Morgunblaðið - 21.03.1984, Side 20

Morgunblaðið - 21.03.1984, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984 Þjóðleikhúsið: Sýningar á Öskubusku hefjast á ný ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi ball ettinn Óskubusku, eftir Velko Vur- ésha við tónlist eftir Prokofév, á öskudag og gátu þá aðeins verið tvær sýningar á verkinu í fyrstu lotu vegna anna aðalkarldansarans við Parísaróperuna. Nú er Jean-Yves Lormeau kom- in aftur til landsins og hefjast því sýningar að nýju þriðjudaginn 20. mars. 4. sýning verður miðviku- daginn 21. mars, 5. sýning fimmtudaginn 22. mars, 6. sýning laugardaginn 24. mars og 7. sýn- ing sunnudaginn 25. mars. Eftir það verður enn að gera hlé á sýn- ingum og verða næstu sýningar auglýstar sérstaklega. Hlutverk Öskubusku dansar Ásdís Magn- úsdóttir. Ásdís Magnúsdóttir í hlutverki Öskubusku Sfldarverksmiðjur ríkisins: Mjöli og lýsi skip- að út frá Siglufirði 1.000 lestum af mjöli og 3.000 lestum af lýsi var skipað út hjá Síld- arverksmiðjum ríkisin:; í Siglufirði síðastliðinn mánudag og á næstunni eru fleiri útskipanir fyrirhugaðar hjá SR. Alls hafa verksmiðjur SR tekið á móti um 140.000 lestum af loðnu á yfirstandandi vertíð. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri SR, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að hann vonaðist nú til þess að sala loðnu- afurða færi að ganga greiðlegar en að undanförnu. Sér virtist að verð á þeim hefði verið komið í botn og þokaðist nú heldur upp á við. Mjög erfitt væri að selja þessar afurðir þegar verð væri á niðurleið, því þá héldu kaupendur að sér höndunum í þeirri von að það lækkaði enn frekar. Jón Reynir sagði ennfremur, að verð á lýsi væri nú um 400 dollar- ar lestin og á próteineiningu mjöls um 6,35 dollarar. Ný löguð borgfirsk blanda Hvernig væri að reyna ný lagaða borgfirska blöndu sem veitir afslöppun, upplifun og ánægju. Blandan er samansett af: 1. Ferð í Borgarnes á laugardaginn kl. 13 með Sæmundi frá BSÍ. 2. Hótel Borgarnes býöur uppá mat, drykk, gistingu og dans. 3. Leikdeild Skallagríms býöur uppá skemmtunarleikinn Dúfnaveisluna eftir Halldór Laxness kl. 20.30. 4. Ferö frá Hótel Borgarnesi til Reykjavíkur sunnudag kl. 17. Þessi blanda er seld hjá Ferðaskrifstofu ríkis- ins, Skógarhlíö 6, og kostar aöeins 1.380 kr. per. mann. Auk aöalblöndunnar eru ýmsar smáblöndur boönar þegar á staðinn er kom- iö. Bendum viö á Heilsuræktina, íþóttahúsiö, Ljós og nuddstofuna Bata og Hárgreiðslu- stofuna Heiðu. Nánari uppl. um blönduna eru veittar á Hót- el Borgarnesi í síma 93-7119 og hjá Ferða- skrifstofu ríkisins, sími 25855. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND HALLDÓRSSON Barátta skæruliða í Kólombíu harðnar Jp i-’ „El FI*co“: myrtur ekki? eða Betancur: vin- sæll. FORSETI Kólombíu, Belisario Betancur ('uartas, hefur lýst yfir umsát- ursástandi í nokkrum suðurhéruðum vegna árásar skæruliða „19. apr- íl-hreyfingarinnar“ (M19) á borgina Florencia. Betancur hefur reynt að fá skæruliða til friðarvið- ræðna síðan hann var kjörinn forseti 1982. Fyrir sex mánuð- um lýsti M19 yfir vopnahléi, en tilkynnti nýlega að bardagar yrðu hafnir að nýju, því ekki virtist kleift að semja við stjórnina um frið. Lög um sakaruppgjöf voru samþykkt fyrir atbeina Betanc- ur forseta 20. nóv. 1982. Til- raunir hans til að koma á frið- arviðræðum hafa mistekizt, m.a. vegna þess að M19, Kól- ombíski byltingarherinn (FARC) og fjögur önnur skær- uliðasamtök hafa krafizt þess að hann lýsi yfir vopnahléi á svæðum þar sem barizt er. Skæruliðar hafa einnig kraf- izt haldbetri trygginga fyrir því að þeir fái að breyta hreyfing- um sínum í stjórnmálaflokka og stofna verkalýðsfélög. Þeir vilja líka tryggingar fyrir vernd gegn dauðasveit hægrimanna, MAS, sem nýtur fjárhagsstuðnings eiturlyfjasala og hefur myrt nokkra skæruliða síðan þeir tóku upp borgaralegt líferni. Sakaruppgjöfin hefur notið víðtæks stuðnings, m.a. komm- únistaflokksins, sem er lögleg- ur, og flokka sósíalista. Þótt M19 og FARC hafi hafnað því hafa rúmlega 1.000 skæruliðar gefizt upp og tekið upp borgara- lega lífsháttu, þar af um 300 liðsmenn M19 og 60 úr FARC. Þessi tala getur verið hærri, því að margir skæruliðar hafa snú- ið aftur til borgaralegs lífs án þess að tilkynna það. Fylgi skæruliða hefur dvínað vegna sakaruppgjafarinnar. M19 og P'ARC hafa hrósað Bet- ancur fyrir „velvild" og „póli- tískt raunsæi" og sýnt áhuga á sakaruppgjöfinni. Skilmálar Betancurs eru taldir sanngjarn- ir og hann hefur átt erfitt með að ganga að skilyrðum skæru- liða. Heraflinn hefur aldrei ver- ið ánægður með sakaruppgjöf- ina og mundi leggjast harka- lega gegn fleiri tilslökunum. Síðan borgarastyrjöld geisaði í Kólombíu 1948 hafa 19.668 fallið af völdum pólitísks ofbeldis, þar af aðeins 432 lög- reglumenn og 947 hermenn. í borgarastyrjöldinni sjálfri („La Violencia") létu 200.000 manns lífið. Stjórnin telur að skærulið- ar séu 6.000, en herinn að þeir séu 15.000. Kólombíuher mun skipaður 60.000 mönnum. FARC, M19 og aðrir hópar hafa verið í vörn síðan lög um sakaruppgjöf voru samþykkt. FARC er deild úr kommún- istaflokknum og hefur starfað í 30 ár. Skæruliðar í öðrum lönd- um hafa tekið sér þessa rót- grónu hreyfingu til fyrirmynd- ar vegna baráttuaðferða og bar- áttuhæfni liðsmanna hennar. Hún hefur þó verið minna í fréttum en M19. Sakaruppgjöfin leiddi til klofnings í M19, sem var komið á fót fyrir fimm árum, og liðs- menn hreyfingarinnar fóru til Kúbu á endurþjálfunarnám- skeið. M19 missti yfirmann sinn, hefur einnig rænt ættingjum skæruliða og hótað aftökum ef skæruliðar sleppa ekki föngum. Einnig hafa skæruliðar aflað fjár með því að ræna landeig- endum. Landeigendurnir hafa snúið sér til hersins, mafíunnar og nú síðast til MAS. Þetta hef- ur viða^leitt til átaka. Sums staðar í frumskóginum hafa risið þorp skæruliða með sjúkrahúsum, skólum og raf- orkuverum og þeir lifa góðu lífi. Þegar blaðamaður Observers Jaimc Betancur, bróóir Kólombíuforseta, í haldi hjá skæruliöum ELN. llonum var sleppt eftir 15 daga. Til hægri er bandarískur blaðamaóur. Jaime („El Flaco“) Bateman, í flugslysi 28. apríl í fyrra. Hann skipulagði rán á sverði frelsis- hetjunnar Bolivars og sendi- ráðsumsátrið í Bogota 1980, þegar skæruliðar héldu flestum fulltrúum erlendra ríkja í gísl- ingu í tvo mánuði. Ári síðar hóf M19 sókn, sem leiddi til þess að stjórnin sleit stjórnmálasam- bandi við Kúbu. Bateman var sérfræðingur í að ræna blaðamönnum og halda fundi með þeim þegar hann þurfti að koma einhverju á framfæri. Þegar hann fórst hurfu átta milljónir dala úr sjóðum M19. Sumir töldu að hann hefði horfið með pen- ingana. Síðan hefur verið stað- hæft að óánægðir félagar í M19 hafi átt við tæki flugvélarinnar. Þessir menn voru óánægðir með náið samstarf hans við eitur- lyfjasala á Karíbahafi og ósveigjanlega afstöðu hans til náðunarinnar. Önnur helztu samtök skæru- liða eru „Þjóðfrelsisher" (ELN) Castrosinna, sem stundar að- gerðir nálægt landamærum Kólombíu og Venezúela, og „Al- þýðufrelsisher" (EPL) Maoista. Herinn segir að ELN, Maoist- ar í Perú, „Rauði fáninn" í Ven- ezúela og Farabundo Marti- frelsisfylkingin í E1 Salvador hafi samið um samstarf um eit- urlyfjasölu og öflun vopna frá eiturlyfjasölum gegn loforði um að skipta sér ekki af eiturlyfja- viðskiptum. Vitað er að bæði FARC og M19 hafa þegið hergögn og „eit- urdollara" frá fjölskyldum, sem stunda smygl á kókaíni og marijúana, fyrir „veitta þjón- ustu“, m.a. varðgæzlu umhverf- is marijúana- og kókaín-plant- ekrur og undirróðursaðgerðir til að dreifa athygli hersins. FARC og M19 hafa reynt að hasla sér völl á sviði eiturlyfja- sölu með því að ræna mönnum úr eiturlyfjamafíunni. Mafían heimsótti eitt þorpið nýlega skemmtu skæruliðar sér við að horfa á myndbandi á „Midnight Express" og „100 Rifles" yfir kampavínsglasi. Svokölluð friðarnefnd Bet- ancurs forseta hefur átt leyni- fundi með yfirstjórn FARC. Sjálfur ræddi forsetinn við leið- toga M19 og FARC í Madrid nýlega. Það var fyrsti fundur af því tagi í 30 ár. Betancur forseti hefur verið pólitískur einfari. Enginn for- seti hefur notið eins mikilla vinsælda síðan skoðanakannan- ir voru teknar upp í Kólombíu. Hann var frambjóðandi íhalds- flokksins þegar hann var kjör- inn forseti 1982. En hann hefur haft orð fyrir að vera „alþýðu- sinni" og hefur færzt til vinstri í innanríkis- og utanríkismálum síðan hann var kjörinn. Betancur hefur boðað meiri- háttar félagslegar umbætur og stjórn hans hefur verið laus við spillingu. í utanríkismálum hefur hann skipað Kólombíu í sveit óháðra ríkja, bætt sam- búðina við Kúbu og Nicaragua og verið helzta driffjöður Contadora-ríkjanna, sem reyna að finna friðsamlega lausn á deilunum í Mið-Ameríku. Bet- ancur hefur litið svo á að til- raunir til að koma á jafnvægi í Mið-Ameríku stuðli að því að tryggja frið heima fyrir. Skæruliðar hafa reynt að mynda samfylkingu til að efla sveitir sínar og styrkja samn- ingsaðstöðu sína. Herinn reynir að fá frjálsar hendur í barátt- unni gegn skæruliðum og vill vera laus við þrýsting landeig- enda, sem vilja harðari aðgerð- ir. Landeigendur óttast að þeim verði rænt, eignum þeirra er illa stjórnað og það kemur niður á efnahagslífinu. Þrátt fyrir vinsældir Betancurs og óvinsældir skæruliða eru marg- þætt vandamál Kólombíu vand- leyst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.