Morgunblaðið - 21.03.1984, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
Fjármálaráðherra:
Lögin um endur-
greiðslu söluskatts
af snjómokstri
illframkvæmanleg
ALBKKT Guðmundsson, fjármálaráðherra, svaraði á Alþingi í gær
fyrirspurn frá Páli Péturssyni um hvenær yrði neytt heimildar til að
endurgreiða söluskatt af kostnaði sveitarfélaga við snjómokstur.
Ráðherrann kvað illframkvæmanlegt að neyta þessarar heimildar þar
sem vinnuvélaþjónusta væri söluskattskyld bæði fyrir einkaaðila og
opinbera aðila og erfitt gæti verið að greina þar á milli.
Hann talaði um að þarna gæti
jöfnunarsjóður átti hlutverki að
gegna og ástæða væri til að
styrkja hann og sveitarfélög til að
koma til móts við þessa breytingu
á lögum um söluskatt. Ráðherr-
ann kvaðst vera á því að ósann-
gjarnt væri að ríkisvaldið hagnað-
ist af snjómokstri. Hann kvað að
því unnið í ráðuneytinu að finna
leið til að framkvæma þessi lög.
Páll Pétursson, Ragnar Arnalds
og Karvel Pálmason tóku til máls
og kvað við þann tón hjá þeim öll-
um að fjármálaráðherra væri með
fyrirslátt í þessu máli. Honum
væri skylt að fara að lögum sem
Alþingi hefði samþykkt. Karvel
kvað svo sterkt að orði að þarna
væri ríkissjóður að innheimta
blóðpeninga og rangt væri að
dreifbýlismenn þryftu að sæta
slíku í viðbót við það óhagræði
sem fannfergi og ótíð ylli fólki
langtímum saman.
Heilbrigðisráðherra um hundahreinsun:
Ekki hægt að una til
lengdar við ófremdar-
ástand í Reykjavík
MATTHÍAS BJARNASON sagði á Alþingi í gær að hann teldi ekki þörf
aðgerða í sambandi við varnir gegn útbreiðslu sullaveiki umfram þær
sem lög gera þegar ráð fyrir. Hann taldi einnig ástæðulaust að láta fara
fram könnun á framkvæmd gildandi laga um hundahreinsun. Ráðherr-
ann sagðist telja nútíma heilbrigðisþjónustu það öfluga að varla ætti að
koma til að sullaveiki breiddist út.
Matthías sagði að hann væri á
þeirri skoðun að reglugerð um
hundahreinsun væri vel fylgt á
flestum stöðum á landinu nema í
Reykjavík. Þar væri hundahald
bannað en fjöldi þeirra eigi að síð-
ur mikill. Ekki væri hægt að una
við það ófremdarástand til lengd-
ar sem þar ríkti í hundahreinsun-
armálum. Ráðherrann kvað sér
hins vegar óljúft að skipta sér af
því máli, enda væri hundahald
sveitarstjórnarmál og kvaðst
hann vænta þess að borgaryfir-
völd í Reykjavík myndu taka þetta
mál föstum tökum.
Þessi ummæli heilbrigðisráð-
herra voru svör við fyrirspurnum
frá Kolbrúnu Jónsdóttur, alþing-
ismanni, um hvað ráðherrann
hyggðist gera til að varna út-
breiðslu á sullaveiki og hvort hann
hyggðist láta gera úttekt á fram-
kvæmd gildandi laga um hunda-
hreinsun.
Landað úr Rauðsey AK 14 í Vesturhöfninni, en hún fékk um 520 lestir á laugardag. MorKunblaðið/ öi.k.m.
Um 520 þús. lestir af loðnu komnar á land:
Bræla hamlar veiðum
BRÆLA hefur hamlað loðnu-
veiðunum frá því á sunnudag,
en þokkalegur afli var á laug-
ardag. Á mánudag tilkynnti eitt
skip um afla, Guðrún Þor
kelsdóttir SU, 150 lestir, og
ekkert hafði verið tilkynnt um
afla síðdegis í gær. Alls eru nú
komnar um 520.000 lestir á
land og hefur loðnunni verið
landað á flestum móttökustöðv-
um á landinu, en auk þess
sigldi einn bátur, ísleifur VE,
með aflann til Færeyja. Loðnan
hefur fengizt við Snæfcllsnes, í
Faxaflóa og við Suðurland aust-
an Eyja.
Til viðbótar þeim skipum,
sem getið var í Morgunblaðinu
á sunnudag, tilkynntu eftirtalin
skip um afla á laugardag: Guð-
Þær eru helstar að bætt er við
launafiokki fyrir þá sem hafa unn-
ið 17 ár eða lengur í blaða-
mennsku. í öðru lagi er háskóla-
nám metið meir til starfsreynslu
en áður. Þá munu útgefendur taka
þátt í námskeiðskostnaði til
mundur Ólafur ÓF 250, Jón
Finnsson RE 580, Börkur NK
1.100, Sæberg SU 630, ísleifur
VE 680, Gígja RE 750 og Gull-
berg VE 580 lestir. Á sunnudag
FLUGLEIÐIR hafa nú tekið þá
ákvörðun að veita fylgdarmönnum
sjúklinga, sem sendir eru til að-
gerða í London, 50% afslátt frá
svokölluðu normal-fargjaldi. Þýðir
Samkomulagið gildir frá 1.
mars og til 15. apríl 1985. Upp-
sagnarákvæði og áfangahækkanir
eru þær sömu og í samningi ASÍ
og VSÍ að öðru leyti en því að
hækkunin 1. janúar verður 2,9% í
stað 3% hjá ASÍ og VSÍ.
tilkynntu eftirtalin skip um
afla, flest með slatta vegna
brælunnar: Hilmir II SU 250,
Eldborg HF 1.150, Júpíter RE
550 og Heimaey VE 230 lestir.
þetta verðlækkun til fylgdar-
manna á bilinu rúmlega 5.000
krónur til um 12.000 krónur.
Sigfús Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri Markaðssviðs Flug-
leiða, sagði í samtali við blaðið, að
ákvörðun þessi hefði meðal annars
verið tekin í framhaldi erindis frá
Félagi hjarta- og æðasjúklinga og
kæmi afslátturinn aðeins til ef
fylgdarmaður væri talinn sjúkl-
ingnum nauðsynlegur. Hingað til
hefðu fjargjöld þessa fólks nær
eingöngu verið með tvennum
hætti. Annars vegar hefði það tek-
ið svokölluð 6—30 daga fargjöld
að upphæð rúmar 17.000 krónur
fram og til baka og hins vegar
normal fargjöld að upphæð rúmar
23.000 krónur. Afslátturinn frá
normal-fargjöldunum .væri 50%
eða nálægt 12.000 krónum. Það
þýddi í raun, að afslátturinn væri
frá rúmum 5.000 krónum að tæp-
um 12.000 eftir því hvoru fargjald-
inu fylgdarmenn hefðu átt kost á.
Blaðamenn semja
FÉLAGSFUNDUR í Blaðamannafé
lagi íslands samþykkti í gær með
yfirgnæfandi meirihluta kjarasamn-
inga sem undirritaðir voru í fyrri-
nótt. Samningurinn er í meginatrið-
um samhljóða samningi ASIog VSÍ,
en auk þess náðust fram nokkrar
sérkröfur.
endurmenntunar fyrir blaðamenn
og fást námskeiðin að einhverju
leyti metin til starfsþjálfunar.
Einnig varð samkomulag um nýja
tækni á ritstjórnum, þar sem
blaðamenn telja sig tryggja hags-
muni sína í sambandi við tölvu-
vinnslu.
Sjúkraflutningarnir til London:
Fylgdarmönum
veittur afsláttur
Á stórstraumsflóði í Sandgerðishöfn síðastliðinn sunnudag. Morgunblaðið/ Arnór.
Garður:
Vorið er komið hvað
sem hver segir...
(*arAi, 20. marz.
FÁTT EITT er meira rætt
manna á meðal en vorið og
kvótakerfið. Um vorið er það
helzt að segja, að það hagar sér
eins og lítill strákur sem hringir
dyrabjöllunni og hleypur svo í
felur. í fyrri viku var ekki ann-
að að sjá en vorið væri komið,
kollurnar voru farnar að para
sig á síkinu. Þá voru komnar
tvær álftir, en undanfarin sum-
ur hefir verið mikið um þær á
síkinu.
Það var svo um helgina að það
gerði hret sem stendur enn og í
morgun var allt hvítt yfir að líta
og engar álftir að sjá, en'aftur á
móti söng tjaldurinn með sínum
hvella rómi í gærkvöldi eins og
hann væri að láta vita að hann
væri kominn á staðinn.
Fuglalíf þykir mjög fjölskrúð-
ugt í Garðinum og hingað flykk-
ist á hverju sumri fjöldi fugla-
fræðinga sem vappa um klukku-
tímum saman.
Jörð virðist ætla að koma
mjög lifandi undan snjónum og
eru græn grös farin að sjást,
einkum þar sem sina er.
Um kvótakerfið er best að
segja sem minnst, en fróðlegt
verður að fylgjast með stjórn-
málamönnunum um mánaða-
mótin þegar þriðji eða jafnvel
annarhver bátur verður búinn að
fylla þorskkvóta sinn. Arnór.