Morgunblaðið - 21.03.1984, Page 24

Morgunblaðið - 21.03.1984, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984 Lltgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. „Varið land“ 10 Idag, 21. mars, eru rétt tíu ár liðin síðan hópur manna af- henti í Alþingishúsinu lista þar sem 55.522 atkvæðisbærir Is- lendingar höfðu skráð nöfn sín. Þar með lauk undirskriftasöfn- uninni undir kjörorðinu „Varið land“. Þeir sem skráðu nöfn sín á skjalið skoruðu á ríkisstjórn og Alþingi „að standa vörð um öryggi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar með því að treysta samstarfið innan Atlantshafs- bandalagsins, en leggja á hill- una ótímabær áform um upp- sögn varnarsamningsins við Bandaríkin og brottvísun varn- arliðsins". Á þessum tíma sat vinstri stjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar en auk framsóknarmanna áttu al- þýðubandalagsmenn og ráð- herrar úr Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, sem nú eru liðin undir lok, setu í stjórninni. Hún hafði það að markmiði að reka bandaríska varnarliðið á brott úr landinu í áföngum. Fulltrúar stjórnar- flokkanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna ræddu þetta stefnumark ríkisstjórn- arinnar meðal annars við Arne Treholt í New York í desember 1971 við góðar undirtektir hans og loforð um stuðning eins og fram kemur í pólitískri skýrslu þeirra til Einars Ágústssonar, þáverandi utanríkisráðherra, sem Morgunblaðið kynnti ný- verið. I tilefni af því að 10 ár eru liðin frá því að söfnun undir- skriftanna lauk með jafn ein- stæðum og glæsilegum árangri og raun bar vitni, þegar um helmingur atkvæðisbærra manna í landinu lýsti skoðun sinni til stuðnings vörðu ís- landi með því að skrá nafn sitt undir ávarp þess efnis, birtir Morgunblaðið í dag viðtöl við ýmsa forgöngumenn söfnunar- innar. Af þeim má sjá hve al- mennan byr sjónarmið þeirra hlutu strax frá fyrsta degi söfnunarinnar. Hin mikla þátttaka almennings er eins- dæmi hér á landi og ólíklegt að sambærilegur atburður hafi gerst í nokkru öðru landi. Vinstri stjórnin splundraðist eftir þingkosningar sumarið 1974 og Geir Hallgrímsson myndaði þá ríkisstjórn Sjálfst- æðisflokks og Framsóknar- flokks. Einar Ágústsson sat áfram sem utanríkisráðherra en fylgdi allt annarri stefnu í varnar- og öryggismálum. Bundinn var endi á óvissuna sem leitt hafði af stefnu vinstri stjórnarinnar strax í október 1974 með samkomulagi um ára fyrirkomulagsbreytingar innan ramma varnarsamningsins frá 1951. Því samkomulagi verður hrundið að fullu í framkvæmd eftir að hin nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli, sem nú er byrjað að reisa, verður tekin í notkun. Frá því 21. mars 1974 hefur Alþýðubandalagið tekið sæti í tveimur ríkisstjórnum (1978 og 1980) án þess að setja það sem skilyrði að varnarliðið yrði rekið af landi brott. Leiti menn að pólitískum áhrifum undir- skriftasöfnunarinnar þurfa þeir í raun ekki annað en stað- næmast við þessa staðreynd. Tvisvar áður (1956 og 1971) átti Alþýðubandalagið menn í vinstri stjórnum sem vildu reka herinn úr landi að kröfu kommúnista. Nú er ekki lengur tekist á um grundvallaratriðin í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar, hvort íslendingar eigi að vera í NATO og eiga varnarsamstarf við Bandarík- in, heldur hitt með hvaða hætti aðildinni skuli háttað og hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til að styrkja varnir þjóðarinn- ar. Hér hafa orðið þáttaskil á undanförnúm 10 árum sem ekki hafa verið kynnt nægilega rækilega út á við. Alltof margir meðal vinaþjóða íslendinga ál- íta að við séum í hópi þeirra sem tregastir eru til sam- starfsins innan NATO. Á veg- um ríkisstjórnarinnar ætti að efna til sérstakrar herferðar til að afmá þann stimpil. Hann er í ósamræmi við vilja og skoð- anir mikils meirihluta íslensku þjóðarinnar. Sjálfstæðisbaráttu smáþjóð- ar lýkur aldrei. Þess vegna mega þeir, sem vilja standa vörð um frið með frelsi og sjálfstæði íslendinga, ekki láta deigan síga þótt andstaðan innanlands sé opinberlega máttlausari en nokkru sinni fyrr. Undanfarna mánuði og misseri hefur þess gætt að and- stæðingarnir séu að færa sig í ný gervi og grímunni munu þeir ekki kasta fyrr en þeir þykjast hafa náð undirtökun- um. Undirskriftasöfnun „Var- ins lands" sýnir að meirihluti íslensku þjóðarinnar hikar ekki við að taka afstöðu með vinum sínum og samstarfi við þá. Nú sjást þess merki að víða er verið að leggja snörur fyrir þá sem þykjast upp yfir það hafnir að taka slíka afstöðu hvað svo sem þeir bera fyrir sig. Fróðlegt verður að sjá hvernig þeim mannaveiðum lyktar. I Ljósm. Mbl. KKK Karmel-nunnurnar fyrir utan klaustrið í I Nunnurnar samgleðjast við söng. Karmel-nunnurnar án með hið nýja heimalai PÓL8KU nunnurnar 16 af Karmel- reglunni, sem á mánudagskvöld komu hingað til lands komu síðasta sinni út fyrir dyr Karmelklaustursins í Hafnar- fírði í gær. Paðan í frá gangast þær undir algera einangrun þann tíma sem þær dvelja hér, á sinni nýju fósturjörð, Islandi. Príorinna Fransisku-systranna á Stykkishólmi og príorinna Jósefsregl- unnar báðu þær velkomnar í gær og príorinna Karmel-systranna flutti ávarp á íslensku. Morgunblaðið ræddi í gær við príorinnu nunnanna, Maríu Dobr- ównka, með hjálp séra Georgs, sem er staðgengill fyrir Hinrik Frehen bisk- up meðan hann er í Róm að skipu- leggja pílagrímaferð kaþólskra á Is- landi sem farin verður 22. þessa mán- aðar. Dobrównka sagði m.a. að sín fyrstu kynni af íslandi væru mjög jákvæð og bætti því við að þær systurnar hefðu ekki ímyndað sér að hér væri svo fal- legt að óreyndu. Það hefði verið tekið mjög hjartanlega á móti þeim, sem væri mjög mikilvægt fyrir þær. Þær hefðu í Karmel-klaustrinu í Elblag í Póllandi, þar sem þær voru áður, allt- af verið í sama húsi og aldrei komið út fyrir þess dyr og því hefðu slíkar viðtökur eftir hið langa ferðalag frá Póllandi verið þeim mikið ánægju- efni. Dobrównka sagði að starf nunn- anna væri fólgið í bæninni, þær bæð- ust fyrir 8 stundir á sólarhring, og þær væru hingað komnar til að biðja fyrir íslandi og íslendingum því að Islendingar eru bræður þeirra og systur. Vonar hún að með bæn verði íslendingum hjálpað. Sér til lífsvið- urværis ætla systurnar að læra sauma- og prjónaskap og lifa á því að prjóna íslenskar lopapeysur. Karmel-reglan er mjög ströng. Samkvæmt henni má ekki neyta kjöts og þurfa flestar þær systur sem eru í reglunni að vera í einangrun og mega ekki láta nokkurn utanaðkomandi sjá sig. Svo er um allar systurnar 16 sem ætla að setjast að í Karmel-klaustr- inu í Hafnarfirði. í upphafi áttu tvær systur að vera með í förinni sem gegna máttu erindum þeirra út á við, en af því varð ekki og hefur enn engin lausn verið fundin á því máli, en syst- ir Dobrównka sagðist vona að bráð- lega gæfi sig fram íslensk stúlka í regluna til að sinna þörfum systr- anna út á við því að engin þeirra mætti svo mikið sem fara út í búð þannig að þær væru í veraldlegum efnum algerlega upp á aðra komnar. Séra Georg sagði þetta ekki fráleitt Dobrównka príorinna tekur við blómvendi af príorinnu Jósefssystra. Jafntefli í baráttuskák Skák Bragi Kristjánsson Kasparov og Smyslov tefldu Botvinn- ik-afbrigðið í drottningarbragði í 5. ein- vígisskákinni. Það kemur nokkuð á óvart að Smyslov skuli gefa andstæðingi sínum kost á að tefla þessa uppáhalds- byrjun sína, en Smyslov valdi ekki al- gengustu leiðina. Tíundi leikur hans hef- ur ekki verið hátt skrifaður til þessa, en Smyslov tefldi af miklum þrótti . Hann fórnaði peði, og vann það aftur, en við það opnaðist staða hans nokkuð. í fram- haldinu þvingaði Smyslov fram hróks- endatafl, þar sem sterkt frípeð tryggði honum jafntefli, þótt hann væri tveim peðum undir. Staðan: Kasparov 3'/i Smyslov l'/i 5. einvígisskákin: Hvítt: Kasparov Svart: Smyslov Drottningarbragð (Botvinnik-afhrigði) 1. d4 - d5, 2. Rf3 — Rf6, 3. c4 — c6, 4. Rc3 — e6. í þessari stöðu leikur Smyslov oft 4. — g6 (Schlecther-vörn) eða 4. — dxc4 (Slavnesk vörn). 5. Bg5 — dxc4, 6. e4 — b5. Nú kemur upp afbrigði, sem kennt er við Botvinnik, fyrrverandi heims- meistara. Kasparov þekkir það mjög vel, svo að Smyslov hlýtur að hafa eitthvað nýtt eða sjaldgæft í huga. 7. e5 — h6, 8. Bh4 — g5, 9. Rxg5 — hxg5, 10. Bxg5 — Be7!? Með þessum leik kemur Smyslov andstæðingi sínum á óvart, því byrj- anafræðingar telja leikinn slæman. í frægri skák milli Kasparovs og Tals frá í fyrra varð framhaldið: 10. — Rbd7, 11. exf6 - Bb7, 12. g3 - c5, 13. d5 - Db6, 14. Bg2 - 0-0-0, 15. 0-0 - b4, 16. Ra4 - Db5, 17. a3 - Rb8, 18. axb4 — cxb4,19. Be3 — Bxd5, 20. Bxd5 - Hxd5, 21. De2 - Rc6, 22. Hfcl - Re5, 23. b3 — c3, 24. Rxc3 — bxc3, 25. Hxc3+ - Kb8, 26. Dc2 - Bd6, 27. Bxa7+ - Kb7, 28. b4 - Rc6, 29. Be3 - Be5, 30. Hxc6 — Bxal, 31. Ha7+ — Kb8, 32. Ba7+ — Ka8, 33. Be3 og skák- inni lauk með jafntefli 10 leikjum síð- ar. 11. exf6 — Bxf6, 12. Bxf6 — I)xf6, 13. g3 Athyglisvert er, að í nýlegri byrjanabók eftir Kasparov og enska stórmeistarann Keene, er 13. Be2 tal- inn gefa hvíti betra tafl. Leikurinn í skákinni er þó eðlilegri, því eftir Bg2 er svarta peðið á c6 í hættu og að auki hótar hvítur Rxb5. 13. — Ra6!? Þetta er sennilega nýjung Smyslovs. í alfræðibók um skákbyrjanir frá 1977 er hvítur talinn fá betra tafl eftir 13. - Bb7,14. Bg2 - a6,15. 0-0 ásamt 16. a4 o.s.frv. 14. Bg2 — Bb7, 15. Re4 Eftir 15. Rxb5 - 0-0-0, 16. Rc3 (eða 16. Rxa7+ — Kc7 og hvíti riddarinn er lokaður inni á a7 og að auki fellur peðið á d4) — Hxd4, 17. De2 — Rc5 ásamt — Rd3 hefur svartur gott spil. 15. — De7, 16. 0-0 — 00-0, 17. a4 — Kb8, 18. I)d2 Eftir 18. axb5 — cxb5, 19. :Ha5 ásamt 20. Dal virðist hvítur ná sterkri sókn. Leikurinn á skákinni vinnur peð- ið á c4, en í framhaldinu nær svartur peðinu á d4 og jafnar taflið. 18. — b4, 19. Hacl — e5, 20. Hxc4 — f5, 21. Rg5 — c5, 22. Bxb7 — Dxb7, 23. De3 Auðvitað ekki 23. Re6? — Hxh2, 24. Kxh2 — Hh8+ og mátar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.