Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 19 kirkju, hefur ekki aöeins þýð- ingu fyrir þá sem mæta á æf- ingar tvisvar í viku heldur skap- ar tengsl miklu fleira fólks við safnaðarlíf viðkomandi kirkju. Hér þurfa organistar að vinna saman að því að efla áhuga al- mennings og kirkjunnar manna á þessu sviði. Það er slæmt að kirkjan skuli ekki geta ráðið organista í fullt starf, en ég vona að svo geti orðið í framtíðinni og að organistar geti helgað sig þessu starfi óskiptir." Um efnisskrána „Á þessum tónleikum spila ég verk frá þremur löndum og þremur stíltímahilum. Fyrst nefni ég barokktímann, blóma- skeið orgeltónlistarinnar, en frá þeim tíma spila ég tvö verk. Annað er eftir Nicolaus Bruhns, norðurþýskt tónskáld, fulltrúa þess skóla sem Bach kynntist ungur og tók í arf. Hitt verkið frá barokktímanum er eftir franska tónskáldið Guiiain og eru þessi tvö verk mjög ólík þótt þau séu frá sama tímabili. En bæði eru þau dæmigerðir full- trúar fyrir lönd sín á þessu tíma- bili. Frá rómantíska tímanum spila ég einnig eitt þýskt og eitt franskt verk og þar er saman- burður einnig mjög áhugaverð- ur. Annað er Introduction og passacaglia eftir Max Reger hinn þýska og hitt er eftir Boellmann, en bæði eru þessi verk vinsæl og þekkt, sérstak- lega má minna á „Bænina í Notre Dame“. Síðan er verk eftir Þorkel Sig- urbjörnsson. Það hef ég leikið áður á Akureyri og á nokkrum stöðum erlendis, en aldrei í Reykjavík. Verkið heitir „Auf meinen lieben Gott“ og er kór- aifantasía um sálmalagið Gleð þig Guðs sonar brúð, sem notað er við sálminn Sé Drottni lof og dýrð og er fyrsti sáimur sáima- bókar okkar. Þorkell . samdi verkið fyrir norskan organista er fiutti það fyrst á tónlistar- hátíð í Þýskalandi árið 1981 og er það eitt af fáum verkum ís- lenskra tónskálda fyrir orgei.“ Um tónleikahaldarann Þessir orgeltónleikar eru haldnir á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og Hörður segir okkur öriítið frá því: „Listvinafélagið var stofnað til þess að auka og efla listaiíf í Hallgrímskirkju og hefur félagið staðið fyrir margs konar tónlist- arfiutningi, sýningum og ljóða- kvöldum. Hafa margir lista- menn komið til móts við þetta félag og lagt því lið. Félagar Listvinafélagsins fá ókeypis að- gang að tónleikunum." Um organistann Ekki er hægt að hverfa frá þessu spjalli án þess að segja einhver deili á organistanum sjálfum. Eftir orgelnám á Akur- eyri og B-próf frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík árið 1976 þar sem Marteinn H. Friðriksson kenndi honum, lauk hann A- prófi, kantorsprófi frá Þýska- iandi vorið 1981. Stundaöi hann síðan framhaidsnám hjá Almut Rössler og starfaði einn vetur að námi Ioknu sem kantor við Ne- ander-kirkjuna í Dusseldorf. Vorið 1982 tók hann síðan við starfi organista í Hallgríms- kirkju og hefur þar m.a. stofnað nýjan kór, Mótettukórinn. Á síð- asta ári fékk hann svonefnd Sonning- verðlaun, sem árlega eru veitt íslenskum tónlistar- manni og varði hann þeim til að sækja Bach-námskeið í Stutt- gart hjá stjórnandanum Helmut Rilling á síðasta sumri. Tónleikar Harðar Áskelssonar í Landakotskirkju hefjast klukk- an 17 á morgun, sunnudag. Þ ' heuga únxús gólfteppi á hagkvœmctrí hátt fyrir heimili.fyrírtœki oí/ stofnanir Slysablettir eða staðbundið slit, svo sem við innganginn, skrifborðið eða sjónvarpssófann, eru ekki lengur vandamál. Heuga teppaflisarnar flyturðu bara til innbyrðis, dreifir þannig álaginu og margfaldar endinguna. Og þú getur tekið upp einstaka flís, þvegið, skolað og þurrkað, nú eða þá endumýjað, sé þess þörf. Heuga teppaflísarnar eru nefnilega lagðar lausar, án undirlags, án nagla, án líms, án gólfskemmda. Hefurðu reynt að ná af álímdum teppum? Samt skríða þær hvorki né gúlpa, og níðsterkur botninn er eld-, hita- og hljóðeinangrandi, þykkur og mjúkur undir fót. Leikur að leggja.eina flís í einuog húsgögnin færð eftir hendinni. Álagðar geta Heuga teppaflísarnar litið út sem heil teppi, en einnig má leika sér með mynstur og liti. Gerðir við allra hæfi, allt frá úrvali heimilisteppa í tiskulitum til teppa sem uppfylla sérkröfur atvinnu- lífsins um afrafmögnun, slitþol og auðveld þrif. Firmamerki fást jafnvel áþrykkt. HEUGA TILVALIN Á HEIMILI, SKRIFSTOFUR EÐA STOFNANIR. HEUGA TEPPAFLÍSAR MÁ PVO. SKOLA OG ÞURRKA. HEUGA TEPPAFLISARNAR MÁ PANTA MEÐ ÁÞRYKKTU FIRMAMERKI. kynntuþ&rkosti heugci teppaflísanna íverstunokhar /fq nix FÖNIX SF - HÁTÚNI 6A - SÍMI (91)24420 - REYKJAVlK ÚR STJÓRNSTÖÐINNI: íbjúgt mælaborö meö nýstár- legu fyrirkomulagl mæla og rofa. — Allt til að auka á öryggi og vellíöan þeirra, sem bílnum eru. 1984 ARCERÐIN FRA MITSUBISHI 5 manna „drossía" með framhjóladrifi 6 ÁRA RYÐVARNARÁBYRCÐ UR BETRI STOFUNNI: í Lancer '84 skiptir vaxtar- lagið engu. Meö ótal mögu- leikum á stillingu, veröa sætin jafn þægileg fyrir alla. Lancer er ótrúlega sparneytinn bíll. Aóeins 5,51100/km í utanbæjarakstri (1500GLX). □ Mjög lágur víndstuöull = 0,38. □ Hagstæð þungadreifing á framhjól. * □ Církassi meö 5 hraðastig - par af einn yfirgír. !□ Hlutfail milli orku og þunga mjög hagkvæmt. □ Léttari vél meö betri nýtíngu. HVA0 VELDUR? CLÆSILECUR LÚXUSVACN FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.