heimili Úlla og Gurrýar var ævinlega opið öllum þeirra vinum og kunningjum enda var þar mjög gestkvæmt og vel á móti öllum tekið. Margra góðra samveru- stunda eigum við að minnast bæði í ferðalögum og af heimilum okkar, en enginn ræður örlögum sínum. Við hörmum það, að okkur varð ekki auðið jeppaferðarinnar á Krókinn eða helgarferðarinnar í Þjórsárdalinn í sumar, eins og svo oft hafði verið rætt um. Það er sárt, að tíminn, sem okkur var gefinn saman varð ekki lengri, svo margt var það sem við áttum ógert og hlökkuðum til. Þess tíma sem við áttum samleið með Úlla munum við alltaf minnast og þökkum honum samfylgdina af heilum hug. Við sendum foreldrum og systk- inum Úlfars okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrrverandi eig- inkonu, Unni Magneu, og börnum þeirra, Kristjönu Svölu og fjöl- skyldu hennar, Önnu Björk og Ásgeiri ómari, óskum við alls velfarnaðar á þessum erfiðu tím- um. Elsku Gurrý, Gunnar Ingi og Sveinbjörn Logi, Guð veri með ykkur og styrki í sorg ykkar. Villi og Kristín. Starfsmenn sælgætisgerðarinnar Opal sjást hér pakka nýja bláa Opalnum. Á myndinni eru Helga Sigurðardóttir, Hrafnhildur Héðinsdóttir og Kagna Gísladóttir. Ljósm Mbl. GRÁ. Blár Opal kominn aftur BLÁK OPAL er nú kominn aftur á markaðinn eftir nokkurt hlé á framleiðslu þessa sælgætis. Fyrirtækið Opal framleiðir því fjórar gerðir af opal, í rauðum, bláum, gulum og grænum pökkum. I fréttatilkynningu frá fyrir- tæk.inu segir m.a.: „Framleiðslu á bláum Opal var hætt í bili fyrir hálfu öðru ári. Ástæðan var sú, að fyrirtækið ákvað að breyta þeirri uppskrift sem notuð var við fram- leiðsluna, einkum til þess að draga úr bragðefnainnihaldi, sem æski- legt þykir að hafa í lágmarki. Síð- an hafa staðið yfir tilraunir með samsetningu bláa Opalsins í sam- vinnu við svissneska fyrirtækið Givaudan í Zúrich, sem er eitt kunnasta fyrirtæki heims í sinni grein. Þessi vöruþróun hefur leitt til þess, að framleiðsla er nú hafin á bláum Opal, sem hefur sama bragð og fyrr, en inniheldur að- eins 1,4% af aðalbragðefninu chloroform. Leyfilegt magn, sam- kvæmt nýrri reglugerð, er hins vegar 2 prósent." VERD FRÁ 410.000 KRÓNUM, MED RYDVÖRN Reynsluakstur i boöi \S2t3I? ' SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 3S200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.