Morgunblaðið - 24.03.1984, Síða 20

Morgunblaðið - 24.03.1984, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ1984 Sarasota, Florida, U.S.A. Sarasota Surf og Racquet Club, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Fl. 33581. Tökum á móti pöntunum fyrir sumarleyfið 1984. Tvö lúxusherbergi og tvö baöherbergi í íbúöablokk meö sundlaug og fjórum tennisvöllum. Staösett viö Mex- íkóflóa. Hvít sandströnd — ein af þeim fegurstu í heiminum. Skrifiö og pantiö eöa fáiö upplýsingabæklinga. Sérhæð við miöborgina Falleg, nýlega innréttuö sérhæð í steinhúsi í miö- borginni til sölu. íbúöin er ca. 110 fm, 4ra—5 herb. Sér hiti og rafmagn. Sér inngangur, tvöfalt gler. íbúöin er öll teppalögö. Mikiö útsýni. ibúðin getur veriö laus mjög fljótlega. Upplýsingar í síma: 25417 — 25418. s JltafgttnMiifrtto Fer inn á lang flest heimili landsins! VZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! AF ERLENDUM VETTVANGI Joseph B. Frazier Stuóning.smenn Duartes á kosn- ingarundi. stuðninfrsmaður kristilegra demókrata, sem kvaddi heima- borg sína La Palma í norðri 1980 vegna bardaganna og hélt til höfuðborgarinnar, segist von- góður um breytingar, ef stjórnin nái að koma á raunverulegu lýð- ræði. „Á meðan engar viðræður eiga sér stað milli stjórnarinnar og skæruliða eins og nú, þá ger- ist ekki neitt," segir hann. Kosningar í skugga borgarastyrjaldar ÍBÚAR El Salvador kjósa sér nýjan forseta á sunnudag mitt í borgara- styrjöld, sem geisað hefur í landinu í 4'/2 ár og virðist ekki eiga sér nokkurn endi. Yfir 50.000 manns hafa verið drepnir í þessu stríði. Fáir gera sér vonir um, að kosningarnar eigi eftir að leiða til skjótrar lausnar á vandamálum landsins, sem eiga sér djúpar rætur og eru ekki sízt arfur félagslegs og efnahagslegs óréttlætis. Skæruliðar vinstri sinna taka ekki þátt í kosning- unum. Þeir halda því fram, að öryggi frambjóðanda sins yrði ekki tryggt nægilega til þess að hann gæti komið fram opinber- lega. Jafnframt þyrfti að nást samkomulag um valdskiptingu í landinu, áður en gengið yrði til kosninga. Stjórnmálafréttaritarar í E1 Salvador halda því fram, að and- stæðurnar í landinu séu svo skarpar, að einu gildi hver skrýðist hinum bláhvíta emb- ættislinda forsetans 1. júní nk. Möguleikarnir á að koma á stjórn, sem hafi þjóðina samein- aða að baki sér, séu býsna fjar- lægir. Undir niðri ríkir þó sú von hjá sumum þjóðfélagshópum, að stjórnin, sem mynduð verður eftir kosningarnar, verði byggð á lögmætari grundvelli en núver- andi stjórn og muni því eiga betri möguleika á því að koma á friði innanlands. Flokkur kristilegra demó- krata, sem er hægfara flokkur, er sennilega stærsti stjórnmála- flokkur landsins. Þessi flokkur er í mikilli andstöðu við þá 7 aðra stjórnmálaflokka, sem bjóða fram í forsetakosningun- um og flestir eru íhaldssinnaðir. Jose Napoleon Duarte, fram- bjóðandi Kristilega demókrata- flokksins nýtur mest fylgis í þeim skoðanakönnunum, sem fram hafa farið. Hann verður þó að fá hreinan meirihluta til þess að ekki þurfi að koma til úrslita- kosninga. Ef til slíkra úrslita- kosninga kæmi, yrði hann senni- lega að etja kappi við Roberto D’Aubuisson, fyrrverandi her- foringja, sem er leiðtogi Þjóð- lega lýðveldisbandalagsins, en það er yzt til hægri. Duarte heldur því fram, að sú harða afstaða, sem þessi aðal- j andstæðingur hans hefur tekið upp, eigi sinn þátt í þjóðfélags- ókyrrðinni í landinu. D’Aubuisson er því fylgjandi, að mynduð verði „þjóðfylking" til þess að berjast við hlið hers- ins gegn skæruliðum. Hann skipar kristilegum demókrötum á bekk með skæruliðum sem vinstri sinnum, er beri ábyrgð á því, að landið sé sokkið í fen ofbeldis. Bandaríkjamenn hafa sakað D’Aubuisson um tengsl við dauðasveitir hægri sinna í landinu, en því hefur hann al- gerlega neitað. Duartc vill samninga Duarte er fylgjandi því, að Jose Napoleon Roberto D’Au- Durate, fram- buisson, bjóðandi kristi- forsetaefni legra demó- íhaldsmanna. krata. bundinn verði endi á styrjöldina með samningum og hefur heitið því að taka fulltrúa bænda með í ríkisstjórnina. Bandaríkjastjórn heldur því hins vegar fram, að stjórnvöld á Kúbu og í Nicar- agua kyndi undir stríðið og hef- ur því látið í té mikla hernaðar- aðstoð og sent nokkra hernað- arráðgjafa til aðstoðar her landsins. Stjórn Reagans forseta hefur þó verið því mjög fylgj- andi, að forsetakosningarnar færu fram, ekki hvað sízt vegna þeirra miklu efasemda, sem ver- ið hafa fyrir hendi á Bandaríkja- þingi um lögmæti núverandi stjórnar í E1 Salvador. Ágreiningurinn milli Duartes og D’Aubuissons hefur varpað í skuggann hinum flokkunum sex, sem þátt taka í kosningunum. Yfirkjörstjórnin spáir nær 90% þátttöku í kosningunum, en atkvæðisbært fólk í landinu er um 2,5 millj. Um 41.000 manns í her og öryggissveitum landsins munu ekki kjósa og er það í sam- ræmi við loforð hersins um hlut- leysi í kosningunum. Starfsmenn kjörstjórnarinnar telja, að að- gerðir skæruliða eigi eftir að koma í veg fyrir, að fólk greiði atkvæði í um 20 af 261 bæjar- og sveitarfélögum í landinu. I kosn- ingum 1982 var ekki unnt að kjósa í 44 sveitarfélögum. Skiptir það máli, hver sigrar? Sú spurning, sem almenningur spyr einkum, virðist síður vera sú, hver sigri heldur öllu fremur: „Skiptir það einhverju máli?“ „Það skiptir litlu máli fyrir mig,“ segir frú Santos Rosas, 47 ára að aldri, sem vinnur við mat- væladreifingu á aðalútimarkaði höfuðborgarinnar, San Salvador. „Ég greiddi atkvæði fyrir tveim- ur árum og líf mitt hefur samt ekki breytzt. Ég hef ekki hug- mynd um, hvort það muni breyt- ast nú. Við hér ræðum ekki mik- ið um það.“ Hún segist þó munu kjósa á sunnudag, en vill ekki segja hvern. Daniel Hernandez, ákafur Alvaro Magana, núverandi forseti, hefur gegnt embætti sínu frá árinu 1982. Upphaflega átti hann að taka við því aðeins til bráðabirgða. Hann hefur ver- ið formaður svonefndrar „þjóð- legrar einingarstjórnar", sem í eru bæði kristilegir demókratar og íhaldsmenn. En sumir óttast, að klofningurinn innanlands eigi enn eftir að magnast, ef annar hvor þeirra Duartes eða D’Abu- issons sigrar. Undanfarna áratugi hafa kosningar farið fram með nokk- uð reglulegu millibili í E1 Salva- dor, en þær hafa hvorki fært 4,7 millj. íbúum landsins stöðug- leika né frið. í yfirlýsingu, sem kaþólska biskuparáðið í landinu lét frá sér fara fyrir skömmu, sagði: „Við höfum öll trú á kosn- ingum, en þær eru ekki eina ráð- ið til þess að koma á friði." Vandamál E1 Salvador eiga rætur sínar að rekja marga ára- tugi aftur í tímann, er voldugur en fámennur hópur landeigenda varð þar til. Hann naut aðstoðar ríkisstjórna, sem studdust við herinn og komust til valda í vafasömum kosningum. Valda- miklir landeigendur komu smám saman á fót sínni eigin einkalög- reglu og her. Vaxandi mannréttindabrot Síðan hrakaði dómkerfinu og öðrum þáttum í stjórnkerfi landsins og vinstri hreyfing kom fram. Mannréttindabrot, sem þegar voru fyrir hendi, jukust enn, er hægri sinnar innan og utan stjórnkerfisins tóku að óttast vaxandi hættu af vinstri mönnum og kusu að grípa til harðneskjulegra ráða gegn þcim. I lok síðasta áratugar áttu um 2% íbúa E1 Salvador 60% af öllu ræktuðu landi þar. Tugir þús- unda snerust öndverðir gegn stjórn Carlos Humberto Romer- os hershöfðingja, sem herinn studdi. Stjórnin svaraði oft með því að grípa til byssunnar og ein afleiðing þess var sú, að skæru- liðar stofnuðu sinn eigin her. Hófsamir foringjar innan hersins töldu, að nokkrar tilslak- anir væru nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir, að hið við- kvæma ástand í landinu færi al- gerlega úr skorðum. Hinn 15. október 1979 gripu þeir til sinna ráða og ráku Romero hershöfð- ingja frá völdum. Er sá dagur venjulega talinn upphaf borg- arastríðsins í landinu. Áður en þrír mánuðir voru liðnir, höfðu vinstri sinnar, sem aðild áttu að herstjórninni, er þá var mynduð, sagt sig úr henni og átökin í landinu urðu að fullkominni styrjöld. (Joscph B. Frazier er fréttaritari við fréttastofuna Associated Press).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.