Morgunblaðið - 24.03.1984, Qupperneq 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
25
fltagtntirifafcife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið.
• •
Oryggismál
sjómanna
Matthías Bjarnason, sam-
gönguráðherra, hefur
fengið því framgengt, að
stjórnskipuð nefnd verði sett á
laggirnar til að fjalla um alla
þætti í öryggismálum sjó-
manna og gera tillögur um
nauðsynlegar endurbætur á ör-
yggisbúnaði áhafna og skipa.
Nefndin skal hafa samráð við
Siglingamálastofnun, Rann-
sóknanefnd sjóslysa, Slysa-
varnafélag íslands og samtök
sjómanna og útvegsmanna.
Hún verður skipuð fulltrúum
allra þingflokka og verðugur
vettvangur samátaks í þörfu
máli.
Sama dag og Morgunblaðið
skýrir frá þessari nefndar-
skipan birtir það viðtal við
Guðjón Kristjánsson, forseta
FFSI. Þar kemur fram að til-
kynningaskyldu skipa hafi ekki
verð framfylgt nægjanlega og
að sú vanefnd hafi veikt örygg-
isnetið. Forseti FFSÍ vekur at-
hygli á sjálfvirku kallkerfi,
sem þann veg er gert, að hægt
er að hringja beint frá fjar-
skiptamiðstöð í hvert skip, sem
hafi „sérkair. Sé ekki ansað
megi draga þá ályktun, að
hjálparaðgerða sé þörf.
Þá er rætt við dr. Þorgeir
Pálsson, prófessor, sem stjórn-
að hefur tilraunum á kerfi, sem
unnið hefur verið að á vegum
samgönguráðuneytisins, sem á
sjálfvirkan hátt gæti leyst af
núverandi tilkynningaskyldu
bátaflotans. Hér er um að ræða
tölvuvætt tilkynningakerfi, al-
gjörlega sjálfvirkt. Hægt verð-
ur að fylgjast með öllum skip-
um sem hafa tilsettan tækja-
búnað. Þau senda frá sér hljóð-
merki með ákveðnu millibili,
t.d. á 15 mínútna fresti. Þetta
gæti byggst á því að staðar-
ákvörðun bátanna kæmi í
gegnum lóraninn, send með
auðkenni hvers skips og jafnvel
öðrum viðbótarupplýsingum.
Möguleiki er á sérstakri
neyðarsendingu, sem hægt
væri að setja í gang með rofa.
Hvern veg sem þessar rann-
sóknir þróast, er sýnt, að hér er
unnið að brýnu máli, sem sjáv-
arútvegsþjóð þarf að koma
heilu til hafnar. Stefnt mun að
því að undirbúningsathugun-
um ljúki á þessu ári og að þá
liggi fyrir í aðalatriðum, hve
mikið þetta kerfi kosti og að
hve miklu gagni það gæti kom-
ið.
Pétur Sigurðsson, alþingis-
maður, greindi frá því í þing-
ræðu um öryggismál sjó-
manna, að 26 íslenzkir sjómenn
hafi látist við störf á sjó eða
vegna slysa sem þeir hafi hlot-
ið um borð í skipum sínum síð-
an sjómannadagur var síðast
hátíðlegur haldinn. Þessi sorg-
lega staðreynd knýr á um að
gera allt sem í mannlegu valdi
stendur til að skipa öryggis-
málum sjómanna þann veg
með fyrirbyggjandi aðgerðum,
að slík slys týni tölunni, hverfi
helzt með öllu.
Skipan sérstakrar þing-
mannanefndar, sem gera á al-
hliða úttekt á þessum málum
og tilraunir með sjálfvirkt til-
kynningakerfi flotans, er spor í
rétta átt. Vonandi leiða þessi
störf til verulega aukins örygg-
is.
Markskot
Þjóðviljans
að er ekki oft sem Þjóð-
viljinn hittir í mark í for-
ystugreinum. Það gerðist þó í
fyrradag þegar blaðið fjallaði
um þörf íslenzkra atvinnuvega
fyrir fjármagn. Þjóðviljinn
vitnar til orða Víglundar
Þorsteinssonar, formanns FÍI,
„að þegar í óefni sé komið í er-
lendum skuldum sæki hið
opinbera í vaxandi mæli á inn-
lendan lánsfjármarkað". Þjóð-
viljinn lætur, réttilega, í ljósi
áhyggjur fyrir því, „að ríkið
dragi til sín sífellt meira fjár-
magn sem ella hefði verið varið
til uppbyggingar atvinnulífs-
ins“.
Samkeppni á lánsfjármark-
aði er af hinu góða. Hún leiðir
að öðru jöfnu til þess, að fjár-
magnið leitar til arðbærrar
fjárfestingar, sem skilar sér
fljótlega aftur til nýrra fram-
kvæmda í þjóðarbúskapnum.
Stjórnmálamenn hafa hins-
vegar tilhneigingu til að skapa
ríkisbúskapnum forréttindi á
lánsfjármarkaði. Og fjárfest-
ing í ríkisbúskapnum lendir
oftar en skyldi utan arðsem-
ismarka. Það ber því við að þær
verða íþyngjandi fyrir almenn-
ing, koma fram í dýrari þjón-
ustu eða meiri skattbyrði.
Röng lánsfjárstýring rýrir al-
menn lífskjör.
Mergurinn málsins er þó sá
að eiginfjármyndun í íslenzk-
um atvinnurekstri hefur verið
lítil sem engin, m.a. vegna
skattastefnunnar. íslenzkum
atvinnurekstri hefur verið gert
að hanga á horrim, þegar bezt
lætur, en oftlega að sæta tapi
og skuldum. Eiginfjármyndun
er hinsvegar nauðsynleg til að
atvinnureksturinn geti byggt
sig upp eðlilega, tæknivæðst og
fært út kvíarnar, þ.e. fullnægt
atvinnuþörf almennings og
skilað auknum þjóðartekjum,
sem lífskjörum ráða.
Nýjum skilningi Þjóðviljans
á fjármagnsþörf atvinnulífsins
ber að fagna. Þinglið Alþýðu-
bandalagsins talar hinsvegar
til annarrar áttar í skattlaga-
umræðu á Alþingi.
m v
Orugg vörn Kasparovs
Skák
Bragi Kristjánsson
Smyslov og Kasparov tcfldu
drottingarbragö í sjöttu einvígis-
skákinni. Kasparov tefldi afbrigði,
sem ekki hefur verið hátt skrifaö
hjá byrjanasérfrsðingum. í 17.
leik lék hann nýjum leik og tókst í
framhaldinu að ná miklum upp-
skiptum. í endataflinu stóð Smys-
lov örlítið betur, en þegar skákin
fór í bið eftir 43. leik hvíts var
Ijóst, að staðan var dautt jafntefli,
enda var friður saminn án frekari
taflmennsku.
Staðan:
Kasparov 4
Smyslov 2
6. einvígisskákin
Hvítt: Smyslov.
Svart: Kasparov.
Drottingarbragð.
I. d4 — d5, 2. Rf3 — Rf6, 3. c4 —
e6, 4. Rc3 — Be7.
Kasparov hvílir sig á uppá-
haldsbyrjun sinni, Tarrasch-
vörn, sem upp kaemi eftir 4. —
c5.
5. Bg5 — h6, 6. Bh4.
Önnur leið er hér 6. Bxf6 —
Bxf6, 7. e4 — dxe4, 8. Rxe4 —
rc6, 9. Rxf6+ - Dxf6, 10. Dd2 -
0-0,11. Dc3 - b6,12. Bd3 - Bb7,
13. De4 - Hfd8, 14. Hdl með
örlítið betra tafli fyrir hvítt.
6. — (H) 7. Hcl — Re4, 8. Bxe7 —
Dxe7, 9. e3 — c6, 10. Bd3 — Rxc3,
II. Hxc3.
Eða 11. bxc3 - Rd7, 12. 0-0 -
e5, 13. dxe5 — dxc4 með jöfnu
tafli.
11. — dxc4, 12. Bxc4.
Eða 12. Hxc4 - Rd7, 13. Bbl
- e5, 14. Dc2 - f5, 15. dxe5 -
Rxe5,16. Rxe5 — Dxe5,17.0-0 —
Be6, 18. Hd4 — Hae8 með lítið
eitt betra tafli fyrir hvítt.
12. — Rd7, 13. 04) — b6.
Önnur leið er hér 13. — e5,14.
Dc2 — exd4, 15. exd4 — Rb6, 16.
Hcl - Df6, 17. Bb3 - Be6, 18.
Bxe6 — fxe6, 19. Hce3 — Hae8,
20. Re5 — Df5 með nokkuð jöfnu
tafli.
14. Bd3 — c5, 15. Bb5 — Hd8.
Eftir 15. — cxd4, 16. Dxd4! —
Rf6,17. Hfcl - Rd5 (17. - Hd8,
18. Hc7!) 18. Hc4 - Hd8,19. De5
hefur hvítur betra tafl.
16. Bc6 — Hb8, 17. Dc2.
Fram að þessu hafa keppendur
fylgt alfræðibók um skákbyrjanir,
sem út kom 1977. Næsta leik
Kasparovs hefur höfundur þessa
þáttar ekki séð fyrr.
17. — cxd4.
í áðurnefndri alfræðibók er
eftirfarandi framhald gefið: 17.
- Bb7, 18. Bxb7 - Hxb7, 19.
dxc5 — bxc5, 20. Hcl — Hb6, 21.
h3 - Hc8, 22. Rd2 - Hb7, 23. b3
— g6, 24. Re4 með betra tafli
fyrir hvítt, því svarta peðið á c5
er mjög veikt.
18. Rxd4.
Til greina koma að leika 18.
exd4 og svara 18. — Rf6 með 19.
Re5 — Hxd4? 20. Bf3 með hótun-
unum 21. Hxc8, 21. Rc6 og 21.
Hc7. Ef svartur svarar þessu
með 18. — Bb7 þá kemur 19.
Bxb7 — Hxb7,20. Hc7 og svartur
er í miklum erfiðleikum.
Eftir leikinn í skákinni losar
Kasparov um sig með 18. — e5.
18. — e5, 19. Rf5 — Df6, 20. Hdl.
Hvítur hótar 21. Hd6 eða 21.
Rd6, en svartur getur losað um
sig með uppskiptum.
20. — Rc5, 21. Hxd8+ — Dxd8,
22. Rg3.
22. b4 væri svarað með 22. —
Df6.
22. — Be6, g3. b4 — Hc8, 24. Bf3
— Ra6, 25. a3.
Eftir 25. b5 kæmi svarti ridd-
arinn aftur til c5.
25. — Hxc3, 26. Dxc3 — Dc7, 27.
Dd2 - Rb8, 28. Re4 - Rd7, 29.
h3 — Rf6.
Hvíti rtddarinn á e4 stendur
mjög vel og gæti í framhaldinu
komið til d6 og eftir atvikum b5.
Kasparov ákveður því að taka á
sig ivípeð á f-línunni til að losa
sig við hann.
30. Rxf6+.
30. Rd6 má svara með 30. —
Dd7 og Rd6 getur ekki hreyft sig
vegna óvaldaðrar drottningar á
d2.
30. — gxf6, 31. e4 — Kg7, 32. Be2
— Dc6, 33. De3 — Dc3, 34. Kh2 —
Db3.
Svartur þvingar fram drott-
ingakaup og jafnteflið blasir við,
því hvítur kemst ekki að peða-
veikleikunum í svörtu stöðunni.
35. Dxb3 — Bxb3, 36. Bg4 — Bc2,
37. Bf5 — Bd3, 38. Kg3 — Be2, 39.
Bg4 — Bfl.
Eftir 39. — Bxg4? 40. Kxg4 —
Kg6, 41. f4 segja veikleikarnir í
svörtu peðastöðunni til sín.
40. Kf3 — Kf8, 41. g3 — Bc4, 42.
Ke3 — Ke7, 43. h4 og í þessari
jafnteflislegu stöðu lék Kasp-
arov biðleik. Hvítur getur ekki
sótt að svörtu peðunum, því þau
eru öll á svörtum reitum, nema
peðið á f7, og hvíti biskupinn
gengur á hvítum reitum, og
kóngurinn kemst ekki í gegn um
varnir svarts. Keppendur sömdu
því jafntefli án frekari tafl-
mennsku.
Lárus Jónsson
Ólafur Helgason
Ármann Jakobsson
Jónas G. Rafnar
Tveir nýir bankastjórar
við Útvegsbanka íslands
Á FUNDI bankaráðs Útvegsbanka
íslands í gær sögðu bankastjórarn-
ir Ármann Jakobsson og Jónas G.
Rafnar lausum stöðum sínum frá
og með 1. júní 1984.
Á sama fundi réð bankaráðið
Ólaf Helgason, aðstoðarbanka-
stjóra, og Lárus Jónsson, alþing-
ismann, bankastjóra frá sama
tíma með atkvæðum allra
bankaráðsmanna.
Morgunblaðið sneri sér í gær
til Jónasar G. Rafnars og spurði
hann um ástæður þess, að hann
hefur ákveðið að láta nú af starfi
bankastjóra við Útvegsbankann.
Jónas G. Rafnar sagði:
„Ég hef verið bankastjóri í Út-
vegsbanka Islands síðan í nóv-
ember 1963 eða í rúm 20 ár. Var
raunar einn í skamman tíma
1961, þegar Jóhann Hafstein
gegndi ráðherrastarfi.
Ég er þeirrar skoðunar, að í
mjög mörgum tilvikum sé ekki
ástæða til þess að menn sitji um
aldur og ævi í sama starfi. Á
öllum sviðum verða breytingar í
vinnubrögðum og viðhorfum. Er
þá ekki rétt að einnig verði
mannskipti?
Vel má segja, að ég hafi ekki
sjálfur fylgt þessari lífsskoðun,
þar sem hinn mæti maður Helgi
Guðmundsson er eini banka-
stjóri Íslandsbanka-Utvegs-
banka, sem gegnt hefur þar
bankastjórastarfi lengur en ég.
Ég rak lögfræðiskrifstofu
norður á Akureyri í nokkur ár og
hafði þar töluverð umsvif. Einn-
ig var ég þingmaður nokkuð
lengi. Fyrir nokkru fór ég að
hafa áhuga á að takast á við
önnur verkefni en bankastjórn,"
sagði Jónas G. Rafnar að lokum.
I samtali við Mbl. sagði Ár-
mann Jakobsson að ástæðan
fyrir því að hann léti af störfum
væri sú að hann væri að verða
sjötíu ára gamall og kominn á
þann aldur að hann yrði að láta
af störfum.
Lárus Jónsson, sem nú tekur
senn við starfi bankastjóra Út-
vegsbanka íslands, er fæddur
1933 á Ólafsfirði. Hann er við-
skiptafræðingur að mennt, var
um árabil framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands Norður-
lands. Hann hefur setið á Al-
þingi frá árinu 1971.
Ólafur Helgason, sem tekur
innan tíðar við starfi aðstoðar-
bankastjóra Útvegsbanka ís-
lands, var áður eftirlitsmaður
með útibúum bankans, var
bankaútibússtjóri Útvegsbank-
ans í Vestmannaeyjum. Hann er
rúmlega fimmtugur að aldri.
Það verður án efa annarleg sjón, að sjá steingerðar risafurdur rísa upp á svörtum sandinum. En það mun þó ekki verða til frambúðar, Ekki er laust við að þessi mynd beri
því leikmunasmiðirnir tjáðu blm. að allt landslag yrði fært til fyrri vegar að loknum kvikmyndatökum. „Steinskógurinn" er gerður úr keim af stjörnustríðsmyndunum
viðarklæddu stáli, sem síðan er húðað með gipsi og málað. (Ljósm. Mhl. RAX) „Star Wars“, en Enemy Mine mun
einmitt verða í svipuðum anda.
Skógasandur stendur undir nafni í „námu óvinarins“:
Steinrunninn skógur rís á sandinum
„Við ætlum ekki að láta í minni
pokann fyrir náttúruöflunum,"
sögðu glaðbeittir breskir leiktjaida-
smiðir kvikmyndarinnar Enemy
Mine er blm. Mbl. vitjaði þeirra í
kalsaveðri og hávaðaroki á Skóga-
sandi í gær.
En þar munu sjö steingerð tré
teygja arma sína til himins innan
tíðar, það hæsta tólf metrar á
hæð og tuttugu í þvermál.
Alls eru nú staddir hér á landi
um 35 manns á vegum bandaríska
kvikmyndagerðarfyrirtækisins
20th Century Fox, flestir í tengsl-
um við leikmyndagerð, sem unnið
er að í Vestmannaeyjum og á
Skógasandi. Einnig munu fyrir-
hugaðar framkvæmdir við Náma-
skarð, en af þeim hefur ekki getað
orðið enn vegna veðurs. Þá er ver-
ið að gera neðanjarðarbyrgi í
grennd við Vík í Mýrdal og á það
að hýsa mikið geimfar, sem sett
verður saman á staðnum. Að sögn
verkstjóra hópsins á Skógasandi
verður geimskip þetta mikið fer-
líki, um tuttugu metrar á hæð og
verður flutt út á sandinn í fyll-
ingu tímans.
Af framkvæmdunum í Vest-
mannaeyjum er það að frétta, að
þær liggja niðri eins og er vegna
veðurs en þar er búið að gera
stóra laug austast á Heimaey og
þegar viðrar verður hún klædd
plasti að innan og fyllt með sjó.
Á Skógasandi eru nú 25 manns,
flestir trésmiðir og málarar af
bresku bergi brotnir, en einnig
nokkrir íslendingar, þ.á m. hjúkr-
unarkona og bílstjóri sjúkrabils.
Eins og sagt hefur verið frá áð-
ur í Mbl. er myndin Enemy Mine
ævintýramynd og gerist í fram-
tíðinni. Söguþráðurinn er í gróf-
um dráttum sá, að tveir menn
brotlenda hvor sínu geimskipinu
á annarlegri plánetu og þurfa að
ganga í gegnum ýmsar raunir til
þess að komast af. Búið er að ráða
leikara í flest hlutverk og með að-
alhlutverkin fara þeir Lou Gosset
og Denis Quaid. Þeir eru báðir
þekktir leikarar, á uppleið í
kvikmyndaheiminum. Gosset fékk
m.a. Óskarsverðlaunin fyrir besta
leik í aukahlutverki sem liðþjálf-
inn í myndinni An Officer and a
Gentleman, en sú mynd var sýnd
hér nýlega undir hetinu Foringi
og fyrirmaður. Dennis Quaid hef-
ur m.a. leikið í myndinni The
Right Stuff. Leikstjóri myndar-
innar er Ricard Longcrane , en af
kvikmyndum sem hann hefur
leikstýrt má nefna Full Circle
með þeim Miu Farrow og Tom
Conti í aðalhlutverkum.
Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve
stór hluti þessarar kvikmyndar
verður tekinn hér á landi, en aðrir
hlutar hennar verða kvikmyndað-
ir á Barbados-eyjum og í Ung-
verjalandi.
Mennirnir á sandinum vinna
við erfið skilyrði og kváðust þeir
vera fjórum dögum á eftir áætlun
með verkið. En hver dagur kostar
sitt, þegar aðrar eins fram-
kvæmdir eru annars vegar og þeir
kváðust stefna að því að þeim yrði
lokið þann tólfta næsta mánaðar í
Vestmannaeyjum og þann 22.
apríl á Skógasandi. Upp úr því
hefst væntanlega kvikmyndataka
og eru þeir aðilar er henni tengj-
ast væntanlegir til landsins eftir
u.þ.b. tvær vikur.
F-15, ný orustuflugvél á Keflavíkurflugvelli.
F-4 vél sem senn víkur fyrir nýrri gerö orustuflugvéla.
Skipt um orustuflugvélar
á Keflavíkurflugvelli
EINS og fram kom í frétt Morgun-
blaðsins á miðvikudag hefur verið
ákveðið að skipta um orustuflugvél-
ar á Keflavíkurflugvelli. F-15 orustu-
flugvélar leysa nú senn af hólmi F-4
l’hantom-þotur.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru F-15 flugvélarnar
búnar margfalt öflugri og full-
komnari ratsjárbúnaði og þær
hafa nýtískulegri og fullkomnari
hreyfla sem hafa sparnað á elds-
neyti í för með sér.
F-15 eru viðbragðsfljótari,
klifra hraðar og ná fyrr hæð og
eru þar af leiðandi fljótari á vett-
vang, gerist þess þörf. í æfinga-
flugi má segja að þær geti hnitað
hringi umhverfis Phantom-þotur,
slíkur er viðbragðsflýtirinn.
F-15 eru ekki hraðari í flugi, en
sumar hverjar eru búnar eldsneyt-
isgeymum sem veita minni loft-
mótstöðu en sambærilegir tankar
á F-4 og hafa F-15 því meiri ferða-
hraða.
F-15 vélarnar geta hafið sig á
loft af styttri flugbraut en F-4 vél-
ar geta. Eldflaugabúnaður er
svipaður með vélunum. Öll tölvu-
tækni er fullkomnari í F-15 vélun-
um og viðgerðir á þeim eru því
auðveldari en á F-4 vélunum sem
þær leysa nú senn af hólmi eins og
fyrr var greint frá.