Morgunblaðið - 17.03.1984, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
37
Minning:
Kristbjörg Stefáns-
dóttir Vestmannaeyjum
Fædd 12. júlí 1896
Dáin 8. mars 1984
í dag, 17. mars, verður jarð-
sungin frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum móðir mín, Krist-
björg Stefánsdóttir, sem lést í
sjúkrahúsinu þar í bæ 8. mars, eft-
ir erfiða sjúkdómslegu frá 29. maí
á síðastliðnu ári.
Hún fæddist á Fljótdalshéraði á
bæ, sem heitir í Fremraseli í Hró-
arstungu, yngsta barn foreldra
sinna, Guðbjargar Jósepsdóttur og
Stefáns Magnússonar, sem þar
bjuggu. Áður höfðu þau hjón eign-
ast tvær aðrar dætur, Oddnýju og
Þórunni Sigþrúði, sem báðar voru
látnar er Kristbjörg fæddist, önn-
ur úr barnaveiki en hin úr kíg-
hósta, nokkurra ára gamlar.
Einn son eignuðust þau sem
Magnús hét og var hann fimm ár-
um eldri en Kristbjörg og er hann
nýlátinn í Reykjavík í hárri elli
(28. maí 1982).
Mjög var kært með þeim systk-
inum þó að þau ættu þess ekki
kost að alast upp saman þar sem
móðir þeirra dó er Kristbjörg var
5 ára gömul. Móðir þeirra varð að-
eins 35 ára gömul og dó úr innan-
veiki, sem kallað var, þá var erfitt
að ná í lækni og ekkert sjúkrahús
á Austurlandi.
Magnús reyndist systur sinni
mjög vel í erfiðleikum hennar
seinna í lífinu og var alla tíð góður
bróðir og elskulegur, sem og hans
góða kona, Arnbjörg Jónsdóttir,
sem líka er látinn fyrir nokkrum
árum.
Kristbjörg ólst svo upp hjá móð-
urömmu sinni, Oddnýju Sigurð-
ardóttur, sem bjó í Heiðarseli í
Hróarstungu, hafði hún orðið
ekkja með sjö börn, en þau upp-
komin sem eftir lifðu og farin að
heiman og hún tekin að eldast
Magnús ólst upp hjá föður sínum,
sem var í vinnumennsku og voru
þeir mjög samrýndir.
Hjá ömmu sinni hlaut Krist-
björg góða vist, en sagðist lengi
hafa verið að sætta sig við að geta
ekki verið hjá pabba sínum.
Nokkrum sinnum lagði hún til
stroks en amma hennar sótti hana
og fór með hann upp á skemmu-
loft, en þar átti hún kistu eina
góða, rósamálaða, sem hafði að
innihaldi ýmislegt góðgæti, eins
og t.d. rúsínur og kandís og hjálp-
aði það vel upp á sakirnir við þessi
tækifæri. Hún lærði að meta
ömmu sína eftir því sem lengra
leið, enda var hún annáluð mynd-
arkona og góð manneskja. Oddný
var góður vefari, hún spann í fín-
ustu peysusvuntur og klæði í
peysuföt og karlmannsföt, litaði
úr jurtalitum og sneið og saumaði
að lokum allt í höndum, því
saumavél eignaðist hún ekki fyrr
en löngu seinna.
Þar sem þetta var í þjóðbraut og
því oft mikill gestagangur var oft
nóg að gera við að þurrka föt og
plögg því fólk kom oft hrakið og
blautt. Þarna var hlóðaeldhús og
oft vakað langt fram á nætur að
þurrka við eldinn. Reynt var að
búa sig vel undir langan vetur,
farið var niður á Seyðisfjörð til að
ná í slátur til að setja í súr, enn-
fremur var sóttur harðfiskur,
hertir þorskhausar og hákarl
niður á firði og gjarna höfð vöru-
skipti; látnir vettlingar og sokkar
og fleira prjónles í staðinn.
Farið var á grasafjall og var það
með skemmtilegustu endurminn-
ingum Kristbjargar.
Fátt var til tilbreytinar en
stundum fór amma hennar að
prestsetrinu að Kirkjubæ og
dvaldi þar í vikutíma og Krist-
björg með henni og þótti henni
það mjög gaman, mikið sungið og
spilað á hljóðfæri. Prestur var þá
síra Einar Jónsson, síðar að Hofi í
Vopnafirði, og var þetta vinafólk
ömmu hennar og var hún að
spinna fyrir heimilið.
Nokkuð margt frændfólk þeirra
fór til Ameríku t.d. tveir bræður
Oddnýjar, Eiríkur og Benedikt.
Þeir komust vel af vestra og sendu
systur sinni peninga fyrir far-
gjaldi handa þeim, en Stefán faðir
Kristbjargar mátti ekki hugsa til
þess að hún færi og hætti þá
gamla konan við að fara.
Snemma var farið að lána
Kristbjörgu til að hjálpa til á
næstu bæjum við ýmis verk sem
til féllu eins og vani var um ungl-
inga. Um fermingaraldur veiktist
hún af liðagigt og lá rúmföst í þrjá
mánuði hjá Olafi Lárussyni lækni,
sem þá var á Eiðum og konu hans,
Sylvíu Guðmundsdóttur, á þeirra
heimili, því enginn var spítalinn.
Síðar var Ólafur í Brekku í
Fljótsdal og seinna héraðslæknir í
Vestmannaeyjum i mörg ár, þau
hjón reyndust Kristbjörgu og síð-
ar börnum hennar afar vel, enda
ágætis manneskjur.
Mér hefur orðið tíðrætt um
bernsku og æsku móður minnar
enda sagði hún okkur svo oft frá
þessu og þótti okkur alltaf jafn
gaman að heyra um þetta, því
þetta var svo ólíkt því sem var við
sjávarsíðuna.
Um títugs aldur fór Kristbjörg
til Seyðisfjarðar og réðst þar í
vist, lengst var hún 12 ár hjá þeim
sæmdarhjónum, frú Láru Bjarna-
dóttur, dóttur síra Bjarna Þor-
steinssonar á Siglufirði, og konu
hans, frú Sigríði Blöndal, og Gísla
Lárussyni, símritara hjá Stóra
norræna, en hann var bróðir Inga
T. Lárussonar tónskálds. Þarna
kynntist Kristbjörg mörgu þjóð-
kunnu merkisfólki en Seyðisfjörð-
ur var mikill uppgangsbær um'
þetta leyti og mikið líf í bænum og
skipaferðir tíðar frá Norðurlönd-
um.
Árið 1927 flutti Kristbjörg til
Akureyrar ásamt unnusta sínum,
Þórði Jónssyni, skipstjóra og
bátasmið frá Bergi í Vestmanna-
eyjum, en hann var ættaður frá
Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, son-
ur hjónanna Ingibjargar Jónsdótt-
ur og Jóns Guðmundssonar, sem
þar bjuggu, þau eignuðust 17 börn
(Bergsætt II, bls. 114).
Kristbjörg og Þórður voru gefin
saman í hjónaband 17. október og
bjuggu þau á Akureyri í sjö ár og
þar fæddust þeim þrjár dætur,
síðan fluttu þau suður á land því
þá var mikið atvinnuleysi fyrir
norðan, fyrst fluttu þau til Innri-
Njarðvíkur og 1937 til Vestmanna-
eyja.
1. febrúar 1939 andaðist Þórður
og 16. apríl fæddist fjórða dóttir-
in. Þegar Þórður dó var hjá þeim
faðir hans, en kona hans var þá
látin fyrir tveimur árum, Jón var
áfram hjá Kristbjörgu til til hann
lést 8. september 1941 þá um 85
ára gamall.
Langri ævi er lokið. Kristbjörg
var ekkja í 45 ár og vann hörðum
höndum fyrir börnum sínum og
var hún hin góða móðir í hvívetna,
dætur hennar eru fjórar, sem fyrr
er sagt. Hún var þakklát öllu því
góða fólki, sem hún kynntist á
lífsleiðinni. Síðustu árin sautján
bjó hún til skiptist hjá dætrum
sínum og tengdasonum; Ingi-
björgu í Vestmannaeyjum og
hennar manni Svani Jónssyni og í
Reykjavík hjá Þóru og manni
hennar Eyvindi Hreggviðssyni og
hlaut hið besta atlæti frá mönnum
og málleysingjum á báðum stöð-
um. Hinar dætur eru undirrituð
gift ísak Þorkelssyni, búsett í
Kópavogi og Oddný gift Karli Jóh.
Gunnarssyni, búsett í sama bæ.
Barnabörn eru 10 og barnabarna-
börn 16. Hún var þeim góð amma
og langamma og þrjár stúlkur
bera nafn hennar. Lengst af bjó
hún í Skálanesi v/Vesturveg 13a,
Vestmannaeyjum, en Þórður hafði
nýlega fest kaup á því þegar hann
dó. Þar var ekki mikið húsrými, en
þess meira hjartarými, fólkið á
Vesturveginum var öðlingsfólk og
reyndist henni afarvel og allir
voru sem ein fjölskylda. f næsta
húsi bjó Guðmundur Jónsson,
bróðir Þórðar, og hans góða kona,
Jónína Sigurðardóttir, ásamt
börnum sínum á Háeyri. Þetta
sómafólk, góðar nágrannakonur
og þeirra menn, er nú margt farið
yfir móðuna miklu, Guð blessi þau
öll.
Síðustu rúma níu mánuði dvald-
ist hún í Sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja eftir að hafa slasast. Þar
hlaut hún þá bestu hugsanlegu
læknishjálp og hjúkrun sem hægt
er að hugsa sér og eiga allir þar
heiður og þökk skilið, ennfremur
allir sem heimsóttu hana og
glöddu.
Hjartans þakkir frá mér og
minni fjölskyldu. Guð blessi minn-
ingu móður minnar.
Álfheiður Lára Þórðardóttir
Kristbjörg Stefánsdóttir, föður-
systir mín, andaðist á sjúkrahús-
inu í Vestmannaeyjum, 8. mars sl.
Hún fæddist í Heiðarseli í Hróars-
tungu N-Múlasýslu, þann 12. júlí
18%, dóttir hjónanna í Heiðarseli,
Stefáns bónda þar, síðar í Fremra-
seli (1889—1901), Magnússonar
bónda, síðast að Desjarmýri
(1855—1866), í Vopnafirði, Jó-
hannessonar „Skálda", Árnasonar
Eyjafjarðarskálds Jónssonar.
Kona Magnúsar og móðir Stefáns,
var Guðríður Benjamínsdóttir,
Benjamínssonar á Krosshúsum í
Flatey á Skjálfanda Þorgeirsson-
ar, en s.k. Benjamíns á Krosshús-
um, var Gróa Stefánsdóttir frá
Þverá í Fjörðum, Pálssonar. Móðir
Guðríðar var Rannveig Einars-
dóttir frá N-Skálanesi í Vopnaf.
Kona Stefáns og móðir Krist-
bjargar, var Guðbjörg Jósepsdótt-
ir, bónda síðast að Heiðarseli
(1863—1879), Erlendssonar bónda
að Streiti, Berufjarðarströnd, Er-
lendssonar.
Kona Jóseps, var Oddný Sigurð-
ardóttir, bónda að Heiðarseli
Benediktssonar, á Rangá Gríms-
sonar, prests, síðast að Hjaltastað,
Bessasonar.
Þau Oddný og Jósep byrjuðu
búskap sinn á Hreimstöðum,
Hj.þinghá, börn þeirra sem upp
komust voru, Guðbjörg getið, Guð-
rún, g. Halldóri Marteinssyni, síð-
ast á Norðfirði, Guðlaug, g. Þor-
steini Magnússyni, lengst að
Tjarnarlandi og Sigþrúður, g. Ein-
ari Guttormssyni, síðast á Seyð-
isfirði.
En þegar Jósep, maður Oddnýj-
ar andaðist 1879 var hún illa stödd
með börn sín og félítil, en hún var
dugleg mjög. Átti að koma henni
burtu, svo að hún yrði ekki sveit-
læg. En þá ræðst hún í það, með
aðstoð Eiríks á Vífilsstöðum og
Magnúsar á Galtastöðum ytri,
ágætismanna, að kaupa Heiðarsel.
Braust þar síðan áfram með fá-
gætum dugnaði.
Móðir Jóseps í Heiðarseli var
Guðríður Árnadóttir, prests
Skaftasonar að Hálsi í 'Hamars-
firði og -s.k. hans Helgu Vigfús-
dóttur, sýslumanns í Þingeyjar-
sýslu, Jónssonar.
Kristbjörg var yngri tveggja
barna þeirra Stefáns og Guðbjarg-
ar, sem upp komust, hitt var
Magnús, síðast dyravörður í
Stjórnarráðinu, sem lést fyrir
tæpum 2 árum. Guðbjörg móðir
þeirra andaðist 1901, og var
Kristbjörg að mestu alin upp hjá
Oddnýju, ömmu sinni í Heiðarseli.
Árið 1927 giftist Kristbjörg
Þórði skipasmið Jónssyni, for-
manni frá Gamla Hrauni á Eyrar-
bakka Guðmundssonar, kona Jóns
var Ingibjörg Jónsdóttir frá Mið-
húsum í Sandvíkurhreppi. Byrj-
uðu þau búskap sinn á Ákureyri,
síðar Innri Njarðvík, seinna í
Vestmannaeyjum, að Vallartúni
og Skálanesi. Eignuðust þau Þórð-
ur fjórar dætur, Láru, g. ísak Þor-
kelssyni, járnsmið Kópavogi,
Oddnýju, g. Karli J. Gunnarssyni,
versl.m. Rvík, Ingibjörgu, g. Svani
Jónssyni, vélstjóra Vestmannaeyj-
um og Þóru, g. Eyvindi Hregg-
viðssyni verkstjóra Rvík. Þórður
andaðist í Vestmannaeyjum, 1.
febrúar 1939.
Það er ekki talið fréttnæmt, og
sjaldan gert að umtalsefni í blöð-
um þótt konur, á efra skeiði, falli
frá. Og hafa margar hinar göfug-
ustu og merkustu húsfreyjur hvílt
í gröfum sínum um árabil, án þess
að starfsemi þeirra í þarfir lands
og lýðs hafi verið birt eða þökkuð
sem vert er, eða minning þeirra
heiðruð á nokkurn hátt.
Minning þeirra hefur því smátt
og smátt fölnað, eins og blómið á
leiðunum, uns hún hefur að lokum
dáið og gleymst öllum, og aðeins
lifað og skinið í hjörtum eftirlif-
andi ástvina.
Konunni, móðurinni er falið á
hendur eitt hið vandasamasta og
ábyrgðarmesta starf, að ala upp,
fræða og þroska, komandi kyn-
slóðir. Minning og áhrif móður-
innar er sú leiðarstjarnan sem
skærast hefur skinið á vegum
margra barna, fyrr og síðar.
Kristbjörg var gerfileg ásýnd-
um, nokkuð há vexti, hárið var
jarpt, brosið blítt. Hún var látlaus
í framkomu, alúðleg í viðmóti,
ræðin og frændrækin. Gott minni
hafði hún til hins síðasta, enda
var hún fróð um flest, einkum
ættfræði. Hún var vel að sér, bæði
til munns og handa, fjölhæf í
verki, starfsöm og gestrisin var
hún með afbrigðum.
Guð komi sjálfur nú með náð,
nú sjái Guð mitt efni og ráð,
nú er mér Jesús þörf á þér,
þér, hef ég treyst í heimi hér.
H. Pétursson
Fyrir mína hönd, systra minna,
Guðbjargar og Önnu Maríu, þakka
ég að lokum Kristbjörgu fyrir alla
hennar elsku við okkur systkinin
og foreldra okkar í gegnum árin.
Kristbjörg var mjög trúrækin og
biðjum við góðan Guð að fylgja
henni á nýju tilverustigi.
Dætrum og öðru venslafólki
vottum við innilega samúð.
Jón Magnússon
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
Ólöf Sigurðardóttir.
í dag á að kveðja ömmu hinstu
kveðju. Þegar svo er komið verður
manni litið um öxl og minningarn-
ar streyma fram, minningar um
góða konu sem ávallt var lítillát
og hógvær í fasi.
Ég hef notið þeirrar gæfu að
leiðir okkar hafa legið saman allt
frá þeirri stundu er ég man fyrst
eftir mér. Fyrstu árin min var ég
meira og minna í Skálanesi, þar
undi ég mér með frændum mínum
að leik með kubba og tölur og
ófáar voru sögurnar seni amma
sagði okkur. Aldrei þreyttist hún
á að segja okkur sögur af álfum,
dvergum, smaladrengjum og sög-
ur úr sveitinni sinni. einnig
kenndi hún okkur bænir, vers og
kvæði. Svo sem títt er um börn vill
margt gle.vmast en sumt hefur náð
að festa rætur og verður ekki það-
an slitið, svo er með þessar þrjár
vísur sem hún kenndi mér:
Fyrsta vísan er glettin vísa sem
Stefán pabbi hennar orti til þeirra
barnanna.
Unga fólkið eina stund
innan læstra sala
átti með sér aulafund
en enginn kunni að tala.
Hinar tvær vísurnar orti Simon
Dalaskáld, er hann var gestkom-
andi hjá Oddnýju langömmu og
ömmu.
Kristbjörg eins og vorrós vex
væn og siðprúð meyja,
lifað æsku árin sex
auðgað hefur Freyja.
Gæðir gleði huga manns
glöð og hýr við dróttir,
kveikir glóðir kærleikans
Kristbjörg Stefánsdóttir.
Árin liðu, 1966 fluttumst við
burt frá Vestmannaeyjum. Þetta
var ömmu þungbært, að sjá á eftir
yngstu dóttur sinni og augasteini
og allri hennar fjölskyldu til
Reykjavíkur. Bættar samgöngur
og breyttir tímar réðu bót á þess-
um aðskilnaði, amma lagði land
undir fót og var til skiptis hjá
mömmu og Ingibjörgu í Vest-
mannaeyjum, auk þess sem hún
heimsótti þær Oddnýju og Láru.
Þetta fyrirkomulag mæltist vel
fyrir hjá okkur barnabörnunum,
þó bryddaði stundum á örlítilli af-
brýðisemi ef okkur fannst hún bú-
in að vera fulllengi í burtu.
Enn líður tíminn bæði í sorg og
gleði, í mínum augum var amma
óháð tímanum, hún var bjargið
sem hægt var að reiða sig á.
Sterkustu minningarnar um
ömmu eru frá nýliðnum árum,
þessar minningar koma upp í hug-
ann eins og ljósmyndir óháðar
hver annarri, atlár þessar myrtdir
lysa ömmu sem óeigingjarnri, trú-
aðri konu sem alltaf bar hag ann-
arra fyrir brjósti. Jafnvel þegar
mest mæddi á henni sjálfri var
hún að hugsa um aðra, láta okkur
vita að hún væri óhrædd, hefði
leitað styrks í trúnni og við skyld-
um vera róleg. Ég ætla mér ekki
að lýsa ömmu nánar, þeir sem til
þekkja vita að það gerðu verkin
hennar best.
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur hið sama
enorðstír
deyr aldreigi
hveim es sér góðan getur.
(HáVamál)
Megi elsku amma mín hvíla í
friði.
Kristbjörg EyvindsdóUir
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem auösyndu okkur samúö og
hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, fööur og afa,
KRISTJÁNS HAUKS MAGNUSSONAR,
vélstjóra,
Hábergi 38, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 7A Borgarspital-
anum fyrir frábæra umönnun.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Hrefna Lúthersdóttir,
börn og barnabörn.
t
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem auösýndu okkur samúö og
hlýhug viö fráfall og útför litlu dóttur okkar og systur,
SIBURBORGAR EVU MAGNÚSDÓTTUR,
Holtsgötu 28,
Ytri-Njarövík.
María Ingibjartsdóttir,
Magnús Haukur Kristjánsson,
Kristján Haukur Magnússon.