Morgunblaðið - 21.03.1984, Page 41

Morgunblaðið - 21.03.1984, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984 4 \ Málefni aldraðra II Þórir S. Guðbergsson • • Oldruðum fjölgar ört * Islendingar lifa nú lengst allra þjóða. Við þurfum því fjölbreytta möguleika og val fyrir elstu kynslóðina sem rutt hefur veginn á undan okkur. Það þarf að kanna þörfina og gera áætlun fyrir þennan hóp sem stundum á fátt annað sameiginlegt en aldur og lífeyri. Það er e.t.v. kunnara en frá þurfi að segja að íslendingar lifa nú lengst allra þjóða í heimi. Verða hér nefnd fáein dæmi, sem tekin eru úr tímaritinu Heilbrigðismál 1982, 4. tölublaði. Hvar lifir fólk lengst? (Ólifuð meðalævi nýfæddra) Karlar 1. Japan 73,7 ár (1980) 2. ísland 73,6 ár (1980) 3. Færeyjar 73,4 ár (’76—’80) Konur 1. ísland 80,5 ár (1980) 2. Sviss 79,8 ár (1980) 3. -5. Japan 79,2 ár (1980) Holland Noregur Karlar og konur meðaltal 1. ísland 77,1 ár 2. Japan 76,5 ár 3. Sviss 76,3 ár 4. -5. Færeyjar 76,1 ár 4.-5. Svíþjóð 76,1 ár í lok þessarar greinar um dán- artíðni og ævilengd, segja þeir greinarhöfundar Ölafur Ólafs- son, landlæknir og Jónas Ragn- arsson, ritstjóri: „Geta má þess að ellilífeyrisþegum mun fjölga örar en gert hefur verið ráð fyrir, þó að aðalfjölgunin verði ekki fyrr en eftir aldamót þegar mjög stórir árgangar komast á ellilaun. Staðreynd er að flestir ellilífeyrisþegar lifa við allgóða heilsu og kjósa frekar eigin for- sjá en kyrrð elliheimilanna. Tími er því kominn til að hafa lok starfsaldurs og upphafsaldur ellilífeyrisgreiðslna mun sveigjanlegri en nú er. Við verð- um að láta af þeim sið að ráðsk- ast um of með hagi vinnandi hálfsjötugs fólks." Allir vilja lifa sem lengst, en „enginn“ vill veróa gamall íslendingar geta nú komist í heimsmetabók eins og svo oft áð- ur ef því væri að skipta. En með fjölgun aldraðra og hækkuðum aldri verður að gefa þörfum þessara einstaklinga sem geta verið svo mjög ólíkir innbyrðis talsvert meiri gaum en fram að þessu. Hvernig væru útlitið og horfurnar í vistunarmálum aldr- aðra hefðum við ekki elli- og hjúkrunarheimili Grundar? Hvar stæði Reykjavík og ná- grannabyggðarlögin ef við ekki nytum góðs af Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði? Staðreyndin er sú að við þurf- um fjölbreytta möguleika og val fyrir elstu kynslóðina, sem rutt hefur brautina á undan okkur. Það þarf að kanna þarfir þessara hópa og gera áætlun. Stundum eiga aldraðir fátt annað sameig- inlegt en aldur og lífeyri. Einn getur þurft á vistheimili að halda um sjötugt, annar unnið framundir nírætt. Einn kýs að vera í íbúðum aldraðra og njóta félagslegs öryggis, annar tekur ekki annað í mál en að vera heima sem lengst, þjálfa sig með því að ganga upp og niður stiga, og sækja síðan félagslega sam- veru og tómstundir meðal félaga sinna. „Það er því deginum Ijósara að þeir vaða í villu og svíma sem halda því fram að ellin svipti menn starfshæfni... Öldungur vinnur ekki sömu störf og ungir menn, cn hann innir af hendi miklu göfugri og mikilvægari verk. Afreksverkin eru ekki unnin með líkamskröftum, flýti og fjöri. Þar verður til að koma skynsam- legt vit, myndugleiki og dóm- greind. Og því fer víðs fjarri að slíkir kostir fjari út með aldrinum, öðru nær. I»eir færast einmitt í aukana." (('iceró: „llm cllina '. I»ýd. Kjarlan Kaenars.) Mjólkursamlafíið í Borgarnesi: Grauturinn á markað um páskana Borgarnesi, 15. mars. Mjólkursamsalan í Reykjavík set- ur um páskana á markað tva*r teg- undir af grautum á fernum sem framleiddir verða í Mjólkursamlag- inu í Borgarnesi. Jón Guðmundsson mjólkur- fræðingur í Mjólkursamlaginu sagði að þessi framleiðsla væri bú- in að vera lengi í undirbúningi og engum áformum hefur verið breytt þó fleiri aðilar hefðu farið út í þessa framleiðslu og fleiri á leiðinni. Hugsunin hjá þeim mjólkursamlagsmönnum væri fyrst og fremst sú að nota graut- argerðina til uppfyllingar með mjólkurvinnslunni þannig að betri nýting fengist á húsnæði, vélum og mannskap. Þetta verkefni væri unnið í samvinnu við Mjólkur- samsöluna sem hefði yfir að ráða öflugu dreifingarkerfi og í til- raunaeldhúsi hennar í Reykjavík hefði verið unnið mikið að undir- búningi grautargerðarinnar. Jón sagði að byrjað yrði á framleiðslu á jarðarberja- og sveskjugrautum á lítrafernum. __ iii>: Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Þreyta hlaupin í íslenska liðið? Skák Margeir Pétursson ÚRSLITN í fyrstu umferð á alþjóð- lega skákmótinu Bláa Lónið/Festi í Grindavík voru bakslag fyrir ís- lcnsku titilhafana eftir ótrúlega velgengni þeirra að undanförnu. Þetta er fimmta mót Jóhanns Hjartarsonar á þessu ári og þeir Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason eru nú að tefla sitt þriðja mót á einum mánuði. Allir þessir þrír skákmenn töpuðu sínum skákum í fyrstu umferð mótsins og kom það að vonum geysilega á óvart. Skýr- ingarinnar er sennilega fyrst og fremst að leita í skákþreytu, það er ekki hægt að tefla af fullum styrk- leika mót eftir mót. En auðvitað er allt of fljótt að afskrifa íslensku þátttakend- urna þó á móti blási í byrjun. Töpin ýta væntanlega hressilega við þeim félögum, nú verða þeir að taka á öllu sínu ef þeir ætla að snúa taflinu við og hindra er- lendan sigur. Úrslit í fyrstu umferð urðu þessi: Haukur — Christiansen 0—1 Ingvar — Jóhann 1—0 Jón L. — McCambridge 0—1 Björgvin — Lombardy 0—1 Helgi — Gutman 0—1 Knezevic — Elvar biðskák Það eru nú stórtíðindi þegar okkar mönnum gengur svona illa í keppni við útlendinga, en stutt er síðan slík úrslit hefðu ekki þótt neitt tiltölumál. Skákunn- endur verða að skilja að Róm var ekki byggð á einum degi og úr- slitin í tveimur síðustu mótum þýða ekki að við séum orðnir ósigrandi. Ingvar Ásmundsson tefldi mjög skynsamlega á m'óti Jó- hanni Hjartarsyni og það bar óvæntan árangur. Ingvar bar mikla virðingu fyrir piltinum, enda full ástæða til, og lét sér nægja jafnt tafl og mikil upp- skipti með hvítu. Svo fór að Jó- hann gerðist bráður á sér og féll í bráðsmellna gildru sem kostaði skiptamun og skákina. Hvítt: Ingvar Ásmundsson Svart: Jóhann Hjartarson Caro-Kann vörn I. e4 — c6, 2. d4 — d5, 3. exd5 — cxd5, 4. Bd3 — Rc6, 5. c3 — Rf6, 6. Bf4 í þessu hógværa afbrigði getur svartur auðveldlega jafnað tafl- ið, en það er erfitt að fá meira. 6. - Bg4, 7. Db3 - Dc8,8. Rd2 - e6, 9. Rgf3 — Be7, 10. h3 — Bh5, II. Re5 — Rxe5, 12. Bxe5 — 0-0, 13. Bxf6 Þetta lýsir ekki miklum metn- aði, en hvernig á gamali refur að tefla gegn ungu ljóni í toppþjálf- un? 13. — Bxf6, 14. Dc2 — Bg6, 15. Bxg6 - hxg6, 16. Dd3 - b5!? 17. 04) — I)c7, 18. Rb3 — Dc4, 19. De3 — a5?? Þó ótrúlegt megi virðast er þessi „sjálfsagði leikur" tapleik- urinn. Nauðsynlegt var 19. — Hfc8! og svartur hefur ágæta stöðu því 20. Rc5 má svara með 20. - b4. 20. Rc5! Hótar 21. b3 og svarta drottn- ingin fellur. Það hefur Jóhann auðvitað séð, en ekki hina hótun hvíts sem er miklu lúmskari. 20. - b4, 21. Rd7! Hótar bæði 22. Rxf8 og 22. Rb6. Svartur tapar því skipta- mun. 21. - bxc3, 22. bxc3 — a4, 23. Hfdl — Hfb8, 24. Rxb8 - Hxb8, 25. Dd2 — Hc8, 26. Hacl — a3, 27. Hbl — Be7, 28. Hb3 — Bd6, 29. Dd3 — I)c6, 30. Hdbl — e5 Yfirráð hvíts yfir b-línunni tryggja honum unnið tafl og svarti dugar ekki að bíða átekta, heldur verður hann að reyna að flækia. 31. Hb6 — I)c7, 32. dxe5 — Bc5, 33. Hb7 — I)xe5, 34. Df3 - Be7, 35. Hdl — Bf6, 36. Hb3 — I)e7, 37. I)xd5 - Bxc3, 38. Hb7 - I)f6, 39. Hd3 — Be5, 40. g3 — Hc2, 41. Hf3 — De6, 42. Dxe6 — fxe6, 43. hxa3 — Bd4, 44. Ha8+ — Kh7, 45. Hf7 og svartur gafst upp. í annarri umferð mótsins urðu úrslit sem hér segir: Christiansen — Elvar 'h — Vi Haukur — Ingvar 'k — 'k Jóhann — Jón L. 0—1 McCambridge — Björgvin 1—0 Lombardy — Helgi 'k — 'k Gutman — Knezevic 'k — 'k Jóhann Hjartarson hlaut nú sitt annað tap og það í aðeins 20 leikjum. Hann vann Jón L. bæði á Búnaðarbankaskákmótinu og Reykjavíkurmótinu þannig að Jón átti harma að hefna. Eftir miklar flækjur eftir byrjunina stóð Jón uppi manni yfir og var þá ekki um annað að ræða fyrir Jóhann en að gefast upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.