Morgunblaðið - 17.03.1984, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
Móðir min,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Víðivangi 20,
Hafnarliröi,
andaöist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 15. mars.
Lílly Jónsson.
Móöir okkar, JÓNA E. JÓHANNESDÓTTIR fró Horni, Hliðarvegi 32, fsafiröi, andaðist í sjúkrahúsi ísafjaröar 15. mars. Börnin.
t Elskulegur sonur, unnusti, bróöir og mágur, PÉTUR SIGURÐUR SIGURÐSSON, vólstjóri, Sæviðarsundi 9, Reykjavík, lést af slysförum sunnudaginn 11. þ.m. Þýðrún Pólsdóttir, Siguröur V. Gunnarsson, Ester Agnarsdóttir, Sveinn Sigurösson, Gunnar H. Sigurösson, Rúnar Sigurösson, Arnbjörg Guömundsdóttir, Ólafía G. Kristmundsdóttir.
t Faöir okkar, ATLI ÞORBERGSSON, skipstjórt, lést á Hrafnistu, Reykjavík, fimmtudaginn 15. mars. Fyrir hönd vandamanna, Jóhannes Atlason, Þorbergur Atlason, Kristinn Atlason.
t Móðir okkar og tengdamóöir, GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR fró Brimnesi, Grindavík, veröur jarösungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 17. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á byggingu dvalarheimilis aldraöra í Grindavík. Sigurbergur Sverrisson, Sigríður Guömundsdóttir, Erna Sverrisdóttir, Sigurður Halldórsson, Ólafur Sverrisson, Gunnlaug Reynis, Magnús Sverrisson, Hrefna Petersen, Þorbergur Sverrisson.
t Útför eiginmanns míns, fööur okkar og bróður, VÉMUNDARJÓNSSONAR, Eskihlíð 14, fer fram frá Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, þriöjudaginn 20. mars kl. 13.30. Sigurleif Stefónsdóttir, Edith Vómundsdóttir, Jón Vómundsson, Sveinn Jónsson, Þórunn Jónsdóttir.
t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, SIGUROAR SIGUROSSONAR, vélstjóra. Lilja Siguróardóttir, Marteinn Sigurösson, Guófinna Jónsdóttir, Guðrún Siguröardóttir, Jón A. Valdimarsson, Hafsteinn Sigurösson, Kristín Ásta Friöriksdóttir, Kjartan Sigurósson, Erla Sigurjónsdóttir, Siguróur Agústsson og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og samúð viö
andlát og útför ....
HJARTAR FJELDSTED,
Kringlumýri 6,
Akureyri.
Guðrún Sigurðardóttír,
Ingveldur Fjeldsted,
Ingveldur F. Hjartardóttir,
Guörún F. Hjartardóttir,
Hjörtur F. Hjartarson,
Lúðvík Vilhjálmsson,
Bjarni Jónasson,
Auður Skúladóttir
og barnabörn.
Minning:
Sigurborg Ólafs-
dóttir frá Skálegjum
Fædd 26. júlí 1904
Dáin 7. mars 1984
„Enginn veit sína ævina fyrr en
öll er.“
Ekki kom mér í hug að svo
skammt liði milli stórra viðburða,
sem raun ber vitni. Hinn 27. jan.
sl. lést tengdafaðir minn Gísli E.
Jóhannesson og núna 7. mars,
rúmum mánuði síðar, tengdamóð-
ir mín Sigurborg Ólafsdóttir frá
Skáleyjum, á Landspítalanum,
eftir skamma sjúkrahúsdvöl þar
og í Stykkishólmi. Við andlát og
útför manns síns stóð hún í senn
sterk og hlý og enginn, sem til
þekkti gat búist við að svo skammt
væri til ieiðarloka.
Börn og vandamenn dvöldu á
heimili hennar þá daga og kunni
hún því vel að hafa ættingjana í
návist sinni. En grunur minn er
sá, að viljastyrkur og skapfesta
hafi um þær mundir e.t.v. haft
yfirhönd yfir smávægilegum
óþægindum að hennar dómi. Hún
var ekki kvartsöm og það var ekki
hennar háttur að vorkenna eða
ræða um sjálfa sig, miklu frekar
naut hún þess að hlynna og hlúa
að öðrum vandabundnum, sem
vandalausum. En hvað kom á dag-
inn? Það sem hún kallaði „leti“
var skæður sjúkdómur, sem hafði
heltekið hana. Kom ekki hennar
eðli einmitt best fram þessar síð-
ustu vikur. Hún bognaði aldrei, en
brotnaði á fáum dögum. Hetja til
hinstu stundar. Við vissum að það
var bæn hennar og von, að henni
entist heilsa til að hlynna að
manni sínum, sem hafði verið
sjúklingur um árabil. Hún var
bænheyrð, þó það stæði tæpt.
Sigurborg Olafsdóttir var fædd
í Hvallátrum á Breiðafirði 26. júlí
1904, næstyngst níu barna hjón-
anna Ólínu Jónsdóttur og ólafs
Bergsveinssonar búenda þar.
Ólína var dóttir Jóns Þórðarsonar
bónda í Skógum og síðar við
Þorskafjörð og Kristínar Daní-
elsdóttur konu hans, en Kristín
var ættuð norðan úr Steingríms-
firði.
Foreldrar ólafs voru hjónin
Bergsveinn Ólafsson og Ingveldur
Skúladóttir. Bergsveinn var sonur
hjónanna Bjargar Eyjólfsdóttur
Einarssonar Eyjajarls og Ólafs
Teitssonar bónda og bátasmiðs í
Sviðnum. Ólafur var vel hagur og
smíðaði fjölda báta og hafa af-
komendur hans haft orð á sér, að
vera góðir smiðir og hagir til
handanna. Þau Ólafur og Ólína
voru góðir búhöldar og var heimili
þeirra mannflesta heimili í Flat-
eyjarhreppi á þeim tíma. ólafur
var sæmdur riddarakrossi hinnar
ísl. fálkaorðu árið 1927. Á þessu
heimili ólst Sigurborg upp og mót-
aðist. Þar ríkti mikil vinnusemi og
voru hvorki bústörf né innanhús-
verk vanrækt.
Þeim, sem erfiðara áttu var
gjarnan rétt hjálparhönd. For-
eldrar Sigurborgar tóku fjögur
börn mágs Ólafs, Daníels Jónsson-
ar og konu hans Maríu Guð-
mundsdóttur frá Skáleyjum, í
fóstur eftir foreldramissi og urðu
þau fóstursystkini Sigurborgar.
Sigurborg var greind og fróð-
leiksfús, en þrátt fyrir það naut
hún ekki mikillar skólagöngu,
utan þess sem hún nam hjá góðum
barnakennurum. Líklega hefur
ástæðan verið sú eins og einn
gamall vinur sagði, að það hefði
verið svo erfitt að missa hana að
heiman, því það skarð hafi verið
vandfyllt. Vilji hennar og vinnu-
semi komu snemma að góðum not-
um.
Vorið 1925 fór hún þó í þann
skóla, sem varð henni notadrjúgur
á lífsleiðinni. Það var nokkurra
vikna garðyrkjunámskeið hjá
Ragnari Ásgeirssyni í Gróðrastöð-
inni í Reykjavík. Ef nútímafólk
notaðist jafnvel af allri sinni
skólagöngu eins og henni af þess-
ari, þá mætti það vel við una. Oft
varð það að gamanmáli innan fjöl-
skyldunnar, þegar hún til elliára
vitnaði til þessa námskeiðs. En
gamanlaust varð þetta henni góð-
ur skóli, því alla tíð stóð hugur
hennar til garðyrkjustarfa og á
fyrri árum sínum ræktaði hún fal-
legan blómagarð í Skáleyjum við
erfið skilyrði, auk þess sem hún
ræktaði grænmeti og garðávexti
til heimilisins allan sinn búskap.
Hinn 23. júní 1928 á Jónsmessu
bundust heitum um ævarandi
trúnað Sigurborg Ólafsdóttir frá
Hvallátrum og Gísli E. Jóhannes-
son frá Skáleyjum. Þetta varð
mikill heilladagur fyrir þau og
aðra. Mæður ungu hjónanna voru
nánar vinkonur og góð vinátta
ríkti milli heimila þeirra. Gísli
hafði þá verið stoð og stytta móð-
ur sinnar Maríu Gísladóttur, sem
þá var ekkja, en hafði búsforráð á
hálfum Skáleyjum.
Ungu hjónin stofnuðu heimili og
hófu búskap í Skáleyjum og áttu
eftir að una þar lengstan hluta
ævi sinnar. Þar bjuggu þau með
sæmd snyrtilegu búi, komu upp
sjö börnum og margir áttu þar
sumardvöl í lengri eða skemmri
tíma. Oft var mannmargt á heim-
ili þeirra og húsmóðurstarfið ær-
ið. Sigurborg, eða Borga í Skáleyj-
um eins og hún var kölluð af
kunnugum, var húsmóðir af bestu
gerð, með afbrigðum umhyggju-
söm, stjórnsöm, en þurfti lítið
fyrir því að hafa, því allir virtu
hana og kom það eiginlega af
sjálfu sér að vinnugleði ríkti í
kringum hana. Húsmóðurstarfið
var hennar mikla lífsfylling og að
sinna því sem best var henni hug-
leikið. Að vera með og njóta sam-
vistar með vinum og vandamönn-
um veitti henni gleði. Á mann-
mörgu heimili og það í eyjum átti
húsmóðirin ekki auðveldlega
heimangengt, störfin heima og að
hafa alla hluti í lagi sátu í fyrir-
rúmi. Þetta sá ég og reyndi við
náin kynni á Skáleyjaheimilinu.
t
Þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúö og hlýhug vegna
fráfalls fööur okkar, tengdafööur, afa, bróöur og mágs,
ÞÓRARINS ÞORSTEINSSONAR,
Litlabæ,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Vestmanna-
eyja, Borgarspítalans, deild E4, fyrir ómetanlega umönn, félagi
kaupsýslumanna Vestmannaeyjum, Kiwanisklúbbinum Helgafelli,
Vestmannaeyjum, svo og þeim er sýndu hinum látna hlýhug í
gegnum árin.
Guö blessi ykkur öll.
Steina Kristín Þórarinsdóttir, Snjólfur Gíslason
og dætur,
Ágústa Þórarinsdóttir, Jóhann Jónsson
og dóttir,
Haraldur Þór Þórarinsson, Unnur Baldursdóttir
og dætur,
Guöbjörg Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson,
Laufey Eiríksdóttir
Slík störf verða ekki metin til fjár,
þau eru að verða gulls ígildi.
Tengdamóðir Sigurborgar
María Gísladóttir dvaldi til ævi-
loka á heimili þeirra hjóna og síð-
ustu sjö árin lá hún rúmföst og
andaðist 91 árs. Sigurborg annað-
ist hana allan þann tíma af þeirri
einstöku umhyggjusemi, sem
henni var lagin og sá til þess að
hún þurfti aldrei að fara á sjúkra-
hús. Fleiri nutu slíkrar aðhlynn-
ingar hennar. Hún hjúkraði eig-
inmanni sínum síðustu æviár
hans. Hjá henni naut hann þeirrar
bestu aðhlynningar, sem hann gat
kosið sér, hjá Borgu sinni. Ég held
að Sigurborg hafi haft þá bestu
hæfileika, sem þarf til að hjúkra
og veita þeim hjálp, sem bágt áttu.
Hún veitti mörgum vel af þeim
nægtabrunni sínum. Hafi hún
heiður og þökk fyrir það.
Börn fengu hjá henni góða og
vandaða tilsögn, sem entist þeim
vel, enda var hún vel verki farin,
hafði skýra hugsun og átti gott
með að gera hluti ljósa svo engin
vafi var á. Hún var kennari góður.
Þess nutu auk barnanna fjölda
mörg ungmenni, sem dvöldu oft í
Skáleyjum einkum að sumarlagi.
Börn okkar hjónanna áttu þess oft
kost að dvelja í Skáleyjum á sumr-
in hjá afa og ömmu og fannst mér
þau alltaf koma þaðan betra fólk.
Þau urðu fyrir svo hollum og góð-
um áhrifum í umgengni við fólkið
og eyjuna góðu.
Eftir að heilsu Gísla fór að
hraka fluttu þau hjón til Stykk-
ishólms og dvöldu þar síðustu ár-
in. Þar höfðu þau búið sér notalegt
heimili. Gestkvæmt var þar, því
margir þekktu þau og margir áttu
leið út í eyjar og úr eyjum. Heimili
þeirra stóð opið öllum, enda bæði
gestrisin og þjóðleg.
Sigurborg og Gísli frá Skáleyj-
um hafa kvatt. Sutt var þar á milli
hjóna. Hvers vegna? Það er ekki á
valdi neins að svara því. Sambúð
þeirra var innileg, jafnræði með
þeim og þau báru virðingu hvort
fyrir öðru — sambúð, sem aldrei
bar skugga á.
f tilhugalífinu skrifaði Gísli í
minningabók Sigurborgar vísu úr
„Ferðalokum" eftir Jónas Hall-
grímsson, sem hann kvað vera feg-
urstu ástarvísu, sem ort hefði ver-
ið. Mér finnst hún táknræn fyrir
sambúð þeirra og kemur í hugann
þegar spurt er, hvers vegna varð
svona stutt á milli hjóna. Var
sambúð þeirra órjúfanleg. Það er
eins og kallað hafi verið:
Háa skiiur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast,
fær aldregi
eilífð aö skilið.
Hvað er á bak við móðuna
miklu. Ég trúi því að Sigurborg
hafi gengið á vit síns lífsförunauts
og að þeim muni líða vel. Þau
skildu vel við, sátt við alla og
þakklát fyrir tilveru í þessum
heimi. Það er gott að geta kvatt á
þann hátt. Farsælu ævistarfi er
lokið.
Útför Sigurborgar verður gerð
frá Stykkishólmskirkju í dag.
Blessuð sé minning mætrar
konu, móður, ömmu og langömmu.
Að leiðarlokum ber ég fram
þakkir fyrir alla vinsemd og vel-
gjörðir. Það veit ég ejnnig að
margir fleiri gera.
Leifur Kr. Jóhannesson