Morgunblaðið - 21.03.1984, Síða 33

Morgunblaðið - 21.03.1984, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984 33 Ár vaxandi framkvæmda og umsvifa í starfsemi bankans HankaráAsmt’nn ásamt bankastjór- um Verzlunarbanka Islands. Krá vinstri: Höskuldur Olafsson, banka- stjóri, Ámi Gestsson, stórkaupmaó- ur, Leifur ísleifsson, kaupmaóur, Sverrir Norland, verkfræóingur, Imrvaldur Guómundsson, forstjóri, Guðmundur H. Garóarsson, vió- skiptafræðingur og Kristján Oddsson, bankastjóri. — sagði Höskuldur Olafsson bankastjóri „SÍDASTA ÁR var ár framkvæmda og vaxandi umsvifa í starfsemi bankans. Lokió var við framkvæmdir á eignarhluta bankans í Húsi verzlunarinnar og þar opnaó útibú. Tölvudeild bankans var stækkuð og henni fenginn full- komnari búnaður til þess að sinna vaxandi verkefnum, jafnframt var hún flutt í nýtt húsnæói í IIúsi verzlunarinnar. Hafinn var fyrsti áfangi gjaldeyr- isverzlunar en bankinn fékk á árinu heimild til þess aó annast sölu á gjaldeyri til feróamanna og námsmanna, svo og aó hafa innlenda gjaldeyris- reikninga. Óskaó var eftir heimild viðskiptaráðherra til þess aó stofna veðdeild viö bankann og hefir ráðherra veitt hana meö bréft dagsettu 17. þessa mánaóar. Ég vil færa Matthíasi Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, sérstakar þakkir fyrir það hve vel hann hefir greitt úr erindum bankans þann tíma er hann hefir gegnt störfum viðskiptaráðherra. Hann veitti bankanum starfsleyfi fyrir útibúi í Húsi verzlunarinnar. Hann hjó á þann hnút sem gjaldcyrisvióskipti hafa verið í og nú hefir hann veitt hankanum heimild til stofnunar veðdeildar. Allt stuðlar þetta að því að auka starfssvið bankans," sagði Höskuldur Olafsson, bankastjóri Verzlunarbanka íslands, í ræðu sinni á aðalfundínum sl. laugardag. Höskuldur rakti því næst rekstrarreikning bankans. Rekstr- artekjur sl. árs voru 475 milljónir króna, sem er hækkun um 94,8% og er langstærstur hluti þeirra vaxtatekjur og verðbætur af út- lánum, eða alls 360,4 milljónir króna. Rekstrargjöld bankans urðu alls 467,4 milljónir króna og höfðu hækkað um 95,7% frá árinu 1982. Munaði þar mestu um vexti og verðbætur, sem námu 372,4 milljónum króna af heildargjöld- unum. Rekstrarhagnaður á árinu 1983 var því 7.627 þúsund krónur. Innlán við bankann urðu alls 693,8 milljónir króna á síðasta ári, sem er aukning um 67% frá fyrra ári. Utlánsaukningin varð nokkru meiri í hundraðshlutum eða um 81,3%, en í krónum voru útlánin 675,4 milljónir. í ræðu sinni sagði Höskuldur m.a. í þessu viðfangi: „Svo sem að líkum lætur eru lán til verzlunar stærsti hluti útlána bankans. Lán allra deilda bankans til verzlunar í lok síðasta árs námu 430 milljónum króna, sem er 21,6% af heildarlánum til einka- verzlunar á landinu öllu. Á árinu fór meginhluti útlána- aukningar í verðtryggð lán allt fram á síðari hluta ársins, þegar markaðsaðstæður breyttust með lækkun verðbólgunnar. Urðu þá snögg umskipti og voru vextir lækkaðir mánaðarlega frá sept- ember til desember. Þrátt fyrir það tókst fyrir árslok að ná þeim áfanga að innlánsvextir urðu jákvæðir, en það hafa þeir ekki verið af óverðtryggðu fé um langt árabil. Ef því markmiði verður náð, sem öll skilyrði eru fyrir, að verð- bólga hér á landi sé svipuð og er í helztu viðskiptalöndum okkar, skapast skilyrði fyrir því að treysta grundvöll lánamarkaðar- ins með því að gæta þess að vextir séu jafnan jákvæðir. Það er meg- inforsenda fyrir því að efla megi frjálsan peningalegan sparnað. Það olli okkur nokkrum von- brigðum að ná ekki hærra hlut- falli í innlánum en raun bar vitni. Hygg ég að meginástæður séu helztar tvær, það er að þær ytri aðstæður sem við var að fást hafi verið okkur sérstaklega andstæð- ar, en þess gætti mjög að verð- bólgan þrengdi í vaxandi mæli að öllum verzlunarrekstri. Að vísu gerbreyttust aðstæður þegar líða tók á árið, gengið varð stöðugt og fjármagnskostnaður fór lækkandi. En það tekur nokkurn tíma að bati fari að skila sér í rekstri. Inn- flutningsverzlunin fann strax þann mun, sem fylgdi því að vinna við stöðugt gengi. Nýting fjár- magns varð strax betri. Hins veg- ar tekur lengri tíma hjá smásölu- verzluninni að aðlagast stöðugra verðlagi, þar sem hún verður að standa undir hækkun vörubirgða. Þá urðu lánsviðskipti vaxandi í smásöluverzlun samhliða harðn- andi samkeppni. 1 annan stað varð sterk árstíð- arsveifla í viðskiptum síðustu mánuði ársins, sem kallaði á aukið starfsfé. Við þær aðstæður þurftu menn að nota fjármagn sitt til hins ítrasta til þess að sinna þeirri eftirspurn, sem markaðurinn kall- aði á. Við þessar aðstæður hélst verr á innistæðum eins og alltaf verður í sveiflukenndu ástandi. En það er trú mín, að með stöð- ugleika í efnahagsmálum og já- kvæðri vaxtastefnu verði önnur og betri skilyrði fyrir peningalegan sparnað og þykjumst við reyndar sjá þess merki á fyrstu mánuðum þessa árs, þar sem innlánsþróunin er mun jákvæðari en áður.“ SINCLAIR SPECIRUM 48K o TOLVAN.FÆST AFTUR EFTIR FAEINA DAGA VERÐ KR.6.450- CYAN YEUjOW white ESH3 <=j o O t=> GRAPHICS DELETE Nú bjóöum viö Sinclair Spectrum 48K tölvuna á stórlækkuöu veröi. Sinclair Spectrum er ótrúlega fullkomin: Hún hefur 48K minni, allar nauösynlegar skipanir fyrir Basic, fjölda leikja-, kennslu- og viöskiptaforrita, tengimöguleika viö prentara og aörar tölvur, grafiska útfærslu talna og er í lit. Viö erum sveigjanlegir i samningum. Hci|]g>_Li w HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655 OOTT fÓLK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.