Morgunblaðið - 24.03.1984, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
f SÝNINGARSÖLUM Institute of
('ontemporary Arts í Lundúnum
stendur nú yfir sýning á lífi, verkum
og starfi William Morris. Er sýningin
haldin í tilefni af 150 ára fæðingar-
afmæli skáldsins, útgefandans, inn-
anhússarkitektsins og íslandsvinar-
ins, en svo mætti lengi telja ef drepa
ætti á öllum þeim málefnum og störf-
um sem Morris vann að á æviferli
sínura. Hann var fæddur þann 24.
mars 1834 og eru því í dag liðin rétt
150 ár frá fæðingu hans.
Vegna sýningarinnar voru héðan
sendir gripir sem tengjast íslands-
dvöl Morris og annaðist Sigríður Á.
I.J
Björn Gunnlaugsson teiknaði af Is-
landi 1848 og Morris notaði á ferð-
um á ferðum sínum og sendibréf frá
leiðsögumanni hans, Jóni Söðla
Jónssyni. Ljóð Williams Morris
„leeland first seen“ er síðan á sýn-
ingunni í frumtexta og í íslenskri
þýðingu Steingríms Thorsteinsson-
ar. Hver sýningargripur er tengdur
Morris með tilvitnun í dagbækur
hans frá íslandsferðunum, þar sem
hann lýsti ítarlega því sem fyrir
augu bar, mönnunum, landinu og
íslensku lífi.
Sýningin í Institute of Contem-
porary Arts stendur til 29. apríl nk.
Hugmyndir eru uppi um að fá
hingað til sýningar þann hluta
hennar sem tengist Íslandstímabil-
inu, en sýningin verður sett upp í
Madrid á Spáni eftir að henni lýkur
í Lundúnum. Þá hafa Svíar sýnt
mikinn áhuga á að fá hana til Sví-
þjóðar.
Hótelstjórinn, Auður Gunnarsdóttir, á nýja barnum á Hótel Húsavík.
50. ársþing Félags íslenskra iðnrekenda:
Víglundur Þorsteinsson
endurkjörinn formaður
150 ára afmæli íslandsvinarins William Morris:
Sexfaldur heimsmeist-
ari í vaxtarrækt
„MIG hefur alltaf langað til að
koma til íslands, og kem því ekki
endilega vegna vaxtarræktarinnar
eingongu, heldur til að kynnast fólk-
inu. íslendingar virðast vera jákvæð-
Það eru engir smávöðvar, sem
Makkawy getur náð fram með hin-
um ýmsu stellingum.
ir persónuleikar og það verður ör-
ugglega gaman að sýna hérna,“
sagði Egyptinn Muhamed Makkawy
í samtali við Morgunblaðið, en hann
mun koma fram á fslandsmeistara-
mótinu í vaxtarrækt á sunnudaginn.
Makkawy, sem er 29 ára, hefur
stundað vaxtarrækt frá ellefu ára
aldri og hlotið flesta af eftirsótt-
ustu titlunum í þessari íþrótta-
grein. Sex sinnum hefur Makkawy
orðið heimsmeistari atvinnu-
manna, vann Pro World-keppnina
í Bandaríkjunum á sl. ári ásamt
því að ná öðru sæti í Hr.
Olympia-keppninni. Makkawy var
kosinn Herra Alheimur árið 1976
og hefur oft verið nefndur Fönix
vaxtarræktarinnar. Það krefst
gífurlegrar þjálfunar að ná janf
langt og Makkawy, en hann er
ekki við eina fjölina felldur. Hann
hefur fyrirlestra á fjórum tungu-
málum, hefur BA í þýðingum á
enskum bókmenntum og hefur
lagt stund á nám í innanhússarki-
tektúr. „Það fer mikill tími í vaxt-
arræktina og þetta er erfið at-
vinnugrein, en gefur skemmtileg-
ar stundir," sagði Makkawy, „það
skemmtilegasta finnst mér er að
æfa og sýna „posur“ (stellingar)
og ég legg það mikið uppúr þess-
um þætti að ég hef balletkennara
mér til aðstoðar er ég æfi þennan
þátt. Makkawy þykir færastur
vaxtarræktarmanna í „posum", en
þar er meginmálið að tengja sam-
an hreyfingar líkamans við undir-
leik tónlistar í sama mund og
vöðvarnir eru hnyklaðir á sem
bestan hátt. Áhugamönnum um
vaxtarrækt ætti að vera mikill
fengur í komu Makkawys, en hann
mun sýna eftir að úrslit hafa verið
tilkynnt í íslandsmótinu á sunnu-
daginn í Broadway.
íslenskir gripir á afmæl-
issýningu í Lundúnum
Auður Gunnarsdóttir hótelstjóri í hinum nýja sala.
Miklar breytingar
og viðbót við
Hótel Húsavík
Á HÓTEL Húsavík hafa verið
gerðar miklar breytingar á efstu
hæð. Á þeirri hæð var lítill bar, en
nú hefur verið útbúinn þar vistleg-
ur veitingasalur, sem rúmar
70—80 manns í sætum. Með því
hefur verið bætt úr brýnni þörf, því
þó aðalsalur hótelsins sé vistlegur,
er hann aðeins hentugur fyrir
stærri samkvæmi, því hann getur
rúmað 3—400 manns í sætum.
Hótel Húsavík hefur fengið á
sig mjög gott orð fyrir allan
beina á ráðstefnum, heilsuvikum
og helgarráðstefnum, og nú hef-
ur skapast aðstaða til að veita
gestum ennþá betri þjónustu.
Næstu þrjár vikurnar býður
hótelið upp á hinar þekktu
„heilsuvikur" með alls konar sér-
þjónustu viðvíkjandi heilsurækt,
afslöppun og fleiru.
Á páskum er gert ráð fyrir
skíðaferðum, ef svo viðrar, eða
þá annarri útivist, og er þegar
farið að panta dvöl þá.
Fréttaritari
William Morris
Snævarr, blaðafulltrúi utanríkis-
ráðuneytisins val þeirra og frágang.
Meðal gripanna eru ljósmyndir frá
þeim tíma er Morris var hér, en
hann kom hingað 1871 og 1873.
Dvaldist hann í hvort skiptið um
tveggja mánaða skeið og ferðaðist
um landið ásamt leiðsögumanni
sínum Jóni Söðla, sem svo var kall-
aður.
Morris var mikill áhugamaður
um íslenskar fornsögur, þýddi m.a.
sex þeirra eftir íslandsferðirnar og
voru því sendar á sýninguna ljós-
myndir úr fornum handritum frá
Stofnun Árna Magnússonar. Þá eru
Ijósmyndir af landakorti sem dr.
VÍGLUNDIJR Þorsteinsson
var endurkjörinn formaður
Félags íslenskra iðnrekenda
á 50. ársþingi félagsins, sem
haldinn var þriðjudaginn 20.
mars síðastliöinn. Auk hans
voru kjörnir í stjórn: Pétur
Eiríksson, Ágúst Valfells,
Eggert Hauksson, Björn Jó-
hannsson, Agnar Kristjáns-
son og Kristinn Björnsson.
Stjórnin hefur ekki ennþá
skipt með sér verkum.
í ályktun sem þingið sam-
þykkti segir meðal annars:
„Frá því síðasta ársþing Fé-
lags íslenskra iðnrekenda var
haldið hafa orðið jákvæðar
breytingar í efnahagsmálum
íslendinga. Þar ber hæst, að nú
er loks í augsýn það markmið
að verðbólga hér á landi verði
ekki meiri en í helstu viðskipta-
löndum. Það skiptir sköpum
fyrir framtíðarlífskjör í land-
inu, að þessi árangur glatist
ekki. Hjöðnun verðbólgunnar
er mikilvægasti áfanginn á
þeirri leið að jafna starfsskil-
yrði íslenskra atvinnuvega
gagnvart erlendum keppinaut-
um. Hún er einnig forsenda
þess að fyrirtæki geti einbeitt
sér að þróttmikilli starfsemi á
sviði vöruþróunar og markaðs-
mála, ekki síst í útflutningi.
Mikilsverður árangur hefur
náðst í stjórn efnahagsmála, en
þó eru enn blikur á lofti. Þann-
ig er verulegt misvægi á pen-
inga- og lánamarkaði og í ríkis-
fjármálum. Á þessum sviðum
þarf að skapa festu og stöðug-
Ieika.“
Ennfremur segir: „Ein meg-
inforsenda vaxandi framleiðslu
og batnandi lífskjara á næstu
árum er öflug vöruþróun og
markaðsstarfsemi, ekki síst á
sviði útflutnings og hvers konar
alþjóðlegrar starfsemi. Opinber
stefna og stuðningur er hér
nauðsynlegur. Frumkvæðið á
hins vegar fyrst og fremst að
vera hjá fyrirtækjunum. Mestu
Kaffidagur
Dýrfirðinga-
félagsins
Dýrfirðingafélag Reykjavíkur
heldur árlegan „kaffidag“ sinn I
Bústaðakirkju á morgun, sunnudag.
„Kaffidagurinn" hefst með
guðsþjónustu í Bústaðakirkju kl.
14 og að henni lokinni verður
kaffisala í samkomusal kirkjunn-
ar. Ágóða af kaffisölunni verður
varið til dvalarheimilis fyrir aldr-
aða, sem fyrirhugað er að reisa í
Dýrafirði.
Sovéskur
gestur
AÐALFUNDUR Menningartengsla
íslands og Ráðstjórnarríkjanna
verður haldinn í húsakynnum félags-
ins að Lindargötu 48 í dag, laugar-
dag og á morgun.
I tilkynningu frá félaginu segir
að gestir fundarins verði tveir af
varaformönnum félagsins Sovét-
ríkin — ísland, þeir Ivan I. Dan-
ilkin og Oleg Vereiskí, sem sé í
hópi kunnustu myndlistarmanna í
Sovétríkjunum.
Leiðrétting
ÞAU MISTÖK urðu í þættinum
„Hvað er að gerast um helgina?" í
Mbl. í gær að sagt var að mynd-
listarsýning Erlu B. Axelsdóttur
yrði opnuð í Norræna húsinu í
dag, laugardag. Sýningin verður
hins vegar opnuð á laugardaginn
eftir viku og eru hlutaðeigandi að-
ilar beðnir velvirðingar á mistök-
unum.
Loðnuveiði
dræm
GOTT veður var á loðnumiðunum í
gær en lítil veiði. Samkvæmt upplýs-
ingum loðnunefndar virðast vertíð-
arlok komin í menn og þegar eru um
10 bátar hættir veiðum.
Á fimmtudag tilkynntu 14 bátar
um veiði samtals 7.750 lestir: Kap
11 VE 150, Magnús NK 500, Rauðs-
ey AK 500, Júpíter RE 1.200, Al-
bert GK 600, Örn KE 550, Ljósfari
RE 500, Guðmundur RE 450, Vík-
urberg GK 520, Höfrungur AK
850, Sæbjörg VE 470, Húnaröst
ÁR 600, Keflvíkingur KE 460 og
Guðrún Þorkelsdóttir SU 400 lest-
ir.
Síðdegis í gær höfðu þrjú skip
tilkynnt um afla samtals 2.510
lestir: Dagfari ÞH 510, Hilmir SU
1.300 og Súlan EA 700 lestir.
Víglundur Þorsteinsson, formaður
Félags íslenskra iðnrekenda.
máli skiptir, að ástand efna-
hagsmála og stefna stjórnvalda
sé með þeim hætti að fyrirtæk-
in sjálf hafi ráðrúm og hvatn-
ingu til að sinna þessum málum
í mun meira mæli en verið hef-
ur. Það er vænlegasta leiðin til
árangurs."