Morgunblaðið - 21.03.1984, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
22
V-Þýskaland:
Frænka
Stophs
komin
Frankfurt, Vestur Þýskalandi. 20. mars. AP.
FRÆNKA WILLY Stophs, forsætisríð-
herra Austur-I>ýskalands, kom til
Vestur-I>ýskalands í dag eftir nokkurra
vikna baríttu fyrir því að flytja vestur.
Frænkan, Ingdrid Berg, sem hét fyrir
hjónaband sitt Ingrid Stoph, komst í
fréttirnar þegar hún flýði ásamt fjöl-
skyldu sinni í vestur-þýska sendiráðið í
Prag í Tékkóslóvakíu.
Með frú Berg var eiginmaður
hennar, Hans Dieter, 35 ára, 7 ára
sonur og 3 ára dóttir þeirra. Ekki
var vitað hvort tengdamóðir frú
Berg, Olga Berg, var með í förinni,
en hún dvaldist með þeim í sendiráð-
inu á dögunum. Það var 24. febrúar
síðastliðinn, að þau stungu sér inn í
sendiráðið. Þaðan fóru þau ekki fyrr
en 1. mars, er þeim hafði verið heitið
brottfararleyfi frá Austur-Þýska-
landi.
Afganistan:
Fjöldi bfla
eyðilagður
Nýju Delhí, 20. m»rs. AP.
FREL.SISSVEITIR múhameðstrúar-
manna í Afganistan hafa eyðiiagt
meira en 50 flutningabifreiðir Sovét-
manna á síðustu tveimur vikum. Voru
bílar þessir að koma frá Sovétríkjun-
um, þaðan sem þeir fluttu birgðir
handa sovéska setuliðinu í Afganistan.
Afleiðing þessa er m.a. sú, að tilfinnan-
legur skortur er nú á bensíni í tveimur
stærstu borgum landsins.
Frelsissveitirnar eyðilögðu hinn 8.
mars sl. 40 til 50 bifreiðir Sovét-
manna við Khenjang-fjallaskarðið,
sem liggur fyrir norðan höfuðborg-
ina Kabúl. Þá voru 10 herbílar eyði-
lagðir fyrir Sovétmönnum 13. mars í
grennd við Salang-göngin og 10—12
til viðbótar daginn eftir, skammt frá
Jebelserat í Shomali-héraðinu.
Bensín er sagt á þrotum í Kabúl og
Kandahar. Þjóðbrautin milli þessara
borga er jafnframt sögð afar „vara-
söm“ og Sovétmenn hafa eflt mjög
allan vörð við Salang-göngin til
verndar flutningalestum á leið til
Kabúl.
Hryðjuverkamaður framseldur
Yfirvöld í Dublin framseldu lögregluyfirvöldum á Norður-írlandi hryðjuverkamanninn Dominic McGlinchey sl.
sunnudag. McGlinchey (fyrir miðju með yfirvararskegg) var einn eftirlýstasti hryðjuverkamaður landsins og
hafði hrósað sér af því að hafa orðið tugum manna að bana.
ísrael:
Stjórn Shamirs
riðar til falls
Jerúsalpm, 20. marz. AP.
STJÓRN Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra ísraels, virtist
riða til falls í dag, eftir að einn af smærri stuðningsflokkum
stjórnarinnar tilkynnti allt í einu öllum á óvænt, að hann vildi
að kosningar færu fram í landinu sem fyrst. Kallaði Shamir
leiðtoga allra fimm stuðningsflokka stjórnarinnar saman í
dag í því skyni að fá þá til þess að fresta kosningum um
nokkra mánuði, svo að honum gæfíst tími til þess að koma í
framkvæmd nýrri stefnu í efnahagsmálum landsins.
ísraelsþing átti að taka
ákvörðun um það í kvöld,
hvenær atkvæðagreiðsla um
kosningafrumvarpið færi
fram. Fyrsta atkvæða-
greiðsla um frumvarpið
kann að fara fram strax á
fimmtudag, en síðan þarf
enn að greiða þrisvar sinn-
um atkvæði um frumvarpið,
áður en það verður að lögum.
Það var smáflokkurinn
Tami, sem hefur þrjá full-
trúa á þingi, er lýsti því yfir
að hann vildi kosningar.
Þetta virtist koma Shamir
algerlega á óvart, en sam-
kvæmt skoðanakönnunum
virðist flokkur hans njóta
minna fylgis nú en Verka-
mannaflokkurinn, sem er í
stjórnarandstöðu.
Shamir
Hart Lv. og Mondale ræða málin í sjónvarpsviðræðum fyrir skömmu.
Síðasta könnun í Illinois:
Simamynd AP.
Hart og Mondale hnífjafnir
( 'hirago, lllinois. 20. marH. AP.
ÞEIR WALTER Mondale, Gary Hart og Jesse Jack-
son sátu í dag spenntir eftir úrslitum í forkosningun-
um í lllinois-ríki um útnefningu Demókrataflokksins
á forsetaefni. Kjörstaðir voru opnir og áttu að loka
klukkan eitt eftir miðnætti, en úrslita var að vænta
um tveimur stundum síðar. Úrslit í ríkinu skipta þá
Mondale og Hart geysilegu máli hvað varðar fram-
haldið, en slagurinn stendur milli þeirra um útnefn-
inguna þó Jackson sé enn með.
Lítið var vitað um kjörsókn, en veður var slæmt
víðast hvar í ríkinu, kuldi og mikil hálka og því
ekki ólíklegt og sóknin yrði minni en ella. Síðasta
skoðanakönnunin sem birt var áður en kjörstaðir
opnuðu bentu til gífurlegrar rimmu milli Harts og
Mondale. Samkvæmt henni voru þeir hnífjafnir
með 39 prósent kjósenda hvor, en Jackson með 17
prósent, en aðrir voru annað hvort óákveðnir eða
vildu ekki svara.
Fara frá
Angóla gegn
skilyrðum
Meiíkóborg. 20. mars. AP.
KÚBU- OG Angólamenn hafa undirrit-
að samkomulag þar sem þeir fyrr-
nefndu heita að kalla herlið sitt heim
frá landi þeirra síðarnefndu, en ekki
þó fyrr en vissum skilyrðum hefur ver-
ið fullnægt. Eitt þeirra skilyrða er að
allt herlið Suður-Afríku verði umsvifa-
laust kallað heim frá Angóla.
í samkomulaginu stendur skil-
merkilega, að hinir 25.000 kúbönsku
hermenn sem eru í Angóla fari það-
an „samstundis og skilyrðunum hef-
ur verið fullnægt". Fidel Castro
Kúbuleiðtogi og Dos Santos forseti
Angóla undirrituðu plaggið. Auk
fyrrgreinds skilyrðis má nefna ann-
að sem hljóðar þannig að Namibía
hljóti það sjálfstæði sem landinu ber
og Bandaríkin og „vinir þeirra"
skipti sér ekki af málunum. Einnig
að Suður-Afríka hætti að styðja við
bakið á skæruliðahreyfingu Unita
svo og öðrum „brúðusamtökum" sem
leitast við að koma réttmætum
stjórnum á kné.
Sjö Tékkar
flýðu af
sovézku skipi
Istanbul, 20. marz. AP.
SJÖ tékkneskir farþegar, sem saknað
var af sovézku skipi í Istanbul um helg-
ina, hafa sótt um hæli í Bandaríkjun-
um sem pólitískir fióttamenn. Skýrði
bandaríska ræðismannsskrifstofan í
Istanhul frá þessu í dag.
Tékkarnir sjö eru úr hópi 199
ferðamanna, sem fóru flugleiðis sl.
fimmtudag fra Prag, höfuðborg
Tékkóslóvakíu, til Istanbul í því
skyni að fara þar um borð í sovézkt
skip, sem var að leggja af stað í sigl-
ingarferð um Svartahafið.
Flóttamennirnir vörðu fyrsta
kvöldinu eftir komuna til Istanbul í
að skoða merkisstaði borgarinnar,
en hurfu svo, er sovézka skipið
„Aivasovsky" átti að leggja úr höfn
þaðan. Skipherrann lét skýra tyrkn-
eskum yfirvöldum frá • hvarfi
sjömenninganna, en sigldi síðan
skipi sínu áleiðis til Svartahafs á
föstudag.
Stuttfréttir
Tveir handteknir
Belfant, 20. mars. AP.
TVEIR MENN hafa verið hand-
teknir í Belfast, grunaðir um að
hafa skotið og sært illa Gerry
Adams, foringja Sinn Fein, hins
pólitiska arms IRA, á dögunum.
Báðir hinna grunuðu eru mót-
mælendatrúar og annar þeirra
félagi í ólöglegum öfgahópi. Hin-
ir grunuðu eru verkamaðurinn
Gerard Welsh og slátrarinn Col-
in Grey, báðir atvinnulausir.
Öfgahópur sá er Grey tilheyrir,
frelsisher Ulster, lýsti ábyrgð á
tilræðinu á hendur sér.
Kólerufaraldur
kaduna, Nígerlu. 20. mars. AP.
AÐ MINNSTA kosti 10 börn hafa
látist í ýmsum þorpum Sokoto-
fyikis í norðvesturhluta Nígeríu
siðustu dagana, en kólera hefur
herjað þar á börn og gamal-
menni. Yfir 3.000 börn hafa verið
bólusett og yfirvöld eru bjartsýn
að vel takist að bera sýkina
ofurliði.
70 drukknudu
Accra, Ghana. 20. mars. AP.
FRÁ ÞVÍ var greint í Accra í
Ghana í dag, að 70 manns hefðu
drukknað um helgina, er tveimur
ferjubátum hvolfdi skammt frá
ströndinni, en fólkið var að fara
úr öðrum bátnum í hinn er slysið
varð. Alls voru 100 manns í bát-
unum, en fólk á ströndinni náði
að bjarga 30 manns.
Ekki fylgdi fréttinni hvernig
stóð á fólksflutningunum frá
Ghana til Nígeríu, en þangað var
för bátsins heitiö. Enn er í fersku
minni kergja Ghanamanna í
garð Nígeríumanna eftir að þeir
siðarnefndu ráku næstum 2
milljónir Ghanamanna úr landi
snemma á síðasta ári.
Nóg „kók“
Oordrecbt, HolUndi. 20. m»rs. AP.
LÖGREGLAN í Dordrecht í
Hollandi lagði í dag hald á 7 kíló-
grömm af eiturlyfinu kókaín.
Verðmætið er talið um 1,5 millj*
ón gyllini, eða 508.500 dollarar.
Efnið var falið I ferðatösku 44
ára gamals Kólombiumanns sem
var í lest á leið frá Parfs til Hol-
lands. Sá kólombíski var beðinn
að framvísa vegabréfi, en er það
vafðist fyrir honum var hann
handtekinn og leitað í farangri
hans með fyrrgreindum afleiö-
ingum.
Mitterand til
Bandaríkjanna
ParÍH. 20. mara. AP.
FRANCOIS Mitterand, Frakk-
landsforseti, heldur í dag áleiöis
til Bandaríkjanna, og er það
fyrsta opinbera ferð hans þangað
sem forseti Frakklands. Hann
mun eiga viðræður við banda-
ríska ráðamenn, þar á meðal for-
setann, Ronald Reagan. Kunnug-
ir telja að meiri vinátta svífi yfir
vötnunum í sambúð ríkjanna
heldur en nokkru sinni fyrr, og
báðir aðilar hafi fullan hug á þvf
að bæta ástandið enn meira.
Flotinn minnkar
Lundúnum, 20. marn. AP.
Fiskiskipafloti heimsins
minnkaði árið 1983, i fyrsta
skipti síðan f siðari heimsstyrj-
öldinni, og er bágu efnahagslífi
víðast hvar kennt um. Þetta kom
fram i árlegri skýrslu sem
Lloyds-tryggingafélagið sendir
jafnan frá sér. Þar kemur einnig
fram, að óvíst er með framtið
skipasmíða. Samdrátturinn er
svona í tölum: 1982 nam fiski-
skipafloti heimsins 424,7 milljón-
um tonna og var það hæsta tala
frá upphafi. 1983 var samsvar-
andi tala 422,6 milljónir tonna.