Morgunblaðið - 21.03.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
37
Símahylur í Hofsá. Einarsstaðir í baksýn.
Laxveiðin
Á árunum 1962 til 1971 veiddust
að meðaltali árlega 389 laxar. Á
tímabilinu 1972—1981 var hlið-
stæð tala 953 laxar og er aukning-
in því um 145%. Flestir laxar,
1.336 stk., fengust árið 1978 og
fæstir komu á land úr vatnasvæð-
inu 1981, eða 145 laxar. Meðal-
þyngd á laxi úr Hofsá er um 8
pund. — Veitt er með sjö laxa-
stöngum á félagssvæðinu og þrem-
ur silungastöngum í Sunnudalsá
og í Hofsá neðan ármóta ánna.
Laxveiði í ánum í Vopnafirði
rýrnaði verulega árin 1980, 1981
og 1982, sem rekja má tii kaldari
veðráttu, en einnig er talið að
laxveiði í úthafinu komi þar við
sögu. Það gleðilega gerðist hins
vegar 1983, að veiðin lyfti sér úr
öldudalnum og fengust t.d. þá um
sumarið um 260 laxar úr Hofsá.
Aðbúnaður
veiðimanna
Veiðifélagið lét byggja veiðihús-
ið Árhvamm árið 1974 og var það
innréttað veturinn 1975 og tekið í
notkun þá um sumarið. Húsið er
steinsteypt, 240 fermetrar að flat-
armáli. Sex tveggja manna her-
bergi eru í húsinu með tilheyrandi
snyrtiaðstöðu. Auk þess er her-
bergi fyrir starfsfólk. Auk hússins
er hjallur 10 m2, en hann er
þvottahús fyrir lax og þar er hægt
að geyma vöðlur og veiðistengur. I
veiðihúsið er innbyggður frysti-
klefi fyrir lax. Rafhitun er í hús-
inu og öll venjuleg tæki til mats-
eldar og þvotta, og það er búið
húsgögnum. Arkitekt hússins var
Helgi Hafliðason.
Tekjur af veiði
og arðskrá
Tekjur af veiði í Hofsá hafa ver-
ið góðar. Arður til veiðieiganda
1981 og 1982 nam 300 þúsund
krónum hvort ár. Arðskrá félags-
ins, er sýnir hlutdeild hverrar
jarðar í veiði, var sett 1969 og tek-
ur til 18 jarða, sem fyrr greinir.
Núverandi stjórn Veiðifélags
Hofsár í Vopnafirði skipa: for-
maður séra Sigfús J. Arnason,
Hofi, ritari Haraldur Jónsson,
Einarsstöðum, og gjaldkeri Bragi
Vagnsson, Burstarfelli.
Arangursríkt starf
Víst er, að mjög gott starf hefur
verið unnið í þágu veiðimála við
Hofsá í Vopnafirði á vegum veiði-
félagsins. Nægir í því efni að
benda á hið glæsilega veiðihús, en
slík aðstaða er ekki síður mikil-
væg en áin sjálf, og aðra bætta
aðstöðu veiðimanna gagnvart
veiði í ánni.
Þrátt fyrir þá lægð, sem var í
laxveiði á seinustu árum, er
ástæða til bjartsýni um framtíð-
ina. Kemur þar hvort tveggja til,
að góðar vonir eru við það bundn-
ar að takast megi, ef óhagstæð
veðrátta veldur þrengingum í
náttúrulegri seiðaframleiðslu, að
brúa bilið með sleppiseiðum af
heppiiegri stærð. Hitt atriðið er
að stöðvuð hefur verið frekari út-
færsla laxveiða í hafinu og það
takist að draga enn frekar úr þeim
veiðiskap, sem Færeyingar stunda
nú. Þá er ógetið um þá miklu
möguleika, sem kunnáttumenn
telja að svæðið ofan ófiskgengra
fossa í Hofsá, búi yfir gagnvárt
uppeldi laxaseiða.
Einar Hannesson er fulltrúi hjá
Veiðimálastofnuninni.
Helslu heimildir: VeiAirélae Hofsár. Vatna-
mdingar, Orkustofnun, Veiðimálastofnun.
I.jósmyndir: Haraldur Jónauon.
Samvinnubankinn Háaleitisbraut 68
mun frá og meö fimmtudeginum 22. mars nk.
auka viö þjónustusvið sitt og sjá um sölu
á feröa- og námsmannagjaldeyri.
Þar veröur einnig hægt aö stofna innlenda
gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir
alla þjónustu varöandi VISA-greiðslukort.
ERLEND
VIÐS
Háaleitisbrauí 68
Aðalfundur
Iðnaöarbanka íslands hf. árið 1984 verður
haldinn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14:00,
fimmtudaqinn 26. apríl 1984.
Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf
samkvæmt ákvæðum 18. gr. samþykkta
bankans.
Lagðar verða fram tillögur um breytingar á
samþykktum bankans.
Aðgöngumiðar að fundinum verða af-
hentir hluthöfum eða umboðsmönnum
þeirra í aðalbanka að Lækjargötu 12, 3.
hæð, dagana 17. apríl til 25. apríl, að báð-
um dögum meðtöldum.
Reikningar bankans fyrir árið 1983, ásamt
tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja
verða hluthöfum til sýnis á sama stað.
Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir
fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu
skriflega í síðasta lagi 16. apríl n.k.
Reykjavík 5. mars 1984
Bankaráð
IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF.
lónaðartankinn
Kork'oPlast
Sænsk gæðavara
KORK-gólfflísar
með vinyl-plast-
áferð.
Kork*o*Plast:
í 10 gerðum.
Veggkork
í 8 gerðum.
Ávallt
tilá
lager.
Aðrar korkvörutegundir á lager:
Undirlagskork í þremur þykktum
Korkvélapakkningar í tveimur þykktum
Gufubaöstofukork
Veggtöflu-korkplötur í þremur þykktum
Kork-parkett venjulegt, í tveimur þykktum
Kinkaumboð á islandi fyrir WICANDERS KORK-
(ABRIKER:
Hringið oftir ókeypis sýnishorni og bæklingi.
Db P. ÞORGRÍMSSON & E0
CO ,Armúla 16 símí 38640