Morgunblaðið - 21.03.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
21
Rangt að forustu-
menn í verkalýðs-
hreyfingunni séu
of vel launaðir
— segir Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir
„ÞAÐ ER alltof mikil félagsleg
deyfð hjá félögum í verkalýðshreyf-
íngunni, en ég er nú hrædd um að
það sé víðar og í félögum yfirleitt
núna," sagði Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir er blaðamaður Morgunblaðs-
ins innti hana álits á þeirri gagnrýni
sem fram hefur komið að undan-
förnu á forystu verkalýðshreyf-
ingarinnar og tengsl hennar við hinn
almenna félagsmann.
„Hvað mig snertir finnst mér ég
vera í miklu sambandi við mitt
fólk. Ég er með mikið af vinnu-
staðafundum og gef mér mikinn
tíma til að tala við mitt fólk og
það er gott samband yfirleitt milli
mín og trúnaðarmanna. Ég vil
ekki segja mikið um önnur félög,
þar sem maður þekkir minna til.
Ég veit ekki með þessa menn sem
eru að gagnrýna verkalýðshreyf-
inguna mest. Mér heyrðist nú á
viðtalinu við Pétur Tyrfingsson
hann ekki vera tilbúinn til að taka
að sér forustu. Þetta eru kannski
þeir sem eiga eftir að erfa landið
og það á kannski bara eftir að
koma í ljós hvort þeirra samband
við félagsmenn verður betra en
okkar.“
— Hvað viltu segja um þá
gagnrýni að forustumenn deili
ekki kjörum með félagsmönnum?
„Ég tek sjálf laun eftir Sóknar-
taxta. Ég get sagt þér alveg eins
og er að ég held að það sé mjög
rangt að segja það að forustu-
menn í verkalýðshreyfingunni
taki meiri laun en þeim ber eftir
vinnuframlagi. Það er hins vegar
kannski rangt að taka laun eftir
öðrum töxtum og þá hærri. Það
væri miklu réttara að taka laun
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
eftir taxta síns félags og gera síð-
an reikning fyrir yfir- og nætur-
vinnu, en það væri miklu dýrara
fyrir félögin. Ég segi þér alveg
eins og er að ég yrði mjög reið við
hvaða félagskonu sem er í Sókn,
sem ynni fyrir jafnlitlu kaupi og
ég geri í raun og veru.
Það er einhvern veginn í mér að
mér finnst að maður verði að
leggja eitthvað í þetta frá sjálfum
sér, en það er engan veginn sann-
gjarnt og sjálfsagt að leggja á sig
vinnu á kvöldin og um helgar og fá
ekki eyri í greiðslu fyrir, en þetta
gerum við yfirleitt. Ég held því að
þetta sé ósanngjörn gagnrýni. Það
getur vel verið að þessir menn sem
skrifa sem mest um þetta séu svo
fórnfúsir að þeir myndu vinna fyr-
ir miklu minna, en ég verð nú að
játa það að ég efast stórlega um
það,“ sagði Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir ennfremur.
Kirkjunni á Reykhól-
um gefin Maríustytta
Á vígsludag Reykhólakirkju
fyrir 20 árum var stofnaður sjóður
sem helgaður var móður Matthí-
asar Jochumssonar, Þóru Einars-
dóttur, Skógum í Þorskafirði.
Sjóðurinn heitir „Minningarsjóð-
ur breiðfirskra mæðra“.
Einkunnarorð þessa sjóðs eru
eftirfarandi ljóðlínur Matthíasar:
Ef þú, sem ef til vill lest mitt ljóð
þá löngu er orðið kalt mitt blóð,
ó gleym ei móður minni,
en legg þú fagurt liljublað
á ljóða minna valinn stað
og helga hennar minni.
Sjóðnum skal varið til skreyt-
ingar Reykhólakirkju.
Nýlega hefur Reykhólakirkju
borist gjöf, en það er stytta af
Maríu með barnið og er hún gerð
eftir styttu frá 13. eða 14. öld og
skorin af Sveini Ólafssyni
myndskera í Reykjavík.
Upprunalega styttan var eitt
sinn eign Reykhólakirkju, en þeg-
ar Matthías Þórðarson, þjóð-
minjavörður, skrásetti muni
Reykhólakirkju 1913—1915 var
upprunalega styttan horfin úr
kirkjunni. En árið 1926 var hún
færð Landakotskirkju að gjöf og
prýðir þá kirkju nú.
Eftirtöldum mönnum sem stuðl-
uðu að eftirgerð styttunar skulu
færðar þakkir, en þeir eru Björn
Th. Björnsson, listfræðingur, hr.
biskup H. Frehen, kaþólska safn-
aðarirns á Islandi, og Torfa ólafs-
syni, formanni leikmanna ka-
þólska safnaðarins Reykjavík, og
áðurnefndum listamanni Sveini
ólafssyni myndskera.
Styttan er gefin til minningar
um Guðmund Sveinsson, Miðhús-
um, fæddur 27. apríl 1957, dáinn
27. september 1974. Gefendur eru
nánustu ættingjar hans.
DAGAR
Húsgagnahöllin er ekki bara stærsta húsgagnaverzlun landsins,
hún á líka stærsta og besta sýningahús landsins. Stundum eru
sýningar svo stórar aö viö veröum aö víkja meö húsgögnin og nú
eru bara 5 dagar þangaö til Bílgreinasambandiö byrjar aö setja
upp þriöju stórsýningu sína í Húsgagnahöllinni — Auto ’84. A
laugardaginn kemur frá kl. 4 flytjum viö öll húsgögn okkar inn á
lager og lokurrt venjulegri sölubúö til 18. apríl.
Ef þú getur ekki
beðið með húsgagnakaup
þar til við opnum aftur
eftir páska
ættir þú að líta inn sem fyrst.
Nú er að sjálfsögðu hægt að teygja okkur og toga í
samningum og fá vænan viðbótarafslátt við staö-
greiðslu.