Morgunblaðið - 17.03.1984, Qupperneq 48
ffgtmttUifeife
HLEKKUR í HEIMSKEÐJU
LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
<0mm>
Metafli hjá
Afli hefur verið ágætur víðast hvar við landið að
undanfornu og þá einkanlega á Breiðafirði. Eyja-
bátar hafa sömuleiðis aflað vel og var þessi mynd
tekin þar af löndun úr Þórunni Sveinsdóttur VE
Morjjunbladið/Sijfurgeir.
aflakóngum
401 í vikunni. Sigurjón Óskarsson og félagar
hans höfðu þá komið að landi með rúmlega 116
tonn og á einni viku um 300 tonn, sem er algjört
met í Eyjum.
Unglingar fá
sömu laun og
aðrir í
Y f ir vinnuban n inu
frestað, félagsfund-
ir á sunnudaginn
SAMNINGAR tókust í kjaradeil-
unni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi
og var yfirvinnubanni, sem byrjað
hafði klukkan 17, þá frestað. Fundir
um samningana verða haldnir á
sunnudag í Verkalýösfélagi Vest-
mannaeyja og Verkakvennafélaginu
Snót.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er grundvöllur samning-
anna samkomulag ASÍ og VSÍ á
Eyjum
dögunum. Þá var einnig samið um
að ekki verði greidd lægri laun
fyrir 16 og 17 ára unglinga og um
fatapeninga upp í kostnað vegna
hlífðarfatnaðar. Fleiri atriði, sem
ekki eru í heildarsamkomulaginu,
munu einnig vera inni í Eyja-
samkomulaginu.
Klukkan 17 í gær lagðist vinna
niður i fiskvinnslustöðvunum í
Vestmannaeyjum og vinnu var
hætt í loðnubræðslunum. Er sam-
ist hafði var yfirvinnubanninu
frestað og átti loðnumóttaka að
hefjast í gærkvöldi og bræðslurn-
ar að fara í gang á ný um hádegi í
dag.
Reglugerðin og
hvatning ráðuneyt-
isins liggur fyrir
Meira ætti ekki að þurfa, segir Matthías
Bjarnason, samgönguráðherra, um notkun
björgunarbáta með sjálfvirkum sleppibúnaði
Rafveitustjórar sveitarfélaga:
Afnema ber verðjöfn-
unargjald af raforku
RAFVEITUSTJÓRAR sveitarfélaga
beina þeim tilmælum til stjórnvalda,
að ráðstafanir verði gerðar til lækk-
unar raforkuverðs með þrennum
hætti, afnámi verðjöfnununargjalds
af raforku, lækkun annarra opin-
berra gjalda af raforkusölu, efnt
verði til dreifikerfa og loks með
vinnu að bættu skipulagi raforku-
dreifingar.
Framangreindar upplýsingar
koma fram í ályktun Félags raf-
veitustjóra sveitarfélaga. þar seg-
ir ennfremur: „Sú ákvörðun að
draga úr mismun á húshitunar-
kostnaði eftir búsetu í landinu er
eitt, — leiðin til slíkra aðgerða er
annað. Varað er við þeirri aðferð
að beita niðurgreiðslum úr ríkis-
Pönnuköku-
deig á fernum
Borgarnesi, 15. marN.
Mjólkursamlagið í Borgarnesi er
með það í athugun að hefja fram-
ieiðslu á pönnukökudeigi í fernum,
tilbúnum á pönnuna og líkum vör-
um, svo sem deigi í kínarúllur.
Jón Guðmundsson, mjólkur-
fræðingur hjá MSB, tók fram í
samtali við blm. Mbl. að undirbún-
ingur væri enn skammt á veg
kominn og of snemmt að fullyrða
um hvort eða hvenær framleiðsla
gæti hafist.
sjóði og raska þannig verðskrám
einstakra rafveitna.
í stað verðjöfnunargjalds af
raforku kann að vera rétt að veita
fé eða lánafyrirgreiðslu til ein-
stakra raforkuframkvæmda, sem
eru óarðbærar en réttlætanlegar
af öðrum ástæðum."
Að lokum segir, að í stað niður-
greiðslu á verði raforku til húshit-
unar virðist milliliðalausir styrk-
ir, skattaívilnanir og/eða aðstoð
við orkusparandi aðgerðir væn-
legri kostir.
„ÞAÐ liggur þegar fyrir reglugerð,
sem skyldar fiskiskip til að vera með
sjálfvirkan sleppibúnað björgunar-
báta og samgönguráðuneytið hefur
lagt á það áherslu við Siglingamála-
stofnun, að því verði flýtt aö slíkur
búnaður verði settur um borð í skip-
in. Meira ætti ekki að þurfa,“ sagði
Mattías Bjarnason, samgönguráð-
herra, er blm. Morgunblaðsins innti
hann eftir því hvort ráðuneyti hans
myndi beita sér fyrir því af auknum
krafti, aö búnaður þessi yrði settur í
skipin.
Matthfas Bjarnason sagði
ennfremur, að hann byggist ekki
við því, að sá frestur, sem gefinn
hefur verið til að setja upp þennan
útbúnað, yrði styttur. í þeim efn-
um væru ýmis vandkvæði og það
væri nóg að hafa sett reglugerð og
hvatt til þess, að þessu yrði flýtt.
Ráðuneytið færi ekki að stoppa
skip vegna þess. Það væri venjan
að gefa mönnum nokkurn aðlög-
unartíma, þegar ný öryggistæki
væru tekin í gagnið. Því væri
ólíklegt að fresturinn yrði styttur.
Hins vegar væri daglega verið að
setja þennan búnað um borð í skip
og þetta gengi allt í rétta átt.
Barðaströnd:
Yerður
fjárlaust?
BarAaströnd, 5. mars.
GRUNUR leikur á að riðuveiki sé
hér á mörgum bæjanna og er verið
að kanna hvað gera skuli. Heyrst
hefur að jafnvel muni til þess koma
að allt fé verði skorið niður, hér og
ef til vill víðar.
Skelvinnsla hefur gengið vel og
fer henni senn að ljúka. Tíðarfar
hefur verið frekar slæmt í vetur,
umhleypingasamt, en frostlítið.
SJ.Þ.
Kvóta má færa með
skipstjóra milli skipa
SAMKVÆMT breytingum þeim
sem sjávarútvegsráðuneytið hefur
gert á reglugerð um stjórnun fisk-
veiða verður heimilt að færa áunn-
inn aflakvóta með skipstjóra og
áhöfn milli skipa, hafi sami skip-
stjóri stýrt skipinu samfellt allt við-
miðunartímabilið og taki hann við
sambærilegu skipi. Tekur þessi
heimild til skipa, sem eru 51 brúttó-
lest að stærð eða stærri. Þessi
heimild hækkar meðal annars afla-
kvóta Viðeyjar RE 6 um 51%.
Heimild þessi tekur til mjög
fárra skipa, en dæmi um þetta er
áhöfn skuttogarans Viðeyjar RE
6 í eigu Hrannar hf. Reykjavík,
sem á viðmiðunartímabilinu var
á skuttogaranum Snorra Sturlu-
Heimildin hækk-
ar aflakvóta Við-
eyjar RE um 51%
syni RE 219 frá Bæjarútgerð
Reykjavíkur. Snorra Sturlusyni
var úthlutað samanlagt afla-
markinu 4.987 lestum sem sam-
svarar 3.779 lestum í útreiknuð-
um þorskígildum, en Viðey 3.173
lestum, sem í þorskígildum sam-
svarar 2.501 lest. Heildarafli
Snorra Sturlusonar var á síðasta
ári 4.444 lestir, en heildarafli Við-
eyjar 2.970 lestir. Án umræddra
breytinga hefði skipið fengið um
33% lægra aflamark en ella.
Ólafur Örn Jónsson, skipstjóri
Viðeyjar, sagði í viðtali við blm.
Morgunblaðsins, að lagfæringar
þessar væru réttlætismál gagn-
vart þeim mönnum, sem hér ættu
í hlut. Réttur þeirra með fyrra
fyrirkomulagi hefði verið fyrir
borð borinn. Þeir væru því mjög
ánægðir með þetta.
„Á þessu ári höfum við aflað
tæplega 1000 lesta, sem er ívið
meira en á Snorra í fyrra og í
dag, föstudag, komum við inn
með 200 lestir af karfa eftir viku
úthald," sagði ólafur Örn Jóns-
son.
Sjá nánar um breytingar á
reglugerðinni á bls.25 í dag.
—HBj.