Morgunblaðið - 24.03.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
21
PSIPII
1 ' '*■ ‘ 'r.rííf' •' ' !J'
''ItHiMllHMIMMMIIItMMMtMIIIMtltMMtllMtlxi
1 V „ :
■;i:sKrs£ssr-!
'! ISSM®?!.mSLkI!
=====
.ss
r:=:.
Sýning Bjarg-
ar Atladóttur
Myndlíst
Bragi Ásgeirsson
Undanfarnar vikur hefur staðið
yfir iistkynning í Héraðsbókasafni
Kjósarsýslu á myndverkum eftir
unga listakonu, Björgu Atladóttur
að nafni. Er ráðgert að hún standi
a.m.k. út þennan mánuð.
Björg er vel menntuð á sviði
myndiista og hefur stundað nám í
Myndlistarskóla Reykjavíkur
(1976—79) og málaradeild Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands, en
þaðan útskrifaðist hún vorið 1982.
Nám listakonunnar er þannig að
öllu leyti innlent og er það
ánægjuleg þróun i skólamálum
þjóðarinnar. Grundvaliarmenntun
skapandi atriða svo og framhalds-
menntun í myndlist hefur lengi
verið æskilegt að færa með öllu
inn í landið og hafa hér lifandi
tengsl við ferska erlenda strauma
á myndlistarvettvangi. Björg hef-
ur í vetur kennt við Myndlistar-
skólann í Reykjavík en meðal ann-
arra athafna hennar má nefna
þátttöku í Kirkjuiistarsýningunni
að Kjarvalsstöðum sumarið 1983.
Sýningin í Héraðsbókasafni
Kjósarsýslu er fyrsta einkasýning
Bjargar Atladóttur en þar sýnir
hún 37 myndverk, sem eru aðal-
lega gerð í blandaðri tækni, sáld-
og skapalónsþrykki. Flestar eru
myndirnar af smærri gerðinni
Skákkeppni
framhaldsskóla:
A-sveit MH
sigraði
Menntaskólinn í Hamrahlíð
sigraði í skákkeppni fram-
haldsskóla, sem fram fór 16—18
mars. Tefldar voru sjö umferðir
eftir Monrad-kerfi og tóku þátt
18 fjögurra manna sveitir frá 12
framhaldsskólum.
Úrslit urðu: 1. Menntaskól-
inn í Hamrahlíð, a-sveit, 22
vinninga af 28 mögulegum, 2.
Menntaskólinn í Hamrahlíð,
b-sveit, 19 vinninga. 3. Mennta-
skóli í Reykjavík, a-sveit, 19
vinningar, 4. Fjölbrautaskól-
inn í Breiðholti 16xk vinning.
Eftirtaldir skipuðu sigur-
sveit MH: Róbert Harðarson,
Hrafn Loftsson, Lárus Jóhann-
esson, Páll Þórhallsson og
varamaður var Jóhannes
Agústsson. Þess má geta að
Menntaskólinn í Hamrahlíð
sendi fimm sveitir til keppni.
Sannarlega mikill skákáhugi í
MH.
enda leyfir húsið ekki annað, hin-
ar stærstu eru þannig meðalstórar
og er leitast við að haga stærðinni
eftir tilfallandi veggrými.
Öll er sýningin hin þekkilegasta
og ber vott um mikla einlægni
listakonunnar í myndgerð sinni.
Það er einkum blæbrigðaríkdómur
hinna smærri mynda í blandaðri
tækni sem óskipta athygli mína
vöktu, þar er Björg í essinu sínu
og þar tel ég að styrkur hennar
sem listakonu komi greinilegast í
ljós og njóti sín best. Það sem ein-
kum einkennir vinnubrögð Bjarg-
ar er fíngerð meðhöndlun efnivið-
arins og hve hún nær fram mikilli
fjölbreytni á takmörkuðum fleti
án þess að um ofhlæði sé að ræða.
Þótt myndirnar séu flestar nán-
ast óhlutlægar styðjast þær iðu-
lega við eitthvað þekkjanlegt úr
hlutveruleikanum, sem áhorf-
andinn skilur og kannast við.
Björg kemst vel frá þessari
frumraun sinni á sýningarvett-
vangi, styrkur hennar er hógværð-
in og yfirlætisleysið í einu og öllu,
— slíkt er næsta óvenjulegt á
skrumpésaöld.
Listkynningin er lofsvert fram-
tak bókasafnsins og ætti að vera
öðrum bókasöfnum hvatning til
listdreifingar um landið.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Vídeóvæddur
sýningarsalur
Sýnum um helgina Tomma
' og Jenna, þýzka
fótboltann, Madness
og m.fl. Nú þarf
enginn aö sitja heima.
OPIÐ LAUGARDAG FRA
Daihatsu Charmant 1600 LE
Daihatsu Charmant 1300 LC sjálfsk.
Daihatsu Charmant 1600
Daihatsu Charmant 1400
Daihatsu Charmant 1400 station
KL. 10—17
Árg.Litur Km. Verð
'82 Vínrauður 12 þús. 275 þús.
’82 Hvítur 17 þús 265 þús.
’81 Vínrauður 41 þús. 195 þús.
79 Grænn 24 þús. 150 þús.
79 Ljósbrúnn 43 þús. 140 þús.
Daihatsu Charade XTE 4ra gíra ’83 Vínrauður 15 þús. 235 þús.
Daihatsu Charade XTE 5 gíra ’82 Silfurblár 35 þús. 215 þús.
Daihatsu Charade XTE 4ra gíra ’80 Blár met. 39 þús. 155 þús.
Daihatsu Charade XTE 4ra gíra '80 Gulur 30 þús. 160 þús.
Daihatsu Charade XTE 4ra gíra 79 Rauður 60 þús. 135 þús.
Daihatsu Charade Runabout XTE sjálfsk. ’82 Vínrauður 40 þús. 230 þús.
Daihatsu Charade Runabout XTE 5 gíra '82 Svartur 34 þús. 220 þús.
Daihatsu Charade Runabout XTE 4ra gíra '81 Blár met. 35 þús. 190 þús.
Daihatsu Charade Runabout XTE 4ra gíra ’80 Rauður 31 þús. 160 þús.
Subaru 4WD station ’82 D.grænn 42 þús. 330 þús.
VW Golf 3ja dyra ’80 Rauöur 79 þús. 165 þús.
Toyota Corolla sjálfsk. 4ra dyra ’81 Rauður 30 þús. 240 þús.
Mazda 323 4ra dyra '81 Blár met. 38 þús. 225 þús.
Toyota Corolla DX 4ra dyra ’80 Blár 70 þús. 195 þús.
Höfum góða kaupendur að Daihatsu Charade árg. 1980 og 1981
DAIHATSUUMBOÐIÐ ARMULA 23 85870-81733
HÁRGREIIISLUSÝNING
á Hótel Sögu sunnudaginn 25. marz nk.
Nýlega voru 16 hárgreiðslusveinar og meistarar
á viku námskeiöi hjá STUHR í Kaupmannahöfn
Á námskeiöinu voru sýndar og kenndar nýjustu
línurnar í klippingu, glansskoli, litun og perman-
enti. Aðalkennari á námskeiðinu var Doddý sem
vinnur hjá STUHR.
Umræddir aðilar hafa stofnað með sér samtök,
Klúbb '84 og munu efna til hárgreiöslusýningar.
Auk hárgreiðslusýningarinnar veröa skemmti-
atriöi og hljómsveit hússins leikur fyrir dansi til
kl. eitt eftir miðnætti.
Kynnir verður Heiðar Jónsson. Húsið verður
opnað kl. 19.30. Sýningin hefst kl. 20.00.
Aðgöngumiðar verða seldir viö innganginn. Verö
miða kr. 300,-.