Morgunblaðið - 17.03.1984, Side 39

Morgunblaðið - 17.03.1984, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 fólk f fréttum ■£KVC' daviö'e9- . \etöasKT''S9p\es se9'T * l s\ti\oT'sp utttto KÓ09 t'°* °t\SÍ set' “uÁdö«*' w*T + „An Janni væri ég ekki lengur í ‘ lif- anda tölu,“ sagöi ferðaskrif- stofukóngurinn Simon Spies, þegar hann var útskrifaður af sjúkrahúsi fyrir nokkru, 25 kíló- um léttari en þegar hann fór þangað. Spies er enn illa hald- inn og getur ekki gert sér neina von um að fá bót meina sinna. Hann þjáist nefnilega af því, sem er að verða þjóðarsjúk- dóm ur í Danmörku. Lifrin er ónýt og lækn- arnir kenna þaö of miklum drukk. „Ég kom að Spies meðvitund- arlausum í rúminu," segir Janni, sem kallaði strax á sjúkrabíl og bjargaöi þannig lífi mannsins síns. Þótt Spies sé nú bara skuggi af sjálfum sér hefur hann ekki með öllu glataö gamansem- inni. Þaö sýndi sig t.d. í því, að þegar hann fór af sjúkrahúsinu þér þykja vænt um lifrina,“ segir á skyrtubolnum hans Spies, sem þarna er með Janni eftir að hann kom út af var hann í skyrtubol þar sem á stóð á ensku: „Láttu þér þykja vænt um lifrina“. „Þaö er kannski nokkuö seint séð hjá mér en þrátt fyrir þaö hef ég ekki gefið upp alla von. Ég verð þó aö sætta mig við, aö ég er ekki jafn ódauölegur og ég hélt,“ segir Spies, sem gerir sér fulla grein fyrir, að líf hans hangir á bláþræöi. Miltað er sjúkt og það er þó fyrst og fremst lifrin, sem hefur gefist upp, ónýt eftir margra áratuga stanslausa áfengisneyslu. Hún getur ekki lengur hreinsaö burt eiturefni úr líkamanum og Spies verður því aö vera á sterkum lyfjum og fá blóöskipti reglulega. COSPER — Nú verðurðu bráðum að fá þér gleraugu. Frances og Sting. Nú eru þau hætt öllum ástarhótum. Skjótur skilnaður + Það tók ekki nema 30 sek- úndur aö slíta því, sem standa átti að eilífu, það er aö segja hjónabandi poppstjörnunnar og margmilljónerans Stings í hljómsveítinni Police og Fran- ces Tomelty. Á eftir brostu þau bæði sínu breiöasta og sögöust alls hugar fegin aö vera laus úr prísundinni þótt þau hafi raunar ekki búið saman sl. tvö árin. Sting hefur aö undanförnu búið með leikkonunni Trudie Styler og nú nýlega eignuöust þau eitt barn saman. Með Frances átti hann tvö börn, sjö ára dreng og tæpra tveggja ára stúlku. Frances giftist Sting þegar hann var bara kennari að nafni Gordon Sumner og fór með honum til London þegar hann var að reyna aö koma sér áfram sem söngvari. Það voru erfiðir tímar fyrir þau en þá stóðu þau saman í blíöu og stríöu. Þegar betur fór að ganga og frægðin kom til sögunnar röknuðu hins vegar hnútarnir, sem bundu þau saman. í mörgum laganna á nýjustu plötu Police, „Syn- chronicity", fjallar Sting einmitt um konuna sína fyrrverandi og það, sem fylgir upplausn heim- ilis. Því ekki að kaupa plöturnar þar sem þær eru ódýrastar? Plötubúðin Bengan í Gautaborg (Svíþjóð) byrjar núna með póstkröfuþjónustu. Eftir að hafa haft lægsta plötu- verð í Svíþjóð í 9 ár, viljum við nú einnig gefa þér tækifæri á aö versla hjá okkur. Okkar markmið er að hafa allar plötur og snældur sem fáanlegar éru í Svíþjóð í dag 30.000 titlar. Allt frá sígildri tónlist til nútíma tón- listar. Okkar verð: albúm 52 skr., snældur 52 skr., tvö- falt albúm 65—70 skr., lítil plata 16 skr. Ef þú vilt panta skrá yfir þessar 30000 plötur þá er það ekkert mál. Velkomin með pantanir. Settu bara inn 45 skr. á póst- gíró 839687-1 þá sendum við skrána. Skrifið til: BENGAN’S, Allmanna Vágen 26, 414 £0 Göteborg, Sverige eða hringið í síma 31-422242. Sparneytnir bílar þurfa ekki að vera þröngir og óþægilegir. Það sannar MAZDA 323 MAZDA 323 er rúmgóður og sparneytinn alvörubíll á smábílaverði. Þú fórnar allt of miklu í rými og þægindum, ef þú kaupir suma af þessum „smábílum" sem eru á markaðnum og endar með að borga allt of mikið fyrir allt of lítið. Hugsaðu þig því tvisvar um, því að MAZDA 323 kostar aðeins Kr. 273.000 í Deluxe útgáfu, með ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð. MAZDA 323 Sættu þig ekki við neitt minna! BÍLABORGHF mazoa / Smiðshöfða 23. sími 81299 8 Metsölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.