Morgunblaðið - 21.03.1984, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.03.1984, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984 Aðalfundur Verzlunarbanka fslands, sá 23. í röðinni: Verulegra breytinga þörf á skipulagi bankans — kom fram í ræðu Sverris Norland, formanns bankaráðs „SNEMMA á síöastliðnu ári ákvaó bankaráð að láta gera ítarlega athugun á heildarskipulagi og starfsháttum bankans. Við fengum til aðstoóar við okkur l*óri Einarsson, prófessor í viðskiptadeild Háskóla íslands. I>órir hefur nú á undanfornum mánuðum gert nákvæma skipulagsúttekt á bankanum og lagt fram álit sitt og niðurstöður. Heildarniðurstöður l>óris Einarssonar bera með sér að hið hefðbundna skipulag bankans, sem hefur þróast frá upphafi, henti ekki lengur við núverandi aðstæöur og verulegra breytinga sé þörf,“ sagði Sverrir Norland, formaður bankaráðs, m.a. í ræðu sinni á aðalfundi Verzlun- arbanka íslands. Sverrir Norland, formaður bankaráðs, (t.v.) og Höskuldur Ólafsson banka- Stjóri. Morgunblaðið/Ól.K.M. Lán til verslunar eru 40,2% af útlánum bankans Sverrir sagði að tillögur Þóris hefðu verið til umfjöllunar í bankaráði og verið samþykktar í meginatriðum. Næsta skref væri að kynna tillögurnar fyrir starfsfólki bankans og kæmu þær væntanlega til fram- kvæmda á næstu mánuðum. Sverrir lýsti meginatriðum hinna nýju tillaga svo: „í aðalatriðum mun hið nýja skipulag stuðla að aukinni vald- dreifingu, hraðari ákvarðana- töku og betri þjónustu við við- skiptavini bankans. Markaðs- mál fá nú mun meira vægi í starfsemi bankans, meðal ann- ars til að mæta þeirri sam- keppni, sem vænta má milli pen- ingastofnana við nýjar aðstæð- ur. Hluta hins nýja skipulags höfum við þegar framkvæmt, það er, skipaður hefur verið starfsmannastjóri við bankann, sem meðal annars mun annast mannaflaspá, starfsmanna- ráðningar, réttindamál starfs- fólks og ekki sízt, fræðslu- og menntunarmál. Ennfremur hef- ur verið ráðinn þjónustustjóri í afgreiðslusal aðalbankans í Bankastræti til að samræma alla þjónustu við viðskiptavini bankans þar.“ Sverrir gerði að umtalsefni óhagstæða þróun innlána bank- ans sl. starfsár. Taldi hann skýringarnar einkum þær, að atvinnuvegurinn verzlun njóti ekki þeirrar virðingar í vitund almennings sem skyldi, endur- lánakerfið, sem bankinn stendur nánast utan við, og loks ójöfn fjölgun útibúa milli banka. Þá benti Sverrir á að fram- kvæmdir innan bankans hefðu verið mjög miklar á árinu, og hefði það óhjákvæmilega haft óbein áhrif á stöðu innlána. Sverrir sagði: „Reikningar bankans bera óneitanlega með AÐALFUNDUR Verzlunarbanka ís- lands var haldinn sl. laugardag í Súlnasal Hótel Sögu, sá 23. í röð- inni. Auk hefðbundinna aðalfundar- starfa röktu þeir Sverrir Norland, formaður bankaráös, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, starfsemi bankans á liðnu ári, gerðu grein fyrir fjárhagsstöðunni og helstu markmiðum sem stefna ber að í framtíðinni. Innlán við bankann á liðnu ári voru alls 693,8 milljónir króna og höfðu aukist frá fyrra ári um 278,3 milljónir króna, eða um 67%, sem er nokkuð fyrir neðan meðalinn- lánsaukningu í bankakerfinu í heild. Útlán bankans í lok síðasta árs námu 675,4 milljónum króna, sem var aukning frá árinu 1982 um 302,9 milljónir króna, eða um 81,3%, en þar af er útlánaaukning á vegum bankans sjálfs 67,6%, en með lánum Verzlunarlánasjóðs fer talan upp í 81,3%. Lán til verslun- ar voru stærsti hluti útlána bank- ans, eða um 40,2% heildrútlána. Þeir Sverrir og Höskuldur sögðu að það hefði valdið þeim vonbrigð- um að innlánsaukningin hefði ekki orðið meiri en raun bar vitni, en nefndu nokkrar mögulegar skýr- ingar á því, eins og fram kemur hér á síðunni í útdrætti úr ræðum þeirra. Einnig gátu þeir þess, að innlánsaukningin á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefði verið vel yfir meðalinnlánsaukningu bankakerfisins. Síðasta ár var ár mikilla fram- kvæmda og breytinga í starfsemi Verzlunarbankans. Útibú var opnað í Húsi verzlunarinnar, tölvudeild bankans var stækkuð, gjaldeyrisviðskipti hófust og endurskoðun hefur farið fram á skipulagi og rekstri bankans. Og nýlega varð viðskiptaráðherra við sér hinar miklu framkvæmdir á síðasta ári, sem eiga eftir að skila sér í tímans rás. Eins og mönnum er kunnugt opnaði bankinn útibú í Húsi verzlunar- innar hinn 16. desember síðast- liðinn, og nokkrum mánuðum áður hafði tölvudeild bankans flutt í húsið. Útibúið hefur rekstrarlega séð farið mjög vel af stað og eru innlán komin yfir 20 milljón króna markið eftir þennan stutta rekstrartíma.“ Það kom fram í máli Sverris, að heildarhlutafé bankans með jöfnunarhlutabréfum er krónur 28.562.400. Á fundinum lagði bankaráðið til að greiddur yrði 5% arður af hlutafjáreign eins og hún var í árslok og var það samþykkt. Auk þess lagði bank- aráðið til á fundinum að gefin verði út jöfnunarhlutabréf að verðmæti 20.307.265 krónur, sem samsvarar aukningu um 71%, og var það einnig samþykkt. I lok ræðu sinnar dró Sverrir fram þau höfuðmarkmið sem hann taldi rétt að stefna að á þessu ári: í fyrsta lagi, að auka hlut bankans í heildarinnlánsfé bankakerfisins. í öðru lagi, að halda vaxtabyrði gagnvart Seðlabankanum í lágmarki. I þriðja lagi, að takmarka fjár- festingu á árinu eins og tök eru á. Og loks í fjórða lagi, að hraða skipulagsbreytingum innan bankans. beiðni bankans um leyfi til að stofna veðdeild. Fjöldi starfs- manna á sl. ári var 118, en í árslok unnu við bankann 108 manns í að- albanka og sjö útibúum. Fjölgaði um þrjár stöður á árinu, sem er fjöldi starfsmanna í nýja útibúinu í Húsi verzlunarinnar. Á fundinum voru aðalmenn og varamenn í bankaráð endurkjörn- ir samhljóða og er því stjórn bankans óbreytt frá því sem var. í bankaráði sitja: Sverrir Norland, verkfræðingur, Árni Gestsson, forstjóri, Þorvaldur Guðmunds- son, forstjóri, Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, og Leifur ísleifsson, kaupmaður. I varastjórn eru: Jónas Eggertsson, bóksali, Hannes Þ. Sigurðson, full- trúi, Hreinn Sumarliðason, kaup- maður, Kristmann Magnússon, forstjóri, og Hilmar Fenger, for- stjóri. Svipmyndir úr borginni Eftir Ólaf Ormsson „Hér mun vera járnvörubúð" Mikið er nú um að vera í borg- inni í kringum myndiistina. Sýn- ingar eru á öllum mögulegum stöðum og ómögulegum og Hringur Jóhannesson sló tvær flugur í einu höggi ef þannig má að orði komast og var nýlega með sýningu á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsal og sýndi á annað hundrað verk. Helstu sýn- ingarsalir í borginni eru frá- teknir allt að tvö ár fram í tím- ann og frétt hef ég af myndlist- armanni sem er svo stórhuga að hann mun ætla að opna sýningu í flugskýli á Reykjavíkurflug- velli. Hann hefur nú starfað ein- göngu að myndlist í tæp þrjú ár, á um tvö hundruð verk á vinnu- stofu sinni og gerist svo frum- legur að opna sýningu þar sem engum hefur áður dottið í hug að sýna. Ég skoðaði sýningu Hrings Jó- hannessonar á Kjarvalsstöðum dag einn í byrjun marsmánaðar og hafði gaman af. Náttúru- stemmningin í myndum Hrings er skemmtileg og hann er tví- mælalaust í hópi okkar allra fremstu myndlistarmanna í dag. Annars er það ekki ætlunin áð fara að skrifa myndlistargagn- rýni, til þess hef ég litla þekk- ingu. Samt get ég ekki stillt mig um að minnast á þá sýningu sem var á Miklatúni fyrstu dagana í marsmánuði, sýningu sem nátt- úran stóð fyrir. í þíðu og leysing- um kemur ýmislegt í ljós sem áður var hulið. Túnið er því mið- ur illa leikið eftir harðan vetur og sumstaðar lítið annað en moldarflag. Svo var t.d. þegar þíðan kom um daginn og ólíkleg- ustu hlutir komu í ljós á túninu, t.d. leifar af flugeldum frá því um síðustu áramót, tómar bjór- dósir og vínflöskur, ónýtt vasa- Ijós og götótt stígvéli, hárgreið- ur, tómt seðlaveski, budda og ýmsir aðrir hlutir sem eiga það sameiginlegt að teljast ekki vera verðmætir og tæplega hægt að koma í peninga, sem betur fer vil ég segja. Ef það spyrðist út að á Miklatúni væri margt eigulegra hluta kynni að vera þar örtröð líkt og á útsölumarkaði því þröngt er í búi hjá mörgum smá- fuglinum þessa síðustu tíma. Hitt er svo annað mál og öllu alvarlegra að umgengni fólks í almenningsgörðum sýnir hugs- unarleysi og tiilitsleysi við ís- lenska náttúru og á ekki að líða. Víða erlendis eru menn sektaðir um stórfé fyrir að kasta frá sér úrgangi eða rusli í almennings- görðum. Þegar hitinn var kominn í fimm stig í borginni sjöunda mars síðastliðinn kom úlpu- klæddur maður á að giska um sextugt inn í bókabúð í miðborg- inni, broshýr og bauð góðan dag- inn. Hann kvaðst vera úr Rang- árvallasýslu, var með staf í hendi, gráan skegghýjung í and- liti og sagði við afgreiðslumann: — Hér mun vera járnvörubúð. — Nei, elskan mín, það eru tuttugu og fimm ár síðan hún fór inn í eilífðína. Hún er sem sagt ekki lengur til, svaraði af- greiðslumaðurinn í bókabúðinni og glotti. — Æ, fyrirgefðu. Ég er utan- bæjarmaður, bý ekki langt frá Hellu, er nágranni Eggerts Haukdals, og hef ekki komið hér lengi. Það var hér járnvörubúð í þorskastríðinu, það man ég svo greinilega. Þá keypti ég hamar, klippur og sög, sagði maðurinn, vandræðalegur eins og hann hálfskammaðist sín, og áður en hann hvarf af staðnum bað hann alla góða vætti að blessa af- greiðslumanninn. Afgreiðslu- manninum varði að orði, þegar maðurinn úr Rangárvallasýslu hafði kvatt: — Það er vorgalsi í þessum öðlingi enda vorlegt og sumar- dagurinn fyrsti eftir rúman mánuð eða 19. apríl. Maðurinn úr Rangárvallasýslu sást síðar um daginn stíga upp í rútubifreið við Umferðarmið- stöðina og hann var með fjóra öskupoka aftan á úlpunni. Það var öskudagur í borginni þennan dag og börnin héldu uppá daginn með tilheyrandi ærslum og lát- um. Við Hlemm, á gatnamótum Laugavegar, Hverfisgötu og Rauðarárstígs, eru fjölmargar verslanir og þjónustustofnanir og iðandi mannlíf frá klukkan átta að morgni til miðnættis. Nýlega var sett upp stór og vold- ug klukka við biðskýli strætis- vagnanna. Klukkan gnæfir yfir staðinn, sést víða að frá nær- liggjandi byggingum og það má treysta því að hún gengur nokk- urn veginn uppá mínútu. Á svæðinu við Hlemm eru fjórir söluturnar sem versla með sæl- gæti, öl, tóbak og blöð, og sam- keppnin vitanlega hörð. Ég á oft leið þarna um og einn morgun áður en athafnalífið var almennt farið af stað í borginni sá ég skemmtilega sjón. í söluturnin- um rétt hjá þar sem Hreyfilsbíl- stjórarnir raða sér niður og bíða viðskiptavina, ræður ríkjum kunnur leigubifreiðastjóri. Hann er með stórt Sprite-auglýsinga- skilti á þaki söluturnsins og ofan á því stóðu tveir mávar árla morguns um daginn. Þeir gáfu frá sér hin fjölbreytilegustu hljóð og það var eins og annar þeirra væri að reyna að segja: — Hér er gott að versla, já hér er gott að versla ... Eða voru þeir kannski að fylgjast með hvað tímanum leið á klukkunni handan götunnar? Þeir flugu síðan á brott skömmu síðar þegar síminn hringdi á Hreyfilsstaurnum og leigubifreið ók af stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.