Morgunblaðið - 24.03.1984, Síða 18
MORGUNBLAÐIP, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
Hér fara saman
góður hljómburður
og gott hljóðfæri
Rætt við Hörð Askelsson um orgeltón-
leika hans í Kristskirkju á sunnudaginn
Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju í Reykjavfk heldur á
morgun, sunnudag, orgeltónleika í Kristskirkju í Landakoti. Leikur hann
þar verk þýskra og franskra tónskálda frá barokktíma og rómantískum
og auk þeirra verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
Þar sem orgeltónleikar eru
ekki alveg daglegt brauð hér á
landi var Hörður tekinn tali á
dögunum og hann beðinn að
segja eitt og annað varðandi
orgeltónlist og fleira. Fyrst var
hann spurður:
Um Landakotskirkju
og orgelið
Hér í Landakotskirkju eru að
mínu viti þær bestu aðstæður
hérlendis, sem fáanlegar eru til
að halda orgeltónleika. Húsið,
kirkjan, er sérlega vel til þess
fallin og hljóðfærið er stórt og
gott. Hér svipar aðstæðum nokk-
uð til þeirra sem verða í Hall-
grímskirkju þegar hún verður
fullgerð, nema hvað stærðina
snertir.
Hérna fer saman góður
hljómburður og gott hljóðfæri
og ég er þakklátur staðarhöldur-
um fyrir að fá hér inni með tón-
leika meðan Hallgrímskirkja er
enn í smíðum.
Helsti gallinn við orgelið er sá
að það er mjög þungt að spila á
það. Þessi þungi ásláttur stafar
að nokkru leyti af því hve langt
er milli hljómborðsins og pípn-
anna. Vegna þessarar löngu leið-
ar þarf dálítið átak til að stjórna
þessum „mekanisma", en á nýrri
orgelum er reynt að létta áslátt-
inn með ýmsum hætti. Fyrir
rúmu ári voru fengnir hingað
þýskir orgelsmiðir til að fara al-
veg yfir orgelið og er það því nú
í nokkuð góðu lagi.“
Er aóeins á færi orgelsmiða að
sjá um allt viðhald?
„Hluti af námi organista er
orgelsmíði og við eigum að
kunna og vita hvernig hljóðfærið
er gert úr garði. Við getum einn-
ig bjargað ýmsu smálegu sem
úrskeiðis kann að fara, en allt
viðhald og lagfæringar eru að-
eins á færi orgelsmiða og organ-
istinn verður að meta það sjálfur
hvenær þarf að kalla hann til.
Orgelsmiðir eru hins vegar ekki
starfandi hérlendis, en verður
vonandi innan fárra ára þar sem
a.m.k. einn íslendingur er í slíku
námi.
Hörður Áskelsson organisti situr hér við hljóðfærið í Kristskirkju, en á sunnudaginn heldur hann þar orgeltónleika á
vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. - Ljósm. Mbi. Ól.K.M.
Utn orgeltónleika
Eru orgeltónleikar ómissandi og
nauðsynlegur þáttur í starfi kirkju-
organista?
„Vissulega eru orgeltónleikar
ómissandi í starfi organista.
Þeir eru eins konar frumskylda,
ekki kvöð, heldur mikilvægur
þáttur starfsins og ánægjulegur.
Orgelið er hljóðfæri organistans
og mér finnst skaði að ekki skuli
vera betri aðstæður til að halda
orgeltónleika hér.
Ahugi á orgeltónlist er að
mínu viti í algjöru lágmarki og
má kenna ýmsu um, til dæmis
því að organistum hefur ekki
tekist að berjast fyrir bættum
hlut orgelsins, hvorki í guð-
sþjónustum tónleikahaldi. Góð
orgel eru þess vegna ekki talin
svo nauðsynlegur hluti búnaðar
kirkjunnar og því er skortur á
góðum orgelum. Um þessar
mundir virðist vera ákveðin
breyting í gangi og er verið að
kaupa orgel í ýmsar kirkjur. Með
tilkomu 70 radda orgeis í Hall-
grímskirkju verður algjör bylt-
ing á aðstæðum íslenskra orgel-
leikara. Og vonandi eigum við þá
eftir að upplifa reynslu Páls Is-
ólfssonar, okkar fyrsta mennt-
aða organista, hér fyrr á árum,
er hann troðfyllti Fríkirkjuna
mörgum sinnum á tónleikum
sínum.
En allt er þetta keðjuverkandi.
Ég álít að með batnandi aðstæð-
um stækki hópur þeirra sem
leggja fyrir sig orgelleik, þá
munu koma fram framúrskar-
andi hljóðfæraleikarar og skapa
sér verksvið sem hefði í för með
sér stækkandi áheyrendahóp,
sem þyrfti að sinna sífellt meira.
Við sjáum að það hefur verið
mikill uppgangur í kórstarfsemi
undanfarin ár innan og utan
kirkjunnar. Mér finnst kirkjan
ekki ennþá hafa séð þennan
möguleika í útbreiðslustarfi sínu
sem auðugt tónlistarlíf getur
verið. Kirkjan ætti að leggja
meiri rækt við tónlistarlíf og
vonandi verður henni gert það
mögulegt. Kórstarfsemi, t.d. í
Áfengis- og tóbakshækkunin:
Hækkunin stendur í engu
sambandi við fjárlagagatið
— segir Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri
í fjármálaráðuneytinu
„Hækkunin á áfengi og tóbaki nú stendur ekki í ncinum tengslum við
fjárlagagatið — það er alls ekki verið að auka tekjur ríkisins af áfengis-
og tóbakssölu þess vegna; við erum með þessum hækkunum einfaldlega
að reyna að ná inn þeim fjármunum fyrir ríkið, sem gert er ráð fyrir á
fjárlögum. Við teljum að hækkunin þurfi að vera þetta mikil til aö það
markmið náist,“ sagði Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjármála-
ráðuneytinu, í samtali við blm. Mbl., þegar hann var inntur eftir því hvort
verðhækkunin sl. miðvikudag hefði verið gerð í því skyni að afla þráða til
að stoppa í fjárlagagatið svonefnda.
Höskuldur sagði, að í fyrra
hefði vantað 106 milljónir króna
upp á að tekjur ríkisins af ÁTVR
hefðu náð markmiði fjárlaga.
Tekjurnar námu 724 milljónum,
en á fjárlögum var gert ráð fyrir
830 milljónum. í ár er reiknað
með 900 milljónum króna í tekj-
ur af ÁTVR á fjárlögum.
Breyttar álagn-
ingarregiur
Álagning ÁTVR er með allt
öðrum hætti en verið hefur und-
anfarin ár, venjulega hefur
hækkunin verið miðuð við al-
mennar launahækkanir í land-
inu og sama hundraðstalan verið
lögð á allar áfengistegundir,
óháð innkaupsverði og styrk-
leika áfengisins. Nú bregður svo
við, að hækkunin er meiri en
nemur umsömdum launahækk-
unum. Áfengi hækkaði að meðal-
tali um 15% og vindlingar og
vindlar um 21%, auk þess sem
gerólíkum álagningarreglum er
beitt. Lagður er á sérstakur
alkóhólskattur, sem fer stig-
hækkandi eftir því sem alkóhól-
magnið er meira í viðkomandi
áfengistegundum. Þannig hækka
sterku vínin hlutfallslega meira
en léttu vínin, sem sum hækka
ekki neitt, jafnvel lækka í verði.
Þá er einnig tekið tillit til inn-
kaupsverðs við álagninguna.
Þetta skilst betur ef tekið er
dæmi:
Fyrst er reiknað út kostnaðar-
verð vöru, sem komin er í hús og
er þá fylgt almennum reglum
verðlagsstjóra. Ofan á kostnað-
arverð er lagt á 45% sem svarar
til heildsölu og smásöluálags
ÁTVR. Ofan á þá tölu leggst síð-
an alkóhólskatturinn og því
næst 23,5% söluskattur. Verð af
algengri tegund af vodka
(Sníirnoff) er því reiknað þann-
ig: Kostnaðarverð er 66,19 kr.,
álag ÁTVR 29,79 kr„ alkóhól-
skattur 400,95 kr„ og söluskattur
116,77 kr. Útsöluverðið er því
samtals 610 kr.
Til að gefa nokkra hugmynd
um stighækkun alkóhólsskatts-
ins eftir alkóhólinnihaldi má
nefna að hann er 51,97 kr. á
þriggja pela flösku af 12%
áfengi, 183,75 kr. á jafnstóra
flösku af 21% áfengi og 400,95
kr. á 40% áfengi miðað við
flösku af sömu stærð.
Hækkunin á milli-
sterku vínunum hlut-
fallslega mest
í Morgunblaðinu í gær voru
birt nokkur dæmi um hækkanir
einstakra tegunda og stakk það
sérstaklega í augu að Campari
bitter hækkaði langmest, eða um
80%, og sherry og portvín hækk-
uðu um allt að 65%, en þessar
tegundir teljast til millisterkra
drykkja. Eins var það eftirtekt-
arvert, að gífurlegur munur var
á prósentuhækkun á vodka eftir
því hvort um var að ræða teg-
undir af styrkleika 40% eða
45%. Ein tegund 40% vodka,
Smirnoff, hækkaði aðeins um
3%, en vodka Wyborowa, sem er
45% að styrkleika, hækkaði um
26%. Höskuldur var spurður
hvað þessu ylli.
Hann sagði að millisterku vín-
in hefðu dregist aftur úr í verð-
lagningunni, verið tiltölulega
ódýrari miðað við alkóhólinni-
hald en sterkari vínin og verið
væri að leiðrétta þann mun.
Hvað varðar mismunandi hækk-
un á vodkategundum sagði
Höskuldur, að stighækkunin
væri það mikil að mikið munaði
um hverja prósentu. Verðið á
Smirnoff var áður 590 krónur, en
samkvæmt nýju útreiknings-
reglunni hækkaði það í 610 krón-
ur. M.ö.o., nýju reglurnar skila
nánast óbreyttu verði miðað við
40% styrkleika, og hver um-
framprósenta reiknast því sem
hrein hækkun í þessu tilfelli.
Sk.ll.linurU ATVR
-l
/ /
/
/ / /
7'
/ /
/
—/ r /
Línuritið sýnir stighækkandi
skattlagningu á áfengi eftir alkó-
hólinnihaldi. Loðrétti ásinn er
hækkunin í krónum, en lárétti ás-
inn sýnir alkóhólinnihald í hundr-
aðshlutum.
HvaÖa rök hníga
að alkóhólskattinum?
En hvað ræður þeirri stefnu
fjármálaráðuneytisins, að leggja
þyngri skatt á sterkari tegund-
irnar en þær léttari? Höskuldur
Jónsson svaraði þessari spurn-
ingu svo:
„Það má segja að skýringarn-
ar séu einkum tvær, önnur sögu-
legs eðlis og hin félagslegs eðlis,
ef ég má orða það svo. Sögulega
skýringin er sú, að í rauninni
hefur þeirri stefnu lengi verið
fylgt að hafa léttari vínin ódýr-
ari en þau sterku miðað við alkó-
hólinnihald. Fyrir nokkrum ár-
um var það svo að hver alkó-
hólprósenta í léttu víni var um
helmingi ódýrari en hver pró-
senta í sterku víni. Það má því
segja, að við séum nú að halda
áfram á sömu braut, framfylgja
ákveðnar þeirri stefnu, sem
mörkuð hefur verið í gegnum
tíðina, að hafa sterku vínin dýr-
ari.
í annan stað er verið að fylgja
tillögum nefndar, sem starfar á
vegum heilbrigðisráðuneytisins
að stefnumótun í áfengismálum,
en sú nefnd hefur lagt til að létt-
um vínum sé gert hærra undir
höfði en sterkum vínum. Því er
haldið fram að léttu vínin séu
félagslega æskilegri, minna
mannskemmandi skulum við
segja, en þau sterku — hvað sem
hæft er í þv?‘
Höskuldur sagðist telja þessa
stefnu eðlilega. „Það er verið að
skattleggja áfengi vegna alkó-
hólsins, ekki satt, og því er eðli-
legt að hækka skattinn eftir því
sem alkóhólmagnið er rneira,"
sagði hann.
Sterku vínin
óhollust
Morgunblaðið hafði samband
við Jón Óttar Ragnarsson mat-
vælafræðing til að fræðast um
það hvort einhver læknisfræði-
leg rök lægju fyrir um það að
sterk vín væru óæskilegri en þau
léttu. Jón Óttar sagði að á því
léki enginn vafi, sterku vínin
kæmu mun verr út úr saman-
burðinum. Hann sagði að af 12
mikilvægum bætiefnum sem lík-
aminn þyrfti á að halda, væri
ekkert í sterkum vínum, en
eitthvað af þessum efnum fyrir-
finnst í millisterku áfengi, léttu
víni og töluvert í bjór. Einn lítri
af bjór samsvarar að alkóhól-
innihaldi 0,4 lítrum af léttu víni
og 0,2 lítrum af millisterku
áfengi. { þessu magni fást 4%
dagsþarfar af þessum 12 bæti-
efnum úr millisterku víni, 7% úr
léttum vínum og 20% úr bjór.
Jón Óttar sagði ennfremur, að
það væri einungis alkóhólmagn-
ið, sem hefði áhrif á lifrina, og
skipti því engu máli úr hvaða
víni það kæmi.