Morgunblaðið - 21.03.1984, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
45
opinberra mála eru efnislega svip-
uð og eru þau í 6. gr. Evrópusamn-
ings og 14. gr. samnings Samein-
uðu þjóðanna. í 6. gr. Evrópuráðs-
samningsins segir: „1. Nú leikur
vafi á um réttindi þegns og skyld-
ur eða hann er borinn sökum um
glæpsamlegt athæfi og skal hann
þá njóta réttlátrar og opinberrar
rannsóknar innan hæfilegs tíma,
fyrir óháðum, óhlutdrægum,
lögmæltum dómstóli. Dómur skal
upp kveðinn í heyranda hljóði, en
banna má blaðamönnum og al-
menningi aðgang að réttarhöldum
að nokkru eða öllu vegna almenns
siðgæðis, allsherjarreglu eða þjóð-
aröryggis í lýðfrjálsu landi, þegar
unglingaverndun eða verndun
einkalífs málsaðilanna býður, eða
að svo miklu leyti sem dómstóllinn
telur brýna nauðsyn bera til í sér-
stökum tilvikum, þar sem vitn-
eskja almennings mundi torvelda
rétta niðurstöðu. — 2. Hvern þann
mann, sem borinn er sökum fyrir
glæpsamlegt athæfi skal telja
saklausan, uns sök hans er sönnuð
lögfullri sönnun. — 3. Hver sá
maður, sem borinn er sökum fyrir
glæpsamlegt athæfi, hefur þessi
lágmarksréttindi: — a. rétt til
þess að fá tafarlaust vitneskju á
máli, sem hann skilur, um eðli og
orsök ákærunnar gegn honum, í
einstökum atriðum; — b. rétt til
nægilegs tíma og aðstöðu til að
undirbúa vörn sína; — c. rétt til að
verja sig sjálfur eða kjósa sér
verjanda. Hafi hann ekki efni á að
greiða lögfræðilega aðstoð, skal
hann fá hana ókeypis, ef réttar-
sjónarmið krefst þess; — d. rétt til
að spyrja eða láta spyrja vitni,
sem leidd eru gegn honum. Séð
skal um, að vitni, sem bera honum
í vil, komi fyrir dóm og séu spurð
á sama hátt og þau vitni, sem
leidd eru gegn honum; — e. rétt til
að fá ókeypis aðstoð túlks, ef hann
skilur ekki eða talar mál það, sem
notað er fyrir dómi.“
Venjulega rannsókn opinbers
máls hjá RLR verður að telja brot
gegn þeirri reglu 6. gr. að sakaður
maður skuli njóta réttlátrar,
opinberrar rannsóknar fyrir óháð-
um, óhiutdrægum, lögmæltum
dómstóli innan hæfilegs tíma.
Þannig er ekki farið að hér á
landi. RLR er ekki dómstóll og
rannsóknir þar eru oft tímafrekar,
þannig að langur tími líður frá
upphafi rannsóknar þar til mál er
lagt fyrir dómstól.
Auga leið gefur að sakborningur
eða réttargæslumaður hefur ekki
sömu aðstöðu til að spyrja vitni á
sama hátt, sem bera sakborningi í
vil, og þau sem bera gegn honum,
þar sem þess mun oft ekki gætt að
sakborningur og réttargæslumað-
fjöllun í fjölmiðlum bæði hér heima
og erlendis og menn forðist að dæma
hann fyrirfram. Hann á rétt á því
eins og hver annar að teljast ekki
sekur um annað en það sem á hann
sannast, brot hans er nógu stórt þó
við séum ekki að bæta við það með
getgátum.
En fyrst Morgunblaðið dró skýrslu
þremenninganna inn í umræðuna og
fór að túlka ummæli þeirra um ís-
lenska embættismenn, þá ber Morg-
unblaðinu skylda til að færa rök fyrir
túlkunum sínum og fullyrðingum. En
hér er ég kannski að fara fram á of
mikið. íslensk stjórnmálaumræða
hefur einkennst um of af útúrsnún-
ingum og rangtúlkunum og því er
von að Morgunblaðinu finnist að allt
sé því leyfilegt í þeim efnum.
Með þökk fyrir birtinguna. Það er
ekki víst að ég nenni að svara þó þið
klínið aftan við þessi skrif mín nýj-
um útúrsnúningum.
Hallgrímur llródmarsson er kenn-
ari í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð.
Athugasemd rítstjóra:
Hallgrímur Hróðmarsson ritaði
grein í Dagblaðið-Vísi (DV) 7.
mars sl. undir fyrirsögninni „Tre-
holt: Leiksoppur óprúttinna
valdhafa í austri og vestri?“ Eins
og fyrirsögnin og athugasemd
Hallgríms hér að ofan gefur til
kynna leitast hann við að beita
„samanburðarfræðunum" í Tre-
holt-málinu. Tilgangur þessara
fræða er sá að sýna fram á að þeir
ur hans fái að fylgjast vel með
máli og hafa yfirsýn yfir það hjá
RLR. Er ástæða til að ætla að
réttargæslumönnum sakborninga
sé jafnan ekki gefinn kostur á að
vera viðstaddir yfirheyrslur yfir
vitnum hjá RLR. Vitni, sem gefa
skýrslur hjá RLR gera það að við-
lagðri refsiábyrgð og eru bundin
af henni, þegar og ef til skýrslu
fyrir dómi kemur. Þar sem rann-
sókn opinbera málsins fer fram í
lokaðri lögreglustofnun er óger-
legt fyrir réttargæslumenn að
ganga úr skugga um jafnóðum, að
hún fari eðlilega fram, bæði að því
er tekur til ákvæða í alþjóðasamn-
ingum og einnig að því er varðar
aðrar réttarreglur. Fleira kemur
til, en ljóst er að hér er brotið
gegn hinum alþjóðlegu samning-
um.
Óverjandi er að verulegur
ágreiningur sé um staðreyndir í
opinberum málum, en það hefur
borið við.
í alvarlegustu refsimálum og
málum sem ágreiningur er um,
eru á síðasta dómstigi kvaddir til
fimm hæstaréttardómarar til að
dæma í málum, en í Hæstarétti er
gert ráð fyrir að þannig hafi verið
unnið að upplýsingu opinbers
máls, að ágreiningur um stað-
reyndir sé í lágmarki. Þessi skipan
er frá gamalli tíð, væntanlega
byggð á, að því er opinber mál
varðar, að réttargæslumanni og
verjanda hafi gefist svo góð tæki-
færi til að hafa áhrif á rannsókn
málsins, þegar hún fór fram og að
hann sætti sig við hana, en hefði
ella getað kært ágreiningsefni til
Hæstaréttar. Eftir að RLR tók til
starfa voru verjendur að verulegu
leyti sviptir þessum möguleikum.
Það er því ankannalegt, svo ekki
sé meira sagt, að fela fimm dóm-
endum Hæstaréttar að fjalla um
lagaleg vafaatriði, en fela einum
eða tveimur lögreglumönnum að
afla upplýsinga í sama máli, með
mjög takmörkuðum afskipta-
möguleikum og forræði ákæru-
valds og sakbornings. Áberandi er
einnig lakari staða sakbornings til
réttarfarsaðgerða í opinberu máli,
en staða aðila í einkamáli og er þó
jafnan fjallað um mikilsverðari
hagsmuni í opinberum málum.
Forsendur RLR
I kynningu Hallvarðs á RLR er
lögð áhersla á að stofnunin starfi
samkv. lögum nr. 108/1976 og hagi
störfum í samræmi við reglur,
sem kveða á um rannsóknir opin-
berra mála að öðru leyti. Dómstól-
ar hafi oft kveðið upp dóma í mál-
um, sem RLR hafi rannsakað og
ekkert hafi komið fram, sem dragi
sem standa vörð um lýðræðishug-
sjónina og halda uppi andstöðu við
kommúnískt valdabrölt séu í raun
ívið purkunarlausari en málsvar-
ar heimskommúnismans hvort
heldur þeir eru í dularklæðum eða
ekki. Sú fullyrðing í Staksteinum
stendur óhögguð að tilgangurinn
með grein Hallgríms í DV hafi
verið að „bera dálítið í bætifláka
fyrir Arne Treholt“.
2. í augum þeirra Islendinga
sem ekki aðhyllast misheppnaða
og ranga stefnu Hjörleifs Gutt-
ormssonar gangvart Alusuisse er
samanburður milli samningsins
um „gráa svæðið", óskasamning
Sovétmanna í Barentshafi, og .
samnings íslands við Alusuisse
um álverið í Straumsvík vörn
fyrir hinn sovéska óskasamning.
3. Öllum þeim spurningum sem
Hallgrímur Hróðmarsson varpar
fram til að „sanna“ fullyrðingu
sína um „Ijótasta dæmi um subbu-
skap í íslenskum blaðaheimi nú
síðustu árin“, hvorki meira né
minna, hefur í raun verið svarað í
fréttum Morgunblaðsins og Stak-
steinum. Morgunblaðið hefur birt
það úr umræddri, pólitískri
skýrslu fulltrúa þriggja vinstri
flokka á allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna haustið 1971 sem
gerir menntaskólakennaranum
fært að semja umræddar spurn-
ingar og svara þeim. Slíkir spurn-
ingaleikir í blaðagreinum eru
fremur til marks um rökþrot og
tilbúnar ásakanir en einlæga
sannleiksleit. Morgunblaðið hefur
í efa réttmæti starfshátta RLR.
Þetta eru auðvitað meginforsend-
ur starfs RLR. En lítum nánar á
þær. Þegar um er að ræða jafn
mikilsverð réttindi manna og þau,
sem opinber mál taka til og fjalla
um, er óhjákvæmilegt að gæta að
grundvallarreglum laga, svo sem
stjórnarskrárákvæðum og lögum
og réttarframkvæmd þeirra þjóða,
sem fremst eru taldar standa á
þessu sviði, auk almennra við-
horfa. Má ljóst vera að þar rekast
ákv. laga um RLR harkalega á
stjórnarskrárákvæði og samninga
Evrópuráðsins og Sameinuðu
þjóðanna eins og áður er lýst.
Reglur Evrópuráðssamningsins,
Sameinuðu þjóðanna og stjórnar-
skrár hafa oft verið brotnar. Hins
vegar skal ekki fullyrt hversu vel
lögmenn hafa lagt mál fyrir
dómstóla að þessu leyti, en telja
má fremur ástæðu til að ætla að
ekki hafi svo skort á málsútlistan-
ir þeirra, að dómstóll eða dómstól-
ar ættu ekki að gera sér ljóst hvað
um væri að ræða og gera alvarleg-
ar athugasemdir eða ógilda máls-
meðferð. Það hefur hins vegar
ekki gerst. Þá má spyrja hvers
vegna sakborningar hafi t.d. ekki
skotið málum til umsagnar Mann-
réttindanefndar Evrópuráðsins.
Er líklegt að óvani lögmanna við
að fara þá leið eigi þar nokkurn
hlut, en auk þess geta komið til
kostnaðaratriði og sérstaklega það
sjónarmið sakbornings að „aug-
lýsa“ ekki meintar ávirðingar sín-
ar með málskotinu.
EF meint ágæti starfshátta
RLR eru nokkurs konar leiktjöld
sem sakborningur, sem misgert
hefur verið við, getur látið draga
frá, ef hann t.d. skýtur máli sínu
til Mannréttindanefndarinnar og
síðar Mannréttindadómstólsins,
eru staða og starfshættir RLR
ekki nógu góð.
Viðfangsefni RLR
Meginatriði við rannsóknir
opinberra mála má telja tvö. Ann-
að er að upplýsa um afbrot. Hitt
er að leitast verði við að misgera
sem minnst gagnvart mönnum að
því leyti sem menn eru eða kunna
að vera saklausir og gæta réttinda
þeirra. Hlutverk rannsóknalög-
reglumanna er því tvíþætt. Það
hefur ætíð þótt vandasamt og
stundum ógerlegt að þjóna tveim-
ur herrum. Og þegar um jafn mik-
ilsverð mál er að ræða og opinber
sakamál, er ástaða til að skipta
verkum milli manna, eins og gert
er hjá nágrannaþjóðunum. Þar er
ákværuvaldinu sjálfu faiið frum-
*kvæði og ábyrgð á upplýsingu
máls, en sakborningi gefinn kost-
ur á að fylgjast með eða láta fylgj-
birt það úr þessari skýrslu sem að
mati blaðsins er fréttnæmt vegna
handtöku Arne Treholts ogjafn-
framt skýrt lesendum sínum frá
meginefni skýrslunnar eins og sjá
má á spurningum og aðdróttunum
Hallgríms Hróðmarssonar. Tal
hans um „hræðslu“ Morgunblaðs-
ins er því út í hött en á hinn bóg-
inn er honum bent á að snúa sér
beint til höfunda skýrslunnar hafi
hann áhuga á að hún verði birt í
heild.
4. Morgunblaðið hefur ekki
„ túlkað“ ummæli skýrsluhöfund-
anna um íslenska embættismenn
heldur birt þau eins og sjá má á
baksíðu blaðsins 29. janúar 1984.
Athugasemd Hallgríms Hróð-
marssonar ber þess öll merki að
hann hafi lesið þennan kafla úr
skýrslunni, honum ferst því síst
allra að saka Morgunblaðið um
„útúrsnúninga óg rangtúlkanir".
Þeirri staðreynd verður á engan
hátt mótmælt að stuðningsmenn
þeirra flokka sem þremenningarn-
ir, höfundar Treholt-skýrslunnar,
svonefndu, tilheyra, hafa leitast
við að snúa „umræðunni“ um
njósnir og áhrifastörf Treholts í
þágu KGB og annarra upp í þras
um Morgunblaðið, fréttir þess og
hugsanleg afglöp íslenskra emb-
ættismanna. Grein Hallgríms
Hróðmarssonar var aðeins ein af
mörgum misheppnuðum tilraun-
um í þessa veru.
Morgunblaðið biður Hallgrím
afsökunar á hve lengi hefur dreg-
ist að birta athugasemd hans.
ast með rannsókn og taka þátt, ef
hann óskar, og skjóta ágreiningi
til hlutlauss dómstóls. í reynd ger-
ist það tiltölulega sjaldan, en rétt-
urinn veitir geysimikilsvert að-
hald og flytur ábyrgð á því að
gætt hafi verið sjónarmiða og
réttinda sakbornings yfir á verj-
anda. Verkaskipting verður glögg
og störf auðveldari. Árangur við
upplýsingu mála ætti að batna,
réttarstaða sakborninga verða
mun betur tryggð og traust al-
mennings á réttarkerfinu að stór-
aukast. Alveg vonlaust er að al-
menningur geti treyst störfum
lokaðrar lögreglustofnunar.
Lokaorö
Hallvarður telur ákaflega mik-
ilvægt að milli lögreglu og alls al-
mennings ríki gagnkvæmt trúnað-
artraust. Undir það skal tekið að
hluta. Mikilsvert er að almenning-
ur hafi allar forsendur til að
treysta því að örugglega og rétti-
lega sé unnið að rannsóknum
meintra afbrota í landinu. Hins
vegar hiýtur að geta gegnt öðru
máli um traust rannsóknalög-
reglumanna á almenningi. En
hvernig á að afla trausts almenn-
ings? I viðtalinu er vikið að ráð-
gerðum störfum Réttarfarsnefnd-
ar, en ekki greint frá því hver þau
eru að þessu leyti. Vegna mögu-
legra aðgerða til lagfæringa á
rannsókn opinberra mála, skal
lögð áhersla á að kanna mál sem
best áður en rokið er í aðgerðir.
Afar brýnt er að Alþingi móti
stefnu í réttarfari opinberra mála
sem annarra og nauðsyn ber til að
skoða réttarkerfið allt þegar skip-
aðer jafn mikilsverðum þætti sem
opinberum málum. Góð ákvæði
verða ekki lögfest, nema byggt sé
á réttum upplýsingum og forsend-
um i b.vrjun. Þess vegna leyfi ég
mér að beina áskorun til þín, Hall-
varður Einvarðsson. Hún er sú, að
þú, sem rannsóknalögreglustjóri,
beitir áhrifum þínum til þess að
fram fari óhlutdræg og fræðileg at-
hugun á því hvort rekstur og starfs-
hættir Rannsóknalögreglu ríkisins
samrýmist viðurkenndum aðferðum
um meðferð opinberra mála og
niðurstöður athugunarmanna verði
birtar opinberlega. Áskoruninni er
beint til þin vegna stöðu þinnar og
áhuga á vönduðum rannsóknum
opinberra mála. Eindregið er
mælt með að fengnir verði viður-
kenndir erlendir sérfræðingar.
Annars er hætt við að vakni efa-
semdir um óhlutdrægni og þekk-
ingu. Nauðsyn ber til að niður-
stöður verði birtar opinberlega,
m.a. til að auka traust á möguleg-
um síðari aðgerðum.
Reykjavík, 19. mars 1984.
Tómas (lunnarsson er starfandi
lögmaður í Reykjavík.
% # JV DTA - OFURKRAFTUR -
▼ VAK I AK ~ ÓTRÚLEG ENDING
FRAMLEIÐENDUR
BETRI BÍLA í EVRÓPU
VELJA
VARTA RAFGEYMA
í BÍLA SÍNA
Það segir meira en mörg orð.
Framleiðendur Mercedes Benz, BMW, Volkswagen
og fleiri, velja VARTA rafgeyma,
enda hefur reynslan sýnt að VARTA rafgeymum
má treysta. Þeir bjóða upp á meira kaldræsiþol,
eru viðhaldsfríir og einnig ódýrir.
60 AMP-stundir kr. 1.494.00.
70 AMP-stundir kr. 1.788.00.
Hentar flestum gerðum bifreiða.
Á OLÍS stöðvum færðu VARTA rafgeymi,
og ísetningu á staðnum.