Morgunblaðið - 17.03.1984, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
47
Stórgóður síðari hálfleikur
nægoi íslenska liðinu ekki
Frá SkapU llallgrímssyni, frétUriUra Mbl. á Akureyri.
Fyrsti handknattleikslandsleik-
urinn sem spílaður hefur veriö ó
Akureyri fór fram í gærkvöldi er
ísland lék gegn Rússlandi. Var
þetta annar leikur landanna í
þessari heimsókn en sé þriöji fer
fram í dag. Rússneska landsliðið
sigraði meö 27 mörkum gegn 22.
Staðan í hálfleik var 15—10,
Rússum í hag. Fyrri hélfleikurinn
var alls ekki nægilega góöur hjé
íslenska liöinu og miðaö viö leik
liðsins é fimmtudag þé olli hann
nokkrum vonbrigöum. Dauöafær-
in nýttust ekki sem skildi og þrétt
fyrir skemmtilegar leikfléttur
komust íslensku leikmennirnir
ekki nægilega vel í takt viö leik-
inn. Heimsmeistararnir tóku for-
ystuna strax í upphafi, Belov
skoraöi fyrsta mark leiksins meö
þrumuskoti en Atli jafnaöi. Atli
sem var atkvæðamestur í fyrsta
leik liöanna lék af stakri snilld í
gærkvöldi og kom rússnesku ris-
unum hvaö eftir annað ( opna
skjöldu. “Þaö er ekki nóg að vera
stór “ sagöi Atli í gríni eftir leik-
inn, nokkuð er til í því þar sem
Atli skoraöi aö minnsta kosti einu
sinni meö uppstökki yfir hinn
íturvaxna Andrés Kipems nýliöa í
rússneska liðinu, hann er enginn
smésmíöi — nemi iljar hans viö
jöröu er hvirfillinn í tvö hundruö
og tíu centimetra hæö.
Eftir fimm mínútna leik voru
Rússar komnir meö 3 marka for-
skot 5—2, og eftir slæma byrjun
náöi íslenska liðið sér ekki á strik.
Munurinn var 3 til 4 mörk mest
allan hálfleikinn og undir lokin
jókst hann enn frekar, mest varö
hann 6 mörk, 8—14.
Dómararnir norsku stóöu sig
ekki vel í fyrri hálfleiknum hverju
sem um má kenna. Þeir voru hlið-
hollir Rússum, öll vafabrot féllu
þeim í hag og virtist þaö fara í
taugarnar á íslensku leikmönnun-
um. Rússarnir héldu sínu striki
unnu verk sitt hægt og bítandi og
léku skínandi fallegan handknatt-
leik.
ísland —
Rússland
22—27
Hann hefur komiö mjög vel frá
sóknarleiknum í báðum leikjunum.
Kristján Arason átti stórglæsilegar
línusendingar á félaga sinn Þorgils
Óttar, enga aö vísu sem gaf mark
en samvinna þeirra FH-inga var
góö. Aörir stóöu vel fyrir sínu. i
vörninni voru Kristján, Steinar og
Þorbjörn í aöalhlutverkum en
vörnin á aö geta gert enn betur en
í gær. Þaö er varla hægt aö týna
nokkurn út úr í rússneska liðinu
Þaö vinnur vel saman sem ein
sterk liösheild. En hornamanninn
Kazshakevich veröur að nefna svo
og Rimanof. Þá eru markveröir
liösins sterkir.
Mörk íslenska liösins skoruöu:
Atli Hilmarsson 7, Kristján Arason
5 2v, Páll Ólafsson 4 3v, Þorgils
Óttar 2, Siguröur Gunnarsson 2,
Guömundur Guðmundsson 1, og
Steinar Birgisson 1.
Morgunblaöið/Símamynd frá Akuroyri/Friöþjófur Helgason.
Þorgils Óttar skorar af línunni hjá rússneska markverðinum í landsleiknum á Akureyri í
gærkvöldi. Þetta var fyrsti handknattleikslandsleikurinn sem þar er leikinn.
Stórgóður seinni hálfleikur
Síöari hálfleikurinn byrjaði vel
hjá íslenska liöinu, þeir skoruöu
tvö fyrstu mörkin. Fyrst úr víti sem
Þorgils fékk, og hitt úr hraöaupp-
hlaupi úr haröfylgi.
Stemmningin varö mjög góö í
húsinu viö þessa góöu byrjun og
allt annað var aö sjá til íslensku
leikmannanna en í fyrri hálfleikn-
um. Leikflétturnar gengu betur, og
sjálfstraust leikmanna jókst. En
þaö nægöi ekki til aö brjóta niöur
Rússana, þegar íslendingarnir juku
hraöa sinn skiptu Rússar líka um
hraöastig eins og ekkert væri til aö
standast þeim snúning. Þannig eru
Rússar. Þeir sníöa sér stakk eftir
vexti. Ekki er hægt aö segja aö
þeir slaki á, þeir leika alltaf á fullu
en næsta hraöastig fyrir ofan virö-
ist alltaf vera til staðar.
Þrátt fyrir góöan leik islands
varö munurinn í síðari hálfleik
aldrei minni en þrjú mörk. 13—16,
14—17, 15—18 og 18—21. Loka-
munurinn eins og áöur kom fram
fimm mörk, 22—27. Rússar skor-
uöu tvö síðustu mörkin, 26. markiö
var sannkallaö sirkusmark. Horna-
maðurinn Kazshakevich fékk bolt-
ann á lofti inn í teiginn og skrúfaöi
hann meö glæsibrag í netiö. is-
lendingar hófu sókn en misstu
boltann og síðasta mark Rússa
kom úr hraöaupphlaupi í sama
mund og flautað var til leiksloka.
Sóknarleikur íslenska liösins
gekk vel hjá íslenska liðinu sér-
staklega í síöari hálfleik. Stundum
var þó nokkurt ráöleysi, leik-
mönnum vantaöi frumkvæöi oig
virtust ragir. En sem í fyrri leiknum
var þaö Atli sem var ákveönastur.
Liverpool
tapaði 0—2
Efsta liö ensku 1. deildarinnar, útherjinn smévaxni, Danny Wall-
Liverpool, tapaöi 0—2 fyrir ace, sem skoraöi bæði mörk liös-
Southampton í deildarkeppninni j ins. Liverpool er enn efst í deiid-
í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í inni, en gæti tapað þeirri forystu
Southampton. Heimaliöiö var vel ef Manchester Utd. sigrar Arsen-
aö sigrinum komiö, en þaö var j al é heimavelli sínum í dag.
Ágúst Þorsteins
í góðri æfingu
„Mér finnst ég hafa meiri hraöa
en éður ef eitthvaö er, hleyp ekki
nærri eins langt í viku hverri og í
fyrra og er því léttari é mér,“
sagöi Ágúst Þorsteinsson, lang-
hlaupari úr UMSB, í spjalli viö
Mbl.
Ágúst tók um helgina þátt í
fimm kilómetra götuhlaupi í Austin
í Texas þar sem hann stundar há-
skólanám. Hljóp hann á 15:26 mín-
útum í rétt mældu hlaupi, þar sem
fyrsta mílan var verulega á fótinn.
„Ég hljóp tvisvar daginn áöur og
tók auk þess lyftingaræfingu,
þannig aó ég hvíldi ekki fyrir þetta
hlaup. Ætla hins vegar aö slaka
aöe'ins á úr þessu vegna víöa-
vangshlaups heimsins í New York
um aöra helgi," sagöi Ágúst.
Ágúst kvaðst hafa æft vel í vetur
og vonast hann til að setja per-
sónuleg met í sumar. Hyggst hann
ekki hlaupa maraþonhlaup í vor
eða sumar, eins og í fyrra, en þá
náöi hann öörum bezta árangri ís-
lendings í maraþonhlaupi og
keppti í þeirri grein á heimsmeist-
aramótinu i frjálsíþróttum, sem
haldiö var í Helsinki.
• Ágúst Þorsteinsson
• Þjélfari Hamborg, Ernst
Happel og framkvæmdastjór-
inn, Gunter Netzer, geta verið
énægöir því að lið þeirra er
komiö é toppinn aftur og leik-
ur mjög vel um þessar mund-
ir.
Magath og
Zewe bestir
í DAG veröa leiknir sjöundu
leikirnir í siöari umferöinni í
„Bundesligunni" í knatt-
spyrnu. Stuttgart leikur é
heimavellí gegn Leverkusen
en Fortuna Dusseldorf leikur
é útivelli gegn Borussia
Dortmund.
Bæöi liöin töpuöu leikjum
sínum um síöustu helgi.
Bayern er núna í efsta sæti
deildarinnar en Hamborg fylgir
fast á eftir. Bayern leikur gegn
Bochum í dag á heimavelli en
Hamborg fær Werder Bremen
í heimsókn og veröur þaö án
efa tvísýn viðureign. Fyrir um-
feröina í dag þykja þessi liö
hafa spilaö best; samkvæmt
einkunnagjöf þýska stórblaðs-
ins Bild.
RanollstK aer
Monnaehaftmn
HSV *«42
W*rd*r Br*m*n UJU
Stungart 58,00
Diltteldorf SB.24
Gladbock M,7t
Kaltortloutom **,U
Boyora 17,27
Uordingon 17/41
Woldfcof >7>l
Bochuni 57,74
Lovortuion 40M
Köln «1,04
Brountchwolg 4147
Blolofold 41,71
Fronkfurt 42,17
Dortmund 424*
NUmborg 4*40
Offonboch 4440
Þeir Magaht og Zewe hafa
bestu meðaleinkunn leik-
manna en hér fer listi yfir þé
sem best hafa staðið sig í
deildinni í vetur:
Splelmr
Mogath 247
Zowo 247
Rwmmaniggw, K. 2»t2 Burdwntki 2JS
Schumochor 244
lakobt 244
Bommor 247
Kolti 247
Moior 241
Horaot Knolb 24* 2.74
Augonthalor VolTack *4B »40
Batt *4B
Walx 140
Olaldottor 140
Förttor, Kh. >40
Ttcha Bum >44
Pfoff »4*
Brohmo »47
Mlll *47
Völlor »47
Briogol Franko »4* *.14
Grubor Stoln Borowka Horr I.U ».17 S4S ».24 >44 »47
Scfcroior