Morgunblaðið - 21.03.1984, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
Sounds, útbreiddasta popp-
rit Breta, birti opnuviötal viö
hann með flennistórum mynd-
um fyrir jólin og fyrir skemmstu
lét hann sig hafa þaö aö leika á
„videói" meö Tracey Ullmann.
Var það sýnt í sjónvarþsrás 4 í
Bretlandi þann 24. febrúar sl.
Aö sögn Ullman fékk hún
hugmyndina að þessu er hún
hitti verkalýðsleiötogann í þætt-
inum „Loose Talk“ í rás 4 í
breska sjónvarpinu. „Hann virt-
ist hafa gott skopskyn og mér
fannst þetta bráðsmellin hug-
detta.” Kinnock þekktist boð
hennar og sagöi jafnframt, aö
dóttir hans heföi aldrei fyrirgef-
iö sér ef hann heföi hafnaö til-
boöinu.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
Kinnock og Ullman saman í einu
atriða „videósins".
„Vinir senda ekki hvorir öðrum telex“
Kastast hefur í kekki meö
þeim Elton John og Rod Stew-
art ef marka má fregnir er-
lendra blaða og tímarita. Þessir
tveir hafa um langt árabil veriö
miklir mátar og ákváöu í vetur
aö halda í sameiginlega heims-
reisu.
Aö sögn Elton John höföu
hann og Stewart gert meö sér
þaö serh nefnt er á ensku
„gentleman’s agreement” en
Stewart sveikst undan merkjum.
Höföu þeir gert meö sér munn-
legt samkomulag um aö halda í
tónleikaferöalag um Bandaríkin
og Evrópu. Ljóst er nú, aö af því
veröur ekki.
„Viö uröum ásáttir um aö
sleppa öllum gömlu lögunum
okkar á þessum tónleikum og
einbeita okkur aö nýju efni,“
sagöi Elton John í sjónvarpsviö-
tali í Bretlandi fyrir nokkru. Hann
átti erfitt meö aö leyna beiskju
sinni í garö Stewart er hann
sagði: „Mér fannst þetta vera
frábær hugdetta á sínum tíma,
en þetta ætlar greinilega allt
saman aö veröa aö engu.“
Elton sagöist ekkert hafa heyrt
frá Rod um þetta mál í lengri
tíma. „Hann hefur ekki einu sinni
nennt aö hringja. Hins vegar
sendi hann mér telex-skeyti, þar
sem hann saltaöi þessi áform.
Allir vita, aö vinir senda ekki
hvorir öörum telex.“
Talsmaöur Rod Stewart sagö-
ist undrandi á þessum viðbrögö-
um Elton John. Sagöist hann
ekki hafa tekiö þessa hugdettu
alvarlega og litiö á þetta sem
brandara. „Svo mikiö er vist, aö
þaö hafa engir skriflegir samn-
ingar veriö rofnir,“ sagöi hann.
Elton John og Rod Stewart á meöan allt lók í lyndi.
Alþýðlegur
maður
Kinnock
Neil Kinnock, leiðtogi
breska Verkamannaflokksins,
lætur sér ekki allt fyrir brjósti
brenna og lætur sig hafa það
að blanda geöi viö háa jafnt
sem lága. Popparar eru þar
ekki aldeilis undanskildir.
Strákarnir fimm í Incantation.
tónlist landanna, sem liggja aö
Andesfjöllunum.
Þaö er einmitt þessi þjóölaga-
tónlist, sem strákarnir í Incanta-
tion hafa vakiö svo rækilega at-
hygli á í heimalandi sínu. Á plöt-
unum er að finna ýmsar útgáfur
þjóölagatónlistar frá Andesfjöll-
um, taktföst lög meö þungum
undirtóni, róleg og seiöandi lög
og nánast allt þar á milli. Sungiö
er í nokkrum laganna, en söngur-
inn skipar þó ekki háan sess á
plötunum.
Til þessa hefur Incantation lítiö
sem ekkert veriö kynnt hér á
landi en báöar plöturnar eru nú
fáanlegar. Járnsíöan skorar á
alla unnendur þjóölagatónlistar
aö kynna sér þessa tónlist því
hér er á feröinni einkar athyglis-
verö og áheyrileg tónlist.— SSV.
Incantation
Ted Nugent um Boy George:
„Þessi maður er
alvarlega særður“
— þjóðlagahljómsveitin sem skeytti ekki um tísku
bylgjurnar og óð upp breska vinsældalistann
lögmálum en hin heföbundna
popptónlist nútfmans.
Upprunalega voru meölimir
Incantation sjö talsins og sveitin
kom þannig fyrir á fyrri plötunni.
Simon Rogers lék á charango,
gítar, tiple og sá um áslatt, Mike
Taylor lék á sikus, anata og
bombo, Forbes Henderson á
gítar, Nick Carr á sikus, Chris
Swithinbank á sikus, gítar, guit-
arron og sá um söng, Andy Tyrr-
ell lék á bombo, caja, pinkillo og
sá um áslátt og Tony Hinnigan
lék á quenas, sikus, tarka, gítar,
guitarron, pinkillo og sá um
áslátt. Á síöari plötunni hafa þeir
Carr og Tyrrell helst úr lestinni.
Fyrir þá, sem ekkert þekkja til
þessarar tónlistar kunna nöfnin á
sumum hljóöfæranna hér aö
ofan aö hljóma kynduglega.
Anata er Iftil tréflauta meö munn-
stykki, tarka er stærri útgáfa af
sams konar flautu, bombo er
stór tromma meö geitarhúö, caja
er smátromma, pinkillo er lítil
reyrflauta, quena er sömuleiöis
lítil flauta, annaðhvort úr reyr eöa
beini, sikus er panflauta úr reyr,
charango er lítill gítar, tiple er
sömuleiðis gítartegund ættuö frá
Kolombíu og guitarron er bassa-
gítar. Þá hafa menn þaö.
Eins og sjá má af upptalningu
þessara hljóöfæra eru flautur
allsráöandi og þær setja geysi-
mikinn svip á heildarmyndina.
Þessar flautur eru geröar aö
ævafornri fyrirmynd og heimildir
segja þær vera allt frá tímum ink-
anna. Þegar Spánverjar komu til
S-Ameríku kynntust indíánarnir
gítarnum og þróuðu frá honum
annaö svipaö hljóöfæri, char-
ango, sem nú er eitthvert mest
áberandi hljóöfæriö f þjóölaga-
Gamla bárujárnsbrýniö Ted
Nugent viröist hreint ekkert
vera aö gefa eftir þótt hann sé
nú oröinn 35 ára. Spengilegri
en nokkru sinni fyrr og hárið
aldrei síðara.
Nugent heimsótti Breta fyrir
skemmstu og fékk prýðisgóðar
móttökur. Hafði þó á orði, að
hann væri undrandi yfir því
hversu fáar stelpur kæmu á
tónleikana sína. „Mér er skít-
sama um peninga, þaö eru
stelpurnar sem ég vil,“ sagöi
hann viö Melody Maker um
daginn.
Sá gamli er orðhákur hinn
mesti sem fyrr og var ekki aö
spara Boy George kveðjurnar.
„Gott og vel, hann semur fín
lög og ég kann vel aö meta þau
mörg hver, en hvernig hann lít-
ur út! Maöur minn. Ég mein-
a’ða, þessi maöur er alvarlega
særður.”
Sem fyrr segir er Nugent
orðinn 35 vetra gamall og lét
Ted Nugent aldrei hressari.
þess getiö í lokin, aö allar
svaöilfarasögurnar, sem færu
af sér, væru hver annarri sann-
ari. Gamla mottóið hans er enn
viö lýði: „Ef þú þolir ekki há-
vaðann ertu bara orðinn of
gamall."
AC/DC verður aðal-
númeriö á Donington
FJÖLDAMARGIR hafa komiö
að máli viö umsjónarmann
Járnsíðunnar og spurst fyrir
um hvort efnt veröi til annarr-
ar hópferðar á Donington-
rokkhátíöina í Englandi I
sumar líkt og gert var á síö-
asta sumri.
Svarið er já og það sem
meira er, undirbúningur er
þegar hafinn. Ljóst er að ferðin
veröur farin á vegum hins ný-
stofnaöa bárujárnsrokks-
klúbbs og Flugleiða. Ekki er
hægt að skýra nákvæmlega frá
því hvaö kosta muni í þessa
ferö, en Ijóst er að það verður
töluvert dýrara en í fyrra þegar
farið var með ms. Eddu, enda
flogið og gist á hóteii.
Ætlunin er að fara í vikuferö
aö þessu sinni og verður vænt-
anlega flogiö út fimmtudaginn
16. ágúst og heim 22. eöa 23.
ágúst. Donington-hátíðin verö-
ur haldin laugardaginn 18. ág-
úst. Gist veröur á ágætu hóteli
í Lundúnum. Væntanlega verö-
ur farið í einhverjar skoðunar-
feröir, e.t.v. á völlinn og
kannski einhverja aöra tónleika
ef þannig stendur á.
Eins og nærri má geta bíöa
menn spenntir eftir aö komast
aö því hvaða hljómsveitir koma
fram á tónleikunum. Járnsiö-
unni bárust af því fregnir á
mánudagsmorgun, að AC/DC
myndi leika á Donington. Þetta
er formlega staðfest. Ef aö lík-
um lætur veröur AC/DC aöal-
númer dagsins. Frekari fregnir
af þátttakendum hafa ekki bor-
ist. Óhætt er aö fullyröa, aö
bárujárnsunnendur munu
fagna þessu mjög svo og allir
þeir, sem ætla meö í ferðina.
Angus Young, höfuöpaur
AC/DC.
Breska hljómsveitin Incanta-
tion er án nokkurs vafa einhver
sérstæöasta sveitin, sem gist
hefur vinsældalistana þar í
landi um langt árabil. Tónlist
Incantation tengist ekki neinum
tískubylgjum nútímans heldur
grundvallast á margra alda
gamalli tónlistararfleifö indíána
í Andesfjöllum Suöur-Ameríku.
Á listilegan hátt hefur meölim-
um Incantation tekist aö útsetja
tjónlistina á þann veg, að unun er
á aö hlýða. Báöar plöturnar, sem
Incantation hefur sent frá sér,
bera handbragöi þeirra glöggt
vitni. Fyrri platan heitir „Cach-
arpaya” og kom út 1982, en sú
síðari „Dance of the Flames” og
kom út síöla árs 1983.
Þaö vakti aö vonum athygli
þegar lagiö „Cacharpaya" komst
i 12. sæti breska vinsældalistans
og samnefnd plata í 9. sætiö. í
raun ekki erfitt aö skilja vinsældir
þessarar tónlistar, en þó erfitt í
Ijósi þess aö hún lýtur allt öðrum