Morgunblaðið - 24.03.1984, Síða 30
30
Morgunbladid/ Albert
Frá sundinu á Fáskrúðsflröi —
krakkarnir í grunnskólanum syntu
liðlcga 68 kflómetra.
Fáskrúðsfjörður:
Syntu liðlega
68 kílómetra
Fánkrútafírði, 19. marz.
Maraþonsund var háð á Fáskrúðs-
flrði um helgina í sundlaug staðarins.
Synt var frá klukkan 11.30 á laugardag
til hádegis á sunnudag. Sundið var
þreytt af nemendum sjötta, sjöunda,
áttunda og níunda bekkjar grunnskól-
ans í fjáröflunarskyni fyrir ferðasjóð.
Alls syntu 35 krakkar og vegalengdin,
sem lögð var að baki, var liðlega 62
kflómetrar.
Með þessu sundi settu krakkarnir
nýtt Austurlandsmet, en fyrra metið
var sett í Neskaupstað 1983 en þá
voru syntir á sama tíma liðlega 57
kílómetrar. Alls syntu krakkarnir í
26 'h klukkustund og þá lágu að baki
68 kílómetrar. Albert
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
Kammertónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Efnisskrá:
Mozart: l>ættir úr óperunni
„Brottnámið úr kvennabúr-
inu“, umritun fyrir blásara eft-
ir J.N. Wendt.
K.A. Hartmann: „Lied“ fyrir
trompett og blásara.
Imrkell Sigurbjörnsson: „Naman“
fyrir tíu blásara og píanó.
Kurt Weill: Svíta úr Túskildings-
óperunni.
Kammertónleikar er blásara-
sveitin í Sinfóníuhljómsveit Is-
lands, undir stjórn Páls P. Páls-
sonar, stóð fyrir í Gamla Bíói sl.
fimmtudag, voru með eindæm-
um daufir. Sú nýbreytni að koma
á kammertónleikum er lofsverð
viðleitni en virðist ekki ætla að
heppnast vel. Vafalaust er hægt
að saka áheyrendur um áhuga-
leysi en eftir að hafa sótt þessa
kammertónleika, telur undirrit-
aður að nokkuð megi kenna
stjórnendum um lélega skipu-
lagningu, einkum er varðar efn-
isval og er engu líkara en að þeir,
sem um þau mál fjalla, viti nán-
ast ekkert um það hvað tiltækt
er af góðri kammertónlist, og
þaðan af síður séu færir um að
velja verk er líkleg séu til að
vekja áhuga tónelskra hljóm-
leikagesta.
Það er ekki tiltakanlega frum-
legt að velja lélega umritun á
Mozart, þegar eftir hann má
finna margvísleg tónverk fyrir
blásara, sem hljómleikagestir
teldu sig efalaust eiga erindi við.
Rétt til að kóróna allt saman, er
ráðist á garðinn þar sem hann er
lægstur og valið það verk eftir
Kurt Weill, sem er orðið nokkurs
konar vörumerki tónskáldsins.
Ekki beint frumlegt. Það sem
var nýtt á efnisskránni eru verk
eftir þýska tónskáldið Karl
Amadeus Hartmann og nýtt
verk eftir Þorkel Sigurbjörns-
son, er hann nefnir „Saman".
„Trompettljóðið“ eftir Hart-
mann er sennilega með eldri
verkum hans og ótrúlega mikið
undir áhrifum af Vorblóti Strav-
inskýs. Ásgeir Hermann
Steingrímsson lék trompettein-
leikinn og gerði það mjög fal-
lega. Karl Amadeus Hartmann
(1905—1963) stóð fyrir endur-
vakningu þýskrar tónlistar og
Ásgeir Hermann Steingrímsson
reisti hana ásamt Fortner,
Blacher, Klebe og Henze upp úr
þeirri ládeyðu er hún hafði kom-
ist í á tímum þriðja ríkisins.
Hartmann stóð fyrir tónleikum,
þar sem leikin var tónlist er
fram að þeim tíma hafði verið
óþekkt í Þýskalandi og nefndi
hann tónleikana „Musica Viva".
Eftir hann liggja átta sinfóníur,
kammeróperan Simplicius, tveir
strengjakvartettar og alls konar
smærri tónverk. „Trompettljóð-
ið“, sem flutt var að þessu sinni,
gefur litla hugmynd um hvers
konar tónskald Hartmann var
en hann mun hafa verið nemandi
Weberns.
Tónverkið „Saman" eftir
Þorkel Sigurbjörnsson er áheyri-
legt verk og sérlega einfalt í
gerð. Hver þáttur verksins er
nokkurs konar „invention", unn-
in úr einu stefi hver, sem mynd-
ar næstum vélræna framvindu í
sífelldri endurtekningu sinni.
Það var nokkur spenna í verkinu
og eins og fyrr segir er verkið
hin áheyrilegasta tónlist.
Síðasta verkið, svítan úr Tú-
skildingsóperunni eftir Kurt
Weill, var þrátt fyrir allt besta
verkið á tónleikunum, þó fiutn-
ingur hennar væri máttlaus, án
allrar skerpu eða eins og oft er
sagt, án þess að vart yrði við
minnsta „drive", sem ekki má
missa sig í þessari tegund kaffi-
húsatónleika.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00.
Sr. Þórir Stephensen. Messa kl.
2.00. Sr. Hjalti Guðmundsson.
Dómkórinn syngur viö báöar
guösþjónusturnar. Organleikari
Marteinn H. Friðriksson. Laug-
ardagur: Barnasamkoma aö
Hallveigarstööum kl. 10.30. Sr.
Agnes M. Siguröardóttir.
ÁRBÆJARPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaöarheimili
Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd.
Guösþjónusta í Safnaðarheimil-
inu kl. 2.00. Frú Halldóra Steins-
dóttir, fyrrverandi formaöur
kvenfélags Árbæjarsóknar, flytur
stólræöuna. Organleikari Jón
Mýrdal. Öllu eldra fólki í söfnuö-
inum sérstaklega boöiö til guös-
þjónustunnar. Samvera í safnaö-
arheimilinu eftir messu. Dagskrá
og kaffiveitingar í boði kvenfé-
lags Árbæjarsóknar. Meöal dag-
skráratriða: Heiðrún Heiöars-
dóttir leikur einleik á fiölu, harm-
onikuhljómsveit undir stjórn
Karls Jónatanssonar leikur, frá-
sögn, þáttur o.fl. Félagsvist á
vegum bræörafélags Árbæjar-
safnaöar sunnudagskvöldiö 25.
marz kl. 20.30 í safnaöarheimil-
inu. Sr. Guömundur Þorsteins-
son.
ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta
kl. 11.00. Messa kl. 2.00. Föstu-
messa kl. 20.30. Sr. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
BREIOHOLTSPRESTAKALL:
Laugardagur: Barnaguösþjón-
usta kl. 11.00. Sunnudagur:
Guösþjónusta kl. 2.00 í Breið-
holtsskóla. Sr. Lárus Halldórs-
son.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11.00. Sr. Solveig Lára
Guömundsdóttir. Guösþjónusta
kl. 2.00. Organleikari Oddný
Þorsteinsdóttir. Barnagæzla. Fé-
lagsstarf aldraóra mióvikudag kl.
14—15. Æskulýösfundur miö-
vikudagskvöld kl. 20.00. Yngri
deild æskulýösfélagsins fimmtu-
daginn kl. 16.30. Sr. Ólafur
Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL: Laug-
ardagur: Barnasamkoma t safn-
aöarheimilinu viö Bjarnhólastíg
kl. 11.00. Sunnudagur: Guös-
þjónusta i Kópavogskirkju kl.
2.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa
kl. 10.00. Sr. Arelíus Níelsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Laug-
ardagur: Barnasamkoma í safn-
aöarheimilinu Borgum kl. 11.00
árd. Sunnudagur: Guösþjónusta
í Kópavogskirkju kl. 11.00 árd.
Prestur sr. Grímur Grímsson
fyrrverandi sóknarprestur. Sókn-
arnefndin.
LANGHOLTSKIRKJA: Óska-
stund barnanna kl. 11.00. Söng-
ur — sögur — myndir. Guös-
þjónusta kl. 13.30. Organleikari
Jón Stefánsson, prestur sr. Sig-
urður Haukur Guöjónsson. Minn-
um á merkjasölu kvenfélagsins
og fjáröflunarkaffi eftir messu.
Vekjum athygli eldri sóknarbarna
á, aö þau geta fengiö aöstoö viö
aö komast til kirkju. Þau sem
þess óska láti vita í síma 35750
kl. 10.30 til 11 á sunnudag.
Sóknarnefndin.
LAUGARNESPRESTAKALL:
Laugardagur: Guösþjónusta Há-
túni 10B, 9. hæö, kl. 11.00.
Sunnudagur: Barnaguósþjónusta
kl. 11.00.,Messa kl. 2.00. Þriöju-
dagur: Bænaguösþjónusta kl.
18.00. Sr. Ingólfur Guömunds-
son.
NESKIRKJA: Laugardagur:
Samverustund aldraöra. Heim-
sókn í húsakynni Morgunblaös-
ins og Alþingis. Lagt af staö frá
kirkjunni kl. 15.00. Sr. Guö-
mundur Óskar Ólafsson. Sunnu-
dagur: Barnasamkoma kl. 11.00.
Sr. Frank M. Halldórsson. Messa
Guðspjall dagsins:
Lúk. 11: Jesús rak út illan
anda.
kl. 14.00. Sr. Guömundur Óskar
Ólafsson. Mánudagur: Æsku-
lýösfundur kl. 20.00. Fimmtudag-
ur: Föstuguösþjónusta kl. 20.00.
Sr. Guömundur Óskar Ólafsson.
SELJASÓKN: Barnaguösþjón-
usta í íþróttahúsi Seljaskólans kl.
10.30. Barnaguösþjónusta í
Ölduselsskólanum kl. 10.30.
Guösþjónusta í Ölduselsskóla kl.
14.00, altarisganga. Fundur í
æskulýösfélagi þriöjudagskvöld
kl. 20.00 í Tindaseli 3. Fyrir-
bænasamvera Tindaseli 3
fimmtudagskvöld kl. 20.30.
Sóknarprestur.
SELTJARNARNESSÓKN:
Barnasamkoma kl. 11.00 í sal
Tónlistarskólans. Sr. Guömund-
ur Óskar Ólafsson.
FELLA- OG HÓLAPRESTA-
KALL: Laugardagur: Barnasam-
koma í Hólabrekkuskóla kl. 2.00.
Sunnudagur: Barnasamkoma í
Fellaskóla kl. 11.00. Guösþjón-
usta í Menningarmiðstööinni viö
Geröuberg kl. 2.00. Sr. Hreinn
Hjartarson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK:
Laugardagur 24. marz kl. 14.00,
fermingartíminn. Sunnudagur:
Barna- og fjölskylduguösþjón-
usta kl. 11.00. Guöspjalliö í
myndum. Barnasálmar og smá-
barnasöngvar. Afmælisbörn
boöin sérstaklega velkomin.
Sunnudagspóstur handa börn-
um. Framhaldssaga. Viö hljóö-
færiö Pavel Smid. Fermingar-
börn og foreldrar þeirra hvattir til
aö koma. Þriöjudagur 27. marz
kl. 20.30 föstumessa. Frú Ágústa
Ágústsdóttir syngur einsöng.
Safnaöarprestur flytur hugleiö-
ingu. Fríkirkjukórinn flytur Lit-
aníu sr. Bjarna Þorsteinssonar
undir stjórn organistans, Pavel
Smid. Sr. Gunnar Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11.00. Messa kl. 2.00.
Þorvaldur Halldórsson stud.
theol. prédikar, sr. Bjarni Sig-
urösson, dósent, þjónar fyrir alt-
ari. Organleikari Árni Arinbjarn-
arson. Æskulýösfundur mánu-
dagskvöld kl. 20.00. Almenn
samkoma nk. fimmtudagskvöld
kl. 20.30. Sóknarnefndin.
HALLGRÍMSKIRKJA: Barna-
samkoma og messa kl. 11.00.
Börnin komi í kirkjuna og taki
þátt í upphafi messunnar. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson. Muniö
kaffisölu kvenfélagsins i Domus
Medica kl. 15.00 og orgeltónleika
Haröar Áskelssonar organleikara
í Kristskirkju kl. 5.00 á sunnudag.
Kvöldbænir meö lestri passíu-
sálms eru alla virka daga föst-
unnar kl. 18.15 nema miöviku-
daga. Þriöjudagur, fyrirbæna-
guösþjónusta kl. 10.30, beöiö
fyrir sjúkum. Miövikudagur 28.
marz, föstumessa kl. 20.30 og aö
henni lokinni fræöslukvöld um
trú. Fimmtudagur 29. marz, opiö
hús fyrir aldraöa kl. 14.30.
LANDSPÍT ALINN: Messa kl.
10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Laugardagur:
Barnaguösþjónusta kl. 11.00.
Sunnudagur: Messa kl. 11.00. Sr.
Arngrímur Jónsson. Messa kl.
2.00. Sr. Tómas Sveinsson. Miö-
vikudagskvöld kl. 20.30 föstu-
messa. Sr. Tómas Sveinsson.
BORGARSPÍTALINN: Guösþjón-
usta kl. 10.00. Sr. Tómas
Sveinsson.
HVÍT ASUNNUKIRK JAN Fíla-
delfía: Sunnudagsskóli kl. 10.30.
Safnaöarguösþjónusta kl. 14.
Ræðumaöur Guömundur Mark-
ússon. Almenn guösþjónusta kl.
20. Ræöumaöur Jóhann Páls-
son.
KFUM & KFUK, Amtmannsstíg
2B: Bænastund kl. 20. Samkoma
kl. 20.30. Herra Sigurbjörn Ein-
arsson biskup talar. Tekið á móti
gjöfum í launasjóö.
KIRKJA Óháða safnaðarins:
Guösþjónusta kl. 14. Kór safnað-
arins syngur, Jónas Þórir viö
orgeliö. Litania Bjarna Þorsteins-
sonar sungin. Aöalfundur safn-
aöarins eftir messu. Kaffiveit-
ingar. Baldur Kristjánsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Bæn kl. 20 og
hjálpræöissamkoma kl. 20.30.
Brig. Ingibjörg og Óskar Jónsson
stjórna og tala.
DÓMKIRKJA Krists konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl.
14. Alla rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18 nema á laugardög-
um þá kl. 14.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa
kl. 11.
GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma
í Kirkjuhvoli kl. 11. Guösþjónusta
kl. 14. Altarisganga. Sr. Bragi
Friöriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
VÍÐIST AÐASÓKN: Barnaguös-
þjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl.
14 fellur niöur. Sr. Siguröur Helgi
Guðmundsson.
HAFNARFJARDARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Guös-
þjónusta kl. 14. Sr. Gunnþór
Ingason.
FRÍKIRKJAN Hafn.: Barnatími kl.
10.30. Guösþjónusta kl. 14. 50
ára fermingarbörn taka þátt í
guösþjónustunni. Sr. Miyako
Þóröarson og kór heyrnarskertra
koma í heimsókn og túlka mess-
una á táknmáli. Eftir messu fariö
í kynnisför í klaustriö í Garöabæ.
Safnaöarstjórn.
KAPELLA St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
KÁLFATJARNARSÓKN: Guös-
þjónusta í Stóru-Vogaskóla kl.
11. Sr. Bragi Friöriksson.
YTRI-NJARDVÍKURKIRKJA:
Barnaguösþjónusta kl. 11.
Messa kl. 14. Aöalsafnaöarfund-
ur strax aö lokinni messu. Sr.
Þorvaldur Karl Helgason.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Umsjón annast
Málfríöur Jóhannsdóttir og
Ragnar Snær Karlsson. Muniö
skólabílinn. Sóknarprestur.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa
kl. 14. Sóknarprestur.
HVALSNESKIRKJA: Föstu-
messa kl. 14. Sóknarprestur.
STRANDARKIRKJA: Messa kl.
14. Sr. Tómas Guömundsson.
AKRANESKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 10.30. Messa kl. 17.
Flutt veröur Magnificant eftir
Buxtehude meö 5 einsöngvurum,
kór, strengjasveit og orgeli. Ath.
breyttan messutíma vegna út-
varpsupptöku. Sr. Björn Jóns-
son.
BORGARNESKIRKJA: Messa kl.
11. Kór Menntaskólans í Hamra-
hlíö tekur þátt í messunni. Sókn-
arprestur.
ELLIMÁLARÁÐ Reykjavíkurpró-
fastsdæmis: Námskeiöi í safnaö-
arstarfi veröur framhaldiö mánu-
dags- og þriöjudagskvöld kl.
20.15 í safnaðarheimili Bú-
staöakirkju. Ræöumaöur á
mánudag veröur Gunnar Gunn-
arsson cand. theol. en á þriöju-
dag Sverrir Friöþjófsson. Fjalla
þeir báöir um málefni varöandi
börn og unglinga.