Morgunblaðið - 24.03.1984, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
• TGÁ sigurvegarar í keppni KR-inga. Aftari röö f.v. Elín Snæbjörns-
dóttir, Guðmundur Árnason, Einar Arnason, Gísli Jónsson, Gísii Jón
Magnússon. Fr. röó f.v. Sævar Leifsson, Árni Guðmundsson, Sæbjörn
Guömundsson.
• Eystrakot varó í öðru sæti. Aftari röó f.v. Einar Einarsson, Jón Otti
Jónsson, Steingrímur Sigurósson og Garöar Páll Vignisson liðsstjóri.
Fr. röö f.v. Páll Erlingsson, Andri Marteinsson og Andrés Ólafsson.
• Þrúóvangur varö í þriöja sæti. Aftari röö f.v. Gunnar Dagbjartsson
liðsstjóri, Ingi Ingimarsson, Elías Ingimarsson og Jóhann Hreiðarsson.
Fr. röö f.v. Jóhann Jakobsson, Guðni Alfreósson, Guóni Þorvaldsson
og Jóhann Garóarsson.
Salan á Rummenigge
átti ekki að fréttast
Frá tréttaritara Morgunblaöatns i Barn. Önnu Bjarnadóttur.
ÞAÐ VAR ÞEGJANDI samkomulag millí Bayern Munchen og Inter Mílano aö salan á Rummen-
igge myndi ekki fréttast strax eftir að félögin gerðu samning um hana. Bayern kærði sig ekki
um að allir vissu um fjárfúlguna sem félagið fékk fyrir Rummenigge þegar launasamningar við
leikmennina standa fyrir dyrum. Inter var hins vegar umhugað um aö koma fréttunum í blööin,
svo að áhugi á félaginu ykist og kraftur færðist í liðið fyrir lok leiktímabilsins.
Fulltrúi Inter, einn af þeim sem
sáu um gerö samningsins, geröi
sér þess vegna lítið fyrir og haföi
samband viö kunningja sína á
svissnesku dagblaði og spuröi
hvort þeir gætu ekki komiö því svo
fyrir aö einhver íþróttafréttaritari
sæi til hans „fyrir tilviljun" þegar
hann heimsækti Rummenigge og
færi aö spyrjast fyrir um máliö.
Svissararnir höföu samband viö
vestur-þýskan blaðamann og
sögöu honum aö fara aö heimili
Rummenigge daginn eftir um há-
degiö og fylgjast vel meö gesta-
komum. Blaöamaöurinn mætti á
staðinn um tólfleytiö, sá Rummen-
igge aka burtu á Mercedes Benz-
bílnum sínum og fór. En Rummen-
igge var ekki lengi í burtu og var
kominn heim aftur þegar fulltrúi
Inter lagöi bíl merktum Inter fyrir
utan húsiö og gekk inn meö fyrstu
greiðsluna til Rummenigge í
skjaiatösku.
Hann varö fyrir vonbrigöum að
sjá ekki blaöamann viö húsiö og
haföi aftur samband viö Svissar-
ana. Hann sagöi þeim aö láta
blaöamanninn hitta sig í herbergi
nr. 464 á hótelinu „Árstíöirnar fjór-
ar“ í Múnchen og þar sagöi hann
honum frá samningnum viö Bay-
ern.
Blaöamaöurinn haföi samband
viö Hoeness, framkvæmdastjóra
Bayern, og þóttist hafa séö hann á
tali viö fulltrúa Inter. Hoeness
sagöi, aö þeir heföu rætt auglýs-
ingastarfsemi, en sagöi svo aö
ekkert væri enn ákveöiö meö söl-
una á Rummenigge þegar blaöa-.
maðurinn gekk á hann. Hann staö-
festi síöan fréttina tveimur dögum
seinna, þegar hún haföi birst í Tag-
es Anmzeiger í Zúrich og Súd-
deutsche Zeitung í V-Þýskalandi.
R'ummenigge er nú næstdýrasti
fótboltamaöur heims. Bayern fékk
yfir 10 milljónir þýskra marka fyrir
hann og hann sjálfur fær um 2
milljónir þýskra marka í laun hjá
Inter. Agnelli, eigandi Juventus og
Fiat-fyrirtækisins í Torino, lætur
eins og hann hafi ekki haft áhuga á
aö fá Rummenigge í liðiö, en haft
er fyrir satt aö frú Rummenigge
hafi fengiö nýjan Fiat í jólagjöf frá
fyrirtækinu i nokkur ár og þykir
þaö benda til viss áhuga á þeim
hjónum.
Falcao, Brasiliumaöurin hjá
Roma, hefur enn ekki undirritaö
neinn samning, en sagan segir aö
Inter hafi mikinn áhuga á aö fá
hann og Hansi Múller og Coeck
veröi báöir látnir fara frá liöinu.
40 lið kepptu
hjá KR-ingum
FIRMA- og félagshópakeppni KR
í innanhússknattspyrnu lauk í
víkunni en riölakeppnin hófst 5.
mars sl. Þétttaka var takmörkuð
vió 40 lió og sem tyrr komust
færri lið að en vildu.
í riðlakeppninni var mikiö um
óvænt úrslit og máttu mörg
„stóru nöfnin“ í íslenskri knatt-
spyrnu bíta • þaó súra epli aó
tapa fyrir lítt þekktum köppum.
Sigurvegarar riölanna léku í úr-
slitakeppninni en þar var leikiö
meö útsláttarfyrirkomulagi. í úrslit
komust Þrídrangur, lönaöarbank-
inn, Eystrakot, Propþé, TGÁ, Sölu-
turninn Suðurveri, GP og Kristján
Ó. Skagfjörö. Flestir leikir í úrslita-
keppninni voru mjög jafnir en þar
kom liö GP skemmtilega á óvart
og sönnuöu leikmenn liösins svo
sannarlega aö lengi lifir i gömlum
glæöum. Siguröur Einarsson,
Fram, var þeirra marksprækastur
en Gestur Jónsson lögfræöingur
setti margan andstæöinginn út af j
laginu meö bragöi sínu. Aörk
leikmenn í þessu fjöruga liöi voru
Simon Hallsson, Helgi Númason
Fram og KR-ingarnir Óli Schram
og Guðmundur Pétursson. Liöiö
hafnaöi í 4. sæti. Þrídrangur lék vel
alla keppnina en varö aö sætta sig
viö 3. sætiö. Bestu menn liösins
voru Þróttararnir Jóhann „Donni"
Jakobsson og Jóhann Hreiöars-
son. Til úrslita lék sveit harö-
snúinna Víkinga úr Kvennaskólan-
um sem kallaöi sig Eystrakot gegn
KR-ingum frá Tannlæknastofu
Guömundar Árngsonar, TGÁ (bor-
ið fram tek ég á). Úrslitaleikurinn
var mjög spennandi og vel leikinn.
TGÁ sigraöi, 3—2, og má vera aö
reynsluleysi Kvennaskólapiltanna
hafi gert gæfumuninn, því þeir
virkuöu betri. Þeir þurfa þó ekki aö
örvænta en þeirra bestu menn
voru Andri Marteinsson, Einar Ein-
arsson og Jón Otti Jónsson. Hjá
TGÁ bar Sæbjörn af en Gísli Jón
og Árni voru mjög traustir.
Hluti keppenda í Unglíngamóti UMSB sem fram fór
í Borgarnesi. Morgunbi./HBj.
Stigahæstu einstaklingarnir.
Góður árangur hjá UMSB
ANNAÐ unglingamót Ungmenn-
asambands Borgarfjaróar fór nýl-
ega fram í sundlaug Borgarness.
Mættir til leiks voru um 50 kepp-
endur frá fjórum ungmennafélög-
um innan UMSB. Skallagrímur si-
graöi á mótinu meö miklum yfir-
byróum, hlaut 280 stig.
Stigahæstu einstaklingar í mót-
inu voru: piltar 15—16 ára Ingim-
undur Ingimundarson; stúlkur
15—16 ára Hafdís B. Guðmundsd-
óttir; drengir 13—14 ára Jón Valur
Jónsson; telpur 13—14 ára Kristín
Ólafsdóttir; sveinar 11 — 12 ára
Ragnar L. Rúnarsson; meyjar
11 — 12 ára Aðalheiöur Hr. Egg-
ertsdóttir; hnokkar 10 ára og yngri
Þórir Indriöason og hnátur 10 ára
og yngri Jenný Vigdís Þorsteinsd-
óttir. Árangur á mótinu var yfirleitt
góöur, til marks um framfarir
sundfólksins má geta þess aö ár-
angur á þessu móti var í 10 grein-
um betri en gildandi Borgarfjarö-
armet, en vegna þess aö sundl-
augir er ekki nema 12,5 m löng
fást metin ekki staðfest.
— HBj.