Morgunblaðið - 21.03.1984, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
Nýr skattur til
launajöfiiunar
— eftirJón Val
Jensson
Ástandið er svart hjá mörgum
iaunamönnum um þessar mundir.
Aðgerðir stjórnvalda til að ráða
niðurlögum verðbólgunnar og
draga úr skuldum okkar erlendis,
hafa komið hart niður á þeim, sem
lægst hafa launin. Almennur róm-
ur er nú gerður að tillögum um að
bæta kjör hinna lægstlaunuðu.
Það er að segja: Alls staðar nema
hjá vinnuveitendum, sem höfnuðu
málaleitan um hækkun lægstu
launa upp í 15.000 krónur og hirtu
ekki einu sinni um að gera gagn-
tilboð. (í slíku gagntilboði hefði
t.d. mátt freista þess að jafna
nokkuð þær misþungu byrðar, sem
láglaunatryggingin hefði í för með
sér fyrir hinar ýmsu tegundir at-
vinnurekstrar.)
Herská stefna VSÍ
Því verður ekki neitað, að stefna
Vinnuveitendasambands íslands
er öll miklu herskárri og ósvífnari
gagnvart launafólki en tíðkast
hefur um árabil. Kom þetta
gleggst fram, þegar Magnús
Gunnarsson lýsti því yfir — eftir
að kaupmáttur verkalauna hafði
verið skertur um fjórðung — að
„ekkert svigrúm væri til að auka
launakostnað fyrirtækjanna í
landinu", en lagði á sama tíma
fram það „tilboð", að launatengd
gjöld yrðu skert og sá hluti tekn-
anna látinn ganga beint í launa-
umslög launþega. Með öðrum orð-
um: Framboðnar kjarabætur af
hálfu VSÍ voru fólgnar í því, að
launafólk flytti fé úr eigin vasa
yfir í hinn, en vinnuveitendur
skyldu áfram gína yfir þeim
hundruðum milljóna króna, sem
til þeirra ganga vegna afnáms
vísitölubindingar.
Þessu fráleita „samningstilboði"
var að sjálfsögðu hafnað af full-
trúum launþega sem hverri ann-
arri smekkleysu. Vinnuveitendur
hristu þá rykið af annarri tillögu,
illskárri, þótt einnig þar hafi verið
gert ráð fyrir, að framlag þeirra í
launaumslögin ykist ekki um eina
einustu krónu. í staðinn átti að
taka fé úr sameiginlegum sjóði
landsmanna til að bæta nokkuð úr
kjörum hinna lægstlaunuðu. Slík-
ur er nú viljinn til að leggja fram
einhvern skerf til úrbóta á því
böli, sem mörg heimili þessa lands
hafa mátt reyna um hálfs árs
skeið vegna efnahagsráðstafana
ríkisstjórnarinnar.
Sérgæzku sína reyna forsvars-
menn VSÍ að réttlæta með fárán-
legum talnaleik, þar sem gripnar
eru á lofti hæstu launakröfur
verkafólks (40 prósentin hjá Ál-
versmönnum) og þær sagðar leiða
til 175% verðbólgu. Hér er um
grófa fölsun að ræða, ekki aðeins
vegna þess að langflestir launa-
menn myndu sætta sig við helm-
ingi minni hækkun en þessi 40%,
heldur og vegna þess að í gildi eru
lög, sem banna vísitölubindingu
Iauna, svo að nýjar víxlhækkanir
launa og verðlags eru alls ekki á
dagskrá. Það má heldur ekki
gleymast, að hækkun á þjónustu-
liðum er háð samþykki verðlags-
stjórnar og launaliðurinn hjá
framleiðendum er aðeins einn
þáttur af mörgum í tilkostnaði
þeirra. 20% launahækkun myndi
því ekki hafa í för með sér hækkun
vöruverðs og þjónustu sem jafn-
miklu næmi.
Ýmsar atvinnugreinar
aflögufærar
Vegna þeirra erfiðleika, sem
verkalýðshreyfingin á nú í varð-
andi samningamálin, mun ég í
þessari grein leggja fram nýjar
tillögur um raunhæfar kjarabæt-
ur til þeirra lægstlaunuðu, sem
komi þó ekki of þungt niður á
þeim atvinnugreinum, sem veita
umræddu fólki vinnu (t.d. iðnfyr-
irtækjum).
Það er álit mitt, að mörg fyrir-
tæki þessa lands hafi ekki haft
þörf fyrir það, að kjör starfs-
manna þeirra væru skert á sl. ári.
Þar á meðal má nefna Álverið í
Straumsvík og flest verzlunarfyr-
irtæki, en afkoma verzlunarinnar
var mjög góð árið 1983. Magnús L.
Sveinsson, formaður Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur — og
flokksbróðir minn í Sjálfstæðis-
flokknum — lét þau orð falla í
október, að óskir verzlunareigenda
um lengingu á opnunartíma verzl-
ana fælu það í sér, að þeir gætu
tekið á sig 61% aukningu launa-
kostnaðar án þess að nokkur
tekjuaukning kæmi á móti. „Þar
að auki er fjárfesting í verzlun-
arhúsnæði um þessar mundir
meiri en nokkru sinni fyrr,“ sagði
hann.
Þessi síðastnefnda staðreynd
var viðurkennd í öðru stjórnar-
blaðinu 19. nóv. sl., þar sem sagt
var: „Offjárfesting er enn meiri
hjá verzluninni en sjávarútvegin-
um, en samt heldur áfram fjár-
festing þar af fullu kappi. Verzlun
er bersýnilega talin arðvænleg"
(Tíminn í forystugrein).
I Reykjavík eru nú „fjórir fer-
metrar af verzlunarhúsnæði á
hvern íbúa. Það er tvöfalt meira
verzlunarrými en í stórborgum
Norðurlanda" (Þjóðviljinn, 2.
nóv.).
Að halda áfram að hygla kaup-
mönnum, sem búa við þvílíka hag-
sæld, á meðan lágtekjufólk berst í
bökkum að framfleyta fjölskyld-
um sínum, væri hróplegt ranglæti.
Þótt fyrirtæki í útgerð og fisk-
vinnslu hafi þurft á sérstakri
hjálp að halda með bráðabirgða-
lögum vegna aflatregðu, óskyn-
samrar fjárfestingar og skulda-
söfnunar, réttlætir það ekki, að
stórfelld kjaraskerðing verði látin
ganga yfir alla launamenn til
frambúðar.
Komið hafa fram raddir um að
lækka ætti verzlunarálagningu í
kjölfar minnkandi verðbólgu. Til-
kostnaður verzlunarinnar er nú
mun minni en áður, m.a. vegna
stöðugra gengis og hægari verð-
lagssveiflna. Með allt þetta í huga
væri réttmætt, að verzlunarálagn-
ing yrði lækkuð að mun, enda er
það raunhæf kjarabót, sem ekki
myndi auka á verðbólgu. Reyndar
er erfitt að búast við slíkri verð-
lækkun, þegar stefna stjórnvalda
virðist þveröfug, þ.e.a.s. að gefa
álagningu frjálsa. Þótt sagt sé, að
ein ástæða þess sé sú, að leyfileg
álagning sé nú orðið iðulega van-
nýtt hjá kaupmönnum, þá er það
auðvitað ekki merki þess að gefa
megi þeim lausan tauminn, heldur
þvert á móti vottur þess, að þeim
hafi verið leyfð of há áiagning. En
komi „frjálshyggjustefnan" í veg
fyrir, að þessi skynsamlegasta leið
verði farin til að auka kaupmátt-
inn, þá verður að huga að öðrum
lausnum.
Jón Valur Jensson
„Ég set hér fram þá til-
lögu, að Alþingi leggi
nýjan skatt á laun
þeirra starfshópa, sem
koma til með að fá all-
verulega leiðréttingu á
launum sínum, t.d. yfir
15% (að undanteknum
þeim, sem ekki ná
15.000 kr. mánaðarlaun-
um). Skuli sá skattur
notaður til að greiða út
láglaunabætur handa
þeim launþegum, sem
verst eru staddir.“
Það er ekkert efamál, að
10—15% leiðrétting á kaupi alls
þorra launþega er réttlætiskrafa,
sem erfitt er að sniðganga. En
meðal vissra hópa launþega eru
forsendur til mun meiri kaup-
hækkana, þar sem staða atvinnu-
greina þeirra er góð. Þannig er
t.a.m. um verzlunina, sem hefur á
sínum snærum stóran hóp lág-
tekjumanna, en heldur þó áfram
að fá í sinn hlut fjórðung af samn-
ingsbundnum launum þeirra. Sú
spurning vaknar, hvort það sém
máske ætlunin að efla verzlunar-
auðvaldið til að sölsa undir sig at-
vinnutæki frá sjávarútveginum, se
er á kafi í skuldasúpu, og ríkis-
eignir, sem seldar verði jafnvel
undir raunvirði. Ég er ekki viss
um, að allir hafi hugleitt, hvílíka
röskun á fjármálajafnvægi lands-
ins það gæti haft í för með sér.
Því verður ekki trúað að
óreyndu, að VSÍ muni reynast svo
óþjóðhollt að þvinga starfsmenn
Að eiga framtíð
eftir Þórð
Kristinsson
Ný menning er sífellt að verða
til, góð eða vond eftir mönnunum,
viðmiðunum þeirra og mælikvörð-
um. Menningin á sér rætur í arfi
genginna kynslóða, en mótast
mjög af breytni lifenda og við-
brögðum í heiminum. Hún er sí-
fellt að breytast og aukast og sumt
sem menn kalla menningararf er
einungis andvana til í gömlum
bókum. Lifandi menning er aldrei
fastmótað afmarkað fyrirbæri
sem unnt er að skilja og skilgreina
í eitt skipti fyrir öll, slíkt á aðeins
við um dauða menningu gamalla
bóka. Hins vegar er lífsmark
menningarviðleitni eigendanna til
skilnings á henni og öllum heimin-
um; hún heldur ekki áfram að vera
til nema menn séu sífellt að ráða í
rúnir hennár og leita svara við
gömlum spurningum og nýjum.
Þekkingin hjálpar okkur að
finna svör og skiptir þá menntun-
in miklu því hún er hvorttveggja í
senn öflun þekkingar og miðlun
hennar. Sú tið er löngu fyrir bí að
menningararfurinn hjálpaði sér
sjálfur á milli kynslóða ef svo má
orða; því flóknari sem samfélög
hafa orðið verður æ minni sá hluti
menningar sem flyst á milli kyn-
slóða án sérstakra ráðstafana um
flutninginn. Eru nú víðast um
hann sérstakir menn og stofnanir
sem gera ekkert annað. En með
því þekking á veröldinni verður æ
meiri, fjölþættari og flóknari, þá
krefst það sérstaks og samfellds
átaks að ná tökum á henni — og
að kenna öðrum þessi tök krefst
annars og meira en tilviljunar-
kenndra leiðbeininga. Þeir sem
hafa það hlutverk að afla þekk-
ingar og miðla verða að valda
hlutverki sínu og auk þess að vera
færir um að ná tökum á þekking-
unni verða þeir að hafa til þess
sérstök skilyrði. Og með því þekk-
ingin vex og vex og hraði breyt-
inganna eykst, þá krefst þekk-
ingaröflunin æ sértækari skilyrða,
æ meiri yfirsýnar. Tilgangur
þekkingarmiðlunar er löngu hætt-
ur að vera sá einn að flytja menn-
inguna milli kynslóða hennar
sjálfrar vegna einungis, að auki
varð mönnum snemma ljós annar
tilgangur menntunar — sem sé sá
að öðlast hið skiljanlega markmið
að lifa hamingjuríku lífi; m.ö.o.
varð tilgangurinn að efla með
mönnum viljann til að auka á vel-
ferð samfélagsins.
Þar eð menntun er í senn öflun
og miðlun þekkingar er ljóst að
rannsóknir eru órofa hluti mennt-
unar: Þær eru viðleitni til að bæta,
auka og hreinsa þekkinguna.
Rannsóknir leiddu snemma í ljós
að heimurinn er í rauninni ekki
allur þar sem hann er séður —
með þeim er unnt að nálgast
sannleikann um hvaðeina í efnis-
heiminum og um mannlífið í hon-
um; með þeim birtist heimurinn
mönnum eins og hann er, en ekki
eins og hann sýnist vera eða eins
og þeir vilja að hann sé. Og menn
verða að bregðast við honum sam-
kvæmt því, leitast við að ráða í
rúnir hans og finna hið sanna um
hann, enda þótt þeim starfa ljúki
aldrei þar eð sannleikurinn um
hvaðeina í veröldinni verður seint
hreinn og tær og endanlegur. En
með því að nálgast hann eykst
þekkingin og styrkist viljinn til að
bæta mannlífið. Og hér gildir hið
sama og um menntunina: Með
aukinni fjölbreytni þekkingarinn-
ar og æ flóknari veröld, sem af
henni leiðir, krefjast rannsóknir
sérstaks og samfellds átaks svo
þær megi bæta, auka og hreinsa
þekkinguna. Og að auki krefjast
þær sérstaks hóps manna sem
hafa tök á þekkingunni og skilyrði
til að spá i hana í leit að nýjum og
nýjum leiðum.
Skilningurinn gerir mönnum
kleift að öðlast þekkingu. Þekk-
ingin takmarkast hinsvegar og
ákvarðast af þeim hugmyndum
sem umhverfið býður upp á — og
langanir takmarkast og ákvarðast
af þeim markmiðum sem samfé-
lagið setur sér. Viljinn ræður
hvaða langanir verða ofan á.
Þekking sem slík ein og sér nægir
nefnilega ekki: Menn verða að
skilja hana og gildi hennar. Og til
þess að skilja hana þarf sífellda
menntun og rannsóknir. Og til
menntunar og rannsókna duga
ekki orðin tóm, heldur verða að
koma til sérstakar aðstæður og
skilyrði sem eru undirorpin örum
breytingum og þurfa samfelldan
Álversins til að beygja sig undir
þær lágmarkslaunahækkanir, sem
harðdrægt forystulið vinnuveit-
enda hefur hugsað sér að hreyta í
launafólk í landinu. Ein allsherj-
arregla getur ekki gilt um þessa
hluti, heldur verður að fara eftir
aðstæðum og afkomu einstakra
atvinnugreina. Einstefna í þessu
máli bæri keim af einokunar-
stefnu, sem málsvarar frjálsrar
samkeppni ættu ekki að láta
bendla sig við. Og það á ekki að
vera hlutverk íslenzkra samtaka
að draga taum erlendra aðila með
þeirri afleiðingu, að hlutur íslands
(í launum og sköttum) út úr þeim
skiptum verði smærri en efni
standa til.
Nýr launaskattur
Ég set hér fram þá tillögu, að
Alþingi leggi nýjan skatt á laun
þeirra starfshópa, sem koma til
með að fá allverulega leiðréttingu
á launum sínum, t.d. yfir 15% (að
undanteknum þeim, sem ekki ná
15.000 kr. mánaðarlaunum). Skuli
sá skattur notaður til að greiða út
láglaunabætur handa þeim laun-
þegum, sem verst eru staddir.
Framkvæmd slíkrar skattheimtu
þarf ekki að vera flókið mál, þar
sem heimta má skattinn hjá
vinnuveitendum og miða hann við
umsamdar launahækkanir, svo að
ekkert fari á milli mála. Að mínu
viti væri 40% skattur af þessum
„umframlaunahækkunum" sann-
gjörn álagning, miðað við allar að-
stæður. En ljóst þarf að vera, að
hér sé aðeins um neyðarráðstöfun
að ræða til eins árs eða svo.
Með þessu væri það unnið, að
lágtekjufólk fengi nokkrar úrbæt-
ur með félagslegum aðgerðum, án
þess að gengið væri á sjóði ríkis-
ins, en þær atvinnugreinar væru
látnar standa undir þessu, sem
bezt eru aflögufærar og þarfnast
þess ekki, að kaupi starfsmanna
þeirra sé haldið niðri.
Misrétti?
Nú kunna einhverjir að spyrja:
„Hvar er réttlætið í því að taka af
mínum launum og stinga því í
vasa náunga míns? Er þetta nokk-
uð annað en löghelgaður þjófnað-
ur?“
Slík spurning ber ekki vott um
mikla innsýn í eðli þjóðfélagsins.
Hver mótmælir rétti ríkisins til að
leggja á skatta, þegar nauðsyn
krefur? Og spyrja má aftur: Hvar
er réttlætið í því, að lögin heimili
atvinnurekendum að greiða 20—
25% lægri laun en samizt hafði
um? — Svarið hlýtur að taka mið
af ástandinu i efnahagslífi þjóðar-
innar. Það getur — en þarf ekki —
að vera réttlætanlegt að skera
niður laun með lagasetningu. Um
það hafa allir stjórnmálaflokkar
stuðning og styrk. Ástæðurnar eru
bara tvær: Menntun og rannsóknir
eru einu vopn samtímans til að
bregðast við framtíðinni — og til
þeirra er ekki stofnað í eitt skipti
fyrir öll, heldur stöðugt. Þeim lýk-
ur aldrei, en ef þeim er hvorki
sinnt né sýnd sú virðing sem þau
eiga skilið, þá sláum við vopnin úr
eigin hendi og tínumst í svart-
nætti vanþekkingarinnar. Og slíku
hlutskipti er ósköp auðvelt að ná
ef ekkert er að gert.
Virðingin, forgangurinn og vit-
undin um mikilvægið getur ein-
ungis komið fram í því að samfé-
lagið tryggi æðstu stofnun mennta
og rannsókna (sem á íslandi heitir
Háskóli) möguleikann til að lifa,
og geri kleift samspil á milli
menntunar, rannsókna og þjón-
ustu við samfélagið. Önnur við-
brögð bera vott um vanþekkingu,
óvirðingu og skilningsleysi. Ver-
öldin er nefnilega löngu orðin slík,
eins og við nefndum hér framar,
að menntun er ekki lengur unnt að
skoða sem miðlun skýrt afmark-
aðrar þekkingar — einskonar
„þekkingarpakka", svo notuð sé
líking við orðskrípasmíð stjórn-
málamanna; — heldur ber m.a. að
líta á hana sem innlegg í hina
margvíslegu röklegu viðleitni sem
kallast rannsóknir. Og á gagn-