Morgunblaðið - 24.03.1984, Page 5

Morgunblaðið - 24.03.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 5 Listsýningar í Hafnarborg Hjónin Ingibjörg SigurjónsdóUir og Sverrir Magnússon gáfu Hafn- arfjaróarbæ í fyrra fasteignina Strandgötu 34 í tilefni 75 ára af- mælis kaupstaðarins. Auk hússins sjálfs fylgdi gjöfinni veglegt bóka- og málverkasafn. Þegar gjöfin var formlega af- hent var þess getið, að hún skyldi verða stofn menningar- og listastofnunar er bæri heitið „Hafnarborg — menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar". Á síðasta ári var stjórn stofn- unarinnar skipuð. í henni eiga sæti Sverrir Magússon, sem er formaður, Einar I. Halldórsson, Ellert Borgar Þorvaldsson og Rannveig Traustadóttir. Stjórnin hefur nú ákveðið í samvinnu við nokkra hafnfirska listamenn að efna til málverka- sýninga í sal Hafnarborgar. Sú fyrsta hefst í dag, 24. mars, og standa sýningarnar yfir með stuttum hléum til 11. júní. Stjórnin áætlar að halda áfram á þessari braut og bjóða upp á listsýningar í sal Hafnarborgar. Verður hver sýning eða sýn- ingaröð kynnt sérstaklega þegar þar að kemur. Varðbergsfundur á Akureyri: Fyrirlestur um her naðarjafn vægi á N-Atlantshafi í DAG klukkan fjórtán flytur Arnór Sigurjónsson fyrirlestur á vegum Varðbergs, félags um vestræna samvinnu á Akur- eyri, í Mánasal Sjallans. Arnór nefnir erindi sitt „Hern- aðarjafnvægið í Norður- Atlantshafi.“ Arnór var í norska hern- um frá 1975 til 1982. Hann lauk prófi frá hinum kon- urglega norska herskóla ár- ið 1980 og er liðsforingi að tign. Hann starfaði á vegum norska hersins í friðargæslu- liði Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum í átta mánuði. Arnóri Sigurjónssyni veitt lautin- antsgráða frá Norska herskólanum. Hrafninn flýg- ur hærra KVIKMYNDIN „Hrafninn flýgur er nú sýnd í Nýja Bíói á öllum sýning- um, en myndin hefur verið sýnd þar á síðustu kvöldsýningum eftir að sýningunni í Háskólabíói lauk. Áhorfendur að myndinni í Reykjavík eru nú orðnir 27 þús- und, að sögn Hrafns Gunnlaugs- sonar, leikstjóra. Myndin verður einnig sýnd í Vestmannaeyjum um helgina. FIAT TEKUR FORYSTUNA Á árunum 1965 til 1975 var FIAT í forystu í framleiöslu á litlum bílum til almenningsnota. FIAT bílar hlutu titilinn ,,bíll ársins í Evrópu" þrisvar sinnum á sex árum. Nú er FIAT aftur kominn íforystusœtiömeö framleiöslu FIAT UNO, sem kjörinn hefurver- iö bíll ársins 1984. Óhemjufé, tíma og fyrirhöfn var eytt í undir- búning og hönnun áöur en framleiösla hófst á þessum frá- bœra bíl. FIAT verksmiöjurnar lögöu 700 milljónir dollara í þetta verkefni og haía augljóslega variö því fé skynsamlega því útkoman, sjálfur UNO bíllinn, er einstaklega vel hannaöur og er af sérfrœöingum talinn vera e.t.v. besti smábíll sem nokkru sinni hefur veriö smíöaöur (' 'possibly the best small car ever made"). UNO FÍLSTERKUR, ER FRAMTÍDARBÍLL Smiðjuveg/ 4, Kópavogi Símar 77200 - 77202

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.